Morgunblaðið - 20.05.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.05.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000 1 3 FRÉTTIR Kísiliðjan við Mývatn með fund um mat á umhverfísáhrifum Mývatnssveit. Morgunblaðið. Hvenær er komið nóg af gögiium? Áhugasamir fundarmenn í Skjólhrekku í Mývatnssveit þar sem fjallað var um skýrslu um frekara mat á umhverfisáhrifum kísilgúrvinnslu úr Mývatni. KYNNINGARFUNDUR var hald- inn í Skjólbrekku um skýrsluna Frekara mat á umhverfisáhrifum vegna kísilgúrvinnslu. Til fundarins var boðað af Kísiliðjunni. Gunnar Örn Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri verksmiðjunnar, setti fundinn, gerði grein fyrir fjTÍrkomu- lagi fundarins og kynnti dagskrá. Haukur Einarsson, umhverfis- verkfræðingur hjá Hönnun h/f, fór fyrst yfir skýi-sluna lið fyrir lið, hann gat þess m.a. að horfíð hafi verið frá hugmyndum um frekari dælingu úr Ytri-Flóa vegna varúðarsjónarmiða, einnig hefur verið horfið frá hug- myndum um svo nefndan undan- skurð vegna efasemda um að sú að- ferð virki sem skyldi, þess í stað fer verksmiðjan nú fram á heimild til vinnslu af tveim svæðum á Bolum, sem gefa myndi hráefni til 32 ára vinnslu. Elín Smáradóttir, lögfræðingur hjá Skipulagsstjóra, útskýrði því næst hvert ferli umhverfismats er. Sigbjörn Gunnarsson sveitarstjóri benti á að lög um umhverfismat geri ráð fyrir að Skipulagsstofnun af- greiði mál innan tveggja vikna frá því að skýrsla berst þeim, en það taldi hann að ekki hafi verið gert í þessu tilviki. Eftir þessi tvö framsöguerindi tók Gísli Már Gíslason prófessor til máls og ræddi mikilvægi Mývatns. Hann minnti á að svæðið nýtur votlendis- verndar samkvæmt Ramsar-sátt- mála sem Island er aðili að, hann gagnrýndi nokkuð ákveðið skrif Tuma Tómassonar fiskifræðings og túlkanir hans á gögnum og taldi þær fremur vangaveltur en vísindi. Gísli Már lagði áherslu á að það er ekkert annað Mývatn til. Gunnar Öm sagði það hafa komið sér á óvart að skipulagsstjóri skyldi biðja um frekara mat eftir frum- matið en sagðist hafa, eftir ítarlega athugun, ákveðið að kæra ekki þann úrskurð, en afla umbeðina gagna. „Ef þessi gögn eru ekki nóg, hvenær er þá komið nóg af gögnum?" spurði Gunnar Örn. Vogabændur vilja dýpka Vogaflóa Ólöf Hallgrímsdóttir las þessu næst bréf frá bændum í Vogum en þeir telja grynnkun vatnsins hafa valdið vaxandi sveiflutíðni í lífríki vatnsins og telja því Kísiliðjuna stikkfrí hvað það varðar. Með tilvís- un til hinnar frábæru reynslu af dæl- ingu úr vatninu hafa landeigendur Voga sótt mjög fast að fá Vogaflóa dýpkaðan, en því hefur verið synjað, þeir telja að á leirum í vesturhluta Vogaflóa og meðfram Landteigum sé vatnið orðið svo grunnt að veiði- skapur sé vonlaus og að ef ekki fáist dýpkun svæðisins þá þrengi leirinn sér yfir grunninn og eyðileggi lífs- skilyrði urriðans og hrygningar- stöðvar, sem eru nær hinar einu í vatninu. Vogabændur krefjast þess að nýir menn komi að rannsóknum á Mývatni og ennfremur að þingmenn kjördæmisins og stjómvöld sam- þykki áframhaldandi starfsemi Kísil- iðjunnar og taki ákvörðun um að dælingu úr Vogaflóa verði lokið áður en farið er að dæla af Bolum. Minni veiði en árið 1970 Tumi Tómasson, fiskifræðingur á Hafrannsóknarstofnun, flutti fræðslufyrirlestur, sem hann