Morgunblaðið - 20.05.2000, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
I-
FRÉTTIR
Landssíminn hyggst mæta vexti í gagnaflutningum á Netinu
Hraði í gagnaflutning-
um margfaldast
SPÁÐ er gífurlegum vexti í gagnaflutningi um al-
netið á næstu ái-um og mun Landssíminn mæta
honum með svokallaðri VDSL-háhraðatengingu.
Prófanir eru í gangi á tækninni erlendis og er
staðla fyrir endabúnað að vænta seint á þessu ári
eða byrjun þess næsta. Landssíminn reiknar með
því að markaðssetning hefjist á næsta ári.
Þetta kom fram í erindi Ásu Rúnar Björnsdótt-
ur og Sigurðar Hannessonar, starfsmanna Lands-
símans, á ráðstefnunni Fjarskipti til framtíðar sem
haldin var í gær. Hámarkshraði til notanda VDSL-
tengingar er 52 megabitar á sekúndu (ósamhverft,
eins og það er kallað) en 26 megabitar á sekúndu
samhverft. Til samanburðar má nefna að Síminn
býður nú upp á ADSL-tengingu í þremur flokkum;
256, 512 og 1.536 kílóbitar á sekúndu.
Nýtir núverandi símalínur
DSL-tæknin nýtir núverandi símalínur og felur í
sér að notandinn er sítengdur Netinu. Að sögn Asu
má notandinn ekki vera lengra en 300 metra frá
næsta DSL-endabúnaði til að nýta sér VDSL-
tengingu.
Meðal annarra fyrirlesara á ráðstefnunni var
Taylor, ráðgjafi hjá Red Industries í Bandaríkjun-
um, sem meðal annars hefur unnið hjá Wired-vef-
tímaritinu og sem hönnuður við gerð teiknimyndar
á Star Wars-vefnum. Hann fjallaði um framtíð vef-
hönnunar fyrirtækja.
Breyting í vefhönnun fyrirtækja
Taylor segist spá því að fyrirtæki muni frekar
púsla saman því besta úr vefhönnun annarra við
eigin vefsmíði en að ráða til sín sérstaka hönnuði.
„Fyrstu fyrirtækin sem komu sér upp heimasíðum
urðu að vinna mikla þróunarvinnu; þróa sínar
lausnir sjálf. Sú vinna var æði misjöfn að gæðum,
enda þurftu menn að fikra sig áfram. Nú felst
heimasíðugerð hins vegar í auknum mæli í því að
skoða sig um og fá það besta að láni úr smiðju ann-
arra,“ sagði Taylor í fyrirlestri sínum. Hann segir
að mikill launakostnaður hafi falist í þróimarvinnu
innan fyrirtækjanna, en með þessari þróun minnki
hann til muna.
Vefhönnun orðin flókin
Taylor segir að þótt einfalt kunni að virðast að
hanna vefsetur með nokkrum síðum, verði það
fljótt afar flókið þegar um mikið efni sé að ræða.
„Þá myndast alls kyns flækjur sem erfitt er að
ráða við. Það er gríðarlega erfitt, jafnvel fyrir al-
vanan atvinnumann, að fylgjast með öllum nýjung-
um í vefhönnun," segir Taylor.
Hann segir að ein þeirra væntinga sem gerðar
hafi verið til veraldarvefjarins hafi verið alþjóða-
væðing. „Það er að einstaklingur í Þýskalandi lesi
gjarnan það sem birtist á heimasíðu í Kaliforníu.
Þessi alþjóðavæðing hefur orðið að veruleika, en
ekki í eins miklum mæli og mætti vera,“ segir
hann.
Morgunblaðið/Kristinn
Þórður Þórðarson, formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur, tekur við gjöfinni úr hendi Alfreðs Þorsteinsson-
ar, formanns stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur.
Orkuveitan
gefur
Skógrækt-
arfélaginu
10 milljónir
króna
ORKUVEITA Reykjavíkur hefur
afhent Skógræktarfélagi Reykja-
víkur að gjöf 10 milljónir króna til
uppbyggingar á steinhúsi félags-
ins við Elliðavatn. Húsið er eitt
elsta steinhús í Reykjavík, byggt á
árunum 1860-1862 af Benedikt
Sveinssyni alþingismanni. í hús-
inu fæddist sonur hans, Einar
Benediktsson skáld og athafna-
maður. Skógræktarfélag Reykja-
víkur hefur undanfarin ár unnið
að undirbúningi þess að á Elliða-
vatni verði stofnað fræðasetur í
húsinu en það hefur nokkuð sér-
stakt byggingarsögulegt gildi.
