Morgunblaðið - 20.05.2000, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000 5 3
nú eru aíi og amma saman á ný og
það gerir sorgina léttbærari á þess-
um erfiðu tímum.
Sigurður Friðriksson.
Nú hefur hann elsku afi okkar í
Fagurlyst kvatt þennan heim eftii'
erfið veikindi. Við vissum öll að
hverju stefndi og á lokadegi vertíðar
yfirgaf hann þennan heim. Sjó-
mennskan og báturinn hans, Baldur
VE-24, var hans líf og yndi svo dags-
etning kveðjustundarinnar er tákn-
ræn.
Það var mikið áfall fyrir hann afa
og okkur öll þegar amma yfirgaf okk-
ur svo skyndilega fyrir tæpum fimm
árum, en hann hafði verið svo viss um
að hann myndi fá að fara á undan
henni yfir móðuna miklu. En hann
var ánægður með hún Bogga hans
þurfti ekki að líða lengi. Fyrsta árið
eftir að amma dó gekk allt vel hjá afa.
Hann var ótrúlega jákvæður og full-
ur af lífskrafti, en svo fór heilsan að
gefa sig. Hann veiktist hvað eftir
annað, en alltaf reis hann upp og var
ekkert á því að gefa sig. Þvermóðsk-
an og jákvæðið áttu eflaust mikinn
þátt í því og það að fylgjast með fisk-
iríinu hjá Baldri og öllu því sem til-
heyrði sjónum og það er öruggt að
hann fylgist áfram með happafleyinu
sínu þó hann hafi yfirgefið þetta jarð-
ríki.
Það verður tómlegt næst þegar við
komum til Eyja, að finna hvorki
ömmu né afa heima í Fagurlyst, því
það var nú alltaf það fyrsta sem mað-
ur gerði þegar til Eyja var komið að
fara í heimsókn í Fagurlyst, en þar
var miðpunktur fjölskyldunnar,
þiggja kaffibolla og bakkelsi og
spjalla um lífið og tilveruna og að
sjálfsögðu um fiskiríið.
Að lokum viljum við og fjölskyldur
okkar þakka þér, elsku afi, fyrir allar
samverustundirnar í gegnum tíðina,
en við hittumst nú einhvern tímann
aftur, á öðrum stað og þá verður þú
með ömmu þér við hlið.
Elsku mamma, Asta, Hanni og
Sibba, megi algóður Guð gefa ykkur
styrk í ykkar sorg.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guðþérnúfylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Haraldur, Ásthildur,
Sigurbjörg og Helena.
Lokið er gifturíkri og langii æfi-
göngu Halla í Fagurlyst, er einnig
var kenndur við bát sinn, Baldur,
sem hann átti í sex áratugi, og stjórn-
aði fyrstu 35 árin, þar til Hannes son-
ur hans tók við og nú er þriðji ættlið-
ur, Haraldur alnafni afa síns, kominn
um borð í Baldur VE.
Eftir að vélbátaútgerðin hóf inn-
reið á fyrsta tugi nýliðinnar 20. aldar
varð sprengja í íbúðaþróun Eyjanna,
varð fjölgunin fimmföld fram undir
1930.
í þessum hópi voiu Sunnlendingar
langfjölmennastir, úr Arnes-, Rang-
ái-valla- og Skaftafellssýslum.
Stokkseyringai- sáu á bak mörgu
manndómsfólki, sem setti svip á bæj-
arlífið hér með eftirminnilegum
hætti, má þar fremstan telja m.a.
Sighvat Bjarnason, sem Halli hóf
sjósókn með. Margra fleiri væri vert
að minnast.
FJjótlega varð Halli formaður m.a.
með Hilmi VE 282 og rétt fyrir seinni
heimsstyrjöldina keypti hann og
flutti inn frá Danmörku ásamt félög-
um sínum og sveitungum Jónasi
Jónssyni og Rögnvaldi Jónssyni,
Baldur VE 24, sem ennþá er í fullum
rekstri og hefur báturinn reynst ein-
stök happafleyta og fært mikla björg
í bú síðustu 60 árin.
Halli var allra manna hógværastur
og stilltur í framgöngu, en lét hvergi
á sig halla, ávallt í fremstu röð afla-
manna og hjúasæll með afbrigðum.
Þegar eftir stórafrekum frá hans
langa og fengsæla skipstjórnarferli
var leitað, svaraði hann gjarnan með
bros á vör, að ekki væri frá neinu sér-
lega markverðu að segja.
