Morgunblaðið - 19.03.2000, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 19. MARS 2000 B 5
Arið 2030
i I r
munt þu
geta gert *
ótrúlegustu
Vertu viss um
aö þú hafir efni
S?lt|8§
framtíðin bíðureftir þér
www.iandsbanki.is
LANDSBRÉ ¥
Lífeyrísspamaður
Landsbankans
Fjölbreytt val í
lífeyrissparnaói:
Lífeyrisbók Landsbankans: 2,2°/o viöbótarlífeyrissparnaður
Fjárvörslureikníngar Landsbréfa: 2,2% viöbótarlífcyrissparnaður
Íslenskí lífeyrissjóöurinn: 2,2% viðbótariífeyríssparnaður
Islenski lifeyrissjóðurínn: 10% lögbundið lágmarksiðgjald
Lífís lífeyrissöfnun: 2,2% viðbótarlifeyrissparnaður
Kapp best með forsjá
Kapp er best með forsjá í dorg-
veiði eins og öðrum veiðiskap. Ein-
Landsbankinn
Bctri banki
hverju sinni voru þrír unglingar á
ferð um hávetur við Vífilstaðavatn
og var stöng höfð með, svona til von-
ar og vara. Vakir eru við kalda-
vermsl nærri austurbakkanum og
þar höfðu strákarnir séð bleikjur fá-
um dögum áður. Ein vökin var sér-
lega veiðileg, enda hafði gráhegri
setið við hana þegar þá bar að og við
nánari athugun voru vænar bleikjur
á sveimi.
Hegrinn var enn við vökina er
þeir komu á ný, en hann forðaði sér
upp í grenitré við nærliggjandi sum-
arbústað. En á leiðinni út að vökinni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Aflinn. Gómsætur silungur.
Islandsspónn smellpassaði ofan í
þetta loftgat og án þess að hugsa
renndu drengirnir spæninum eftir
Mars er einn helsti dorgveiðimánuð-
urinn, en þó verður að segjast eins
og er, að umhleypingarnir síðustu
vikur hafa ekki boðið upp á tilþrif
dorgveiðimanna. Þó eru æði margir
í startholunum ef marka má ummæli
kaupmanna sem selja dorgveiðibún-
að. Þeir eru yfirleitt á einu máli um
að dorgveiðimönnum sé sífellt að
fjölga.
Nú er svo komið að tæki til dorg-
veiða eru orðin afar fullkomin og
hönnuð þannig að mikla ánægju má
hafa af slíkum veiðiskap. Þetta eru
samt allt önnur handtök en við hefð-
bundna silungsveiði í ám og vötnum,
enda setið við vök með stutta stöng.
Stofnkostnaður er nokkur fyrir
veiðimenn sem ekki hafa lagt dorg-
veiði fyrir sig fyrr. En eins og með
margt annað, þá er breytilegt hvað
menn vilja leggja í fyrstu skrefin á
dorgbrautinni. Best er að gefa sig á
vald sérfræðingunum í veiðivöru-
verslununum og gera svo upp hug
sinn.
Vísindi út af fyrir sig
Menn gætu haldið að dorgveiði
væri leikur einn, en sannast sagna
er þetta dyntóttur veiðiskapur að
ekki sé minnst á kalsemina. Ef
menn kunna ekki að klæða sig end-
ast þeir ekki lengi úti á ísnum, sama
hvað sólin skín glatt. Hvernig á svo
að veiða silung á dorgi? Eflaust hafa
vanir dorgveiðimenn ýmsar leiðir til
þess, nota eina aðferð ef önnur
bregst, eins og í venjubundnum
veiðiskap.
Óskar Pálsson heitir vanur dorg-
veiðimaður sem ritaði grein í tíma-
ritið Veiðimanninn fyrir þremur ár-
um. Við skulum kíkja aðeins á hvað
hann hefur fram að færa:
- Hægt er að stunda dorgveiði í
flestum silungsvötnum, en ég ráð-
legg byrjendum að fara í vötn sem
þeir þekkja og vita hvar fiskurinn
heldur sig. Það sparar tíma og holu-
borun. í djúpum vötnum er gott að
byrja að reyna við marbakkann, þar
liggur fiskurinn oftast. I grunnum
vötnum getur fiskurinn verið víða,
en ráð er að reyna þar sem lækir eða
ár falla í vatnið, þar fær silungurinn
súrefni. Reynsla mín er sú að bleikja
heldur sig við gróðurbotn en urrið-
inn fremur við moldar- og grjótbotn.
Þetta er þó misjafnt eftir vötnum."
Síðar lýsir Óskar því hvernig
hann borar og alveg sérstaklegá að
hann noti sérstaka ískröflu til að
moka íshröngli ofan af holu. Sumir
noti nefnilega ísborinn sjálfan til að
hreinsa íshraflið, rykki því upp úr
með bornum, en Óskar segir vatnið
síðan renna aftur niður í holuna og
kæla yfirborðsvatnið, sem aftur fæli
flskinn frá. Sérviska Óskars gerir
honum að bora þrjár holur í þríhyrn-
ing og síðan mjatlar hann rækjum
og gulum maísbaunum ofan í holurn-
ar til að lokka bráðina að. Síðan seg-
ir kappinn:
- Silungurinn sækir í ljósið frá
holuopunum. Þegar þið rennið í eina
holuna, hyljið þá hinar því að of
mörg ljósop rugla fiskinn. Veiðar-
færið sem hefur reynst mér best
samanstendur af Islandsspæni sem
ég hef tekið þríkrækjuna af, en fest
þess í stað með girni flugu nr. 8 og
þríkrók númer 10, tíu sentimetrum
neðar. Spónninn dregur fiskinn að
með sjónrænum hætti, hann minnir
á særðan físk þegar keipað er. Bjúg-
laga silfraðir spónar hafa gefið mér
mest. Ég nota skærlitar, mikið
klæddar flugur með langt skott, gul-
ar og rauðar, gi’ænar og rauðar. Ég
beiti rækju, ekki of stórri, sem rétt
hylur ki’ókana á þríkrækjunni,
bleikjan er svo kjaftsmá."
Tími dorgveiði
í algleymingi
ísgöngunum þar til hann kom í vatn-
ið undir ísnum, beinlínis við nefið á
bleikjunni. Bleikjan, sem var nærri
2 pund á að giska, tók á stundinni og
nú voru góð ráð dýr!
Eftir að hafa staðið ráðþrota um
hríð með bleikjuna spriklandi hálfan
metra undir fótum sínum, datt ein-
um drengjanna loks í hug að hlaupa
að sumarbústaðnum fyrrgreinda og
athuga hvort þar fyndist eitthvað
sem brjóta mætti ísinn með. Hann
skilaði sér kortéri seinna með væn-
an stálbita. Síðan voru þeir lengi að
hjakka á ísnum og loks var komin
lítil vök. Bleikjan hékk enn á önglin-
um og var löngu hætt að ólmast.
Þegar vökin var klár lagðist einn
drengjanna á ísinn, fálmaði með
hendinni undir hann og náði bleikj-
unni fljótt upp úr vökinni. Að þessu
ævintýri loknu sneru þeir sér loks að
aðalvökinni og undii’ árvökulu eftir-
liti gráhegrans veiddu þeir þrjár
tveggja punda bleikjur til viðbótar.
sáu þeir væna bleikju liggja við ör-
mjótt loftgat á ísnum, sem var hátt í
hálfur metri á þykkt. Sjö gramma
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Dorgað á tílfsvatni.