Morgunblaðið - 20.05.2000, Side 24
24 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Ársfundur Útflutningsráðs íslands
Stöðugt harð-
ari samkeppni
um athygli
Moreunblaðið/Sverrir
,;VESTAN hafs og austan nýtur
Island og það sem íslenskt er
meiri athygli en nokkru sinni
fyrr,“ sagði Halldór Ásgrímsson,
utanríkisráðherra, í ávarpi sínu á
ársfundi Utflutningsráðs sem hald-
inn var í gær. Sagði Halldór að
menning okkar og saga væri með
áhrifaríkum hætti að opnast öðrum
þjóðum og að íslenskir hönnuðir
og listamenn ekki síður en íslensk
náttúra og fegurð nytu aukinnar
athygli víða um heim. Halldór
sagði að nú væri lag fyrir stjórn-
völd og atvinnulíf að taka höndum
saman í útrás íslenskrar fram-
leiðslu, þjónustu og hugvits.
Hann greindi jafnframt frá því
að margt hefði þegar verið unnið á
þessu sviði að undanförnu. Nefndi
hann sérstaklega landafundaverk-
efnið í Norður-Ameríku, markaðs-
átakið „Iceland Naturally" og
heimssýninguna í Hannover, en
þátttaka íslendinga í slíkri sýn-
ingu hefur aldrei verið meiri. Allt
þetta sagði Halldór að styrkti
ímynd Islands út á við og hjálpaði
útflytjendum við að koma vörum
sínum og þjónustu á framfæri í
heimi þar sem samkeppni um at-
hygli í ofgnótt upplýsinga yrði
stöðugt harðari.
Víðskiptaþáttur
sendiráðanna efldur
Halldór sagði Viðskiptaþjónustu
utanríkisráðuneytisins hafa fest
sig í sessi og sannað gildi sitt frá
því hún var sett á laggirnar fyrir
þremur árum og að samvinna við
Útflutningsráð hefði verið aukin.
Lagði hann einnig áherslu á við-
skiptaþátt sendiráðanna og að
honum hefði verið gert hærra und-
ir höfði á síðustu árum. I New
York og París væru starfandi sér-
stakir viðskiptafulltrúar og í nýj-
um sendiráðum íslands í Japan og
Kanada mundu einnig starfa slíkir
fulltrúar. Sagði Halldór að stefnan
væri að viðskiptafulltrúi yrði starf-
andi í sem flestum sendiráðum ís-
lands.
Þegar Halldór hafði lokið ávarpi
sínu tók Páll Sigurjónsson, stjórn-
arformaður Útflutningsráðs, til
máls, flutti skýrslu stjórnar og
fjallaði um starfsemi ráðsins á ár-
inu. Starfsemi ráðsins felst að
sögn Páls m.a. í upplýsingagjöf til
innlendra og erlendra fyrirtækja,
sýningarhaldi og ráðgjöf og
fræðslu til útflytjenda eða væntan-
legra útflytjenda. Sem dæmi
nefndi hann að kennsluverkefnið
„Útflutningsaukning og hagvöxt-
ur“ hefði verið starfrækt í tíu ár
og væri það í raun skóli í markaðs-
fræðum fyrir lítil og meðalstór fyr-
irtæki. Ymis fyrirtæki hefðu vaxið
og dafnað eftir að hafa tekið þátt í
verkefninu og væru Össur hf. og
Bakkavör hf. dæmi þar um.
í skýrslu stjórnar segir að um-
hugsunarefni sé hversu litlu fé Is-
lendingar verji til að efla erlenda
markaðssókn sína. Kemur fram að
Norðmenn verji 3,5 milljörðum ís-
lenskra króna til að markaðssetja
norskt sjávarfang, en engir slíkir
markaðspeningar séu til hér á
landi. „Fyrir brot af þessu fé
mætti þó vinna þrekvirki við að
koma íslenskum vörum á framfæri
erlendis," segir í skýrslunni.
