Morgunblaðið - 20.05.2000, Síða 54

Morgunblaðið - 20.05.2000, Síða 54
54 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Páll Jónsson fædd- ist í Hörgsdal á Síðu 26. október 1922. Hann lést á Landspíta- lanum í Reykjavík 13. maf síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Jóns Bjarnasonar (f. 14.4. 1887, d. 10.12. 1977) og Önnu Kristó- fersdóttur (f. 15.4. 1891, d. 27.1. 1967), ellefti í röð 15 systk- ina og með honum eru tíu þeirra látin. Börn Jóns og Önnu auk Páls voru: Ragnar Friðrik (f. 3.5. 1908, d. 5.4. 1988), Helga (f. 26.4. 1909, d. 12.3. 1992), Kristjana (f. 23.9. 1910, d. 19.4. 1925), Bjarni (f. 16.11. 1911, d. 2.1. 1999), Sigrún (f. 23.12. 1912, d. 30.4. 1973), Kristófer (f. 31.7. 1914, d. 23.7. 1997), Anna Kristín (f. 6.2. 1916), Jakob (f. 6.3. 1917, d. 11.11.1999), Ólafur (f. 6.3. 1919), Hermann Guðjón (f. 25.5. 1921, d. 14.9. 1997), Rann- veig (f. 20.12. 1924), Halldór (f. 9.3. 1926), Kristjana (f. 3.4. 1927) og Ólafi'a Sigríður (f. 21.5. 1929, d. 1.6. 1984). Páll ólst upp í Hörgsdal þar sem var tvíbýli. Bóndinn á öðrum hlutanum var Bjarni, bróðir Jóns, og húsfreyjan þar var Sigríður, systir Önnu. Þau Bjarni og Sigríður áttu 11 börn. Þegar Jón, faðir Páis, veiktist hastarlega um það leyti sem Páil fæddist varð úr að Bjarni og Sigríður tóku drenginn að sér og ólu hann síðan upp með sínum börnum. Hann Ieit því alltaf á allan barnahópinn í Hörgsdal sem systkini sín. Af upp- eldissystkinum Páls lifa nú tveir bræður, þeir Jón (f. 1907) og Friðrik (f. 1910). Auk allra þess- ara barna voru tvö systkin að mestu alin þar upp, þau Matthías og Svava, börn Ólafs, föðurbróður Páls. I huga Páls voru þau tvö sem systkini hans þannig að segja má að i Hörgsdal hafi hin íslenska stórfjölskylda verið í fullu gildi. Páll kvæntist Sigríði Sveins- dóttur í Vík í Mýrdal 1945 og lifir hún mann sinn. Þau bjuggu allan sínn búskap í Vík, mörg síðustu árin í Hátúni 6. Þau eignuðust sjö börn. Það fyrsta var stúlka, f. 12.9. 1944, d. sama dag. Þau sem lifa eru: Anna Sigríður ( f. 12.9. 1946), Sóiveig (f. 26.3. 1949), Ása Jóna (f. 23.4. 1952), Sveinbjörg (f. 14.6. 1953), Sveinn (f. 10.12. 1961) og Bjarni Jón (f. 29.11. 1963). Alls eru afkomendur Páls og Sigríðar 34. Útfor Páls verður gerð frá Vík- urkirkju í dag, og hefst athöfnin klukkan 11. Jarðsett verður í Vík- urkirkjugarði. PALL JÓNSSON Ég á erfítt með að gera mér grein fyrir fyrstu mmningum mínum af pabba. Kannski var það þegar ég braut stefnuljósastöngina og beit í mælaborðið á nýja bílnum hans svo að tannafórin sáust þar æ síðan. Eða þegar ég reyndi að rota Bjama bróð- ur með skóflu. Sennilega man ég þetta því að þetta voru tilefni til ær- legs tiltals frá pabba sem annars heyrði til undantekninga því að öllu jöfnu leið hann okkur bræðrum ýmis- legt og lét mömmu um daglega stjóm á okkur. Það var ekki fyrr en honum var veralega misboðið að hann tók að hasta á okkur. Foreldrar okkar lögðu að okkur bræðram að feta menntaveginn. Ekki er mér granlaust um að það hafi að hluta til verið vegna þess að þau bæði höfðu hug á að fara í nám þegar þau vora ung en höfðu hvoragt til þess aðstæður. Þegar við voram að hefja háskólanám seldi pabbi fína Volvóinn sinn, keypti gamlan fólks- vagn og skuldsetti sig tii að skapa okkur bræðram aðstöðu í Reykjavík. Þetta er ekki síst þakkarvert þar sem hann lagði á sig veralega aukavinnu um árabil til að