Morgunblaðið - 20.05.2000, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000 51 -f
VIKU
m
\ > >Sm
'••v \'j ýfll ( '^Atlastaðjr^J
vwtná /:í\ r _..'
,1 ' / ..,-$varU°* i. . '
IWm
_/j? d\!\
Skíöadalur 1 ,;|Æ
y ^oesdaKir^ J^n,ngs^ |^ds-^;^J j '>//aU(
\í I / _'.4Hólar. .. \\9 V-/'->; • ■:■
<:-
I M
Viðvikurfjall -jj\ H013^03 %•' Tpngna-
r-^A\ ' V ‘. hryggur Leiðar-
rtls r^//,, <i‘Iuns''o%99s-míIúteft/
|\(3æ uj • A " \ ' ^SkálL ' .. _. v
: i ; —\ x'' r'%^HÁfamannaskarð ' \\S> •>'>/
Ultf
. JJ^éðinsdaíur "'V^ ,
VoTmJ ':■••, MyrMjdalur
\ r ' - - )■ \ 'W'V' . \\\' Hjaltadals- ' .f ., .• /V.
N V/...............
4-ijOkm , ' j
!! ' - , •'. -- ' --/ / ,'i ■• /, , ; /-• / \ '</
G?V
Sr-W-
'//
>W
Horft yfír Tungnahryggsjökul, Tungnahryggsskáli til vinstri, botn Kolbcinsdals til hægri. Klettaveggurinn
liandan við jökulinn er kallaður Múrinn. Hólamannavegur liggur yfir fjallsöxlina til hægri og síðan eftir jöklin-
um meðfram Múrnum.
Horft af Hríshálsvegi inn Hjaltadal. Djáknasteinn til hægri. í fjarska
sést til Hóla og Hólabyrðu. Til vinstri er Kolbeinstindur og fyrir miðju
Víðinesdalur/Hóladalur. Á miili þeirra Elliðinn.
nesdal (eða Hóladal), sem er utan og
■ ofan við Hóla, og síðan um Tungna-
S hryggsjökul, Hólamannaskarð og
Barkár(dals)jökul að Baugaseli í
Barkárdal, sem er hliðardalur út úr
Hörgárdal. Önnur fjölfarin leið frá
Hólum yfir í Hörgárdal lá um Iljalta-
dalsheiði (1.030 m). Var þá farið inn
allan Hjaltadal langleiðina inn í botn,
síðan yfir Hjaltadalsheiði og ofan í
botn Hörgárdals, en efsti bær þar
var Flögusel (fór í eyði 1926). Voru
um 25 km milli efstu bæja. Enn var
ein leið, sem er sambland af hinum
í tveimur. Hún lá um svokallað Héð-
insskarð (ytra) (1.250 m), sem er ein-
hver hæsti fjallvegur á landinu. Var
þá farið inn Hjaltadal inn fyrir
Reyki, beygt þar upp Héðinsdal og
farið um Héðinsskarð yfir á Bark-
árjökul. Þar er komið á Hólamanna-
veg um 2 km sunnan við Hólamanna-
skarð.
Sjaldan var farið með hesta um
suma þessa fjallvegi, t.d. mun Héð-
U insskarð aðeins hafa verið notað sem
gönguleið. Með tilkomu bílaaldar og
, þjóðvegar yfir öxnadalsheiði, lögð-
ust allir þessir fjallvegir af. Hér
verður sagt nokkru nánar frá leiðun-
um um Hrísháls og Hólamannaveg,
og þær leiðir sem út frá honum
hggja.
Gönguleið um Hrísháls
Gönguleiðin um Hrísháls á að vera
auðveld hverjum sem er, enda er hún
aðeins um þriggja km löng og fer
hæst í um 230 m y.s. Hún liggur frá
Enni í Viðvíkursveit að eyðibýlinu
Hringveri í Hjaltadal. Þessi leið hef-
ur á undanfömum árum nokkuð ver-
ið farin af hestamönnum, og hafa
verið sett hlið á girðingar til að auð-
velda umferð.