nefndi: „Sveiflur í fiskstofnum Mývatns“, hann sýndi með glærum breytingar á holdafari og fæðuvali silungs á milli árstíma og ára, bar einnig saman veiði í Syðri- og Ytri-Flóa og sveiflur í veiði gegnum tíðina. Hann taldi að veiði endurspegli ekki endilega ástand fiskistofna og að breytt sókn- armynstur gæti e.t.v. aukið afla. Tumi sagðist ekki sjálfur hafa stund- að sjálfstæðar rannsóknir á fisk- stofnum í Mývatni en byggði grein sína einkum á rannsóknum Guðna Guðbergssonar, fiskifræðings hjá Veiðimálastofnun. Að loknu erindi Tuma bað Guðni Guðbergsson um orðið og túlkaði hann gögn sín á nokkuð annan hátt heldur en Tumi hafði gert. Hann taldi ályktanir Tuma frekar spurningar en svör. Guðni taldi að veiði í Mývatni væri veralega mikið minni nú heldur en hún var fyrir 1970 og fiskur smærri. Hann benti á að mikilvægar rið- stöðvar bleikju eru á Bolum og að áhrif dælingar á riðstöðvar þar hafi lítt verið rannsakaðai'. Leifur Hall- grímsson benti á að kjörhitastig bleikju er við 7 til 9°C en Mývatn verður æði oft 10 til 15°C heitt á sumrin. Mývatn og Laxá fijósamasta vatnakerfi landsins Árni Einarsson sagði að Mývatn og Laxá væra frjósamasta vatna- kerfi landsins sem byggðist á gnægð fæðu. Hann vakti athygli á fækkun í andastofnum, sem hann taldi mjög verulega hjá sumum tegundum. Ór- lygur Hnefill Jónsson taldi skýrslu erlendu sérfræðinganefndarinnar mikla gagnrýni á ýmsa aðila og sagði fæstar þær rannsóknir sem stundað- ar hafa verið til þessa til þess fallnar að skýra áhrif Kísiliðjunnar á vist- kerfi vatnsins. I fundarhléi bauð Kísiliðjan upp á veitingar í kaffisal þar sem til sýnis vora kort og línurit, þar var einnig dreift skýrslu alþjóðlega matshóps- ins sem skipaður var af iðnaðarráðu- neytinu. Fundinn sóttu upp undir 50 Mývetningar auk frummælenda og stjórnarmanna Kísiliðjunnar. Ljóst er að starfsemi fyrirtækisins hefur mikla þýðingu fyrir sveitarfé- lagið sem vel kemur fram í skýrslu Hönnunar h/f en þar er talið að allt að 75 ársverk hverfi úr atvinnulífi hreppsins og að 210 íbúar þyrftu að finna sér annað lífsviðurværi ef verksmiðjan hættir starfsemi, en íbúar Skútustaðahrepps era nú um 450 . Að lokum þakkaði Gunnar Örn fyrir líflegan fund. 72 hand- teknir og 51 kærður ALLS voru 72 menn handteknir í tengslum við átak lögregluliðanna á Suðvesturlandi gegn fíkniefnum sem staðið hefur yfir frá miðjum febrúar. Hald var lagt á um 4 kg af fíkniefn- um, mest kannabisefnum, og var 51 kærður fyrir ffkniefnabrot. Aðgerðirnar eiga rætur sínar að rekja til þess að lögregluliðin á Suð- vesturlandi hófu með sér samstarf í fíkniefnamálum. Markmið þess var að byggja upp öflugt samstarf lögregluliðanna með þeim hætti að þau styrktu hvert annað við forvam- ir, rannsóknir og önnur úrræði í fíkniefnamálum og tengdum brotum. Lögregluliðin á Akranesi, í Borgar- nesi, Keflavík, á Keflavíkurflugvelli, í Hafnarfirði, Kópavogi, Reykjavík og á Selfossi lögðu til lögreglumenn- ina en Ríkislögreglustjóri kom sam- starfinu á í samvinnu við dómsmála- ráðuneytið hinn 15. febrúar. ------++-*----- Dýrbítar í Hafnarfirði TVEIR hundar drápu kött í Hafnar- ftrði í fyrradag. Sömu hundar eru einnig granaðir um að hafa drepið lamb við Kaldárselsveg um síðustu helgi. Að sögn lögreglunnar í Hafn- arfirði koma hundarnir