1,3 milljarðar fyrir
aðgang að hillum
Á ársfundinum var rætt um
vörumerki og gildi þeirra erlendis.
Gunnar Örn Kristjánsson, forstjóri
SÍF, ræddi um notkun SÍF á vör-
umerkjum sínum í Frakklandi og
hversu mikilvæg vörumerki væru
til að auka framlegð fyrirtækis.
Sagði Gunnar Örn að SIF stefndi
að því að vera með leiðandi vöru-
merki á þeim markaðssviðum sem
fyrirtækið starfaði á, en með leið-
andi vörumerkjum ætti hann við
þau þrjú þekktustu. Gunnar Örn
greindi frá því að verslanir í
Frakklandi hefðu verið að samein-
Af ársfundi Útflutningsráðs íslands. Á myndinni sjást Páll Sigurjónsson, formaður, Jón Ásborgsson, framkvæmda-
stjóri, og Friðrik Pálsson, varaformaður Útflutningsráðs. Fremst á myndinni eru Halldór Ásgrímsson, utanríkis-
ráðherra, og Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri hjá Flugleiðum, sem báðir fluttu erindi á ársþinginu.
ast og stækka og að í því fælist
bæði ógn og tækifæri fyrir SÍF.
Hættan væri meiri á að verslanirn-
ar notuðu eigin vörumerki og þar
með kynni að draga úr framlegð
framleiðandans, en hann sagði þó
að sjáanleiki merkja SÍF hefði
verið að aukast. Kom fram að SÍF
hefði með auglýsingum og öðru
kynningarstarfi varið 1,3 milljörð-
um króna til að tryggja aðgang að
hilluplássi í Frakklandi. Fjárfest-
ingu í vörumerkjum sagði Gunnar
Örn vera langtímafjárfestingu, en
með tímanum geti hún orðið verð-
mætasta eign fyrirtækisins.
Njóta gæðanna ekki í verði
Steinn Logi Björnsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Flugleiðum,
sagði að fyrir þjónustufyrirtæki
eins og Flugleiðir skiptu ímynd og
upplifun mestu máli. Þetta ætti
enn frekar við eftir að fólk væri
sjálft farið að kaupa ferðir í gegn-
um Netið, því þá skipti miklu að
fólk þekkti flugfélagið. Sagði hann
að tekin hefði verið upp ný stefna
hjá Flugleiðum varðandi markaðs-
setningu. Áður hefði öll áhersla
verið á að kynna Island, en nú
legði fyrirtækið áherslu á að
kynna vörumerkið og að nýleg
breyting vörumerkisins hefði verði
mikilvæg í þessu sambandi. Stór
hluti af ímyndinni væri þó tengdur
íslandi og reynt væri að nota þá
ímynd sem fólk erlendis hefði af
landinu til að ná athygli þess.
Sagði Steinn Logi að til að ná
betra verði miðað við þá þjónustu
sem félagið býður þyrfti að styrkja
ímyndina, því í dag væru Flugleið-
ir mjög framarlega hvað snertir
hraða í ferðum, en nytu þess ekki
sem skyldi í verði.
Óskar Axel Óskarsson, fram-
kvæmdastjóri X18, kynnti fyrir-
tæki sitt, starfsemi þess og þau
áform sem það hefur á prjónunum.
Sagði hann skóna sem fyrirtækið
framleiðir vera alíslenska þótt þeir
séu framleiddir erlendis, því allt
annað sé íslenskt, þar á meðal
hönnun og markaðssetning. Nú
væru 14 manns starfandi hjá fyrir-
tækinu en yrðu um 40 innan fárra
ára. Sagði hann fyrirtækið hafa
verið þátttakanda i' 16 stórum sýn-
ingum og að skórnir væru þegar
seldir í miklum fjölda verslana
víða um heim þó ekkert raunveru-
legt markaðsátak hefði verið gert.