En málið var, að Halli var svo at-
hugull og gætinn og sá ávallt um að
hafa bát og búnað í besta standi enda
hefur Baldur VE oft hlotið viður-
kenningar af því tilefni.
Eg áttu því láni að fagna að starfa
um árabil með Halla, er ég var í for-
svari fyrir Bátaábyrgðarfélagið og
Tryggingarmiðstöðina hér í bæ.
Halli var stjórnarmaður í Báta-
ábyrgðarfélaginu og eftirlitsmaður
með bátaflotanum. A þessum árum
skeði ýmislegt og gott var að hafa
þennan ráðagóða frænda af Bergs-
ætt sér við hlið. Halli var valinn til
stjórnunarstarfa í öðrum samtökum
útgerðarmanna, svo sem Björgunar-
félaginu, Utvegsbændafélaginu,
Lifrasamlaginu, skipstjóra- og stýri-
mannafélaginu Verðanda. Einnig var
hann einn af stofnendum og stjórnar-
maður í Vinnslustöðinni um árabil.
Fljótlega eftir hingaðkomuna kynn-
ist Halli föngulegri eyjadís, Elín-
borgu Sigbjörnsdóttur frá Ekru. Þau
hófu búskap og eignuðust síðan höf-
uðbólið Fagurlyst, er Magnea og Jó-
hann Þ. Jósepsson, síðar ráðheiTa,
sem gert höfðu garðinn frægan,
fluttu til Reykjavíkur. Fagurlystin,
þetta tignarlega hús, varð síðan und-
ir hrauni í Vestmannaeyjagosinu
1973.
Búnaðist Boggu og Halla prýði-
lega, upp komust fjögur börn, mesta
manndómsfólk, sem bera foreldrum
sínum fagurt vitni.
Það var Halla þung raun, sem
hann bar af sinni alkunnu stillingu,
er hann sá á bak elskulegri eiginkonu
eftir meira en 60 ára ástríka samleið.
Aldrei verður hlutur sjómannskon-
unnar ofmetinn. Minnast má, er stór
hluti Eyjaflotans fór um árabil til
sumarsíldveiða fyrir Norðurlandi. Á
meðan gættu eiginkonurnar bús og
barna og lét Bogga ekki sinn hlut eft-
ir liggja með sínum myndar- og skör-
ungskap.
Halli á Baldri var fengsæll með af-
brigðum á síldveiðunum, ekki var
alltaf auðvelt að skila öllu heilu heim,
áhættusamt og erfitt var að draga
opnu nótabátana hringinn í kringum
landið. Þetta tókst Halla með ágæt-
um og nú lagði hann í sína hinstu för
á Lokadaginn 11. maí, táknrænt fyrir
aldna sjómannskempu.
Að leiðarlokum er hugurinn fullur
þakklætis og fjölskyldu Halla sendar
hluttekningarkveðjur.
Alfaðir blessi minningu Haraldar
Hannessonar.
Jóhann Friðfinnsson.
Kæri vinur þá er hvíldin komin, við
kaffifélagarnii' í (Bátó) Trygginga-
miðstöðinni, Vestmannaeyjum, vilj-
um minnast þín í fáeinum orðum.
Við viljum þakka þér samveru-
stundimai' með okkur sem eru ekki
fáar. Hér var Bátaábyrgðarfélag
Vestmannaeyja en sameinaðist
Tryggingamiðstöðinni í janúar 1995
en Halli sat í stjórn Bátaábyrgðarfé-
lagsins í nær þrjátíu ár, eigandi
Baldurs Ve 24 sem Hannes sonur
hans gerir út í dag og kemur oft í
kaffi. Þannig hefur það þróast að sjó-
menn og þeir sem vinna við sjávar-
útveg á einn eða annan hátt hafa
komið við í kaffi og spjall, þó aðallega
um sjávarútveg. Halli kom til okkar í
kaffi á hverjum morgni kl. 10. Hér
hefur verið mikið spjallað, þó aðal-
lega um bátana, hvort þeir hafi verið
að fá hann, hvað er stór vél í þessum
og þessum bát, hvenær var hann
smíðaður o.s.fv. Margar skemmti-
stundh' höfum við átt saman og
margt verið brallað. Halli var alltaf
kátur og fáir eins geðgóðir og hann.
