Morgunblaðið - 19.03.2000, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.03.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARS 2000 B 15 Hassið heima í stofu hjá Ahmed. Veturna nota bændumir í Ket- an a til þess að vinna hass úr krónublöðum kannabisjurtar- innar. Eftir að hassið er tilbúið þa rf að móta það í plötur eða foim, allt eftir óskum við- skiptavinanna. Sumir þurfa til dæ mis að fá þetta í stærð og lög- un sem hentar til að geta smygi- að hassinu innan f ákveðnum hliitum. Það á einkum við um ha 3S sem ætlað er til útflutnings en stór hluti uppskerunnar fer raunar til neyslu innanlands. Ur dirritaður þáði afbragðste inni í stofu hjá Ahmed en brast kjark eða heimskn til að nrófa hassið. þetta sé allt í lagi. Eftir hálftímaspjall yfir tebolla heima í stofu hjá Ahmed þar sem nokkur af sjö bömunum hans hlaupa öðru hverju inn til að klifra upp á pabbahné slær þessi sláni sér á lær og segir: „Ég hugsaði einmitt þegar ég sá þig, þessi getur orðið góður smyglari. En ég er farinn að trúa þér. Ég skal ná í hassið og þú færð að mynda það en þú tekur engar myndir af mér.“ Leikritið snýst við og nú er það Ahmed sem leikur þann hrædda og við ræðum lengi um það hvað ég megi gera við þessar myndir og hvað ekki, hvar ég megi sýna þær og hvar ekki. Ahmed leyfir mér að taka myndir af hassinu og myndir í þorpinu sem reyndar gengur eins erfiðlega og yf- irleitt í sveitum Marokkó. Flestir hafa illan bifur á myndavélum og kvenfólki er sérstaklega illa við allar myndatökur. En stelpurnar í þessu litla hassþorpi eru samt frjálslegar og skemmtilegar, virðast upplits- djarfari en kynsystur þeirra í Atlas- fjöllunum. I þorpinu hans Ahmed búa um 400 manns og þetta er aðeins eitt fjöl- margra þar sem allir hafa atvinnu af hassrækt. í þorpinu er barnaskóli, moska og lítil búðarhola. Auk hass- ræktarinnar eru flestir með smá- garðholu þar sem ræktaðar eru venjulegar matjurtir, nokkrar kindur eru í þorpinu, flestir eiga eina kú, asna og hænur. Það er af og frá að bændur hér virðist almennt ríkir en þeir eru kannski ögn betur settir heldur en starfsbræður þeirra suður í Sahara. Hér eiga til dæmis flestir sjónvarp, það er komið rafmagn í þorpið eins og reyndar í mörgum sveitum Marokkó og sími er á allmörgum bæjum. I þorpinu er ein glæsivilla og eigand- inn þar er að keyra splunkunýjan Benzinn sinn inn í skúr þegar við göngum framhjá. „Já, hann er líka bara hassbóndi," segir Ahmed og neitar að segja mér nokkuð meira um þennan granna sinn. Sjálfur er Ahmed í hópi þeirra sem komast þokkalega vel af. 50 kg af hassi á ári „Þetta er hreint efni, eiginlega frekar lyf en iíkniefni,11 segir Ahmed um leið og hann brytjar hassmola niður milli fingranna og sáldrar sam- an við tóbak úr einni Winston-sígar- ettu. Hann segist hafa reykt hass á hverjum degi undanfarin þrettán ár og aldrei orðið meint af því! Viður- kennir reyndar að hann verði stund- um svolítið niðurdreginn. „Það skapast engin vandamál af þessu efni, vandamálin verða þegar sterkari efnum er blandað saman við. Það gera sumir þeirra sem kaupa af okkur og eru að smygla þessu. Það eru líka þeir sem græða peninga á þessu. Við bara skrimtum." Ársuppskera Ahmeds og fjöl- skyldu hans er 50 kg. Fyrir grammið fær hann að meðaltali um 2 dirham eða sem jafngildir um 16 kr. Árstekj- ur hans eru samkvæmt þessu um 100 þúsund dii'ham eða um 720 þúsund íslenskar krónur. Til samanburðar eru algengar árstekjur verkamanns í Marokkó um 36 þúsund dirham (260 þús. kr.) en bakvið þessar tekjur hassbóndans eru 2-3 ársverk. Reyndar er stór hluti af vinnu bóndans við sölumennsku. Eftir að uppskeran er komin í hús í lok ágúst er ekkert annað að gera en að selja hana og síðan að móta hassduftið í pakka og stærðir eftir óskum kaup- andans. Lögun hasspakkanna getur til dæmis farið eftir því hvernig á að smygla vörunni ef um erlenda kaup- endur er að ræða. Hassbóndi eins og afi „Pappi minn reykti kif á hverjum degi frá því ég man eftir mér og varð nærri níræður,“ segir Ahmed og er enn farinn að tala um hollustu þess- arar framleiðslu. „Já, bæði pabbi og afi ræktuðu kif og það gerðu þeirra forfeður líka.