geta eignast góðan bíl. Fyrir þetta verður ekki fullþakk- að héðan af. Pabbi var réttsýnn og hjálpsamur og sérstaklega gætti hann þess að láta fólk njóta sannmælis. Aldrei man ég eftir að hafa heyrt hann tala illa um fólk og hann kvað ógjaman fastar að orði en segja að einhver væri ekki eins og hann er séður. Frá því að ég man eftir mér bjó Sólveig amma á heimili mömmu og pabba utan nokkur síðustu árin er hún var á dvalarheimili aldraðra í Vík. Pabbi var alla tíð einstaklega góður við tengdamóður sína og er vel við hæfi að hann fái hinstu hvílu við hlið hennar í Víkurkirkjugarði. Frá því að við Soffía fluttum heim til Víkur með strákana okkar árið 1994 og til síðasta dags var pabbi daglegur gestur hjá okkur. Hann hafði lengst af fulla starfsorku þótt hann væri hættur að vinna sökum aldurs. Þess nutum við í ríkum mæh því hvort sem þurfti að dytta að húsi, laga reiðhjól, bíl eða þvottavél var hann mættur með verkfærakassann sinn til að leysa málið. Og ætti hann ekki réttu verkfærin fór hann til Þórðar frænda sem oftast átti það sem á vantaði. Samband þeirra pabba og Þórðar var traust og gott alla tíð og vil ég hér með þakka Þórði trúmennsku hans og vináttu sem ég veit að pabbi mat mikils. Við Soffía og strákamir söknum pabba sárt. Litli Páll Andri skilur vist ekki hvað er um að vera en við hin gleymum seint hve þeir ljómuðu báðir Pallamir er þeir hittust og hvað sá litli var fljótur að skríða upp í fang afa síns. Pabbi var enda einstaklega barngóður og lét sig ekki muna um að veltast á gólfinu með litlu afa- og langafabömunum þótt kominn væri hátt á áttræðisaldur. Við verðum að sætta okkur við að pabbi sé farinn en minningin um góð- an pabba, tengdapabba og afa lifir með okkur. Sveinn, Soffía, Magnús Orri, Sölvi Hrafn og Páll Andri. Nú era títt höggvin skörð í systk- inahópinn stóra frá Hörgsdal á Síðu, böm þeirra Önnu Kristófersdóttur og Jóns Bjamasonar. Páll Jónsson er borinn til moldar í dag, fimmti bróð- irinn sem kveður þetta líf á tæpum þremur áram. Svo stutt er síðan stór- fjölskyldan naut samvista við þá alla og flestar systurnar í fullu fjöri á æskuslóðum, á ættarmótum og sam- fundum á Mosum, síðustu bújörð for- eldra þeirra, þar sem systkinin girtu af gamla húsið og gerðu að sumar- bústað sínum og afkomenda sinna. Ég sá þá bræðuma fyrst alla sam- an komna við minningarathöfn um fóður þeirra árið 1977. Þeir fylltu næstum kirkjubekk átta saman, grannvaxnir og beinvaxnir, dökkir á hár og svipfastir, jafnvel á hnakkann. Mér fannst baksvipurinn eins á þeim öllum og ég hugsaði með mér að ég mundi aldrei ná að læra að þekkja þá í sundur. Hvílík firra. Þeir áttu að vísu margt sameigin- legt, svo sem vinnusemi, dugnað, t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, GUÐLAUG DÓRA SNORRADÓTTIR, Breiðumörk 8, Hveragerði, lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 16. maí. Hans Christiansen, Bryndís Pape, Gréta Pape, Jóhann Haraldsson, Þóra Christiansen, Guðmundur Guðmundsson, Daníel, Bersi, Alexander, Egill lan og Arna Katrín. t Systir mín, LENA GUNNARSSON, Princessegade 87, andaðist á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn fimmtudaginn 18. maí. Gunnar Gunnarsson. spaugsemi og trygglyndi við fólkið sitt og átthagana en ótal smáatriði skildu þá að og fengu hveijum og ein- um einstaklingseinkenni sem gerðu þá einstaka hvern um sig. Hjá Páli var það rólyndið, hlýjan