Þótt hann hafi ekki haft fulla heilsu
síðustu misseri var hann ekkert að
kvarta. Hafðu þökk fyrir allar sam-
verustundirnar, þín er sárt saknað.
Sendum börnum og afkomendum
öllum okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Hvíl þú í friði, kæri vinur,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Nú skín miðnætursólin á sumri,
og sannar gróandans eilífa mátt.
Eg get því öruggur beðið hér bænar
um bróðurkærleikans þjónustu og sátt
Þessi nótt veitir andanum orku,
eggjar lögeggjan sóknar þann dug,
sem ætlar að byggja brýmar
til bræðra með framandi hug.
(Sr. Þorsteinn Lúther Jónsson.)
Kaffifélagarnir (Bátó)
Tryggingamiðstöðinni,
Vesmannaeyjum.
PÉTUR
SIG URÐSSON
+ Pétur Sigurðs-
son var fæddur
að Skeggsstöðum í
Svartárdal 23. októ-
ber 1933. Hann and-
aðist á Sjúkrahúsinu
á Blönduósi 11. maí
síðastliðinn. Pétur
var sonur hjónanna
Kristínar Sigvalda-
dóttur og Sigurðar
Þorfinnssonar bónda
á Skeggsstöðum.
Hann var bóndi á
Skeggsstöðum mest-
an hluta starfsævi
sinnar og vann einn-
ig við skriftir, bókhald og sinnti
ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sitt
sveitarfélag. Hann var í hrepps-
nefnd Bólstaðarhlíðarhrepps til
margra ára og einnig hreppstjóri.
Pétur lét til sín taka í ýmsum fé-
lagsmálum í Austur-Ilúnavatns-
sýslu.
Útfor Péturs fer fram frá
Bergstaðakirkju, Svartárdal, í
dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Þegar okkur var sagt að Pétur
væri dáinn, fóru minningar um
gamla góða daga að koma upp í huga
okkar. Minningar um góðar stundir
með manni sem setti svip á umhverfi
sitt og hafði ákveðnar skoðanir um
lífið og tilveruna.
Það er morgunn á Gili, fjölskyldu-
meðlimimir eru að vakna einn af öðr-
um. Þetta er ósköp venjulegur maí-
morgunn og veðrið eins og það gerist
fegurst í Svartárdalnum. Hvergi
annars staðar á jarðríki er önnur eins
fegurð, að minnsta kosti ekki þegar
hugurinn er látinn reika aftur í tím-
ann. Fram á hæðinni er maður, hann
stendur kyrr og virðir fyrir sér feg-
urðina í náttúrunni og nýtur veður-
blíðunnar. Eflaust er hann einnig að
láta hugann reika og leita lausna á
lífsgátunni. Maðurinn heldur áfram
göngunni, stingur við fæti, sem hann
lætur þó ekki aftra sér nú frekar en
venjulega. „Pétur Minn frá Skegg-
stöðum er að koma í morgunkaffi út í
Gil.“ Til margra ára var það einn af
okkar föstu punktum í lífinu að Pétur
kom í heimsókn. Oftast var hann
hrókur alls fagnaðar og hafði gaman
af að ræða málin og segja sögur. Þá
oftar en ekki eitthvað sem hafði hent
hann sjálfan og var enginn betri í því
að sjá spaugilegu hliðarnar á málun-
um en Pétur. Alltaf er okkur minnis-
stætt þegar hann var að segja frá eða
hlusta á aðra segja frá
einhverju sem honum
þótti skemmtilegt, þá
hló hann með öllum
líkamanum, svo mikið
lifði hann sig inn í frá-
sögnina.
Ekki er hægt minn-
ast Péturs án þess að
tala um hest sem hon-
um var mjög kærkom-
inn. Það var rauður
hestur kallaður Ómars
Rauður sem hann átti
til fjölda ára og hann
hafði mikið dálæti á.
Það sama má segja um
hestinn, hann var mjög hændur að
húsbónda sínum. Sú vinátta sem þar
var, á milli hests og manns, lýsir
þeirri persónu sem Pétur hafði að
geyma betur en mörg orð.