“ Kif er nafn Marokkómanna á hass- plöntunni og allt fram til 1960 var hún ekki notuð öðruvísi en þannig að menn reyktu þurrkuð blöðin. I EvrópU' hefur slíkt efni verið kallað gras eða maríjúana. Framleiðsla á hassi úr þessari jurt hófst ekki fyrr en eftir 1960 en áhrif hassins eru miklu sterkari heldur en nokkru sinni af grasinu, víman er miklu meiri. Grasið var reykt í sérstökum pípum. „í dag eru allir hættir að reykja kif. Það er miklu meiri vinna við þær reykingar, miklu meira vesen heldur en að blanda hassinu saman við sígar- ettutóbak." SaJkleysislegur blaðamaður eða sjónarspil lögreglu Þegar leigubíllinn ekur út úr Ket- ama-héraði bíða lögreglumenn neðst í einni brekkunni. Ég sé að þeir láta farþega í næsta bíl á undan óreitta en þegar kemur að pkkur biðja þeir um vegabréfið mitt. Ég rétti þeim það og læt blaðamannapassann fylgja. Síðan eru allir aftursætisfarþegarnir settir út og leitað á þeim en ég er látinn óá- reittur þangað til ég býst til að taka mynd af leitinni. „Nei, nei, þetta er alveg bannað,“ segir sá eini af lögreglumönnunum sem talar ensku. Ekkert hass finnst á ferðafélögum mínum og það sem eftir er ferðarinnar henda þeir gaman að uppákomunni. Miðað við það sem ég hef lesið dettur mér í hug að þessi leit hafi samt verið sett sérstaklega á svið fyrir mig, til þess að blaðamaðurinn útlendi viti það að lögreglan reynir hvað hún getur til að hefta hassdreif- ingu. fcissalt med kryddjurtum i alianrrr Herbamare Náttúrusalt Herbamare kryddsalt er blanda af hafsalti, kryddjurtum og lífrænt ræktuðu grænmeti. Ljújfengt og hollt kryddsalt á matarborðið og í matargerðina. Heilsa ehf. S:533 3232 Hluthafafundur Boðað er til hluthafafundar í Búnaðarbanka íslands hf. mánudaginn 27. mars kl. 16:00. Fundurinn verður haldinn í matsal bankans, Hafnarstræti 5, 4. hæð. Dagskrá: 1. Tillaga um heimild til bankaráðs til kaupa á eigin hlutum í bankanum, sbr. 55. gr. hlutafélagalaga. 2. Önnurmál. Tillögur frá hluthöfum sem bera á fram á fundinum skulu hafa borist í hendur stjórnar með skriflegum hætti, eigi síðar en sjö dögum fyrir hluthafafund. ® BÚNAÐARBANKl ÍSLANDS HF Gerðu vel við barnið þitt Skráning er hafin á sex vikna barna og unglinganámskeið sem hefjast 20. og 22. mars. Steipur og strákar sér. Barna og unglinganámskeiðin í Heilsugarði Gauja litla eru ætluð börnum sem eiga við offitu að stríða Unnið er náið með foreldrum sem fá fræðslu og viðtal hjá næringarráðgjafa auk viðbótarfræðslu hjá lækni. Námskeið sem ski\ar góðum árangri, eykur sjálfstraus ogiífsgieðibarns.nsþms. Takmarkaður fjold. þðtt- takendagerirnamske'ð persónuiegt og ahritankara^ Dagskráin er fjölbreytt, með skemtilegum nýjungum og uppákomu t.d. Tae Bo, sund, skautum, ganga, yoga, og m.f.r. Heilsu?arður Gaujð litla Skráning í síma: 896 1298 Vetraríþróttahátíð ÍBR 2000 f 17.-24. mars Hestar á ís Sunnudagur 19. mars Skautahöllin í Laugardal kl. 14:00-17:00 Félagar í Hestamannafélaginu Fáki bjóða gestum og gangandi á hestbak utandyra. Skrautreið FáksféLaga í höllinni kl. 15:30 Skautatímar fyrir almenning kl. 13:00 - 15:00 íhFkÓTTXBXNDXLXC RFYKJXVÍKUBs. 2000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.