Morgunblaðið - 19.03.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.03.2000, Blaðsíða 30
30 B SUNNUDAGUR 19. MARS 2000 DÆGURTONLIST MORGUNBLAÐIÐ V Sá besti RAPPARINN WiIIiam Griffin, sem flestir þekkja sem Rak- im Allah, var í fremstu röð mmmmmmmmmmmm rappsins fyrir margt löngu með félaga sín- um Eric B. Und- ir lok níunda áratugarins sendu þeir félag- ar frá sér hverja metsöluskifuna á fætur annarri en þegar upp úr samstarfinu slitnaði héf Eric B. sóléferil en lítið heyrðist til Rakims. Hann var þé fráleitt hættur að rappa þótt fímm ára bið hefði verið eft- ir plötu. Fyrir tveimur árum sneri Rak- im aftur í sviðsljósið eftir langt hlé. Á sínum tíma var hann talinn eftir Áino Matthíosson með frcmstu rapphetjum og sannaði á fyrstu skífunni eftir fríið, The 18th Letter, að hann hefði engu gleymt og miklu bætt við. Þegar þeir félagar Eric B og Rakim voru upp á sitt besta fér orð af mikilli orðfimi Rakims og á 18th Letter sýndi hann gamla sniildartakta. Undir lok siðasta árs kom svo út önnur séléplata Rakims, The Master. Á The Master minnir spuninn hjá-Rakim á gamla daga og stingur nokkuð í stúf við spennu- þrunginn uppskrúfaðan texta- flutning ung-tyrkjánna, en Rak- im Sýnir hvernig á afffara að í flæði og stemmningu. Ólíkt fyrri J skifunni fær hann ýmsa gesti til liðs við sig, ýmist lærisveina í rappi eða ténsmiði úr fremstu röð. Meðal þeirra fyrrnefndu eru þeir Canibus, Rahzel og Kauryn Hill, cn seinni flokkinn fylla DJ Premier, Ron lawrence, Jaz-0 og Clack Kent. I vali rapptímarits vestan hafs á sfðasta ári var Rakim valinn besti rappari sögunnar sem sýnir hvaða mætur rappvinir hafa á honum og víst vérður The Mast- er talin með helstu rappskffum þegar árið v^rður gert upp. Bone Thugs-N- Harmony snýr aftur ^ V FRÁ CLEVELAND er einn sérkennilegasti rapp- flokkur seinni tíma, Bone Thugs-N-Harmony, sem hefur notið gríðarlegra vinsælda, ekki síst fyrir sér- kennilegan spuna á margföldum hraða. Undanfarin tvö ár hafa þeir félagar fengist við ýmis hliðar- verkefni, en sendu fyrir stuttu frá sér nýja skífu. Bone Thugs-N-Harmony-félagar eru frá Cleveland, en þeir Layzie, Krazyie, Flesh, Wish og Bizzy komu undir sig fót- unum í Los Angeles með dyggri aðstoð hins alræmda Eazy-E, sem lést úr alnæmi fyrir nokkrum árum. Fyrsta platan kom út fyrir sex árum og gekk prýðilega, en sú næsta, E. 1999 Etemal, seldist í bílförmum. Síðan hafa þeir félagar fengist við ýmis hliðarverkefni, sent frá sér safnskífur og gefið út aðra listamenn frá Cleveland. Það var því vonum seinna að þeir gáfu sér tíma til að halda í hljóðver að taka upp nýja skífu, en sú kom út fyrir mánuði og kallast Btnhresurrection. Undanfarið hefur gengið fjöll- um hærra að leiðir þeirra Bone Thugs-N-Harm- ony-bræðra hafi skilið, enda komið út sólóskíf- ur með tveimur þeirra, en þeir segja glað- beittir að allt hafi það verið nauðsynlegt til að styrkja samstarfið; að allir fengju að gera það sem þeir vildu í stað þess að vera sí- fellt fastir á klafa hljómsveitar. Upp- tökustjórar eru ýmsir á skífunni, helstir LT Hutton, sem hefur meðal annars starfað með Snoop, DJ U-Neek, Jimmy JT Thomas og Darren Vega. Þeir sem um skífuna hafa fjallað hafa lofað spunann hjá þeim félögum og segja greinilegt að