Morgunblaðið - 19.03.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.03.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARS 2000 B 29 Skipun nýs yfírmanns Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Sam- staða um Köhler Washingfton. AFP, AP. EFTIR fimm mánaða togstreitu milli Evrópusambandsríkjanna, Bandaríkjanna og Japans, hillir nú undir að samkomulag sé að nást um arftaka Michel Camdessus í emb- ætti framkvæmdastjóra Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins (IMF). Japanir, sem leggja bæði IMF og systurstofnuninni Alþjóðabankan- um til næstmest fé, drógu á fimmtu- dag til baka sinn frambjóðanda í starfið, Eisuke Sakakibara, og lýstu stuðningi við nýjan frambjóðanda ESB, Þjóðverjann Horst Köhler. Hefð hefur komizt á um að Banda- ííkjamaður fari fyrir Alþjóðabank- anum en Evrópumaður fyrir IMF. En Akitaka Saiki, talsmaður Keizo Deilt um „græna korts“- áform í Þýzkalandi Berlfn. AP. ÁFORM, sem Gerhard Schröder Þýzkalandskanzlari kynnti í vikunni um útgáfu sér- stakra atvinnuleyfa íyrir allt að 20.000 erlenda tölvusér- fræðinga, hafa orðið stjómar- andstæðingum og fulltrúum verkalýðsfélaga tilefni harka- legrar gagnrýni og opnað fyrir nýja umræðu um það hve opið Þýzkaland er útlendingum. Meginröksemd gagnrýnenda frumvarps ríkisstjómarinnar er sú, að feikinógu margir atvinnu- lausir Þjóðverjar biðu eftir að stökkva á störf af því tagi sem hugmyndin er að hinir erlendu sérfræðingar tækju að sér, eða að vera endurmenntaðir til að gegna þeim. I þessari deilu blandast sam- an tvenns konar vandi: Annars vegar að þýzkt efnahagslíf virð- ist bregðast seint við netbylt- ingunni og hins vegar hvemig skuli taka á innflytjendamálum i landi þar sem um fjórar millj- ónir íbúa era atvinnulausar. Þýzk tölvutækniíyrirtæki hafa skorað á ríkisstjóm Schröders að grípa til aðgerða þeim til stuðnings; halda talsmenn fyrir- tækjanna því fram að þau vanti um 75.000 sérmenntaða starfs- menn, ef þetta ört vaxandi og framsækna svið þýzks efnahags- lífs eigi að geta viðhaldið alþjóð- legri samkeppnishæfni sinni. Stjóm Schröders brást við þessu með því að tilkynna í upphafi vik- unnar að sérreglur yrðu lög- leiddar sem byðu allt að 20.000 sérmenntuðum útlendingum at- vinnuleyfi í allt að fimm ár. Er fyrirmyndin að þessum reglum sótt til bandaríska „græna korts- ins“ svokallaða. Innflytjendastefna íbrennidepli Gagnrýnendur úr röðum kristilegra demókrata, sem era í stjórnarandstöðu, sögðu að stjórnvöld þyrftu að grípa til að- gerða til að takmarka innflytj- endaflæði til landsins, ekki ýta undir það. Fólk t.a.m. frá Asíu og A-Evrópu, sem yrði ráðið til þýzkra fyrirtækja sem tölvu- sérfræðingar, myndu ílendast til langframa og taka störf frá þýzkum launþegum með því að vera tilbúið til að vinna fyrir lægri laun. Talsmaður stjómar- innar í málefnum útlendinga, Marieluise Beck, varaði af til- efni þessara ummæla við því að spila í umræðunni á neikvæðar tilfinningar í garð útlendinga. Verkalýðsforkólfar sögðu áformin vera til þess fallin að létta þrýstingi af þýzkum at- vinnurekendum að huga að þjálfun eigin starfsmanna. Obuchis, forsætisráðherra Japans, sagði í gær að framboð Sakakibaras hefði aðeins verið fyrsta skrefið. „Við ætlum okkur ekki að láta okkur lynda til lengdar að þessi staða sé frátekin fyrir Evrópumann. (...) Næst, þegar við getum teflt fram góðum manni, munum við styðja hann alla leið,“ sagði Saiki. Full- trúar Kanada og Mexíkó