Morgunblaðið - 20.05.2000, Page 58
58 LAUGÁRDAGUR 20. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SIGRIÐUR
GUÐMUNDA
PÉTURSDÓTTIR
+ Sigríður Guð-
munda Péturs-
dóttir fæddist á
Blómsturvöllum á
Eyrarbakka hinn 22.
nóvember 1907. Hún
lést á sjúkrahiísi
Vestmannaeyja hinn
10. maí síðastliðinn.
Foreldrar Sigríðar
voru þau Jóhann Pét-
ur Hannesson, f.
1872, d. 1920 og Elín
Vigfúsdóttir, f. 1866,
d. 1960. Sigríður átti
tvær systur og var
hún yngst þeirra.
Þær hétu Elínborg Pétursdóttir, f.
30.9 1903, d. 26.1. 1993, og Jónína
Pétursdóttir, f. 31.8 1906, d. 20.3
1994.
Sigríður fluttist til Vestmanna-
eyja ásamt móður sinni árið 1926,
en þar voru systur hennar fyrir. I
Vestmannaeyjum kynntist hún
eiginmanni sínum Sigurði Sveins-
syni, f. 18.11. 1898, d. 26.6. 1964.
Þau gengu í hjónaband 26.11.
1927 og byrjuðu þá búskap sinn á
Sveinsstöðum sem var æskuheim-
ili Sigurðar. Þau voru þar í stutt-
an tfma þar til þau
fóru að byggja húsin
að Hásteinsvegi 42
og 41. En seinna
meir byggðu þau
húsið að Asavegi 7
þar sem þau bjuggu
til dauðadags Sig-
urðar 1964 en eftir
það var hún í sam-
býli við dóttur sína
og tengdason á Ása-
veginum þar til yfir
lauk, og hafði hún
allan stuðning frá
þeim.
Sigríður og Sig-
urður áttu tvö börn sem eru:
Sveinn Sigurðsson, f. 31.5 1928 og
Ásta Sigurðardóttir, f. 11.9 1938.
Eiginkona Sveins er Ásta Olafs-
dóttir, f. 8.8 1932 og eigaþau sam-
an flmm börn og tíu barnabörn.
Eiginmaður Ástu er Hreinn Gunn-
arsson, f. 18.10 1934 og eiga þau
saman þrjú börn og átta barna-
börn.
Sigríður Guðmunda Péturs-
dóttir verður jarðsungin frá
Landakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Amma mín, Sigríður Pétursdótt-
ir, lést 10. maí síðastliðinn eftir
stutta legu á sjúkrahúsi Vest-
mannaeyja. Hún var fædd 22. nóv-
ember 1907 á Blómsturvöllum á
Eyrarbakka í húsi sem faðir henn-
ar, Pétur Hannesson, byggði. Móð-
ir hennar hét Elín Vigfúsdóttir.
Þær voru þrjár systurnar sem eru
nú allar látnar og allar bjuggu þær
í Eyjum.
Ámma missti föður sinn í sjóslysi
í innsiglingunni á Eyrarbakka þeg-
ar hún var 12 ára. Það hlýtur að
vera sárt að sjá á eftir föður sínum
á þessum aldri. Hún fór í vist að
Fögrubrekku í Vestmannaeyjum
árið 1926, þar kynntist hún manni
sínum Sigurði Sveinssyni, bróður
Arsæls á Fögrubrekku. Þau giftu
sig 1927 og byrjuðu búskap á
Sveinsstöðum, þar fæddist sonur
hennar Sveinn. Þar bjuggu þau í
eitt ár þar til þau fluttu á Hásteins-
veg 42 sem þau byggðu sjálf. Þau
misstu það hús í kreppunni, en
byggðu sér annað hús á Hásteins-
-- vegi 41. En síðan fluttu þau í annað
hús á Ásavegi 7, sem þau byggðu
reyndar líka sjálf. Þar fæddist Asta
dóttir þeirra. Afi og amma stund-
uðu ýmislegt á þessum árum, þau
voru í útgerð, afi var í akstri á Bif-
reiðastöð Vestmannaeyja í 20 ár,
þau stunduðu verslun í kjallaranum
hjá sér í mörg ár þar til hann afi dó
1964, en þá tók Ásta dóttir þeirra
við rekstrinum. Ásta og maðurinn
hennar byggðu ofan á húsið 1958.