Með stofnun fræðasetursins á
gestum að gefast kostur á því að
kynnast náttúrufari og sögu Heið-
merkur og Elliðavatns í sem víð-
ustu samhengi.
Sigurður G. Tómasson, fram-
kvæmdastjóri Skógræktarfélags
Reykjavíkur, sagði þegar gjöfin
var afhent, að þetta væri eitt af
merkilegustu húsum Reykjavíkur.
Efnið í húsinu er hraungrýti, sumt,
STARFSFÓLK Byggðastofnunar í
Reykjavík er ekki hrifið af hug-
myndum um flutning stofnunarinnar
til Sauðárkróks. Það segist hins veg-
ar ekki geta tekið afstöðu til málsins
því tillagan hafi ekki verið lögð fram
og vísar til þess að í áratugi hafi ver-
ið rætt um að leggja niður eða flytja
Byggðastofnun og forvera hennar án
þess að af því hafi orðið.
„Við erum ekki hrifin,“ sagði Guð-
mundur Malmquist, forstjóri
Byggðastofnunar, þegar álits hans
var leitað á hugmyndum Kristins H.
Gunnarssonar, formanns stjórnar
Byggðastofnunar, um að flytja stofn-
unina til Sauðárkróks. Minnti Guð-
mundur á þá staðreynd að fyrri
úr grágrýtishraunum í grennd
hússins og annað úr nútímahraun-
um. Sigurður rakti einnig Iitillega
sögu staðarins og náttúrufars og
benti á að margir fræðimenn hall-
ist að því að við vatnið hafi verið
fyrsta þing fslendinga, og undan-
fari Alþingis á Þingvöllum.
Alfreð Þorsteinsson, formaður
stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur,
sagði að Einar Benediktsson, sem
stjórnir stofnunarinnar hafi fjallað
um svipaðar hugmyndir alveg frá ár-
inu 1985 en ávallt komist að þeirri
niðurstöðu að flytja stofnunina ekki.
Guðmundur leggur á það áherslu að
erfitt sé að fjalla um málið þar sem
tillagan hafi ekki verið lögð fram og
því ekki vitað um hvað sé að ræða.
Erum bara að vinna
Jensína Magnúsdóttir, formaður
starfsmannafélags Byggðastofnun-
ar, segir að ekki hafi verið fjallað um
málið í félaginu þar sem tillagan sé
ekki komin fram og málið ómótað.
Eins og forstjórinn getur hún þess
að rætt hafi verið um að flytja og
leggja niður Byggðastofnun og for-
fæddist í húsinu, hefði verið meira
en skáld. Hann hefði einnig að
mörgu leyti verið frumkvöðull í
orkumálum Reykvíkinga og sumt
það sem nú hefur verið fram-
kvæmt í orkumálum borgarinnar
hafi Einar fyrir margt löngu verið
búinn að sjá fyrir. Hann benti á að
Skógræktarfélag Reykjavíkur
hefði starfað lengi á staðnum og
unnið þar merkilegt brautryðj-
vera hennar allt frá árinu 1970. „Við
erum bara að vinna okkar vinnu og
tökum afstöðu til málanna þegar þau
liggja fyrir,“ segir Jensína.
Hjá Byggðastofnun í Reykjavík
eru nú 15 starfsmenn. Vinna þeir við
stjórnun stofnunarinnar, afgreiðslu
umsókna um lán og styrki og bók-
hald. Þróunardeild Byggðastofnun-
ar var flutt til Sauðárkróks fyrir
nokkrum árum og sú starfsemi sem
eftir er í Reykjavík snýst fyrst og
fremst um rekstur stofnunarinnar
og útlánastarfsemi.
Starfsfólkið er á aldrinum 39 til 67
ára, þar af eru 10 yfir fimmtugu.
Starfsaldurinn er 13 til 33 ár þegar
tekið er tillit til starfs hjá forverum
endastarf. Hann sagði að Skóg-
ræktarfélagið hefði ákveðið að
standa fyrir endurbyggingu stein-
hússins og koma þar upp fræða-
setri sem yrði miðstöð fyrir
fræðslu ýmiss konar. Orkuveita
Reykjavíkur hefði tekið ákvörðun
í september á siðasta ári umað
styrkja starf Skógræktarfélagsins
°g leggja fram 10 milljónir króna
til endurbyggingar hússins.
Byggðastofnunar, það er að segja
Framkvæmdastofnun og Seðla-
banka. Starfsfólkið lætur ekkert
uppium afstöðu sína til hugsanlegs
flutnings með stofnuninni. Er þó tal-
ið ólíklegt að margir flytji með, ef
nokkur, og er vísað til reynslunnar af
flutningi þróunarsviðsins til Sauðár-
króks. Einnig er vísað til þess að
flutningur hafi í för með sér mikla
röskun á högum starfsfólksins,
þannig eigi flestir maka og börn sem
þurfi að taka tillit til.
