Morgunblaðið - 20.05.2000, Page 43

Morgunblaðið - 20.05.2000, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ VIKU m LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000 43 Rannsóknir á meiðslum knattspyrnumanna Unnið gegn aflögun fóta og álagsmeiðslum RANNSÓKNIR gefa til kynna að mjög hátt hlutfall knattspymu- manna eigi við langvar- andi vanda að etja í fót- um vegna álags, meiðsla og aflögunar, sem fylgt hafi áralangri iðkun íþróttarinnar. Af þessum sökum er mjög mikilvægt að allir þeir sem að iðkun knatt- spyrnu koma, leik- menn, þjálfarar og aðstaðdendur ungra íþróttamanna geri sér grein fyrir því álagi sem henni fylgir auk mikil- vægis fyrirbyggjandi aðgerða, segir Mario Lafortune, forstöðumaður rannsóknar- og þróunardeildar Nike-íþróttavörufyrirtækisins en hann hélt fyrirlestur á námstefnu um meiðsli knattspymumanna sem stoðfyrirtækið Óssur, Sjóvá-Al- mennar og Knattspymusamband Is- lands gengust fyrir í Reykjavík fyrr í mánuðinum. Mario Lafortune er þekktur vís- indamaður á þessu sviði. Hann lauk MS-gráðu í lífeðlisfræði og hreyf- ingafræði og doktorsprófi í líf- aflsfræði (Biomechanics) frá Penn State University. Hann var pró- fessor við háskólann í Penn State í nokkur ár, hefur unnið hjá NASA að rannsóknum og einnig hjá ástralska íþrótta- og Ólympíusambandinu. „Viðamikil rannsókn sem var gerð á atvinnuknattspymumönnum fyrir Ólympíuleikana árið 1996 leiddi í ljós að 80% þeirra áttu við vanda að etja í fótum eða þjáðust af aflögun fóta vegna iðkunar íþróttarinnar,“ segir Mario Lafortune. „Við hjá Nike vilj- um kanna af hverju þessi vandi staf- ar í þeim tilgangi að draga úr meiðsl- um knattspyrnumanna og aflögun fóta þeirra. Þetta er gert til að þróa skó fyrir knattspyrnumenn sem fallnir em til að svara kröfum þeirra og draga jafnframt úr líkunum á meiðslum, einkum álagsmeiðslum.“ Hjá Nike starfar fjöldi fólks að þess- um rannsóknum en fyrirtækið hefur svipuð umsvif á flestum sviðum íþrótta í þeim tilgangi að þróa fram betri skóbúnað fyrir áhuga- sem at- vinnumenn. „Alþekkt er að eldri leikmenn séu mjög þjáðir í fótunum og það er yfir allan vafa hafið að í mjög mörgum tilfellum fylgja meiðsli og aflögun fóta mönnum alla lífsleiðina. Aflögun fóta er langtímafyrirbrigði, fætur leikmanna aflagast á mörgum árum m.a. sökum álags og of þröngs skóbúnaðar. Þetta er því ekki vandi sem unnt er að bera saman við meiðsli á borð við t.d. handleggsbrot. Þess vegna höfum við hleypt af stokkunum stórri rannsókn í sam- starfi við Duke-háskól- ann í Bandaríkjunum þar sem fylgst er með ungum knattspyrnu- iðkendum á aldrinum 11-18 ára. Tilgangur- inn er m.a. sá að fá betri yfirsýn yfir hvers konar meiðsli hrjá þessa iðkendur. Samhliða þessu hófum við rannsókn á aflögun fóta hjá knattspyrnumönn- um í samanburði við annars vegar iðkendur körfubolta og hins vegar fólk sem engar íþróttir stundar. Með þessu móti vonumst við til að fá svar m.a. við þeirri spumingu hvort aflög- un fóta komi til af almennri iðkun íþrótta eða hvort hana megi rekja beint til þess að viðkomandi leggi stund á knattspymu. Vera kann að aflögun fóta fylgi einnig öðmm íþróttagreinum en það vitum við ekki og líklega er hún frekar tengd knattspymu en öðmm íþróttum." Mario Lafortune segir að rann- sóknin á ungum iðkendum fótbolta hafi leitt í ljós að tíðni meiðsla geti ekki talist sérlega há eða fimm til níu tilfelli meiðsla á hverja 1.000 klukku- tíma við æfingar. „Hins vegar er þetta nokkuð há tíðni miðað við flest- ar aðrar íþróttir og það á vitanlega einkum við um ökkla og hné.