fríið hafi gef- ið þeim auldnn kraft, en svona rétt til að tryggja umtal taka þeir einnig fyrir í textum umdeild mál, þar á meðal er lof- söngur til e-pillunnar. Safn óútgef- inna Elvis-laga ENGINN hefur selt fleiri plötur en Elvis Aron Presley sálugi og enn koma út plötur með nýju efni þó hann hafi legið í gröfmni í á þriðja áratug. Fyrir nokkru hóf fyrirtækið sem á útgáfuréttinn að upptökum Elvis, BMG, að gefa út viðhafnarútgáfur verka hans og bætti við grúa af áður óútgefnu efni, þar á meðal á safnskífu sem kom út fyrir skemmstu. Askífunni, sem kallast Such a Night, eru tuttugu lög, þar af nítján óútgefin og vekur væntanlega sterkar tilfinningar í brjóstum Elv- is-vina sem kannski dvína eitthvað við að öll eru þau aðrar útgáfur af frægum lögum hans. Elvis var fræg- ur fyrir fullkomnunaráráttu sína og átti það til að taka lög upp í tugum útgáfna til að vera viss um að allt væri sem best úr garði gert. Þrátt fyrir það vann hann hratt og vel og var fljótur að finna réttu leiðina í túlkun og flutingi þannig að flestar eru útgáfurnar nánast eins og sú sem á endanum komst á plast. Inni á milli eru þó efnistök, hraði og fras- eríng öðruvísi, jafnvel allt öðruvísi. Helstu verk Elvis eru flokkuð í þrjá hluta, fyrst Sun-upptökurnar, þá frábæra upptökulotu hans í Am- erican hljóðverinu og skilaði sér í Memphis-plötunum, og loks það sem hann hljóðritaði í Nashville frá 1960 til 64, en þá tók hann upp í næt- urlotum, alls ellefu slíkum. Ur þeim ellefu upptökulotum kom 81 lag í út- gáfu, sem fáir myndu eftir leika og flest klassísk. Lög eins og Such a Night, Make Me Know It, Fever, Girl of My Best Friend, Suspicion og Please Don’t Drag That String Around þekkja vísast allir sem á annað borð þekkja kónginn en þau eru einmitt á meðal laganna á diskn- um sem hér er sagt frá. Athygli vek- ur hvað þeir félagar Dac Pomus og Mort Schulman áttu mörg lög í pakkanum, en á þessum tíma voru þeir sjóðheitir í popplagasmíðinni og ruddu frá sér hverju afbraðslag- inu af öðru fyrir Elvis, Fabian, Bobby Darin og Dion, svo dæmi séu tekin. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Sigur Rós á siglingu í Lundúnum. Ný smáskífa Sigur Rósar FYRSTU smáskífu Sigur Rósar ytra, Svefn-g-englar, var vel tekið og vakti á sveitinni mikinn áhuga. Næst á dagskrá er takmörkuð út- gáfa af smáskífu númer tvö sem á eru fjögur lög, þar af eitt sem ekki hefur áður heyrst. Smáskífan Ný batterí kemur út á morgun, en á henni eru fjögur lög, eins og getið er. Fyrst er lagið Rafmagnið búið sem er endurhljóðblöndun á hluta úr Nýjum batteríum. Þá kemur lagið Ný batterí og síðan lögin tvö sem einnig er að finna á disknum með tónlistinni úr Englum alheimsins, Bíum bíum bambaló og Dánarfregnum og jarðarförum. Af Sigur Rós er það annars að frétta að hljómsveitin heldur til Bretlands í vikunni til tónleika- halds með kanadísku sveitinni Godspeed You Black Emperor! Fyrstu tónleikarnir verða í Aberdeen 27. mars, þá í Glasgow 28. og Belfast 30. Ferðin heldur áfram í apríl, en þá leika sveit- irnar í Dyflinni 2. apríl, Lundún- um 3., Wolverhampton 4., Man- chester 5., Bristol 6. og loks á tónlistarhátíðinni All Tomorrows Parties á Camber Sands 9. apríl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.