Byggðastofnun heyrir undir iðn-
aðar- og viðskiptaráðherra og sam-
kvæmt lögum ákveður hann stað-
setningu höfuðstöðva
stofnunarinnar.
Fundi Interpol
á Islandi er lokið
Mikill vilji
fyrir sam-
vinnu við
Europol
JOHN Abbott fundarstjóri á 29.
Evrópuþingi Interpol sem lauk í
Reykjavík í gær lauk miklu lofsorði á
dómsmálaráðuneytið og starfsfólk
ríkislögreglustjóra fyrir þátt þeiiTa í
skipulagningu þingsins og sagði að
framlag þeirra hefði skipt miklu máli
við vinnu erlendu fulltrúanna sem
unnu á þinginu.
Samvinna Interpol við aðrar lög-
gæslustofnanir, m.a. Europol og al-
þjóðastofnanir, var til umræðu á
þinginu. „Það er mikill vilji af hálfu
Interpol og Europol fyrir samvinnu
og það eru næg verkefni fyrir hendi,“
sagði John Abbott. Að sögn hans
liggur íyrir nýleg ákvörðun ráðherra-
ráðs Evrópusambandsins um að leyfa
Interpol að ganga til samningavið-
ræðna við Europol og erþess vænst
að þeim ljúki innan eins árs.
A þinginu voru ennfremur ræddar
ýmsar tegundir afbrota sem eru að
skjóta upp kollinum í hinu alþjóðlega
glæpasamfélagi og heyra undir
starfssvið Interpol í baráttu stofnun-
arinnar gegn alþjóðlegum skipulögð-
um glæpum. Þar á meðal var rædd
fölsun Evrunnar sem John Abbott
sagði að lögreglan yrði að vera við-
búin í framtíðinni.
Ólöglegur innflutningur fólks frá
öðrum löndum og verslun með mann-
eskjur voru til umræðu á fundinum
sem og kynferðisleg misnotkun á
börnum, skipulögð glæpastarfsemi í
A-Evrópu, vopna- og sprengiefnaleit,
notkun fingrafara og DNA-rann-
sóknir.
-----------------
Þarf að greiða
hlut í þaki
HÆSTIRÉTTUR, hefur dæmt
Bridgesamband íslands til að
greiða Svæðisfélagi við göngugötu
í Mjódd rúmar 3 milljónir króna,
auk dráttarvaxta frá janúar 1996.
Bridgesambandið taldi sér óskylt
að taka þátt í kostnaði við að reisa
þak yfir göngugötuna í Mjódd.
Hæstiréttur vísaði hins vegar til
þess, að á aðalfundi Svæðisfélags-
ins í apríl 1995 hefði komið fram að
eigendur um það bil 80% húsnæðis
þess sem félagið tók til hefðu stað-
fest skriflega vilja sinn til að lagt
yi’ði í smíði þaksins og á fundi í
ágúst sama árs hefði verið ítrekað
með öllum greiddum atkvæðum að
haldið skyldi áfram að undirbúa
smíði yfir götuna. Ekki væri annað
komið fram en að Bridgesamband-
ið hefði fengið fundarboð á fundi
þessa og átt þess kost að koma a
framfæri sjónarmiðum sínum og
andmælum. Hæstiréttur féllst ekki
á að málsmeðferð Svæðisfélagsins
hefði brotið svo í bága við megin-
reglur um töku ákvarðana í lögum
um fjöleignarhús að Bridge-
sambandið losnaði úr ábyrgð á
þátttöku í kostnaði við verkið.
Kuldinn hafði
ekki teljandi
áhrif á gróður
KULDAKASTIÐ síðustu daga hefur
ekki haft teljandi áhrif á gróður að
sögn Hallgríms Indriðasonar fram-
kvæmdastjóra Skógræktarfélags
Eyfirðinga. í hlýindakaflanum í síð-
ustu viku tók gróður mjög vel við sér
og varð til að mynda lerki í Kjarna-
skógi sumargrænt á tveimur dögum.
Frost var í fyrrinótt en Hallgrímur
var að vona að eitthvað væri að hlýna
og frostlaust yrði nú nýliðna nótt.
Líkur voru hins vegar á að svo gæti
orðið því heiðríkt var og norðanátt.
„Þetta hafði ekki teljandi áhrif, en
ég sé að það er kominn dálítill gulur
litur á birkið og aspirnar í skóginum,
en lerkið heldur sér.
Starfsfólk Byggðastofnunar ekki hrifíð af hugmyndum um flutning til Sauðárkróks
Tekur ekki afstöðu fyrr en
tillagan kemur fram
wm