“ Rannsóknin miðar að því að greina meiðsli og setja þau í sam- hengi m.a. við aðstæður, vallargerð, leiktíma ofl. Hver sá sem meiðist er tekinn í viðtal þar sem allra upplýs- inga um rás atburða er aflað. Þessi rannsókn Duke-háskóla og Nike hófst fyrir rúmum þremur ár- um en ráðgert er að hún standi í tvö ár til viðbótar. Rannsóknin fer fram í Norður-Karólínu og tekur til 5.000 iðkenda á aldrinum 11-18 ára á þessu fimm ára tímabili. „Almenningur gerir sér trúlega ekki Ijóst hversu algengt er að fætur knattspymumanna aflagist. Hins vegar þarf að hafa í huga að rann- sóknin fyrir Ólympíuleikana tók til manna sem leika íþróttina sem landsliðs- og atvinnumenn „á æðsta stigi“ ef svo má að orði komast. Hér ræðir um menn sem eyða mun meiri tíma í íþróttina en áhugafólk og þjást því mun frekar af álagsmeiðslum." Rannsóknir Nike miðast m.a. að því að afla sem mestra upplýsinga um slík álagsmeiðsli til að geta boðið fram skó, sem hannaðir eru til að draga úr hættunni á þeim. Of litlir skór Mario Lafortune segir að eitt af því sem einkenni knattspyrnuheim- inn sé að menn noti almennt of litla skó. „Leikmenn telja sig margir hverjir fá betri tilfinningu fyrir bolt- anum með því að vera i þröngum skóm. Við vitum að þetta má rekja til þess þegar knattspyrnuskór voru búnir til úr leðri. Nú framleiðum við skó úr gervileðri sem teygist á með allt öðrum og heppilegri hætti þann- ig að ef til vill rennur sá dagur upp að knattspymumenn hætti að nota of litla skó. Of litlir skór geta haft áhrif á vöxt beina í fætinum og álagið sem fótur leikmannsins verður fyrir sök- um þess að hann hleypur á tökkum getur orðið skaðlegt ef skórinn er of þröngur. Stafræn tölvutækni hefur gert okkur kleift að rannsaka þetta.“ Atvinnumenn í knattspymu iðka íþrótt sína í nokkra klukkutíma á dag auk þess sem þeir ganga ekki á hefðbundnum sólum heldur sex tökkum á meðan þjálfun og leikir fara fram. Þessar staðreyndir auka vitanlega hættuna á meiðslum. „Ég tel hins vegar hugsanlegt að of litlir skór vegi þyngst í aflögun fóta knatt- spymumanna," segir Lafortune og segir mikilvægt að allir þeir sem að knattspymu koma geri sér þetta ljóst. „Krakkamir herma eftir þeim fullorðnu og hetjunum sínum á vell- inum. Ef til vill em of litlir skór ekki mikið vandamál hjá jmgstu iðkend- unum en unglingar 15, 16, 17 ára gamlir, líkja gjarnan eftir þeim bestu og atvinnumönnunum þegar þeir heyra að galdurinn sé ekid síst fólginn í því að vera í of litlum skóm. Á þessum ámm em unglingamir á viðkvæmu vaxtarskeiði og fætur þeirra, sem iðka mikið knattspyrnu, geta aflagast noti þeir of þrönga skó.“ Mario Lafortune bendir einnig á að algengt sé að ungir iðkendur noti skó með óhóflega löngum tökk- um. Þetta skapi óeðlilega snertingu við undirlagið, sem auki líkur t.d. á ökklameiðslum. • Tenglar Ráð fyrir foreldra:http://sports- parents.com/ Um knattspymumeiðslkhttp:// members.aol.com/DonMcGhie/ kick.html Mario Lafortune Boluefm úr æxli s.]