Morgunblaðið - 20.05.2000, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Styrktarsjoður verslunarmanna í ísafjarðarbæ
Vill fjölga verkefnum
fyrir vestfírsk fyrirtæki
ísaflrði - Styrktarsjóður verslunar-
manna í Isafjarðarbæ hélt aðalfund
sinn í gær. A fundinum var kynnt
styrkveiting félagsins í ár sem nem-
ur 250 þúsund krónum, en henni er
ætlað að styrkja verkefni sem miðast
að því að koma upp aðstöðu fyrir fólk
í námi á háskólastigi með það fyrir
augum að fjölga verkefnum sem
unnin eru fyrir vestfirsk fyrirtæki og
Vorhret á
Ströndum
Árneshreppi - Óvenju kalt hefur
verið í Arneshreppi síðustu daga.
Þegar fólk fór á fætur sl. þriðjudag
var allt orðið hvítt niðri að sjó. Þótt
lítið væri um snjó var orðið alhvítt
þegar veðurathugunarmaðurinn á
Litlu-Ávík tók veður kl. 6 um morg-
uninn.
Nú stendur sauðburður sem hæst
en ekkert fé er komið út því bændur
láta yflrleitt bera inni. Að mörgu er
að hyggja í sambandi við sauðburð-
inn og vanalegt hér um slóðir að hret
sé í maí. Dæmi er um að hret hafi
gert í júní en þá er búið að sleppa fé.
stofnanir. Atvinnuþróunarfélag
Vestfjarða hf. mun hafa umsjón með
verkefninu og leggja til aðstöðu,
upplýsingaöflun og kynningu á verk-
efnum, en fyrrgreindum fjármunum
styrktarsjóðsins verður varið til
kaupa á tölvu og skrifstofubúnaði.
Verkefninu er ætlað að ná athygli
nema á háskólastigi sem vinna að
lokaverkefnum í skólum sínum.
Mjög hefur færst í vöxt að verkefnin
séu unnin fyrir fyrirtæki og stofnan-
ir og í langflestum tilfellum er mikið
lagt í verkefnisvinnuna og niður-
stöðurnar nýtast því fyrirtækjum yf-
irleitt mjög vel. Verkefnin eru unnin
í ýmsum námsgreinum s.s. í við-
skipta- og rekstrarfræðum, mark-
aðsfræði, kerfísfræði, sjávarútvegs-
fræði, matvælafræði, verkfræði,
tæknifræði auk hugvísindagreina.
Til þess hefur ekki verið mikið um
að nemendur vinni fyrir vestfírsk
fyrirtæki og stofnanir. Með því að
bjóða nemendum upp á vinnuað-
stöðu í Þróunarsetri Vestfjarða og
að koma þeim í samband við fyrir-
tæki, standa vonir til að þeim fjölgi
verulega. Nemendur sem vinna loka-
verkefnin komast í gott samband við
fyrirtækin sem oft leiðir til þess að
þeir hefja störf þar. Það er von að-
standenda verkefnisins að vinnuað-
staðan í Þróunarsetrinu eigi eftir að
skapa tengsl milli framangreindra
nemenda og fyrirtækja á svæðinu.
Styrktarsjóður verslunarmanna í
Isafjarðarbæ er elsta starfandi félag
á ísafirði og fagnar 110 ára afmæli á
þessu ári. Félagið var stofnað 29.
nóvember 1890 og var aðalhvata-
maður að sjóðsstofnuninni Árni
Jónsson verslunarstjóri. I fyrstu var
sjóðnum ætlað það hlutverk að
styrkja sjúka og aldraða verslunar-
menn, tryggja afkomu annarra fé-
laga og stunda lánveitingar. I áranna
rás hefur sú þörf sem upphaflega bjó
að baki stofnun félagsins breyst og
hafa lífeyrissjóðir, almannatrygg-
ingar og öflugir bankar, tekið að
mestu yfir það hlutverk sem eink-
enndi starfsemi sjóðsins á fyrri hluta
20. aldar. í dag þjónar sjóðurinn að
mestu sameiginlegum hagsmuna-
málum verslunarmanna á Vestfjörð-
um.
I stjórn sjóðsins sitja þau Gísli Jón
Hjaltason, Dýrfinna Torfadóttir og
Guðmundur E. Kjartansson.
Gáfu öldruðum
leirbrennsluofn
Þorlákshöfn - Útibú Landsbankans
í Þorlákshöfn flutti í nýtt húsnæði í
Ráðhúsi Þorlákshafnar nú fyrir
skömmu. Af því tilefni gaf Lands-
bankinn Félagi eldri borgara í Þor-
lákshöfn leirbrennsluofn.