Bærinn Enni ber líklega nafn sitt
af því að hann stendur hátt (ofar-
lega), alveg eins og ennið er efsti
hluti andlitsins. Gengið er upp frá
Enni og liggur fyrsti hluti leiðarinn-
ar um greiðfæra mela. Áður en langt
um líður er komið upp á Hríshálsinn
og gefur þar fallega útsýn yfir
Skagafjörð, því að hálsinn ber nokk-
uð hátt. Úti á firðinum blasir Drang-
ey við, sem leiðir hugann að Grettis
sögu. Undir Óslandshh'ðarfjöllum
(eða Kolbeinsdalshnjúkum) ber mest
á Sleitustöðum, en nær er Neðri-Ás,
eitt af höfuðbólum Ásbirninga á
Sturlungaöld. Næst er kirkjustaður-
inn Viðvík, þar sem Þorbjöm öngull,
banamaður Grettis, bjó. Brátt beyg-
ir vegurinn áleiðis inn Hjaltadal og
opnast þar sýn inn dalinn. U.þ.b. þar
sem leiðin er hálfnuð era utan í Við-
víkurfjallinu svokölluð Dalagil. Þar
segja þjóðsagnir að hafi verið út-
burður, og var mörgum ferðamann-
inum órótt þegar farið var fram hjá
giljunum. Töldu sumir sig heyra það-
an útburðarvæl í hríðum eða dimm-
viðri. Fleiri sagnir era um að menn
hafi orðið varir við eitthvað óvenju-
legt á Hríshálsvegi (sjá t.d. Grímu
hina nýju). Skammt innan við Dala-
gil er steinn mikill við gamla veginn,
er Djáknasteinn heitir. Frá steinin-
um sér fyrst til Hóla af Hríshálsvegi.
Þegar líkfylgd Jóns biskups Arason-
ar og sona hans kom á Hrísháls, og
sá til Hóla, er sagt að klukkur Hóla-
dómkirkju hafi farið að hringja af
sjálfsdáðum, og hringdu þær allt þar
til líkfylgdin reið í hlað, en þá sprakk
Líkaböng, klukkan mikla sem jafnan
var hringt við útfarir.
Þegar komið er að Hringveri, er
stutt niður á þjóðveginn heim í Hóla,
og er hér miðað við að þar ljúki
gönguferðinni. Framhald gömlu
leiðarinnar lá niður að Hjaltadalsá,
að vaði neðan við Efra-Ás, og síðan
inn dalinn austan ár, en önnur leið,
yngri, lá fyrir ofan Hringver og
Garðakot, síðan um hlaðið á Skúfs-
stöðum og áfram fyrir neðan Ing-
veldarstaði og Nautabú og niður að
Hjaltadalsá fyrir neðan Kjarvals-
staði. Áður fyrr voru grónar eyrar
neðan við Kjarvalsstaði og Kálfs-
staði, kölluðust þar Hólmar (Kjar-
valsstaðahólmar og Kálfsstaðahólm-
ar). Götumar lágu inn eftir þessum
Hólmum inn að svokölluðu Tíða-
skarði fyrir sunnan og neðan
Kálfsstaði. Þar var vað á Hjaltadals-
ánni. Eftir 1940 urðu miklar breyt-
ingar á Hjaltadalsá í stórflóðum og
heyra þessir Hólmar nú sögunni til.
Hólamannavegur
Eins og fyrr segir liggur Hóla-
mannavegur frá Hólum og upp Hóla-
dal/Víðinesdal, sem er á milli Hóla-
byrðu annars vegar, og Elliða og
Almenningsháls hins vegar. (Dalur-
inn heitir Hóladalur sunnan Víði-
nesár, en Víðinesdalur norðan Víði-
nesár, inn með Elliða og
Almenningshálsi). Eðlilegra er að
fara upp Víðinesdal, því að jeppaslóð
liggur nú upp dalinn fram undir Al-
menningsháls. Sunnan við hálsinn
rís Armannsfellið (sbr þjóðsöguna
um Armann í Armannsfelli). í botni
dalsins er farið upp svonefndar
Tungur, með Armannsfellið á vinstri
hönd, því næst fyrir botn Lambár-
dals og krækt fyrir fjallsöxl sunnan
dalsins. Nú blasir Tungnahryggsjök-
ullinn við og tígulegt Hólamanna-
skarðið í suðaustri. Jökullinn er fyrir
botni Kolbeinsdals, undir hamra-
vegg miklum, sem sumir kalla Múr-
inn. Hólamannaskarðið er á milli
Múrsins og Péturshnjúks (1.406 m),
sem er austan þess. Norður af Pét-
urshnjúk er Tungnahryggurinn, sem
skiptir jöklinum nánast í tvennt.