frá sama heimili í bænum og er annar þeirra veiðihundur. Málið er í rannsókn hjá lögreglu og heilbrigðiseftirliti Hafn- arfjarðar. Hundamir era enn hjá eiganda sínum, en búast má við að þeim verði lógað. --------------- Hassmál í Hafnarfirði LÖGREGLAN í Hafnarfirði hand- tók fimm manneskjur um tvítugt á fimmtudagskvöld eftir að ætluð fikniefni fundust við húsleit í íbúð. Talið er að um sé að ræða tæp 70 grömm af hassi. Fólkið var fært á lögreglustöð til yfirhejnrslu og sleppt að því loknu. Yfírlýsing frá hjúkrunardeildarstidrum sem störfuðu á Sjúkrahúsi Reykjavfkur Undrandi á ákvörð- un stjórnarnefndar sjúkrahússins MORGUNBLAÐINU hefur borist yfirlýs- ing frá 53 hjúkrunardeildarstjórum á fyrr- verandi Sjúkrahúsi Reykjavíkur þar sem fjallað er um ráðningu hjúkrunarforstjóra við sameinaðan spítala. „Við undirritaðir hjúkrunardeildarstjórar á fyrrum Sjúkrahúsi Reykjavíkur eram furðu lostnir yfir þeirri ákvörðun stjórnar- nefndar hins nýtilorðna háskólasjúkrahúss að ráða ekki til starfa hæfasta umsækjanda um starf hjúkrunarforstjóra. Það hefur aldrei vafist fjrrir neinu okkar né öðrum hjúkrunarfræðingum að Sigríður Snæbjörnsdóttir er hæfasti og áhrifamesti leiðtogi sem stéttin hefur átt um áratuga- skeið. Störf hennar í þágu hjúkrunar og í þágu heilbrigðiskerfisins þarf ekki að tíunda. Þau standa óstudd og óumdeild. Sig- ríður hefur verið óþreytandi og öflugur tals- maður betri, skilvirkari og hagkvæmari heil- brigðisþjónustu þar sem hjúkrun sjúkra er í fyrirrúmi enda henni ætíð Ijóst að megin- ástæða þess að fólk liggur á sjúkrahúsum er að það þarfnast hjúkrunar. Það hefur ekki alltaf verið auðvelt eða einfalt að heyja þessa baráttu, allra síst á síðustu árum þeg- ar kröfur um hagkvæmari rekstur heilbrigð- iskerfisins hafa orðið æ harðari og áleitnari. Á þeim tólf áram sem Sigríður hefur leitt hjúkran á fyrst Borgarspítalanum, síðan Sjúkrahúsi Reykjavikur og nú síðast Land- spítala háskólasjúkrahúsi víðsvegar hefur henni með sínum einstöku leiðtoga- og stjórnunarhæfileikum auk víðtækrar mennt- unar og reynslu tekist að virkja starfsmenn sína til dáða og stórra verka með því að treysta þeim í hvívetna, hvetja þá til náms og meiri ábyrgðar, vera sýnileg, hlusta á öll sjónarmið og gæta þess að allir hafi á hverj- um tíma sem gleggstar upplýsingar um stöðu og stefnu. Við erum þess fullviss að leiðtogi á borð við Sigríði skapi einstakt andrúmsloft þar sem allir geta haft áhrif. Slíkt andrúmsloft kallar um leið á ábyrgð í orði og æði, ábyrgð sem er borin í vissu þess að ákvarðanir verði studdar og dóm- greind metin að verðleikum. Síðustu mánuðir hafa verið mörgum manninum erfiðir. Slíkt er eðli breytinga og ekki um það að fást. Við deildarstjórar höf- um verið tiltölulega róleg enda hárviss um það, sem Hjúkrunarráð heilbrigðisráðuneyt- isins síðan staðfesti án vafa, að við ættum hæfasta umsækjandann. Það verður að segjast eins og er að mánu- dagurinn 15. maí var afar dimmur á Sjúkra- húsi Reykjavíkur. Þau vora þung sporin inn á deildir til að tilkynna starfsfólki hjúkrunar niðurstöðu stjórnarnefndar. Það voru ófáir sem spurðu: „Með hvaða rökum?