Þær hafa síðan búið þar saman,
Ásta á efri hæðinni en amma á mið-
hæðinni. Svo var íbúð í kjallaranum
í mörg ár. Þar byrjuðu Sveinn og
Ásta konan hans sína sambúð og
seinna byrjuðu börn Ástu þar sinn
■y búskap. Það voru margar ferðirnar
á Ásaveginn á æskuárum, alltaf átti
hún eitthvað gott í skálinni sinni.
Oftast þegar maður kom í heim-
sókn var yfirleitt til umræðu lífið á
Eyrarbakka sem henni þótti mjög
vænt um. Hún hafði alveg ótrúlega
þekkingu á staðnum þrátt fyrir að
hún flyttist ung frá Bakkanum, hún
vissi öll nöfn á húsum og hver hafði
búið eða bjó þar. Minnið hjá henni
var ótrúlega gott þrátt fyrir háan
aldur. Margar sögur sagði hún mér
frá lífinu á Bakkanum þegar hún
var ung. Hún var ótrúlega hress
' þrátt fyrir aldur og hún lét sig ekki
muna um það að mæta í allar af-
mælisveislur og kaffiboð og núna
síðast mætti hún í fermingarveislu
hjá okkur systkinunum í síðasta
mánuði. Hún var flutt á spítalann í
síðustu viku vegna fótameins en
átti því miður ekki afturkvæmt
. þaðan. Mig langar að láta fylgja
'eina vísu sem hún átti að fá þegar
hún var níræð en fékk hana aldrei
því miður.
Níutíu ára núna þú,
nokkuð hress að vanda.
Hefég von og hef ég trú,
að hundrað árin standa.
En því miður stóðst ósk mín
ekki.
Kæra amma, ég vil að lokum
þakka þér allt gott í gegnum tíðina
og allar sögurnar sem þú sagðir
mér af Bakkanum og lífinu í Vest-
mannaeyjum fyrr á öldinni.
Sveinn og Ásta, makar þeirra,
börn þeirra og barnabörn. Guð
styrki ykkur í sorg ykkar og ég veit
að hún er mikil.
Nú legg ég augun aftur,
6, Guð, þinn náðarkraftur,
mín veri vörn í nótt.
Æ virst mig að þér taka
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofí rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Hvíl þú í Guðs friði.
Þinn sonarsonur,
Sigurður Sveinsson
og fjölskylda.
Elsku Amma.
Eg sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þásælt er aðvitaafþví
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld ert björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi.
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Elsku amma mín, hvíl þú í friði
og hafðu þökk fyrir allt sem þú hef-
ur gefið mér, ég mun ávallt geyma
þig í hjarta mínu.
Þín
Sigríður (Siddý).
í dag er til moldar borin elskuleg
amma mín, Sigríður Pétursdóttir,
sem lést 10. maí sl. eftir stutta
sjúkrahúslegu.
Margs er að minnast og leitar
hugurinn til baka til allra samveru-
stundanna með ömmu sem ég mun
varðveita í hjarta mínu.
Það verður skrítið að koma til
Eyja á Ásaveg 7 og engin amma
tekur á móti okkur fjölskyldunni
með mola í skál og bros á vör.
Með þessum fátæklegu orðum vil
ég og fjölskylda mín þakka þér,
elsku amma, fyrir allar samveru-
stundirnar sem við höfum átt, þær
munu aldrei gleymast.
Elsku mamma, missir þinn er
mikill og biðjum við góðan Guð að
gefa þér styrk í þinni miklu sorg.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Gunnar og fjölskylda.
