Morgunblaðið - 20.05.2000, Page 26

Morgunblaðið - 20.05.2000, Page 26
26 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Skuldabréfamarkaður að niðurlotum kominn Akvarðanir Íslandsbanka-FBA, Lands- bankans og Spron um að hætta viðskipta- vakt á húsbréfum, spariskírteinum og ríkisbréfum hafa valdið miklu f]aðrafoki á íslenskum fjármálamarkaði og hafa menn á orði að íslenskur skuldabréfa- markaður sé að niðurlotum kominn. W»4» ““TBr” »98000000 2MK Kr. 100. VEBÐTSICGT / / JBUBALAVASJOBS •]ki. 661198-3629, Reykiavík, érmtð yftr þrf. að hatm skuldar tuíii ÍR 100.000 Húsbréf />eiia rrgefið út mcð heunilé í lögum nr. 44/1998 með u'ðctri breytingum. Ibútiatúmsjóður gteifnr verðba-iur af brift þeuu skv. bftýtihptm 4 vbtam ««jsiuverðsfrá títgáfuikgi brifúm til gjaidtlaga og veai fyrir tttuna tímabil. Um ettúittgreiðslu yífi útdráit og bmiatwi, smog yerfftryggútgu, mxtakjnr ttg fmmr kjifr <rg sjiibttála ásamt skallalegij meffferff ftrtamkrtnm úrdree/iiúr rrglugerð m 2/1999, sjá baUtHff. 1 lúsbréj skttl tetíff skrú á naþt- tb. MjtMXmm/Mxs (b, Hímstám ísiM/m íbúbéérmióbtír jfiO tf mmmMíii _________ Ávöxtunarkrafa húsbréfa lækkaði í gær og virðist sem viðbrögð yfirvalda við tilkynningu fjármálastofnana um að þær ætli að hætta viðskiptavakt með ríkisbréf hafi vakið tiltrú markaðsaðila á að von sé á úrbótum. ÁVÖXTUNARKRAFA skuldabréfa lækkaði nokkuð í gær en veltan var áfram lítil. AIls námu viðskipti með húsbréf 303 miHjónum króna á Verð- bréfaþingi íslands en ávöxtunarkrafa húsbréfa 98/2 lækkaði um 0,22 eftir hækkanir að undanfömu og var 5,90 við lok viðskipta í gær. í gær tilkynnti Spron að viðskipta- vakt með ríkisbréf yrði hætt frá og með 19. júní en á fimmtudag tilkynntu Íslandsbanki-FBA og Landsbankinn að viðskiptavakt með ríkisbréf yrði hættl9.júní. Verðbréfamiðlun Framsýnar hefur hins vegar tekið ákvörðun um að hefja viðskiptavakt á Verðbréfaþingi með húsbréf frá og með mánudegin- um 22. maí. I yfirlýsingu Islandsbanka-FBA kemur fram að bankinn telji að grundvöllur fyrir gagnsærri og tryggri verðmyndun skuldabréfa sé ekki til staðar. Margir samverkandi þættir skýri þessa þróun og markaðs- aðilar hafi um nokkurt skeið bent á nokkur atriði sem bætt gætu markað fyrir skuldabréf. Þar megi t.d. nefna bætta upplýsingagjöf stærstu útgef- enda og upptöku viðskiptavakakerfis eins og tíðkist annars staðar. Uppsögn fjármála- stofnana áhyggjuefni Birgir ísleifur Gunnarsson, Seðla- bankastjóri, segir að Seðlabankinn hafi áhyggjur af því að fjármálastofn- anir hafi sagt upp viðskiptavakt með ríkisbréf því það sé mjög mikilvægt fyrir íslenskt fjármálakerfi að hér sé öflugur skuldabréfamarkaður og með eðlilegri vaxtamyndun. „Því höfum við áhyggjur af þessari þróun sem við höfum verið að sjá undanfamar vikur. Meðal ástæðna íyrir henni eru tækni- legir hnökrar þar sem skuldabréfa- markaðurinn hefur ekki þróast eðli- lega og á honum hefur ríkt ákveðin stöðnun. Ég get tekið undir þá gagn- rýni sem kom fram í yfirlýsingu Íslandsbanka-FBA á fimmtudag. Má búast við því að reynt verði að leysa þessi tæknilegu vandamál á næstu vikum. í öðru lagi hefur myndast mik- ið bil á milli framboðs og eftirspumar. Útgáfa húsbréfa hefur aukist mjög mikið á undanfömum mánuðum og þar af leiðandi hefur verið gríðarlega mikið framboð af þeim. Þessa miklu útgáfu má rekja til þess að mikil þensla hefur ríkt á fasteignamarkaði. Það hefur endurspeglast í hækkuðu verði fasteigna á höfuðborgarsvæðinu og aukin verðbólga fylgt í kjölfarið. Á móti kemur að það hefur vantað kaupendur að húsbréfunum. Þ.e. eft- irspumin eftir þeim hefur minnkað. Öflugustu kaupendur húsbréfa á und- anfömum ámm, auk bankanna, líf- eyrissjóðimir hafa að langmestum hluta ráðstafað sínum