úklings notað gegn krabbameini Straumhvörf framundan í krabbameinslækningum? London. The Daily Telegraph. TEKIST hefur að lækna breska konu af krabbameini með því að örva ónæmiskerfið með bóluefni sem gert var úr æxli sjúklingsins. Bresldr læknar skýrðu frá því ný- lega að Cathryn Nosrati frá Verwood í Dorset hefði læknast af krabba- meini hálfu ári eftir að hún fékk bólu- efnið. Þróun bóluefnisins tók tíu ár og Nosrati var fyrsti krabbameins- sjúklingurinn í heiminum sem fékk það. Vísindamenn telja að eftir fimm ár verði hægt að nota bóluefnið til að vinna á krabbameini í brjóstum, blöðmhálskirtli, eggjastokkum og ristli og að það geti valdið byltingu í krabbameinslækningum. Akveðin erfðaefni úr æxlisfrumum voru tekin úr sjúklingnum og notuð ásamt erfðaefnum úr eiturefni bakt- eríu sem veldur stífkrampa, en það fær ónæmiskerfið til að mynda bólu- efnið. Nosrati, sem er 42 ára, var bólusett aðra hveija viku í þrjá mán- uði á sjúkrahúsi í Boumemouth. Nosrati hafði áður gengist undir efnameðferð. Bóluefnið örvar ónæmiskerfið, fær það til að ráðast á krabbameinsfrumumar sem ekki var eytt með efnameðferðinni, en hún leiðir yfirleitt til bakslags. Ónæmis- kerfið þekkir eiturefni bakteríunnar og leitast við að eyða því og ræðst um leið á krabbameinsfrumurnar. Terry Hamblin prófessor, sem stjómaði rannsókninni, sagði að komið hefði í ljós að bóluefnið hefði valdið ónæmisviðbrögðum og Nos- rati væri nú laus við krabbameinið. Hún þyrfti að gangast undir aðra rannsókn eftir eitt og hálft ár þar sem hún gæti fengið sjúkdóminn aft- ur innan tveggja ára. Hann bætti þó við að niðurstöður fyrstu rannsókn- arinnar væru mikilvægar. „Við höfum sýnt að bóluefni úr erfðaefnum gegn æxlismótefnisvök- um geta valdið ónæmisviðbrögðum. Sjúklingar með eitilæxli hafa veikt ónæmiskerfi, svo og sjúklingar sem hafa gengist undir efnameðferð. Hvort tveggja átti við um Cathryn. Þrátt fyrir það höfum við komist að því að við getum bólusett sjúkling gegn æxlinu.“ „Við viljum ekki vekja falskar von- ir. En við erum hæfilega spennt yfir þessum árangri," bætti prófessorinn við. • Tenglar Krabbameinsfélagið: www. krabb.is Upplýsingavefur um eitla- krabbamein www.lymphomainfo.net Apétekið VICHY. HEILSULIND HUÐARINNAR Kannast þú víð éinhver eftirfarandi einkenna ? M Svitakóf ■ Nætursvita ■ Einbeitingarskort U Leiða U Þróttleysi ■ Þurrk í leggöngum Ef þú kannast við einn eða fleiri ofangreindra kvilla þá getur Menopace öfluga vítamín- og steinefnablandan e.tv. hjálpað þér Fæst 130 og 90 daga skömmtum besta aldri ? eno&m m VITABIOTICS - þar sem náttúran og vísindin vinna saman Fæst aðeins í lyfjaverslunum VICHY KYNNING /íTéM \\ EISTALL er sprunginn úf í sumarliMnuTB Apótekið Smáratorgi 1 Smáratorgi sími: 564 5600 í DAG, 20. MAÍ KL: 12-16 VICHY ráðgjafi verður á síaðnum með húðgreiningartæki. NÝJUNGAR: * Rétí C - rrýtt afi gegn aídurseinkennum * Sófvom SPF20 - í spreyfonre. TILBOÐ: Flott sólgleraugu fylgja kaupum á 2 eða fleirum scáarkremum! Komíð og kynntð ykkur söluhæstu húðvörur Evrópu sem eingorvgu eru seldar I apótekum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.