Morgunblaðið - 20.05.2000, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.05.2000, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 20 milljónir boðnar í stóðhestinn Markús frá Langholtsparti Rafmagn og hiti hækka um 2,9% STJÓRN veitustofnana Reykjavík- urborgar hefur samþykkt að hækka orkugjöld vegna hitaveitu og raf- magns um 2,9% frá 1. júní næstkom- andi. Að sögn Guðmundar Pórodds- sonar, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, eru hækkanirnar til komnar vegna ýmissa kostnaðar- hækkana sem fyrirtækið hefur orðið fyrir en gjaldskrá þess var síðast hækkuð 1. júlí á síðasta ári. Guðmundur nefndi dæmi um helstu kostnaðarhækkanir: „20% af rekstrargjöldum okkar eru launagjöld. Þar erum við að horfa upp á 7,6% hækkun. Bara til að mæta því þurfum við að ná 1,4% hækkun. Við horfum á 17% hækkun í rekstrar- kostnaði á vélum, bílum og slíku og það kallar á 0,3% hækkun hjá okk- ur,“ sagði Guðmundur. Hinn 1. júlí 1999 hækkaði rafmagn um 3%, m.a. í kjölfar 3% hækkunar á heildsöluverði raforku frá Lands- virkjun, en hlutur heildsöluverðs í verðmyndun til neytenda er um 50%. A sama tíma hækkaði verð á hita- veitu um 4,6% eftir að hafa verið óbreytt í þrjú ár. „Hækkunarþörfin á hita var 3,9% núna en veitustjórn ákvað að hækka ekki um nema 2,9%,“ sagði Guðmundur. Hann sagðist ekki vita hvort vænta mætti hækkunar á verði frá Landsvirkjun á næstunni. Borgarstjórn lækkaði nýlega eigið fé Orkuveitu Reykjavíkur um 4 millj- arða króna með útgáfu skuldabréfa frá fyrirtækinu til borgarsjóðs og Guðmundur var spurður hvort sú að- gerð skýrði að einhveiju leyti hækk- unina nú. Hann sagði að aðeins væri verið að mæta kostnaðarhækkunum á hefðbundnum rekstrargjöldum en ekki fjármagnskostnaði. Skuldsetn- ingin myndi vissulega lýsa sér í hærri vaxtagjöldum fyrirtækisins en ekki væri komið að greiðslu þeirra enn. I fréttatilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur kemur fram að hækk- unin nú sé lægri en verðlagsþróun frá síðustu gjaldskrárbreytingu og hafi 0,038% áhrif til hækkunar á vísi- tölu neysluverðs. NORSKUR auðjöfur hefur gert tilboð í stóðhestinn Markús frá Langholtsparti sem samkvæmt áreiðanlegum heimildum hljóðar upp á 20 milljónir króna. Ef af sölu verður á þessum forsendum verður Markús dýrasti stóðhestur sem seldur hefur verið á Islandi til þessa. Dýrasti stóðhesturinn til þessa er Gaisi frá Sauðárkróki, en stór eignarhlutur í honum var seldur fyrir tveimur árum og var heild- arverðmæti hans metið á tæpar 15 milljónir króna. Markús var sýndur á stóðhesta- sýningunni í Víðidal í byrjun mánaðarins og hlaut þá í aðalein- kunn 8,36 og varð þriðji af sex vetra stóðhestum. Fyrir sköpulag hlaut hann 7,99 og hafði lækkað lítillega frá því hann kom síðast í dóm. Fyrir hæfilcika hlaut hann 8,61 og hafði hækkað allnokkuð frá sfðustu dómum. Tilboðið kom í hestinn fyrir stóðhestasýning- una og stendur enn. Eigandinn Kjartan Kjartansson sagðist ekki búinn að taka ákvörðun en vel líklegt væri að því yrði tekið. Markús var sýndur á landsmótinu á Melgerðismelum 1998 en þá kom tilboð í hestinn upp á 10 milljónir en því var hafnað. Kjartan sagði að engin tímamörk hefðu verið sett á það hvenær þyrfti að gefa svar. Norðmaðurinn sem gerði til- boðið hyggst nota hestinn til kyn- bóta og sportreiðar. Campylobacter eykst á ný í kjúklingum SÍÐUSTU vikur hefur orðið aukn- ing í eampylobacter-mengun í kjúklingum á markaði hér á landi en þess hefur enn ekki orðið vart að sýkingum fjölgi að sama skapi, að því er fram kemur í sameigin- legri fréttatilkynningu Hollustu- verndar ríkisins, yfirdýralæknis og sóttvarnalæknis í gær. Þar segir að reynslan sýni að mest hætta sé á sýkingum af völdum campylo- bacter yfir sumartímann. Yfir- dýralæknir mun þegar herða eftir- lit með kjúklingaframleiðslu og heilbrigðiseftirlit hefur verið hvatt til að efla sýnatöku og eftirlit. „Framleiðendur munu frysta alla kjúklinga sem vitað er að eru campylobacter-mengaðir eða grun- ur leikur á að geti verið það. Neyt- endur verða þó