og brosið sem bræddi hjörtu okkar allra. Þeg- ar við réttum honum höndina og hann tók hana brosandi í báðar sínar og þrýsti innilega. Hvernig hann horfði á börn og fylgdist með þeim án þess að reyna nokkuð til þess að fá þau til sín, leyfði þeim að ráða ferð- inni eins og þegar sonur okkar Bjama frænda hans skreið ómálga upp í fangið á honum í fyrstu heim- sókn. Þessi „afi“ var svo rólegur í fasi að öllu hlaut að vera óhætt. Eftir að ég kynntist fjölskyldunni bjuggu systkinin öll á suðvesturhorn- inu nema Páll, hann bjó í Vík í Mýr- dal. Það var því litið inn hjá honum og Siggu þegar farið var austur. Um þetta leyti vors er skógræktarfólkið í fjölskyldunni orðið fullt tilhlökkunar að komast í vorverkin á Síðunni, hrista af sér vetrarstirðleikann og taka ærlega á við skógrækt eina helgi. Kerran er fyllt af trjágróðri sem á að komast í jörð og það er branað af stað og varla stoppað á leiðinni fyrr en í Vík. Bíllinn beygir orðið sjálfkrafa upp að stóra húsinu við heilsugæsluna og ekki líður á löngu áður en húsráðendur birtast brosandi á tröppunum, Páll og Sigga bæði. Þau fagna innilega ungum og gömlum, bjóða til stofu, spyrja tíð- inda af frændgarðinum og hafa jafn- an íyrstu fréttir af því hvemig Síðan hafi komið undan vetri. Oftast kemur fljótlega í ljós lítill ömmu- og afa- strákur „sem er hjá okkur núna“, hann hlýtur bros og klapp á kollinn þegar hann gengur fram hjá afa eða ömmu og yfir þessum samvistum er einhver undursamleg friðsæld. Allt í einu liggur okkur ekkert svo mikið á austur. Við sitjum og spjöllum eins og í þessu gamla húsi hjá þessu góða fólki finnist loksins allur heimsins tími. Kaffiborðið svignar undan kræsingunum sem Siggu tekst alltaf að töfra fram hvemig sem á stendur, hvort heldur er á nóttu eða degi. Hér taka klukkan og stundaskráin ekki völdin af neinum, hér er sami söng- tónn í ganghljóði klukkunnar og Alf- grímur litli í Brekkukoti heyrði í Brekkukotsannál, ei-líbbð, ei-líbbð. Og við komum aftur í bakaleiðinni, enn stendur veisluborð og nú er skrafað um framkvæmdirnar á Mos- um. Eins og árstíðirnar endurtekur hún sig heimsóknin í Vík. Á vorin, sumrin og haustin, á leiðinni austur og á leiðinni heim. Við gestimir áttum auðvitað helst leið til Víkur á frídögum og þvi er Páll mér minnisstæðastur sem góður viðmælandi og gestgjafi. Samt var hann alltaf sívinnandi. Hann var lengi verkstæðisformaður hjá Versl- unarfélagsinu og eftir að það félag dró saman seglin keypti hann ásamt nokkram félögum þann rekstur og húsnæðið og stofnuðu þeir járnsmiðj- una Víkurvagna og ráku hana um hríð. Eftir það vann hann við smíðar og allt sem til féll í litlu þorpi og nær- sveitum. Ekki dró hann heldur af sér við að rétta ættingjum og vinum hjálparhönd þar sem þörf var á lag- hentum manni og ósérhlífnum. En í dag fagnar hann okkur ekki á tröppunum með Siggu sinni þegar við föram austur. í þessari heimsókn kveðjum við hann að leiðarlokum og þökkum allar þær góðu stundir sem við höfum átt með honum. Siggu, Önnu Siggu, Sólveigu, Ásu, Svein- björgu, Sveini, Bjai’na Jóni og fjöl- skyldum þeirra og eftirlifandi systk- inum Páls vottum við hjónin innilega samúð. Svo leggjum við á Sandinn. Kristín Indriðadóttir. Hann kom inn í líf mitt með birtu og yl. Ég var aðeins 14 ára þegar Sigga, stóra systir mín boðaði komu sína og kynnti mannsefnið sitt fyrir okkur. Leiðir þeirra höfðu legið sam- an í