Morgunblaðið - 19.03.2000, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 19. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MIG langar að segja þér hvernig
ég kynntist fjölskylduuppstill-
ingu (Family Constellation) og
Reglum kærleikans (The Ord-
ers of Love) eins og Bert Hellinger kallar
þetta meðferðarform,“ segir Karen Hedley
aðspurð. „Eins og margir hafði ég farið í
alls konar meðferðir til að reyna að leysa
þrálátt, persónulegt vandamál. Það var
ekki fyrr en ég tók þátt í fjölskylduuppstill-
ingu Hellingers sem dulinn samverkan inn-
an fjölskyldu minnar kom upp á yfirborðið.
Þá loks fannst endanleg lausn á vandanum
sem opnaði fyrir gagnkvæman kærleika
milli mín og fjölskyldu minnar og gjör-
breyttu lífi okkar til hins betra.“
Bert Hellinger er að sögn Hedley virtur
meðferðaraðili í Þýskalandi og víðar. Hann
starfaði sem prestur í 20 ár, meðal annars
sem trúboði á meðal Zulu-þjóðflokksins í
Afríku. Hann yfirgaf kirkjuna og hóf nám í
sálgreiningu og skynheildarsálfræði (Gest-
alt psychology) og fjölskyldumeðferð. í
framhaldi af því þróaði hann meðferð sem
hann kallar fjölskylduuppstillingu (family
constellation). Þessi aðferð hefur borið
hróður hans víða um Evrópu.
Kærleikurinn
er lykilatriði
Að sögn Hedley vinnur Hellinger út frá
því að lausn hafi einungis áhrif ef hún virkj-
ar kærleikann. „Hann áttaði sig á því hve
kærleikurinn skiptir miklu máli innan fjöl-
skyldna," segir hún.
Hann fjallar einnig um hvað það er sem
skaðar kærleikann og hvers kærleikurinn
þarfnast til að dafna. Þegar einstakling-
urinn framfylgir því sem kærleikurinn
krefst þýðir það að viðkomandi skilur
hvernig kraftarnir vinna innan fjölskyld-
unnar og fylgir því. „Eg ætla að gefa þér
dæmi um þetta,“ segir Hedley.
„Kærleikurinn flæðir milli foreldra og
barna þegar foreldrarnir gefa og börnin
taka. Foreldrarnir geta aðeins gefið börn-
unum það sem þeir hafa fengið frá for-
eldrum sínum og þeir aftur hafa fengið frá
sínum foreldrum.
Reglunni um að gefa og taka er raskað
þegar foreldrarnir reyna að fá frá börnum
sínum eins og væru þau fullorðin. Þá taka
foreldrarnir eins og börn og börnin lenda í
þeirri aðstöðu að gefa eins og væru þau for-
eldrar. Þetta getur gert börnin reið og yfir
foreldrana hafin. Djúpt í sálu sinni vita
börnin að þetta er ekki rétt og vilja ómeð-
vitað hegna sér fyrir þetta með því að mis-
takast í lifinu en þau vita ekki hvernig þau
eiga að losa sig við þessa tilfinningu.“
Hvað þarf til að vera heill?
Hellinger segir að okkur líði sem heilum
einstaklingum þegar við tökum foreldrum
okkar eins og þeir eru. Þá erum við líka
sátt við okkur sjálf. Þessi sátt við for-
eldrana gerist án þess að við áfellumst þá
og án þess að svara spurningunni um hvað
er rétt eða rangt. í staðinn fer sáttin fram í
djúpri auðmýkt.
Hellinger sagði mér eitt sinn sögu af fer-
tugum manni sem kom á námskeið til hans.
Móðir hans hafði gefið hann sem ungabarn
og hann ólst upp hjá fósturforeldrum. Hann
hitti móður sína í fyrsta skipti þegar hann
var tvítugur og hafði séð hana 2-3 sinnum
síðan. Meðan á námskeiðinu stóð heimsótti
hann móður sína til að segja henni hvað
hann væri glaður yfir því að hún hefði gefið
honum lífið. Með því að fyrirgefa henni
frelsaði hann móður sína undan sektar-
kenndinni og sjálfan sig undan höfnuninni.
Kerfisbundin samviska sér
til þess að eftir öllum er munað
Það er fleira sem Bert Hellinger hefur
uppgötvað eins og kerfisbundna samvisku
(systemic conscience), heldur Hedley áfram
Krefst hugrekk-
is að skilja þján-
inguna eftir þar
sem hún á heima
Fjölskylduuppstilling er meðferðarform sem kennt
er við Bert Hellinger, virtan meðferðaraðila í Þýska-
landi og víðar. Leikin uppstilling á fjölskyldunni á að
opinbera dulda samverkan innan hennar sem getur
valdið þjáningum. Hildur Einarsdóttir ræddi
við Karen Hedley sem heldur fyrirlestur í Norræna
húsinu um aðferðir Hellingers auk þess sem hún
sýnir hvernig fjölskylduuppstillingin verkar.
frásögn sinni.