Pétur hafði gaman af lestri bóka
og var manna fróðastur um marga
hluti. Hann var skarpgreindur og lá
áhugasvið hans víða. Ævistaf sitt
helgaði hann æskuslóðum sínum,
sem bóndi á Skeggstöðum. Vildi
hann ætíð hag sveitar sinnar sem
mestan og lá ekki á liði sínu ef hann
gat orðið að gagni í félagsmálum sem
öðru í sveit sinni. Hann var góður
nágranni og traustur vinur sem hægt
var að leita til um góð ráð og reiða sig
á ef með þurfti. Þetta brot úr Ijóði
eftir Guðmund Inga Kristjánsson
lýsir vel hverju Pétur helgaði ævi-
starf sitt.
Fyrir Island áttu að vinna
ævistörf hins góða manns,
helga dáð og drauma þína
dal og ströndum ættarlands.
Fyrir ísland áttu að rækta
akur, tún og lund og garð,
gefa hug þinn gróðri jarðar,
gefa framtíð skraut og arð.
Fyrir ísland áttu að nota
íslenskunnar fagra hljóm,
elska í ljóði og lausu máli
lands og þjóðar helgidóm.
Síðustu ár ævi sinnar átti Pétur í
baráttu við mjög erfiðan sjúkdóm.
Fyrir mann á besta aldri var erfitt að
ganga í gegnum þá baráttu sem fylg-
ir því að uppgötva að hann væri hald-
inn ólæknandi sjúkdómi og ekki síð-
ur fyrir alla þá sem í kringum hann
voru að átta sig á hvað var að gerast.
Það var ekki auðvelt að horfa upp á
svo ungan mann ganga í gegnum þær
kvalir sem fylgja því að verða í smá-
NINA BJORK
ARNADOTTIR
+ Nína Björk Árna-
dóttir fæddist á
Þóreyjarnúpi,
Linakradal í Vestur-
Húnavatnssýslu 7.
júní 1941. Hún lést
16. apríl síðastliðinn.
Sálumessa var í
Landakotskirkju 27.
apríl.
Þau voru skrítin og
óvenju þung sporin,
sem tekin voru upp
tröppurnar á Flyðru-
grandanum, heimili
Nínu Bjarkar Árna-
dóttur, að kveldi pálmasunnudags,
dagsins, sem þess er minnst þegar
Jesús Kristur reið inn í Jerúsalem og
mannfjöldi fagnaði honum ákaflega,
sem Guðs syni og frelsara mann-
kyns.
En á þessari stundu í Vesturbæn-
um var sorgin heldur betur við völd,
Nína Björk látin, móðir góðs æsku-
vinar, samferðamanneska frá barns-
aldri, alltaf svo hlý, ljúf og góð, einn
af þessum föstu punktum í tilver-
unni, alltaf tilbúin að gefa tíma og
ráð, hvernig svo sem viðraði hjá
henni. Komið var fram við fólk sem
jafningja þrátt fyrir aldursmun.
Skoðanir manns, misgáfulegar eftir
aldri og þroska, áttu
alltaf rétt á sér, það
þurfti bara að ræða
þær og velta þeim fyrir
sér frá nokkrum sjón-
arhornum áður en
ákvörðun var tekin.
Ef henni mislíkuðu
hlutimir var
óánægjunni komið á
framfæri án þess að
hækka rödd eða vera
með einhver læti, en
það þurfti að ræða hlut-
ina. Ég held hún hafi
einu sinni ullað á mig
þegar hún þurfti að tjá
óánægju sína og þegar ég ullaði strax
á móti, þá kom þetta einstaka og fal-
lega bros og við tók langur hlátur.
Ljóðræn var hún í lífi sínu og starfi
og skapaði einstakar perlur í rit-
störfum sínum.
Hún þorði að koma skoðunum sín-
um á framfæri þó svo að þær þættu
ekki alltaf eiga við, en hún stóð með
þeim, gerði miklar kröfur til sjálfrar
sín, stundum ef til vill fullrniklar, en
hún vildi standa sig í öllu því sem hún
tók sér fyrir hendur. Það var til
dæmis áhrifarík stund þegar uppeld-
ismóðir hennar, sómakonan Ragn-
heiður Ólafsdóttir, var jörðuð um
miðjan mars síðastliðinn, þegar Nína
um skrefum kippt út úr hinu daglega
lífi, vitandi það að innan fárra ára
yrði hann að lúta í lægra haldi.
Þó lífsbaráttan hafi eflaust ekki
alltaf verið auðveld fyrir Pétm' þá
hafði hann lag á því að horfa meira á
björtu hliðar lífsins.
