Morgunblaðið - 19.03.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.03.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ Kolaburður í Reykjavík 1919. Mynd eftir Mugg. Verkakonur bera kol upp eftir Smithsbryggju (Thomsenbryggju) á leið 1 Kolasund. leg refsing sem Salvör lagði á þennan drjúgmontna og sjálfhælna Norðling. Pað er hreint ótrúlegt minnið hans Guðmundar Thorlacius. Hann sem er fæddur á fyrsta ári heimastjómar 1904 man atburði frá fyrsta áratug aldarinnar sem leið. Hver getur sagt mér frá því þegar Tryggvi Gunnarsson, athafnamaður- inn mikli bjó í Kolasundi? Ég reyni að hringja til Guðmundar Thorlacius, sjómanns á Nýlendugötunni. Hann man ótrúlega margt frá liðinni öld. Það brást ekki. Guðmundur svaraði glaðlega í símann. Mér komu í hug orð sem höfð voru eftir öldruðum Vestur-íslendingi þegar vel lá á hon- um: „Það er gaman að vera maður.“ Svo ungleg og hress var rödd Guð- mundai'. Eg spyr: „Manstu eftir Tryggva Gunnarssyni þegar hann átti heima í Kolasundi?" „Hvort ég man,“ sagði Guðmundur. „Eg fór einu sinni með reikning til hans. Það var frá Jámsteypunni. Það var hann Ámi Jónsson sem sendi mig með reikning- inn. Tiyggvi var í öllum félögum og fyrirtækjum." Manstu hvað reikning- urinn var hár, spyi' ég Guðmund. „Já, hann var 12 krónur. Og ég man hvað mér fannst vera margir peningar í buddunni þegar hann borgaði mér reikninginn." Sigurbjörn í Vísi segir að Tryggvi hafí verið í stjómum og nefndum svo margra félaga að hann hafi þurft að hafa manninn með sér til þess að minna á nefndar- og stjómar- fundi. Ludvig Hansen bankaassistent var afi Ludvigs Hjálmtýssonar. Hann vai- að sögn Ludvigs talinn launsonur Maitins Smiths, kaupmanns og kons- úls. Haft var eftir bakaradótturinni Maríu, dóttur Bemhöfts bakara: „Það vildi ég hann Hansen kom og á mig.“ Maríu varð að ósk sinni. Hún var frú María Hansen, traust ættmóðir og amma margra þjóðkunnra Reyk- víkinga. Greinarhöfundur hefir oft rómað glaðlyndi Bemhöftanna og ekki mun framlag Ludvigs Hansens faktors og framtaksmanns hafa vegið léttara, þegar horft er til félagslyndis og mannlegra samskipta. Ludvig Hansen var í stjóm Verslunarmanna- félags Reykjavíkur og lagði þar sem annars staðar gott til mála. Ludvig Hansen stendur keikur í dyrum í Kolasundi. Húseign Martins Smith, Hótel Alexandra, er í næsta nágrenni. Það veit að Hafnarstræti og er númer 16 við þá götu. Ludvig Hansen sómir sér vel í húsdymm sínum í Kolasundi. „Ekki er blankur Islandsbanki. Eggert Claessen með troðna vasa“ segir í gamanbrag sem kveðinn var á þriðja áratug liðinnar aldar. Eggert Claessen málaflutnings- maður og bankastjóri Islandsbanka var þjóðkunnur maður og umdeildur á sinni tíð. Hann var harður andstæð- ingum. Fylginn sér og sókndjarfur. Fór jafnan í fylkingarbijósti. Halldór Laxness hefir vísast haft Eggert Claessen í huga þegar hann nefnir Kláus Hansen, bankastjórann „sem hafði kr. 133,33 í kaup fyrir hvem virkan dag ársins sem bánkastjóri, og hafði tekið að sér þá stöðu í gustuka- skyni þegar hann fór úr ráðherra- sessi, seinast“. Hér fer sem fyrr. Hall- dór Laxness beitir þeirri tækni að gera eina sögupersónu sfna úr tveim fyrirmyndum. Sigurður Eggerz ráð- herra skipaði sjálfan sig bankastjóra íslandsbanka. Hann og Eggert Claessen vora samtímis bankastjórar íslandsbanka um skeið. Seinna í kafl- anum í Sölku Völku segir um Kláus Hansen: „...var í almælum haft að hann væri einn gáfaðasti lögfræðing- ur á Norðurlöndum og ynni allflest mál, einkum fyrir æðstu dómstólum". Greinarhöfundur minnist þess frá unglingsáram er hann sat þing Al- þýðusambandsins að þeir Jón Bald- vinsson, bankastjóri Utvegsbankans, er settist í sæti Eggerts Claessens, Héðinn Valdimarsson, forstjóri Olíu- verslunar íslands og formaður Dags- brúnar og Guðmundur G. Hagalín sungu saman í lokahófi: Þama stendur Stenka Rasin, Stenka Rasin vinur minn, ekkert líkur Eggert Claessen, elsku hundakroppurinn. I röðum verkalýðs var Eggert Mánaðarlega getur þú komið í Apótekið þar sem hjúkrunarfræðingur og lyfjafræðingur verða til ráðgjafar Hugaé ad heilsunni Blóðsykursmæling Kólesterólmæling BMI mæling ^ Þyngdarmæling ölóðþrýstings i: /p.