Sigurður Ólafsson, formaður Fé-
lags eldri borgara, veitti gjöfínni við-
töku. Ægir E. Hafberg, útibússtjóri,
sagði við þetta tækifæri, að 35 ár
væru liðin frá því Landsbankinn hóf
starfsemi sína hér, þá í einu herbergi
í A-götu 8, sem nú er Egilsbraut 8.
Fyrsti starfsmaður og jafnframt for-
stöðumaður afgreiðslunnar var Sig-
fús Þórðarson, aðeins var opið einu
sinni í viku, á laugardögum, frá
10.30-13.
Þróun bankastarfsemi í Þorláks-
höfn var hæg og eftir 10 ára starf var
opnunartíminn aðeins þrír dagar í
viku, starfsmenn voru 3, allir frá Sel-
fossi, en 1975 hóf fyrsti Þorlákshafn-
arbúinn störf við afgreiðsluna og var
það Ásta Júlía Jónsdóttir.
Árið 1974 var starfsemin flutt að
Selvogsbraut 4 og hefur verið þar
þangað til nú, er flutt er í þessa
glæsilegu aðstöðu. Sigfús var for-
stöðumaður fyrsta árið, síðan tók
Birgir Jónsson, núverandi svæðis-
stjóri Landsbankans á Akranesi, við
Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson
Ægir E. Hafberg afhendir Sigurði
Ólafssyni gjafabréf fyrir leir-
brennsluofni.
og gegndi starfinu til ársins 1971 að
Bjami Dagsson tók við. Vilhjálmur
Þ. Pálsson veitti afgreiðslunni for-
stöðu frá 1975-1984 en þá tók Árni
Valdimarsson við og starfaði til árs-
loka 1986 en þá var afgreiðslan frá
Selfossi lögð niður og í ársbyrjun
1987 var stofnað sjálfstætt útibú
Landsbankans í Þorlákshöfn. Fyrsti
útibússtjóri hér var Júlíus Ingvars-
son og veitti hann útibúinu forstöðu í
tæp 10 ár. Þegar mest var störfuðu
12 starfsmenn við útibúið i 9,5 stöðu-
gildum en nú starfa við útibúið 6
starfsmenn í 6 stöðugildum. Núver-
andi útibússtjóri er Ægir E. Hafberg
og hóf hann störf 1996, skrifstofu-
stjóri er Valgerður Guðmundsdóttir.
Samkvæmt flugmálaáætlun fara 66 millj. í endurbætur á Bakkaflugvelli í Landeyjum
Átj án þús-
und farþeg-
ar á ári
Vestmannaeyjum - Bakkaflugvöll-
ur í A-Landeyjum er einn af 6
stærstu flugvöllum landsins, ef tek-
ið er mið af farþegafjölda sem þar
fer í gegn, og er ljóst að Bakkavöll-
ur gegnir orðið lykilhlutverki í sam-
göngumálum Vestmannaeyinga
ásamt Herjólfi og flugsamgöngum
við Reykjavík.
En hvenær byrjuðu Eyjamenn að
líta til Landeyja með flugsamgöng-
ur sínar? Það er lengra en marga
grunar. í blaðinu Heimaklettur, 1.
árg., 1. tbl. 1943, er grein um sam-
göngumál, þar sem m.a. kemur
fram að það sumar hafi 4.000
manns ferðast með Stokkseyrar-
bátnum, er í fyrsta skipti svo vitað
sé minnst á flugsamgöngur milli
Eyja og Landeyja. Þar kemur fram
sú hugmynd að Vestmannaeyingar
sendi menn í flugnám og keyptar
verði helst tvær flugvélar sem haldi
upp flugsamgöngum milli lands og
Eyja, þannig að Eyjaskeggjar
næðu bílasambandi við Reykjavík
með því að fljúga hluta leiðarinnar.
Tækist þetta væri það endanleg
lausn á samgöngumálum Vest-
mannaeyinga, eins og kemur fram í
greininni.
Sléttu gamla kartöflugarða
En það varð ekki fyrr en 1976 að
Bjarni Jónasson flugmaður í Vest-
mannaeyjum hafði samband við Jón
bónda á Bakka og vildi finna lend-
ingastað neðst í Landeyjum. Hann
hafði notað flugvöllinn á Berjanesi
og Hellu en vildi stytta flugið enn
meir frá Eyjum, en flugtíminn frá
Eyjum er 5 mínútur. Þeir félagar
sléttuðu gamlan kartöflugarð og í
kjölfarið hóf Bjarni flug á Bakka.