Það væri hins vegar í undirbún-
ingi, fyrst í Danmörku og svo í
Bretlandi árið 2003. Þar stæði til
að verja um 200 milljónum króna í
markaðsátak. Þegar fram líða
stundir sagði Óskar að stefnt væri
að því að fyrirtækið mundi einnig
selja fatnað, ilmvötn og fleira af
því tagi undir vörumerki sínu.
Tilboðshluta hlutafjárútboðs Húsasmiðjunnar lauk í gær
Heildareftirspurn 10 milljarðar
HEILDAREFTIRSPURN í hluta-
fjárútboði Húsasmiðjunnar sem
lauk í gær nam yfir 10 milljörðum en
söluverðmæti þess sem í boði var
nemur um 1.650 milljónum króna. í
fréttatilkynningu frá íslandsbanka-
FB A, umsjónaraðila útboðsins, kem-
ur fram að nærri láti að heildareftir-
spurnin samsvari tvöföldu verðmæti
Húsasmiðjunnar.
Þreföld eftirspurn varð í tilboðs-
hluta hlutafjárútboðs Húsasmiðj-
unnar sem lauk í gær. Alls bárust
124 tilboð fyrir samtals 2,2 milljarða
króna í tilboðshlutanum. í boði voru
15% hlutafjár í Húsasmiðjunni að
nafnverði 42.105.396 kr. Söluvirði í
tilboðshlutanum nam 880 milljónum
króna. Samtals var 42 tilboðum tekið
og reyndist vegið meðalgengi þeirra
20,91 sem er um 14% hærra en gengi
í almennri áskriftarsölu. Hæsta til-
boð sem gengið var að var á genginu
23,1 sem er 26% umfram gengi al-
menna hlutans. Lægsta tilboð sem
tekið var reyndist á genginu 20,1.
í almenna hlutanum var eftirspur-
nin nær tíföld og kemur því til skerð-
ingar sem því nemur. Hámarkshlut-
ur á mann í almenna hlutanum
verður 5.145 krónur að nafnverði
eða um 94 þúsund krónur að sölu^
verðmæti miðað við gengið 18,35. I
almenna hlutanum skráðu sig 8.675
manns fyrir hlutafé í Húsasmiðj-
unni, eða fyrir samtals rúmlega 8
milljörðum. í boði voru 15% hluta-
fjár Húsasmiðjunnar, um 42 milijón-
ir og söluverðmæti því um 772 millj-
ónir.
Norska
ríkið
stefnir að
sölu 49%
hlutafjár
í Telenor
Ósltf. AFP. AP.
NORSKA ríkisstjórnin til-
kynnti í gær að hún hygðist
selja 49% hlutabréfa sinna í
símafyrirtækinu Telenor AS en
fyrirtækið hefur til þessa alfar-
ið verið í eigu norska ríkisins.
„Telenor AS þarf á auknu fjár-
magni og nýju blóði að halda,“
sagði Terje Moe, fjarskiptaráð-
herra Noregs á blaðamanna-
fundi í gær. „Ríkisstjórn
Verkamannaflokksins telur að
það sé mikilvægt að bréf í Tele-
nor komist í hendur innlendra
fjárfesta en hún er alls ekki til-
búin til þess að selja meirihluta
ríkisins í fyrirtækinu. Þá verð-
ur að taka tillit til þess að fram-
boð á fjármagni á innanlands-
markaði er takmarkað."
Hlutabréf í Telenor verða boðin
til sölu í fyrsta lagi nú í haust og
í síðasta lagi fyrir lok ársins
2001. Er talið líklegt að um 15-
25% verði seld í fyrsta útboði.