Eftir 4 km göngu á jökli, með
Múrinn á hægri hönd, er komið í
Hólamannaskarð. Þar opnast leið yf-
ir á Barkárjökul, sem er fyrir botni
Barkárdals. Skarðið er um 200 m
breitt og álíka djúpt, og þar er há-
bunga jökulsins. Búast má við smá
jökulsprangum sunnan skarðsins, en
þær eru stuttar og hindra ekki för.
Leiðin liggur nú niður Barkárjökul
(2 km) ofan í botn Barkárdals, og síð-
an út dalinn, norðan ár, að eyðibýlinu
Baugaseli. Þaðan era um 6 km til
bæja 1 Hörgárdal.
Barkárdalur er gróðursæll, enda
var þar haft í seljum að fornu.
Skammt innan við Baugasel eru
rústir Möðruvallasels. Þar fæddist
Oddur Einarsson (1559-1630) Skál-
holtsbiskup. Hann var um tíma
skólameistari á Hólum og ritaði
merka íslandslýsingu. Baugasel fór í
eyði 1965, en 1981 var ferðafélagið
Hörgur stofnað þar á Jónsmessu-
nótt, og hefur félagið endurbyggt
bæjarhúsin sem ferðamannaskála.
Bílfært er frá Þúfnavöllum eða Bug í
Hörgárdal að Baugaseli, og er því
auðvelt að sækja þangað lúið göngu-
fólk.
Hólamannavegur frá Hólum að
Baugaseli er um 28 km, en hægt er
að stytta gönguna um nokkra km
með því að aka upp Víðinesdal. Eðli-
legt er að tvískipta leiðinni og gista í
Tungnahryggsskála, sem stendur á
Tungnahryggnum um 1,5 km norðan
við Hólamannaskarð. Skálinn er í
tæplega 1.200 m hæð og er líklega
það hús norðanlands sem hæst
stendur. Hann var reistur 1982, og
stækkaður vorið 1991, að nokkra
með viðum úr Hóladómkirkju, sem
þá hafði nýlega verið gert við. Rúm-
ar hann nú 8 manns. Þegar fram-
kvæmdum við stækkunina lauk, var
skrifað í gestabók skálans:
Með alls konar ærslum og glamri,
var unnið með sðg og með hamri.
Núerviðbyggingklár,
enégveituppáhár,
að það verður hér vöntun á kamri!
Meðan biskupsstóllinn var á Hól-
um var Hólamannavegur talsvert
farinn, enda var þetta stysta leiðin til
Eyjafjarðar. Þó að hún sé torfarin
sökum hæðar, er hún ekki villugjörn,
og ekki eru sagnir um dauðaslys þar,
þó að trúlegt sé að þau hafi komið
íyrir.
Þegar komið er tæpa 2 km suður
úr Hólamannaskarði er Héðinsskarð
á hægri hönd. Það er mun tilkomum-
inna en Hólamannaskarð, er eins og
lægð í fjallsbrúninni. Bratt er af jökl-
inum upp í skarðið og torvelda jök-
ulsprangur oftast leið um það. Þess
ber þó að geta að um síðustu aldamót
hefur jökullinn verið hærri og leiðin
upp í Héðinsskarðið þá verið mun
greiðfærari en nú. Hörmulegt slys
varð í Héðinsskarði 8. desember
1908. Þá fórst þar í hríðarveðri Ingi-
mar Sigurðsson, bróðir Sigurðar
skólastjóra á Hólum, síðar búnaðar-
málastjóra. Þrátt fyrir mikla leit
fannst hann ekki fyrr en í september
árið eftir. Hafði hann fallið fram af
hömrum norðan við skarðið. Þó að
stórkostlegt sé að fara um þessar
fjallaslóðir í góðu veðri, þá getur
bragðið til beggja vona að vetrarlagi
þegar snögg veðrabrigði verða. En
ýmsir létu það ekki hindra sig, eins
og eftirfarandi vísa vottar.
Grenjar hríð um Héðinsskörð,
harkan stríð ei brestur.
Fram með hlíð um freðin börð,
fljúga skíðin vestur.