“ Þessi ákvörðun stjórnarnefndar er okkur óskiljanleg. Það sem verra er er að við ber- um nú verulegan ugg í brjósti um framhald- ið. Hvernig getur starfsfólk trúað því að stjórnarnefnd nýstofnaðs háskólaspítala sem velur ekki hæfasta umsækjandann til að stýra fjölmennasta þættinum geti leitt það sameiningarferli sem framundan er á far- sælan og sanngjarnan hátt? Sjúkrahús Reykjavíkur hefur yfir gífur- legum mannauði, þekkingu, krafti og þjón- ustulund að búa. Á síðustu mánuðum hefur það verið „sameinað“ Landspítalanum með því að taka af því nafnið, föndra við lógóið og hafna hæfasta hjúkrunarfræðingi sem litla ísland á. Eftir stendur einn fulltrúi gamla SHR í framkvæmdastjórn. Er furða þó fólki sé spurn?“ Undir yfirlýsinguna skrifa Hildur Helga- dóttir deildarstjóri A-7, Guðbjörg Pálsdóttir deildarstjóri slysa- og bráðamóttöku, Jónína Þ. Erlendsdóttir aðstoðardeildarstjóri A-7, Guðrún Halldórsdóttir deildarstjóri A6, Val- dís Kristjánsdóttir aðstoðardeildarstjóri A-6, Anna Sigríður Garðarsdóttir deildar- stjóri B-7, Ásta Sylvía Rönning aðstoðar- deildarstjóri gjörgæslu, Kristín O. Gunnars- dóttir deildarstjóri gjörgæslu, Alfa Sverrisdóttir aðgerðarstjóri E-5, Valgerður Jónsdóttir aðgerðarstjóri E-5, Steinunn Hermannsdóttir deildarstjóri E-5 skurð- deildar, Sigríður Helga Jónsdóttir aðstoðar- deildarstjóri E-5, Rikka Mýrdal deildar- stjóri svæfingar, Guðrún Sigurjónsdóttir deildarstjóri B-4 öldrunar, Ingibjörg Ósk Guðmundsdóttir aðstoðardeildarstjóri B-4, Lilja Arnardóttir aðstoðardeildarstjóri A-4, Ingibjörg Hauksdóttir deildarstjóri A-4, Guðríður Vestmann sótthreinsun E-4, Þór- halla Víðisdóttir deildarstjóri A-2, María Vigdís Sverrisdóttir deildarstjóri gæslu- deildar, Sigurbjörg Halldórsdóttir aðstoðar- deildarstjóri Á-2, ída Atladóttir deildar- stjóri L-4 Landakoti, Ásgerður Tryggvadóttir deildarstjóri svæfingard. Landspítala íslands, Sigríður Sigurðardóttir aðstoðardeildarstjóri A-6, Guðný Péturs- dóttir aðstoðardeildarstjóri B-6, Sigríður Pálsdóttir aðstoðardeildarstjóri K-l, Guð- björg Jóna Hermannsdóttir deildarstjóri K-2 Landspítala, Margrét Björnsdóttir að- stoðardeildarstjóri K-l, Bryndís Gestsdóttir deildarstjóri K-l, Anna Sigríður Indriða- dóttir deildarstjóri L-J, Guðrún Yrja Ómarsdóttir aðstoðardeildarstjóri A-6, Lilja J. Guðmundsdóttir aðstoðardeildarstjóri A-5, Bjarnveig Pálsdóttir deildarstjóri A-5, Dröfn Ágústsdóttir aðstoðardeildarstjóri A-5, Auður Ragnarsdóttir deildarstjóri B-5, Hildur Sveinbjörnsdóttir aðstoðardeildar- stjóri B-5, Sigrún Erlendsdóttir deildar- stjóri speglunar A-3, Inga Tryggvadóttir að- stoðardeildarstjóri Á-2, Jóna Kristjánsdóttir aðstoðardeildarstjóri G-3, Guðný S. Guð- laugsdóttir aðstoðardeildarstjóri G-3, Lilja Hildur Hannesdóttir aðstoðardeildarstjóri G-2, Kristín Ingólfsdóttir aðstoðardeildar- stjóri svæf. e-5, Ingibjörg Leósdóttir að- stoðardeildarstjóri E-5, Svanhildur Jóns- dóttir aðstoðardeildarstjóri E-5, Eva Esterby aðstoðardeildarstjóri B-6, Kristín Gunnarsdóttir aðstoðardeildarstjóri E-5, Cecilie B. Björnsdóttir deildarstjóri B-6, Jó- hanna Jóhannsdóttir deildarstjóri V-I, Kol- brún Sigurðardóttir deildarstjóri A-3, Krist- ín J. deildarstjóri V-2 Hvítabandi, Bergþóra K. Jóhannsdóttir aðstoðardeildarstjóri A-3, Ingibjörg St. Sigurðardóttir hjúkrunardeild- arstjóri R-3, Þórdís Ingólfsdóttir hjúkrunar- deildarstjóri R-2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.