Þegar æviröðull rennur
rökkva fyrir sjónum tekur
sár í hjarta sorgin brennur
söknuð harm og trega vekur.
Hart þú barðist huga djörfum
með hetjulund til síðasta dagsins
í öllu þínu stríði og störfum
sterk varst til sólarlags.
Öllum stundum, vinur varstu
veittir kærleiks yl af hjarta.
Af þínum auði okkur gafstu
undurfagra minning bjarta.
(Aðalbjörg Magnúsdóttir.)
Elsku amma, með söknuði kveðj-
um við þig og þökkum fyrir allar
góðu stundirnar. Hvíl í friði.
Rósa og Jóna.
Frá því að ég fæddist hefur þú
alltaf verið langamma, hin hressa
kona sem alltaf var til staðar ann-
aðhvort með brjóstsykurskálina í
hendinni eða nýprjónaða vettlinga
á okkur. Alltaf þegar ég kom í
heimsókn þá fórstu alltaf að segja
mér sögur um þegar þú varst ung
stelpa og bjóst á Eyrabakka. Þó ég
væri farin að kunna sögurnar þínar
utan að og farin að þekkja pers-
ónurnar á gömlu æskumyndunum,
þá naut ég þess alltaf að heyra þig
segja frá, bæði um lífið og tilver-
una. Eg á eftir að sakna þess að
hafa þig ekki til staðar en ég á svo
margar góðar minningr um þig
sem þú hefur veitt mér og ég mun
varðveita í hjarta mínu. Eg trúði
því alltaf að þú værir engill frá guði
því hugsun þín var svo falleg, nær-
vera þín svo þægileg og gleði, góð-
mennska og traust bjó í hjarta
þínu. Þú heldur áfram að vera eng-
illinn sem þú varst, nema nú hefur
þú yfirgefið jörðina. Ég veit að nú
situr þú við hlið Drottins og horfir
niður til mín og segist elska mig.
Langafi mun eflaust taka glaður á
móti þér og nú eruð þið saman á ný.
Ég elskajiig langamma.
Asta Sigurðar, yngri.
Elsku langamma.
Nú er það með miklum söknuði
sem við þurfum að kveðja þig. Nú
ertu farin frá okkur eftir öll þessi
ár, en núna ertu komin á betri stað
þar sem við vitum að þér líður bet-
ur, engar þjáningar, heldur tekur
vellíðan einungis við. Minninguna
um bestu langömmu í heimi mun-
um við ávallt varðveita.
Brotthvarf þitt skilur eftir sig
stórt skarð í lífi okkar allra sem
erfitt verður að fylla, sérstaklega
þar sem okkur fannst eins og þú
ættir alltaf eftir að vera til staðar,
og var þetta eiginlega okkar fyrsta
skilgreining á lífinu og henni átti
einhvern veginn ekki að fylgja
dauði. En eins og einhver sagði þá
varir ekkert að eilífu, og því kom-
umst við systurnar að núna hinn
10. maí þegar að þú kvaddir þenn-
an heim. Við minnumst þess kvöld-
ið sem þú fórst frá okkur hversu
falleg og friðsæl þú varst og mun-
um við varðveita þá minningu
ávallt í hjarta okkar. Okkur finnst
rosalega erfitt að átta okkur á því
að þú ert farin því þetta bar svo
skjótt að, einungis vika á spítalan-
um og svo varst þú farin. Innst inni
héldum við alltaf að við ættum von
á þér heim aftur í sögustundirnar
og molaskálina. En svo fór sem fór.
Við munum sakna þess mest að
geta ekki komið og kysst þig og
sagt þér hvað okkur þyki vænt um
þig. Éinn af þínum bestu kostum,
sem voru svo margir, var það hvað
þú varst alltaf hreinskilin við okk-
ur; ef þér líkaði ekki nýja klipping-
in eða fatatískan þá mátti maður
alltaf treysta á að fá hreinskilið
svar frá þér, elsku langamma.