íjármunum á innlendum og erlendum hlutabréfa- mörkuðum. Má þar nefna að í lok mars áttu lífeyrissjóðimir 102 millj- arða í hlutabréfum, þar af em 46 milljarðar í erlendum hlutabréfum, og 56 milljarða í hlutabréfasjóðum. Aftur á móti var eign lífeyrissjóðanna um áramót í hlutabréfum 87 milljarð- ar og tæpir 45 milljarðar í hlutabréfa- sjóðum,“ segir Birgir Isleifur. Virkur skuldabréfamarkaður lífsspursmál fyrir fjármálakerfið í gær hélt Úrvalsvísitala aðallista áfram að lækka og er nú 1.524 stig og er hún 5,86% lægri en um síðustu ára- mót. Lækkanir hafa einnig verið á helstu hlutabréfamörkuðum heims- ins. Að sögn Birgis Isleifs er það ljóst að ef þessi þróun heldur áfram, þ.e. að hlutabréf halda áfram að lækka í verði og ávöxtunarkrafa húsbréfa að hækka, þá verði það freistandi fyrir lífeyrissjóðina að beina fjárfestingum sínum aftur á ríkisbréfamarkað. „Við teljum að það sé mjög æskilegt og enginn vafi um að það er mikið hags- munamál fyrir lífeyrissjóðina að við- halda hér öflugum skuldabréfamark- aði vegna eignar þeirra þar. Má nefna að í lok mars var bein eign lífeyris- sjóðanna í húsbréfum 79 milljarðar króna, sem er 2,7 milljarða aukning frá áramótum er þeir áttu 76,3 millj- arða í húsbréfum. I lok mars áttu líf- eyrissjóðirnir einnig um 16 milljarða í bréfum ríkissjóðs auk hlutdeildar í verðbréfasjóðum sem meðal annars fjárfesta á skuldabréfamarkaði. Það skiptir því miklu íyrir þá að geta átt viðskipti með þessi bréf sem gerist ekki nema hér sé öflugur skulda- bréfamarkaður. Það sem skiptir mestu máli er að koma á aftur öflugum skuldabréfa- markaði en það er lífsspursmál fyrir íslensktfjármálakerfi að skuldabréfa- markaður verði virkur á ný,“ segir Birgir ísleifur. Uppsagnimar jákvæðar til lengri tíma litið Þórður Jónasson, forstjóri Lána- sýslu ríkisins, segir að viðræður hafi staðið yfir við fjármálafyrirtæki sem sjá um viðskiptavakt með rikisbréf um endurbætur á atriðum eins og upplýsingagjöf og öðrum aðgerðum sem gætu stutt við skuldabréfamark- aðinn og bætt virkni á honum. Ástandið sé búið að vera mjög slæmt að undanfomu og unnið hafi verið að úrbótum í nokkrar vikur. „Þessi uppsögn fjármálafyrirtækj- anna kemur sér ekki vel fýrir ríkis- sjóð en við teljum að til lengri tíma lit- ið muni þetta vera jákvætt fyrir markaðinn. Þetta verður til þess að knýja fram umbætur á markaðnum og gera hann virkari og betri til lengri tíma litið.“ Þórður og Birgir Isleifur telja báðir að hægt verði að gera úrbætur fyrir 19. júní og vonast til þess að ekki þurfi að koma til þess að fjármálastofnan- imar hætti með viðskiptavakt á ríkis- bréfum. Fundað á mánudag með helstu markaðsaðilum skuldabréfa Að sögn Þórðar verður á mánudag- inn haldinn fundur með helstu mark- aðsaðilum skuldabréfa. „Þar munum við óska eftir að fá fram þeirra tillög- ur og sjónarmið í málinu. I framhald- inu verður unnið að umbótum í sam- starfi við markaðinn,“ segir Þórður. Verðbréfamiðlun Framsýnar ehf. (sem er í eigu Lífeyrissjóðsins Fram- sýnar, Lífeyrissjóðs Norðurlands og Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja) til- kynnti í gær að sú ákvörðun hefði ver- ið tekin í samvinnu við eigendur að hefja viðskiptavakt á VÞÍ með hús- bréf flokk 98/1 og 98/2. Viðskiptavakt- in mun hefjast næsta mánudag og verður með því fyrirkomulagi að sett eru inn kaup- og sölutilboð í nýjustu flokka húsbréfa. Fjárhæð tilboða verður 10 milljónir að nafnvirði og verði þeim tekið verða tilboðin endur- nýjuð á 10 mínútna fresti. Til að byrja með verða hámarksviðskipti á dag að takmarkast við 30 milljónir. „Þetta er gert til að stuðla að áframhaldandi heilbrigðum markaði með húsbréf," segir í tilkynningu Verðbréfamiðlunar Framsýnar ehf. Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis (SPRON) hefur ákveðið að frá og með 19. júní nk. muni spari- sjóðurinn hætta viðskiptavakt með alla þá flokka húsbréfa, spariskírteina og ríkisbréfa sem hann hefur hingað til haft viðskiptavakt á. I tilkynningu til VÞÍ segir að ákvörðun sparisjóðs- ins sé tekin í ljósi þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað með viðskipti á verðtryggðum ríkisverðbréfum und- anfama mánuði og vísar SPRON í því sambandi m.a. til yfii-lýsinga íslands- banka-FBA hf. og Landsbanka ís- lands hf. þessa efnis frá því í fyrradag. Nú verandi ástand fyrst ogfremst eftirspumarvandamál Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings hf., segir að engin ákvörð- un hafi verið tekin um að Kaupþing hætti viðskiptavakt með ríkisskulda- bréf. „Þama er um markað að ræða og það er í sjálfu sér ekki mildð við því að segja að ekki skuli vera kaupendur á markaðnum núna. Annað eins og þetta hefur áður sést og ávöxtunar- krafan farið upp eða niður án þess að menn bregðist svona við. Ég er hins vegar nokkuð sammála því að það mætti margt betur fara á þessum markaði og það má t.d. mjög auðveld- iega rökstyðja það að viðhafa eigi hvata sem geri það áhugavert fyrir aðila að stunda viðskiptavaktina, en hvatinn gæti annaðhvort verið fólginn í peningaþóknun fyrir viðskiptavakt- ina eða í ákveðinni fjármögnun vegna hennar,“ segir Sigurður. Hann sagðist líta svo á að núver- andi ástand á markaði með húsbréf sé fyrst og fremst eftirspumarvanda- mál. „Það virðist ekki vera eftirspum á þeirri kröfu sem er í dag. Stærstu endakaupendur þessara bréfa hafa verið lífeyrissjóðir landsmanna, en þeir hafa verið að breyta eignasam- setningu sinni töluvert og það tel ég að hafi verið mjög skynsamlegt hjá þeim. Þeir vom með mjög mikið bundið einmitt í þessum bréfum, þannig að þeirra eftispum eftir þess- um pappírum hefur ekki verið sú sama og raunin hefur verið oft áður,“ segir Sigurður. Hann sagði að sú þensla sem verið hefur á fasteignamarkaði og leitt hef- ur til hækkandi fasteignaverðs hefði haft það í för með sér að menn hefðu tekið meira að láni, og hann teldi að sú hækkun sem orðið hefði á ávöxtunar- kröfu húsbréfa ætti að verða til þess að draga úr verðbólgu. „Samkvæmt öllum eðlilegum hag- fræðikenningum ætti þetta að vera verðbólguletjandi og draga úr eftir- spum eftir fasteignum og jafnvel verða til þess að verð fasteigna lækki. Það að tilkalla ríkisvaldið, Seðlaban- kann og Ibúðalánasjóð til þess að stuðla að því að ávöxtunarkrafan lækki beint með einhveijum sérstök- um aðgerðum er eitthvað sem ég átta mig ekki alveg á, og miðað við þær að- stæður sem era í þjóðfélaginu í dag fæ ég ekki séð að ríkisvaldið og Seðla- bankinn ættu að taka þátt í því,“ sagði Sigurður. Kaupendur leita eftir lánum hjá lífeyrissjóðum I morgunpunktum Kaupþings frá því í gær kemur fram að afföll af hús- bréfum hafi ekki verið hærri síðan 1993. Viðskipti með húsbréf hafi verið mjög lítil á árinu og sömu sögu sé að segja með aðra ílokka skuldabréfa. „Allt. frá því að nýjar lausafjárreglur SBI tóku gildi á fýrsta ársfjórðungi 1999 fór ávöxtunarkrafa að hækka og hefur hækkað nánast allar götur síð- an þá. Afföll á stærstu og nýjustu flokkunum voru í gær (fimmtudag) vora á bilinu 15%-18,5% en í byijun árs vora afföllin á bilun -1%-1%,“ að því er fram kemur í morgunpunktum Kaupþings. Þar kemur einnig fram að áhrifa sé farið að gæta á fasteignamarkaði þar sem seljendur standi nú frammi íýrir því að raunvirði húsbréfa sem þeir fá afhent er allt að einni milljón lægra en þegar gengið var tO samninga. „Þeir sem hafa selt húsnæði síðustu vikur og tekið við hluta greiðslu í húsbréf- um verða íýrir veralegum skakkaföll- um þurfi þeir að selja húsbréftn þessa dagana. Ofáir seljendur þurfa að gera það þar sem oft eru ákvæði í samning- um þess efnis að lán sem hvíla á fast- eign verði uppgreidd og þeim aflétt. Fasteignasalar segja að nú séu kaup- endur í auknum mæli famir að afla sér lána annars staðai- en hjá íbúða- lánasjóði og leita kaupendur einna helst til lífeyrissjóðanna og sinna við- skiptabanka, sem skýrir að hluta til aukningu sjóðsfélagalána og útlán bankakerfisins á síðustu misserum.