„Þessi samviska
sér til þess að það
sé munað eftir öll-
um sem tilheyra
fjölskyldunni.
Engum er gleymt
og enginn er úti-
lokaður. Tökum
fjölskyldu þar
sem hefur fæðst
andvana barn.
Það er mjög erfitt
fyrir fjölskyldu-
meðlimina að
minnast þessa
bams. Oft eignast
fólkið annað barn
sem kemur ef til vill í staðinn fyrir látna
barnið. Það barn sem þannig er ástatt fyrir
skynjar að það passar ekki inn í fjölskyldu-
myndina, eins og það tilheyri henni ekki
eða sé ókunnugt. Því ómeðvitað hefur barn-
ið komið í staðinn fyrir látna barnið og lifir
því ekki á eigin forsendum. Það er ekki fyrr
en látna barnið verður sýnilegt ef svo má
segja og fær sinn stað í fjölskyldunni sem
bróðirinn eða systirin verður frjáls. Þá upp-
lifir fjölskyldan tilvist hins látna barns sem
blessun í stað þess að hún sé ógnun við alla
fjölskylduna.
Ég skil þjáningu
þína eftir hjá þér
í þessari meðferð er þannig alltaf verið
að leita að þeim sem hafa týnst, gleymst
eða hafa ekki verið virtir. Þegar þessar
persónur eru gerðar sýnilegar þá léttir öll-
um.
Annað sem við leitumst við að koma auga
á eru sérstakir kraftar sem leiða til þján-
inga í fjölskyldum. Börn eru bundin fjöl-
skyldu sinni mjög sterkum böndum í gegn-
um ást sína og tryggð og þau eru því tilbúin
til að þjást í staðinn fyrir hana.
Ef þau skynja til dæmis að foreldrið hef-
ur dauðaþrá vilja þau í sumum tilvikum
deyja í staðinn fyrir það. Börn eru ekki
hrædd við að deyja ef þau halda að með því
bjargi þau þeim sem þau elska mest. Þetta
er hættulegt því í staðinn fyrir einn harm-
leik verða þeir
tveir. Það sem
barnið áttar sig
ekki á er að for-
eldrarnir elska
það innilega og
vilja ekki að það
þjáist í staðinn
fyrir þá. Enda er
það ekki hægt.
Það krefst hug-
rekkis að skilja
þjáninguna eftir
þar sem hún á
heima. Að líta á
móður sína og
segja: „Ég skil
þjáningu þína eft-
ir hjá þér, elsku mamma, vegna þess að ég
elska þig. Mér á eftir að farnast vel og ég
ætla að láta eitthvað verða úr lífi mínu.“ A
þennan hátt deyr þessi blinda ást og það
sama á við um sektarkenndina sem barnið
hefur tekið á sig. Sú þrá að vilja fylgja ást-
vininum í dauðann breytist í meðvitaðan
kærleika sem skilur þjáningu, sektarkennd
eða aðrar staðreyndir málsins eftir þar sem
þær eiga heima.
Aðferðin heimspekileg
Karen Hedley ræddi einnig um þær að-
ferðir sem Hellinger beitir í meðferð sinni
sem felast í því að lýsa fyrirbærum eins og
þau koma fyrir sjónir. „Aðferðir hans eru
einnig heimspekilegar sem þýðir að ég sem
meðferðaraðili tek þátt í ákveðnu ferli án
þess að þekkja forsendur málsins í smáatr-
iðum,“ segir Hedley. „Ég tek þátt í fjöl-
skylduuppstillingunni án ásetnings og ótta.
Þegar fólkinu hefur verið stillt upp horfi ég
yfir hópinn en þar á meðal eru þeir sem eru
annaðhvort látnir eða eru ekki viðurkennd-
ir. Og á meðan ég er að komast í kynni við
fjölskylduna á þennan hátt þá „sé“ ég eitt
og annað. Til dæmis að móðurinni líður
ekki vel þar sem henni hefur verið stillt
upp og hún vill færa sig.
Aðferðin byggist þannig á því að skoða
hvað liggur að baki því sem er að gerast
eða hefur gerst.
Það sem við erum í rauninni að gera í
fjölskylduuppstillingu er að finna lausn á
óleystum vanda. Sá vandi getur átt rætur
að rekja til náinna sambanda, fiknar, sekt-
arkenndar, höfnunar, eða annarra þátta.