Það er svo skrýtið að koma upp á
Ásaveg núna án þess að kíkja til
þín, alltaf mátti maður búast við að
þú tækir á móti okkur brosandi,
HERDIS ANNA
TÓMASDÓTTIR
+ Herdís Anna
Tómasdóttir
fæddist á Víghóls-
stöðum á Fellsströnd
í Dalasýslu 28. júlí
1931. Hún lést á Sól-
vangi í Hafnarfirði 7.
maí síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Karólína Kristjáns-
dóttir, f. 10. október
1899, d. 21. desember
1987, og Tómas Jó-
elsson, f. 8. septem-
ber 1890, d. 26. apríl
1950. Þau bjuggu á
Víghólsstöðum frá
1927 til æviloka Tómasar. Systir
Herdísar Önnu var Ólöf Rannveig,
f. 10. apríl 1933, d. 23. apríl 1965.
Eftirlifandi eiginmaður Ólafar er
Ásgeir Sigurðsson, f. 30. apríl
1918, bóndi á Víghólsstöðum frá
1955-1989. Dóttir þeirra er Sigur-
björg Karóhna, f. 22. september
1958, verkakona og nemi í stjórn-
málafræði, búsett í Reylqavík.
Fóstursonur Karólínu og Tómasar
var Bragi Húnfjörð, f. 3. maí 1926,
d. 30. nóvember
1991. Eftirlifandi
eiginkona hans er
Ilelga Kristvalds-
dóttir, f. 10. febrúar
1931, starfskona á
St. Fransiskusspítal-
anum í Stykkishólmi.
Börn þeirra eru:
Tómas Magni,
Magðalena Kristín,
Anna Ragna, Hólm-
fríður Jóna, Margrét
Steinunn, Björg
Ólöf, Bogi Thoraren-
sen og Sigríður
Laufey. Bragi bjó á
Víghólsstöðum frá 1950 - 1955 og
frá 1955 til æviloka í Stykkishólmi.
Hérdís Anna var á Víghólsstöð-
um þar til Ólöf systir hennar lést
en þá fór hún á Reykjalund og var
þar í þijú ár. Frá árinu 1968 átti
Herdís Anna heimili sitt á Sól-
vangi í Hafnarfirði.
Útför Herdísar Önnu fer fram
frá Staðarfellskirkju á Fells-
strönd í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
Kalt vorið virðist loks vera að
hopa fyrir örlitlum sumaryl, það er
byrjað að bruma á trjánum og fugla-
söngur í lofti. Tíminn sem Anna mín
þráði að kæmi því þá færi að hilla
undir ferðir með Flækjufæti, ferða-
klúbbi fatlaðra sem hún hafði svo
gaman af að vera þátttakandi í.
Anna hafði að vísu ekki verið þar
virkur félagi undanfarin ár þar sem
heilsan leyfði það ekki, en hún var
þar engu að síður í huganum. Hann-
es bílstjórinn þeirra var mikill vinur
hennar enda fór það ekki á milli
mála þegar hann keyrði okkur á Sól-
vangi í sumar og jólaferðir að þar
var góður vinskapur og gagnkvæm-
ur. Það hafa verið erfið umskipti
fyrir sveitastúlkuna Önnu að flytja
úr sveitinni sinni suður á mölina
þegar heimilisaðstæður breyttust
við lát systur hennar. Anna var á
Reykjalundi í þrjú ár en kom síðan á
Sólvang og hafði þar fasta búsetu
annað hvort varst þú önnum kafin
við prjónaskap eða að horfa á sápu-
óperurnar sem við vorum ekki
lengi að komast inn í, og skemmt-
um við okkar alltaf konunglega
saman.