Kæri Pétur, okkur langar í þess-
um fáu orðum að þakka þér fyrir að
hafa fengið að njóta návistar þinnar
og fyrir þær mörgu stundir sem þú
dvaldir með okkur. Minning okkar
um þig sem góðan vin mun lifa með
okkur.
Fjölskyldan á Gili.
Látinn er góður vinur og sveit-
ungi, Pétur Sigurðsson frá Skeggs-
stöðum, eftir langa baráttu við erfið
veikindi. Kynni mín af nafna mínum
Pétri hófust snemma, þar sem ég
ungur vai' oft sendur á milli bæja, en
stutt vai' á milli æskuheimilis míns og
Skeggsstaða og mikið vinfengi milli
bæjanna.
Móttökur á Skeggsstöðum voru
með þeim hætti að enginn fór svang-
ur eða kaldur þar um garð.
Ekki ætla ég mér að rekja feril
Péturs heldur minnast hans með
nokkrum orðum. Þegar Pétur var
fimmtugur heimsótti hann mig aust-
ur í Laugarás í Biskupstungum, þar
sem ég bjó þá og dvaldi þar í nokkra
daga. Fói-um við vítt og breitt um
sveitir Suðurlands. Var ótrúlegt hvað
hann vissi margt. um fólk og stað-
hætti á Suðurlandi þótt ekki væru
margir dagar sem hann hafði dvalið
þar.
Nafni minn fylgdist vel með
íþróttaiðkun minni á yngri árum,
hann fór iðulega með á Landsmót
UMFÍ og á flest önnur íþróttamót
sem tekið var þátt í. Þegar hann
heimsótti mig í Laugarás kom í ljós
að hann var með alla tíma og úrslit á
hreinu á þeim mótum sem ég hafði
tekið þátt í, ekki kom mér það minna
áóvart.
Foreldrar Péturs, þau Kristín Sig-
valdadóttir og Sigurður Þorfinnsson,
voru ljúfingar miklir og tóku strák-
inn mig nánast sem væri ég einn úr
fjölskyldunni. Eftir smalamennsku
eða aðra snúninga var ég hlaðinn
góðgæti er heim var haldið.
Pétur nafni minn var góður leikari
og lék í mörgum góðum verkum sem
voru sett upp í Bólstaðarhlíðarhreppi
á okkar yngri árum og starfaði að
mörgum félagsmálum í hreppnum.
Ég kveð þig að sinni. Nú getur þú
litið yfir land og þjóð eftir langa vera
á sjúkrahúsi og um frjálst höfuð
strokið og er það vel.
Vertu sæll, ég veit að góður Guð
mun taka vel á móti þér.
Pétur frá Éiríksstöðum. v
Björk stóð á fætur í lok athafnarinn-
ar og flutti með glæsibrag, utanbók-
ar, fallegt Ijóð eftir Halldór Laxness
og fipaðist hvergi.
Hún eignaðist þrjá frábæra og ein-
staka stráka með Ijúflingnum Braga
Kristjónssyni, fombókasala.
Bera þeir foreldrum sínum gott
vitni, ljúfir, hlýir, skemmtilegir,
traustir, vinamargir og næmir á
mannlegt eðli og góðar og traustar
tengdadætur eru að bætast við hóp-
inn, ein af annari. Eitt ömmubarn er
komið í heiminn, næstum því þriggja
ára ljóshærður engill, Ragnheiður
Björk, og var hún ömmu sinni ein- .
staklega kær.
Nína Björk hafði skemmtilega frá-
sagnargáfu og gat í fáum orðum
komið á framfæri ótrúlegum mann-
lýsingum þannig að maður grét af
hlátri. Kötturinn hennar nefndist til
dæmis Guðbergur Bergsson, í höfuð-
ið á öðm ágætu skáldi.
Húmor skipti miklu máli hjá Nínu
Björk og hún kunni þá einstöku list
að geta brosað gegnum tárin þegar á
reyndi.
Kristin trú var henni mikilvæg og
hún vissi að hjá Guði væri ömggt
skjól. Nínu Björk verða ekki gerð*-
skil með nokkrum orðum, hún var
einstök og maður er þakklátur fyrir
að hafa fengið að kynnast henni og
umgangast hana.
Guð blessi minningu þessarar fjöl-
hæfu og góðu konu og styrki að-
standendur hennar í þeirra miklu
sorg.
Sigurður Arnarson.