lýstu í gær einnig þeirri skoðun, að það væri ekki sjálfgefið að Evrópumaður skipaði þetta embætti. Köhler, sem er bankastjóri Þró- unarbanka Evrópu (EBRD) í Lund- únum, sagðist bjartsýnn á að sú spenna sem byggzt hefur upp yfir Atlantshafið vegna deilna um arf- taka Camdessus yrði fljótt úr sög- unni. Köhler var fyrst tilefndur eftir að Caio Koch-Weser, aðstoðarfjár- málaráðherra Þýzkalands, hætti við, aðallega vegna andstöðu Banda- ríkjamanna við skipun hans í em- bættið. Samtök verslunar og þjönustu Federation ofTrade & Services AÐALFUNDUR SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu verður haldinn miðvikudaginn 29. mars nk. d Radisson SAS Saga hótel, Ársal, 2. hæð, og hefst kl. 16. Dagskrd: 1. Ræða formanns 2. Ávarp: Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra 3. Venjuleg aðalfundarstörf Stjórnin T0PPTU0B PERTTI F’ALMROTH * ‘Efnið í stígvéCunum er vatnsfráHríncCandi og pofír regn, snjó, saCt og IqiCcCa. íPcegiCegt að þrífa, ein stropa með röíqim Cfút og stígvéCin verða gCjáandi faCCeg. Áður kr. 14.900 Nú kr. 8.995 oppskórinn Veltusundi 1 við Ingólfstorg, sími 552 1212 Köttur úti í mýri... ...úti er ævintýri. Átak til að fækka flækingsköttum á Kjalamesi og \ Bústaðahverfi í samræmi við samþykkt um kattahald í Reykjavík tilkynnist hér með að dagana 27. mars til 1. april mun sérstakt átak gert til að fanga fiækingsketti á Kjalamesi og í Bústaðahverfi frá Kringlu- mýrarbraut að Reykjanesbraut, norðan Bústaðavegar og sunnan Miklubrautar. Kattaeigendur í hverfinu em hvattir til að halda köttum sínum inni á meðan á átakinu stendur. Jafnframt eru katta- eigendur minntir á að merkja ketti sína með húðflúri (tattóveringu) á eyrum og skrá upplýsingar um eiganda, heimilisfang og símanúmer. Jafngild er örmerking skv. stöðlum Alþjóða staðlaráðsins (ISO 11784 eða 11785). Oll handsömuð dýr verða flutt í Kattholt. Athugið Kettir verða eingöngu fangaðir frá kl. 20:00 að kvöldi til kl. 07:00 að morgni. Hreinsunardeild Reykjavíkurborgar HAND CREAM Með því að nota TREND naglanæringuna færðu þínar eigin neglur sterkar og heilbrigðar svo þær hvorki klofna né brotna. TREND handáburðurinn r^knt i framleiðslu 3 H! teygjanlegri, þétta'ri húð. íÉj Sérstaklega græðandi. r.ý EINSTÖK GÆÐAVARA \ Fást í apótekum og snyrti- W vöruverslunum um land allt. Ath. naglalökk frá Trend fást í tveimur stærðum Vor naglalökkin eru komin í 6 nýjum bláum liturn Þýskar förðunarvörur Ekta augnahára- og augnabrúnalitur, er samanstendur af litakremi og geli sem blandast saman, allt í einum pakka. Mjög auðveldur í notkun, fæst í þremur litum og gefur frábær- an árangur. Hver pakki dugir í 20 litanir. Útsölustaðir: Apótek og snyrtivöruverslanir ATH. nú! Frá Tana Maskara Stone (Köku-maskari). Þessi (svarti) gamli góði með stóra burstanum. Uppl. í smáblaði sem fylgir augnbrúnalitnum. Vatnsþynnanlegt vax- og hitatæki til háreyðingar. Vaxið má einnig híta í örbylgjuofni. Einnig háreyðingarkrem, „roll-on“ eða borið á með spaða frá laboratorios byly S.A. Útsölustaðir: Snyrtivöruverslunin Nana, Rvík, Hringbrautar Apótek, Rima Apótek, Grafarvogs Apótek, Lyf & heilsa, Alfabakka, Lyf & heilsa, Háteigsvegi 1, Borgarapótek, Álftamýri, Fína Mosfellsbæ, Sauöárkróks Apótek, Stykkishólms Apótek, Fínar Línur, Vestmannaeyjum. Dreifing: S. Gunnbjörnsson ehf. Sími 5§5 6317 Fasteignir á Netinu vfS> mbl.is /\L.LT/\f= eiTTHXSAG IMÝ7T

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.