áfram að gæta fyllstu varúðar við matreiðslu,“ segir í tilkynningunni. Sláturhús Reykjagarðs Frá síðasta ári hefur verið fylgst með tíðni campylobacter í kjúkl- ingum í eldi, við slátrun og á markaði og um tíma náðist góður árangur við að framleiða kjúklinga sem að mestu voru lausir við bakt- eríuna. „Síðustu vikur hefur verið nokkuð um að kjúklingar hafi reynst mengaðir af bakteríunni við slátrun í sláturhúsi Reykjagarðs á Hellu. A eldistíma reyndust sýni af þessum kjúklingum laus við campylobacter-mengun og því get- ur mengun hafa komið fram í lok eldistímans eða við flutning í slát- urhúsið," segir ennfremur. Fram kemur að yfirdýralæknir muni þegar herða allt eftirlit með kjúklingaframleiðslu og heilbrigð- iseftirlit sveitarfélaga hafi verið hvatt til að efla sýnatöku og eftir- lit á markaði. Einnig hafi verið gert samkomulag við framleiðend- ur um að kjúklingum úr menguð- um eldishópum og hópum sem rökstuddur grunur er um að geti verið mengaðir verði aðeins dreift frystum. „Fyrstu niðurstöður rannsóknar sem Hollustuvernd ríkisins vinnur nú að með styrk frá RANNÍS sýna að ætla má að sýk- ingarhætta af kjúklingum menguð- um með campylobacter minnki við frystingu," segir ennfremur. GriIImatur áhættuþáttur Þrátt fyrir að ekki sé enn hægt að merkja aukna tíðni sýkinga í fólki eru neytendur hvattir til að fylgja leiðbeiningum á umbúðum kjúklinga og ástunda ýtrasta hreinlæti við meðhöndlun vörunn- ar, „forðast að blóðvökvi úr henni berist í önnur matvæli og þíða frosna kjúklinga í umbúðunum. Æskilegt er að láta kjúklinga þiðna í ísskáp eða á öðrum köldum stað, frekar en við stofuhita. Jafn- framt skal gæta þess að gegn- umsteikja eða sjóða vöruna þar sem bakterían drepst við fullnægj- andi hitun. Nú fer sumartíminn í hönd og reynslan sýnir að þá er mest hætta á sýkingum af völdum campylobacter. Grillmatur getur þar verið áhættuþáttur og því er fjölmiðlum og neytendum bent á að fræðsluefni um grill og meðferð matvæla er að finna í fræðslupistl- um matvælasviðs Hollustuverndar ríkisins á heimasíðu stofnunarinn- ar: www.hollver.is", segir í tilkynn- ingunni. Morgunblaðið/Valdimar Sigurbjörn Bárðarson er einn þeirra sem kynnst hafa kostum stóðhestsins Markúsar. ÁSTÞÓR Magnússon skilaði fram- boði til dómsmálaráðuneytisins áð- ur en framboðsfrestur til embættis forseta Islands rann út á miðnætti. Að sögn Ólafs W. Stefánssonar, skrifstofustjóra í dómsmálaráðu- neytinu, fylgdu framboðinu með- mælendalistar sem voru ófullnægj- andi að því leyti að fjöldi meðmælenda úr Sunnlendinga- fjórðungi var ekki sá sem áskilinn er. Hann sagði að Ástþór hefði beð- ið um frest vegna þessa ágalla en afstaða til þeirrar beiðni verður tekin á fundi klukkan 14 í dag. Ástþór bið- ur um frest A Kaþólski söfnuðurinn á Islandi Tvöföldun síð- asta áratug KAÞÓLSKUM á íslandi hefúr fjölgað mjög á undanfömum tíu áram. Fjöldinn hefur nær tvöfald- ast á þeim tíma og nam fjölgunin 25 prósentum á síðasta ári einu. Samkvæmt því sem fram kemur í nýjasta tölublaði Kaþólska kirkju- blaðsins tilheyra nú um fjögur þúsund manns hinni kaþólsku kirkju hér á landi. Alls hafa 250 manns tekið kaþ- ólska trú á síðasta áratug og gengið til liðs við söfnuðinn, en að- alorsök fjölgunarinnar er aukinn fjöldi aðfluttra útlendinga, aðal- lega Pólveija og Filippseyinga, sem þegar játa kaþólska trú. Pól- verjarnir eru að stórum hluta verkafólk í fiskiðnaði og hefur kaþólskum því ekki síst fjölgað ut: an suðvesturhorns landsins. I Kaþólska kirkjublaðinu segir að um 40 prósent kaþólskra búi nú utan þess svæðis. í dag ^UNBLAÐSINS 1 LljaDl> ALAUGARDOGUM m Morgunblaðlnu í dag fylgir 32 síðna blaðauki um brúðkaup. Fylgst er m.a. með undirbúningi hjónaefna, rætt við prest og fulltrúa sýslu- manns, fjallað um velt- Ingar, veislustjórn og brúðkaupsundirbúning á Netinu auk þess sem hönnun íslenskra brúð- arkjóla er í sviðsljós- Inu. Magnús Sigurðsson til liðs við Stjörnuna B/1 Fylkir sótti stig til Vestmannaeyja B/3 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.