Ríkisstjórnin hefur ekki gefið
upp hvað hún telji að hægt sé
að fá fyrir bréfin en sérfræð-
ingar telja verðið geta verið á
bilinu 250-300 milljarðar
norskra króna en það svarar til
2.100 til 2.500 milljarða ís-
lenskra króna. Samþykkja
verður tillöguna um sölu hluta-
bréfa í Telenor í norska stór-
þinginu áður en til útboðs kem-
ur.
Hluthafar FBA fá
að kaupa í deCODE
á genginu 17
HLUTHÖFUM í Fjárfestingarbanka at-
vinnulífsins hefur nú borist tilboð bankans
um kaup á hlutabréfum bankans í deCODE á
genginu 17 eða útboðsgengi á bréfunum við
skráningu á Nasdaq-hlutabréfamarkaðinn, ef
hærra reynist. Sala mun ekki fara fram ef
skráning bréfa deCODE á Nasdaq á sér ekki
stað fyrir 30. september nk. og hluthöfum ber
að svara fyrir 25. maí.
í apríl var tilkynnt að hluthöfum FBA yrði
boðið að kaupa 625.000 hluti í deCODE Gen-
eties Inc., móðurfélagi íslenskrar erfðagrein-
ingar, í eigu FBA, á útboðsgengi í tengslum
við skráningu bréfa deCODE á Nasdaq.
Þeim hluthöfum í FBA sem voru hluthafar
10. apríl sl. hefur nú borist bréf frá FBA dag-
sett 12. maí, ásamt sölulýsingu og fylgiskjöl-
um. í bréfinu kemur m.a. fram að skilyrði
fyrir kaupum á bréfum í sölu þessari sé und-
irritun skuldbindinga varðandi takmarkanir
á ráðstöfun hluta í félaginu, bæði gagnvart
deCODE og umsjónaraðilum með skráningu
deCODE á Nasdaq, Morgan Stanley.
í meðfylgjandi sölulýsingu segir m.a.:
„Kaupendum hlutabréfa í sölu þessari er með
öllu óheimilt, nema að fengnu skriflegu sam-
þykki Morgan Stanley & Co. Inc., að fram-
selja, veðsetja, selja, bjóða til sölu, semja um
sölu á, kaupa eða selja valrétti, gera skipta-
samninga um, lána eða framselja á nokkurn
annan hátt, með beinum eða óbeinum hætti,
hvort sem er í heild eða að hluta, nokkur
efnahagsleg réttindi sem hlutabréfum í
deCODE fylgja fyrr en að 180 dögum liðnum
frá skráningu hlutabréfa deCODE á Nasdaq-
hlutabréfamarkaðinn." Að því tímabili liðnu
falli takmarkanirnar niður. Þetta er í sam-
ræmi við yfirlýsingu sem þeir sem nýta sér
þennan rétt undirrita og mun berast Morgan
Stanley. Þess efnis m.a. eru einnig skjöl frá
deCODE sem viðkomandi þarf að undirrita;
samningur um réttindi fjárfesta í deCODE
og skjal með staðfestingum og yfirlýsingum
sem eru nauðsynlegar samkvæmt bandarísk-
um lögum.
Gengið 29 á gráa markaðnum
Nýlega var tilkynnt að útboðsgengi á bréf-
um deCODE við skráningu á Nasdaq-hluta-
bréfamarkaðnum yrði á bilinu 14-18. Gengið
á gráa markaðnum svokallaða var í gær um
29 dollarar á hlut.
FBA er umsjónaraðili þessa útboðs og er
sölulýsing samin án samráðs við útgefanda
bréfanna, deCODE Genetics Inc., að því er
fram kemur í sölulýsingunni. Fyrir hverjar
10.240 krónur að nafnverði sem hluthafi á í
FBA býðst honum að kaupa 1 hlut í deCODE.
Hluthöfum sem eiga á bilinu 20.480 til 30.719
krónur að nafnverði í FBA býðst að kaupa 2
hluti o.s.frv., eins og segir í sölulýsingunni.
Ekki er heimilt að framselja réttindin.