Fyrsti hópurinn sem var selfluttur
yfir sundið var 101 nemandi barna-
skóla Vestmannaeyja sem var að
fara í skólaferðalag, ekki gekk bet-
ur en svo að mikill hliðarvindur að
norðan var þennan dag svo Jón
bóndi á Bakka lét Bjarna lenda á
Álabakka, austur af sveitabænum,
sem var stutt en slétt flöt til norð-
urs, og selflutti Jón nemendurna á
dráttarvél heim að bænum svo hóp-
urinn kæmist í rúturnar. Þannig má
segja að Bakkaflugið hafi byrjað
með trukki, og vinsældir þess hafa
aukist ár frá ári og frá um 1980 hef-
ur Flugfélag Vestmannaeyja haldið
uppi flugsamgöngum við Bakka allt
árið og er nú svo komið að 18.000
manns fóru um völlinn á síðasta ári.
66 milljónum varið
til framkvæmda
Á Bakka eru nú ágætis aðstæður,
aðstaða fyrir farþega og starfs-
mann Flugmálastjórnar, ljós komin
á brautirnar auk þess sem Vest-
mannaeyingar eiga um 40 bílastæði
í þremur húsum á svæðinu.
Einar sonur Jóns er starfsmaður
Flugmálastjórnar og segir hann
nóg að gera í vinnunni. Það var
mjög frumstætt hér framanaf en
eftir 1980 þegar Bjarni Jónasson,
Vestmannaeyjabær, Landgræðslan
og Björgunarsveitin í Landeyjum,
ásamt þeim Bakkabændum lögðu
nýja 800 metra braut, sem lengd
var í 1.100 metra nokkrum árum
síðar, auk þess sem norður-suður-
braut var lögð hafa aðstæður hér
batnað mikið. Á flugmálaáætlun,
sem gildir til 2003, eru ætlaðar 66
milljónir króna til framkvæmda við
Bakkavöll. Til stendur að byggja
brautir vallarins upp með slitlagi á
næstu tveimur árum, byggja flug-
turn og nýja flugstöð, og hefst
hönnunarvinna við það í haust. Þá
sagði Einar okkur að vegurinn frá
Gunnarshólma að Bakka verði upp-
byggður og bundinn slitlagi fyrir
haustið 2001.
Þjóðhátíð á Bakka
Þeir feðgar á Bakka sögðu að
margt spaugilegt hefði komið fyrir
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Komið til Vestmannaeyja frá Bakka. Flugtími er um 5 mínútur.
Lent á Bakka til norðurs.
Feðgarnir Jón Einarsson og Einar Jónsson á Bakkaflugvelli.
þegar mesta traffíkin er en komið
hefur fyrir í kringum þjóðhátíð í
Eyjum að ófært hefur orðið seinni-
part fimmtudags og þá hafi verið
slegið upp „mini“-þjóðhátíð á
Bakka og mest muna þeir eftir 5-
700 manns þar yfir nótt. Þá er ekki
óalgengt að unglingar frá Vest-
mannaeyjum komi á ball í Njálsbúð
á laugardagskveldi og gisti í svefn-
pokum við flugstöðina þar til flug
hefst í bítið á sunnudegi. Þá er ótal-
ið hvað hinn almenni bæjarbúi í
Vestmannaeyjum nýtir sér Bakka-
flugið, fjölmargir Vestmannaeying-
ar eiga sumarbústað á Suðurlandi
og hafa margir þeirra komið sér
upp bílskýli á Bakka, auk þess sem
fjölmargir jeppamenn og húsbíla-
eigendur hafa komið sér upp að-
stöðu, og finnst því fólki ekki meira
mál að fara Þingvallahringinn en
hverjum öðrum borgarbúa um
helgi. Þá er það að færast í vöxt að
hópar sem ferðast í rútum um land-
ið koma við á Bakka og skjótast til
Eyja í skoðunarferðir.
Einar segir bjarta tíma framund-
an og allt stefnir í gott sumar. Hér
getur orðið ansi mikil umferð og
sem dæmi nefnir Einar að flestar
hafi hreyfingar á vellinum einn dag
verið 315, enda sé völlurinn á árs-
grundvelli með svipaðan farþega-
fjölda og flugvöllurinn við Höfn i
Hornafirði, svo allt stefnir í að hér
fjölgi farþegum og væntanlega
starfsmönnum í samræmi við aukna
umferð.