Eftir að hafa skilgreint hver vandinn er og
hvort má rekja hann til núverandi fjöl-
skyldu eða upprunafjölskyldu þá velur sá
sem er í meðferðinni einstaklinga úr saln-
um sem eiga að vera fulltrúar fjölskyldunn-
ar og hans sjálfs. Þegar búið er að velja
hópinn, stillir hann einstaklingunum upp
(fjölskyldumeðlimunum) eftir eigin innri
mynd eða tilfinningu. Þegar búið er að
skipa þeim þannig niður sest sá sem er í
meðferðinni niður og virðir hópinn fyrir
sér. Þá byrja ég að spyrja þá sem eru í
hópnum hvernig þeim líði þar sem þeir
standa. Það sem kemur á óvart er að þetta
fólk hefur hugsanir, tilfinningar og skynjun
sem það hafði ekki áður þar sem það sat í
stólnum sínum úti í sal.
Stöðunni breytt þá
breytist upplifunin
Það sem gerist í raun er að í hvert skipti
sem stöðu þeirra innan hópsins er breytt þá
breytist upplifun þeirra. Til dæmis getur
„móðirin" fengið hraðan hjartslátt þegar
„dóttirin" er staðsett við hliðina á henni eða
„eiginmaðurinn" finnur ef til vil ekkert
samband við „eiginkonu" sína eða „börn“.
Ég breyti stöðu fólksins eftir því sem ég
skynja hana og eftir þeim viðbrögðum sem
ég fæ og reyni að finna þá staðsetningu
sem öllum líður vel í. Stundum segi ég eitt-
hvað uppbyggilegt eða þeir sem taka þátt í
uppstillingunni finna þörf hjá sér til að
segja eitthvað. í lok þessa ferlis hefur sá
sem er í meðferðinni betri og heilli mynd af
fjölskyldu sinni en hann hafði í upphafi.
Það er alltaf eitthvað sem kemur á óvart
í fjölskylduuppstillingunum. Eitthvað sem
var dulið en kemur upp á yfirborðið hvort
sem það ei-u sættir eða endurfundir. Og
áhrifin af uppstillingunni halda áfram að
vara. Það getur þó liðið allt að einum eða
tveimur árum þangað til þau síast endan-
lega inn.
Hægt að létta af fólki
mikiili vanlíðan
Karen Hedley segir að helsti kosturinn
við þessa tegund af meðferð sé að hún leit-
ist við að leysa vandann. „Meðferðin tekur
á veigamiklum atburðum sem gerst hafa í
fjölskyldunni. Hún getur afhjúpað dulda
krafta sem orsaka að fólki líður illa. Á
skömmum tíma er hægt að létta af fólki
mikilli vanlíðan sem tæki annars mjög lang-
an tíma að vinna úr.
Ég lít ekki svo á að fjölskylduuppstilling
komi í staðinn fyrir aðra meðferð heldur er
hún veigamikil viðbót. Þessi aðferð hefur til
dæmis reynst vel þar sem verið er að vinna
með hjónabandserfiðleika því mörg vanda-
mál hjá pörum má rekja til óleystra vanda-
mála í upprunafjölskyldu.
í fyrirlestri sínum í Norræna húsinu mun
Karen Hedley ræða um það sem einkennir
vinnu Hellingers. Einnig verður hún með
námskeið þar sem fólki gefst kostur á að
setja saman fjölskyldu sína og þar sem
þátttakendur geta tekið þátt í fjölskyldu-
uppsetningu.
Karen Hedley er löggiltur meðferðaraðili
síðan 1984 og hefur starfað sem kennari í
fræðum sínum í London og Gautaborg í
Sviþjóð. Hún kynntist aðferðum Bert Hell-
ingers árið 1993 og hefur síðan unnið í sam-
ræmi við meðferðarhugmyndir hans. Hún
hefur haldið námskeið í fjölskylduuppstill-
ingu í Englandi og víðar i Evrópu. Einnig
meðhöndlar hún einstaklinga og pör.
Hún segir það veita sér mikla ánægju að
fá tækifæri til að koma til íslands og kynna
störf Bert Hellingers.
Fyrirlestur Karenar Hedley í Norræna
húsinu annað kvöld hefst kl. 20.
Karen Hedley
Auðveldir í lögn og þrifum. Ekkert bón. 2ja, 3ja og ^ra metra breiðir
- engin samskeytí. Slitþolnari en flest plastparket Einstaktega mjúkir
undir fót hljððeinangrandi og rakaþolnir. AUt að ío ára ábyrgð (eftir gerðum).
Fálíflfpni Q
Símar 588 1717 og 581 3577
Umboðsmenn um allt land
Teppaland
GÓLFEFNI ehf.