Núna þegar við förum úr inn-
keyrslunni hjá ömmu og afa bíðum
við þess alltaf að sjá andlit þitt
brosandi að gægjast gegnum
gluggatjöldin og að sjá þig veifa
okkur í kveðjuskyni og biðja guð
um að blessa okkur. En þegar við
lítum nú í gluggann sjáum við þig
ekki og þá ætlum við alveg að
bresta í grát en þá munum við til
þess að minningin um þig lifir í hug
og hjarta okkar, og ef við lokum
augunum þá sjáum við þig fyrir
okkur, svo fallega og glettna á svip.
En það eitt máttu vita elsku
langamma að eins sárt og það tek-
ur okkur að þurfa að sjá á bak þér,
þá viljum við að þú vitir að við mun-
um alltaf elska þig og varðveita
minningar okkar og sögustundirn-
ar í hjartanu, því þar áttu stórt
pláss og munt alltaf eiga.
Þínar langömmustelpur,
Guðbjörg og Ásta Hrönn.
Elsku langamma.
Ég man eftir kvöldinu þegar
Þóra kom og sagði eitthvað við
mömmu og þær fóru eitthvað.
Seinna þetta kvöld fékk ég að vita
að það varst þú.
Þú, sem varst alltaf svo hress.
Og ég man eftir því að ég og Mar-
ína fórum oft til þín í heimsókn og
fengum alltaf að heyra sögur um
það þegar þú varst ung á Eyrar-
bakka. Þú sýndir okkur myndir frá
því þú varst ung, af þér og bekkn-
um þínum, kennurum og vinum, og
af börnunum þínum sem þú varst
svo stolt af. Ég man líka eftir
sálmabókinni sem þú fékkst þegar
þú varst ung. Elsku langamma, það
var alltaf jafn gaman að koma til
þín.
En allt í einu varst þú svo veik.
Ég trúði því ekki að langamma,
sem alltaf var svo hress og gat allt,
væri veik. Það verður erfitt að
sætta sig við það að fá aldrei að
hitta þig eða heyra sögurnar þínar
aftur. Eg mun alltaf geyma þær í
hjarta mínu og allt sem þér fylgdi.
Svo vil ég biðja Guð að geyma þig.
Ásta Björk.
frá árinu 1967. Við á Sólvangi kveðj-
um því kæra vinkonu og víst er að
skrítið verður að engin Anna Tomm
sé á staðnum. Anna Tomm sem
gladdist af svo mörgu meðan heilsan
var betri og var okkur hinum til fyr-
irmyndar með sitt æðruleysi og
dugnað er fleytti henni yfir mörg
skerin á lífsbrautinni. Heilsu Önnu
hrakaði mikið síðustu ár og við það
var hún ekki sátt og trúlega enginn
okkar heldur. Hvíldin var því kær-
komin. Að leiðarlokum eru færðar
þakkir fyrir að hafa átt hana að vin
og ósk um það að nú gangi hún glöð í
bragði á grænum grundum guðsrík-
is. Það er rétt eins og ég heyri hana
skellihlægja eins og gert var á góð-
um stundum heima á Sólvangi, ekki
var þá verra að nafna hennar væri
þar nærri.
Guð blessi minningu Önnu Tóm-
asdóttur.
Fyrir hönd vina á Sólvangi,
Sigþrúður Ingimundardóttir.
Það var mikill gæfa að fá að kynn-
ast henni Önnu, hún var alltaf svo
jákvæð á allt og alla. Ef einhver
hlaut skammir í hennar návist þá
sagði hún: „Nei, nei“, því það voru
allir englar í hennar huga. Hún
mátti ekki heyra neitt ljótt um aðra.
Þegar við kynntums henni þá var
hún búin að vera nokkuð mörg ár á
Sólvangi, og það voru ófáar helgarn-
ar þar sem hún fékk að gista hjá
okkur í stofusófanum en hún unnti
sér vél hjá okkur.
Við viljum þakka henni alla þá
ástúð sem hún sýndi mér og Ingu
minni og líka allar gleðistundirriar
sem við áttum með henni þegar hún
kom til okkar.
Far þú í Guðs friði.
Kristinn Guðmundsson,
Ingiveldur Einarsdóttir.