Reykjavík þar sem bæði vora að vinna og það var blik í augum Siggu sem við höfðum ekki séð áður. Við heima voram öll forvitin og spennt að kynnast kærastanum og þama stóð hann, fríður, grannur, dökkhærður með sitt hlýlega bros. Lífið var ekki auðvelt á þeim tíma; pabbi hafði drakknað nokkram áram áður og við systkinin héldum heimili með mömmu. Komu Palla í fjölskyld- una má líkja við straumhvörf og ég man það svo vel hve Ijúf nærvera hans var og hve gott það var fyrir mömmu, mig og Þórð bróður að eiga hann að. Þegar ég lít til baka hugsa ég um öryggið sem hann veitti okkur og þá elsku sem bjó í alúðlegri fram- komu hans. Hvemig hefði lífið verið án hans? Frá fyrstu stundu skynjaði ég góð- semi hans og með þeirri elsku og alúð sem hann var svo ríkur af axlaði hann ábyrgð og skyldur fjölskyldunnar. Hann var mér eins og besti bróðir, þolinmóður, hlýr og skilningsríkur og til hans var gott að leita með hvers kyns vanda. Síðan era liðin mörg ár og í stórri fjölskyldu eins og okkar hafa skipst á skinogskúrir. Sigga og Palli bjuggu alltaf í Vík. Þangað var gott að koma og heimili þeirra stóð ætíð opið ættingjum og vinum. Þau hjónin reyndust mér ein- staklega vel þegar ég eignaðist Elsu dóttur mína og það var mikil gæfa að hún skyldi fá að alast upp á heimilinu eins og eitt af þeirra bömum. Palli var góður maður og ég minnist þess ekki að hafa heyrt hann segja styggðaryrði um nokkra manneskju. Eg vildi að ég hefði þakkað honum oftar fyrir allt sem hann gerði fyrir mig og mína. Ég vildi að ég hefði þakkað honum oftar fyrir að hann var eins og hann var. Ég vildi að ég hefði oftar sýnt hvað hann var okkur öllum mikils virði. Ég vildi að ég gæti séð þig brosa einu sinni enn, elsku mágur. Nú ert þú horfinn úr þessum heimi. Jesú sagði: „Ég lifi og þér munuð lifa.“ Það er dýrlegur boð- skapur og ég trúi því að nú sé Palli brosandi með litlu stúlkunni sem hann og Sigga misstu. Elsku Sigga mín. Þú átt svo góð og vel gerð böm sem hafa hlotið það besta frá ykkur báðum. Ég veit að þau era þér styrkur á þessari skiln- aðarstundu. Ég votta ykkur öllum samúð mína. Hrefna. Lítil stúlka, á einum af sínum fjöl- mörgu ferðum á leið sinni uppúr til ömmu og afa. Þetta er ekki löng leið, kannski eilítið erfið fyrir litla fætur í vondum veðrum en þegar hún kom á áfangastað var vel tekið á móti henni. Öryggi og ást, það var til nóg af henni. Minning um sterklega arma, sem tóku hana í fangið og skegg- brodda sem var strokið stríðnislega og ástúðlega um vanga hennar. Kleinur og mjólk eða eitthvert annað heimabakað góðgæti, fékk sú stutta eftir gönguferðina. Þarna var á ferð- inni fyrsta bamabamið, komin til ömmu og afa, þar sem hún hafði dval- ið og átti eftir að dvelja mörgum •» + Útför móður okkar, ÁGÚSTÍNU BERNHARÐSDÓTTUR frá Kirkjubóli í Valþjófsdai, fer fram frá Kirkjubólskirkju í Valþjófsdal mánudaginn 22. maí kl. 14.00. Fyrir hönd annarra vandamanna, börnin. + Útför HJÁLMARS BERNHARDS KJARTANSSONAR, Dalbraut 1b, Hnífsdal, verður gerð frá Kristskirkju, Landakoti, mánudaginn 22. maí kl. 13.30. Jarðsett verður í Akraneskirkjugarði strax að athöfn lokinni. Helga Ingvarsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og aðrir aðstandendur. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öli tækifæri Skólavörðustíg I2, á horni Bcrgstaðastrætis, si'mi 551 9090.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.