“ Afföll kalla á inngrip hins opinbera Uppsagnir fjármálastofnana á við- skiptavakt með ríkisskuldabréf eru rpjög stórar fréttir af fjármálamark- aði, segir Jafet S. Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfastofunnar hf. Hann segir hækkun affalla af hús- bréfum kalla á að hið opinbera grípi inn í það ástand sem upp er komið því mikið sé í húfi. Skuldabréfamarkað- urinn sé settur á byrjunarreit. Jafet segir að eftirspum eftir hús- bréfum hafi snarminnkað að undan- fömu, en eðlileg eftirspum sé for- senda þess að skuldabréfa- markaðurinn sé lifandi. Fjárfestar hafi verið að íjárfesta í meira mæli er- lendis og þegar það fari saman með vaxtahækkunum innanlands leiði það til hækkunar á ávöxtunarkröfu hús- bréfa og þar með afföUum. Hann seg- ir að stjómvöld muni án efa hugleiða þann kost að gefa út húsbréf með hærri vöxtum. Jafet nefnir þrjár hugsanlegar leið- ir tU að taka á þeim vanda upp er kominn á húsbréfamarkaði. í lýrsta lagi hljóti Seðlabankinn að grípa inn í þetta ástand, t.d. með kaupum á hús- bréfum, sem Jafet segir að sé ekki hepppUeg leið, eða þá að Seðlabank- inn losi um bindiskyldu bankanna þannig að þeir geti keypt bréf. í öðru lagi þurfi hið opinbera að taka upp samráð við lífeyrissjóðina. I þriðja Iagi kæmi til álita að draga úr út- streymi húsbréfa. Jafet segir að það veki spurningar hvers vegna erlendir fjárfestar hafi ekki komið inn á skuldabréfamarkað- inn hér á landi, þar sem vextir era veralega hærri hér en erlendis. Stóra verðbréfafyrirtækin hafi verið að kynna íslenskan skuldabréfamarkað fýrir erlendum íjárfestum, en það hafi ekki borið árangur enn sem komið er. Jafnframt segir Jafet að framhald- ið á húsbréfamarkaði ráðist alfarið af þvi hvað stjómvöld og lífeyrissjóðim- ir gera. Engin viðskipti moð skuldabréf fy rirtækja og sveitarfélaga í morgunpunktum Kaupþings er bent á að Ijóst sé að áhrifa muni gæta mun víðar en eingöngu á fasteigna- markaði þar sem vextir á skuldabréf- um miðist við vexti á ríkisskuldabréf- um í formi þess að það er visst álag ofan á ávöxtunarkröfu ýmissa mark- flokka húsbréfa. TU að mynda hafi engin viðskipti verið með skuldabréf íýrirtækja og sveitarfélaga í langan tíma. „Þessir aðilar hafa þurft að leita tU banka og lánastofnana um lán í bæði erlendum og innlendum gjald- miðlum sem skýrir að stóram hluta mikla útlánaaukningu bankanna síð- ustu misseiin. Ef svo fer fram sem horfir kann að fara af stað atburðarás sem gæti leitt tU þess að efnahagslífið kæmi til harkalegrar lendingar, enda fæst þá ekki fjármagn tU atvinnuveg- ana, þar sem skuldabréfamarkaður og vaxtastig er í raun ekki til og bankakerfið of þanið til að mæta eftir- spurn eftir fjármagni frá atvinnulíf- inu. Fjármagnskostnaðurinn er nú orðinn mjög hár og þetta raunvaxt- astig er ekki æskUegt tU lengri tíma en til skamms tíma litið mun þetta væntanlega hafa þau áhrif að draga úr þenslu og í kjölfarið má gera ráð fyrir að verðbólga minnki. Þessi mikli vaxtamunui- mun einnig hafa áhrif á frekari styrkingu krónunnar en hún er nú þegar farin að hafa neikvæð áhrif á útflutningsgreinamar og hafa iðnaðarfyrirtæki gripið tU þess ráðs að flytja hluta starfsemi sinnar úr landi,“ segir ennfremur í morgun- komi Kaupþings.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.