úlsmælinq Vefjafitumæíing f Ráðgjöf við . „ *~-l*yfjanotkun Hollráð við háþrýstingi 20. mars, verður hugað að heilsunni í Apótekinu Smóratorgi fró 14.00 til 18.00 21. mars, verður hugað að heilsunni í Apótekinu í Nýkaupi Kringlunni fró 14.00 til 18.00 22. mars, verður hugað að heilsunni í Apótekinu ó Smiðjuvegi fró 14.00 til 18.00 Mælingar sem eru fram undan: 23. mars í Apótekinu í Hafnarfirði, 24. mars i Apótekinu Iðufelli, 27. mars í Apótekinu Suðurströnd, 28. mars í Apótekinu Spönginni, 29. mars i Apótekinu í Mosfellsbœ, 30. mars í Apótekinu Skeifunni. Mœlingar eru alltaf fró klukkan 14.00 til 18.00 Allar mælingar verða skráðar í þína eigin bók sem afhent verður við fyrstu heimsókn Vinsamlegast geymið auglýsinguna Apótekið er á eftirtöldum stöðum: Smáratorgi 1, Kópavogi * Smiðjuvegi 2, Kópavogi • Kringlunni 8-12, Nýkaupi * Spönginni 13, Grafarvogi Iðufelli 14, Breiðholti • Skeifunni 15, Hagkaupi • Suðurströnd 2, Selt|arnarnesi * Fjarðargötu 13-15, Firði í Hafnarfirði • Þverholti 2, Nýkaupi í Mosfellsbœ * Furuvöllum 17, Hagkaupi Akureyri Hugum saman að heilsunni þinni a SUNNUDAGUR 19. MARS 2000 B 27 ------------------------V Clæssen talinn helsti bi-imbrjótur og erfiðasti andstæðingur í samningum. Meðal starfsfólks Islandsbanka var hann mikilsvirtur. Mér er í minni frá- sögn Margrétar Steindórsdóttur er lengi var starfsmaður í Utvegsbanka |slands, en hafði áður starfað í íslandsbanka. Ég hljóðritaði á sínum tíma samtöl við allmarga fyrrverandi starfsmenn íslandsbanka. Margrét bar mikið lof á Eggert Claessen. Taldi hann framúrskarandi húsbónda og öndvegismann. Þegar Eggert Claessen var banka- stjóri íslandsbanka mun hann hafa átt Ford-bifreið sem hann ók frá heimili sínu Reynistað við Skerja- fjörð. Hann naut þeirra forréttinda að geta lagt bifreið sinni í Kolasundi, ná- lægt starfsmannainngangi bankans. Claessen var snyrtimenni. Hafði jafn- an með sér ábreiðu sem hann breiddi yfir bifreið sína og hlífa skyldi fyrir veðrum og verja skemmdum. Gam- ansamur vegfarandi sem átti leið um Kolasund er Claessen breiddi ábreið- una yfir bifreið sína kallaði til banka- stjórans: „Það þýðir ekkert að breiða yfir bílinn. það vita allir að þetta er Ford.“ Páll Stefánsson frá Þverá var þjóðkunnur maður. Hann réðst til verslunarstarfa hjá Ditlev Thomsen í svokölluðu Thomsens-Magasíni. Páll var deildarstjóri þar, hugmikill og dugmikiU, enda stundum kallaður Sveitti-Páll vegna atorku sinnar. Páli tókst að afla sér umboðs fyrir Ford- bíla þrátt fyrir andstöðu keppinauta. PáU rak fyrirtæki sitt, bflasölu og bif- reiðaverkstæði af miklum dugnaði og harðfylgi. Hann festi kaup á Mel- stedshúsi, eign KFUM við Lækjair- torg og reisti síðar stórhýsi er snéri að Lækjartorgi. Þar vora sýndar Ford-bifreiðar í gluggum stórhýsis þess er Páll reisti. Kolasundsmegin var verkstæði Páls. Sigfús í Heklu keypti fyrirtæki Páls Stefánssonar. Sigfús var dreng- skaparmaður, sem lét gamla starfs- menn fyrirtækisins njóta dyggrar þjónustu og reyndist þeim í hvívetna hinn besti drengur. Finnbogi Eyjólfs- son, starfsmaður Heklu, hefir af góð- vild sinni látið í té gögn og myndir sem segja meira en mörg orð um Ford-umboðið. Eyjólfur, faðir Finn^. boga var einn af stofnendum BSR og lengi kunnur bflstjóri í Reykjavík. Fyrir þá sem hafa ánægju af ætt- fræði: Eggert Claessen var afi séra Lára Guðmundsdóttur, Ludvig Han- sen var langafi Sigrúnar Hjálmtýs- dóttur og Páls Óskars, „Salla“ var langamma ívars Bjömssonar gull- smiðs og Elínar Hansdóttur. Höfundur er fyrrverandi þulur. FRÁ REYKJAVÍK Við vorum að fá þessa vinsælu útiarna frá Mexikó Notaðu sólpallinn í vetur BÆJARLIND 6 200 KÓPAVOGI Sími: 554 6300 Fax: 554 6303

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.