Hægt er að fara úr botni Kolbeins-
dals upp á Tungnahryggsjökul og
koma þar inn á Hólamannaveg. Er
þá ekið frá Víðinesi um Grófina yfir
að eyðibýlinu Fjalli í Kolbeinsdal
(fór í eyði 1957). Þar er nú vistlegt
sumarhús, sem notað er sem
gangnamannaskáli, en jafnframt
leigt út til dvalar yfir sumarið. Þaðan
er hægt að komast á jeppa inn á
móts við Almenningsháls. Kolbeins-
dalur er þrengri en Hjaltadalur, en
gróðursæll og hlýlegur og kjörið
gönguland. Þegar komið er inn fyrir
Fjall era Heljardalur, Heljarfjall og
Skíðadalur austan ár. Skammt sunn-
an við Skíðadalsá var Nautasel. Þar
hafði Hólastaður fyrram nautahjörð
á sumram, og vora nautin oft homótt
og mannýg. Gat þá verið lífshættu-
legt að fara um afréttina. Skammt
þar frá er göngubrú á Kolku, sú eina
á þessum slóðum. Nokkra innar
kemur Ingjaldsá úr Ingjaldsskál og
fellur í fallegum fossum niður bratta
hlíðina. Sunnan við Ingjaldsskál ris
Ingjaldshnjúkur, sérkennilegur
hamraveggur sem lokar skálinni að
suðvestan. Sunnan við Ingjaldsá er
Staðargangnafjall, en Staðargöngur
(kenndar við Hólastað) heitir allt
landsvæðið austan ár, frá Tungna-
hryggsjökli út undir Skíðadalsá.
Hlíðin vestan ár (niður af Armanns-
felli) nefnist Skálar, eftir nokkram
skálum sem eru efst í fellinu. Þar
fyrir innan kemur Lambá úr Lamb-
árdal í mikilli fossasyrpu. Á þessum "
slóðum klofnar Kolbeinsdalur um
svokallaðan Tungnahrygg og skipt-
ist í Austurdal og Vesturdal. Vestur-
dalur er aðaldalurinn og fellur Kol-
beinsdalsá (Kolka) eftir honum. Upp
af dalabotnunum er Tungnahryggs-
jökull, sem er grjótjökull neðst.
Kolka kemur undan jökuljaðrinum.
Sé ferðinni heitið á Hólamannaveg
er farið upp Vesturdal, en svokölluð
Tungnahryggsleið lá upp Austurdal,
síðan yfir jökulinn milli Leiðar-
hnjúka og Eiríkshnjúks, og áfram of-
an í Barkárdal. Hún var sjaldfarin. Á
Skriðulandi í Kolbeinsdal bjó síðast
fræðimaðurinn Kolbeinn Kristins-
son, sem ritað hefur margt um þetta
svæði.
Lokaorð
Nú í seinni tíð hafa vélsleðaferðir
um Tröllaskaga orðið vinsælar, eink-
um þegar vel viðrar á útmánuðum.
Er Úklegt að ferðamenn muni nýta
sér þær í auknum mæli í framtíðinni.
Sumarið er þó aðal vertíð göngu-
fólks. Þó að hægt sé að finna ótal
gönguleiðir um Tröllaskaga, þá geta
þjóðleiðimar gömlu verið útgangs-
punktar í því efni. Fólki skal þó bent
á að þetta eru langar og erfiðar
gönguleiðir, og því þarf að undirbúa
sig vel, bæði hvað varðar útbúnað og
gönguform, og leggja ekki út í
tvísýnt veður. Hetjardalsheiðin er
auðveldust, en Hjaltadalsheiði og
Hólamannavegur erfiðari. Ekki er '
hægt að ráðleggja öðrum en þjálfuð-
um fjallamönnum að fara Héðins-
skörð.
Hvort sem menn hefja ferð á Hól-
um eða ljúka henni þar, er sjálfsagð-
ur hlutur að skoða staðinn og kynna
sér sögu hans. Og þegar menn halda
svo heim á leið sakar ekki að fara
með í huganum vísu Jóns Steinsson-
ar Bergmanns:
Farvel Hólar fyrr og síð,
farvelsprundoghalur.
Farvel Rafta fógur hlíð,
farvel Hjaltadalur.
HEIMILDIR: Einkum var stuðst við Árbækur
Ferðafélap íalands 1946,19TS og 1990. Höf.
tók myndimar af Hólamannavegi 3.-4. ágúst
1991, og af HrishAlsi 24.JÚ1Í1994.
Höfundur & ættir að rekja til Hjnlta-
dals og er f ritstjðm Skagfirðinga-
bdkar, sem Sögufélag Skagfírðinga
gefur út.