Morgunblaðið - 20.05.2000, Side 64
MORGUNBLAÐIÐ
64 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000
UMRÆÐAN
Enn af munntóbaki
og tímasprengjum
Snús
Ennþá eru mörg ár,
segir Ásgeir R. Helga-
son, þangað til við
getum dregið ábyrgar
sendur þess liluta niðurstaðnanna
sem snúa að snúsi. Niðurstaða
þeirra er að ennþá séu mörg ár
þangað til við getum dregið ábyrgar
ályktanir um áhrif snúss á krabba-
mein í t.d. magaopi, sem dr. Lewin
skoðaði.
Nýjar niðurstöður
um sykursýki
ENN VER Víðir af
aðdáunarverðu kappi
sitt ástkæra munn-
tóbak (snús).
Málið er mikilvægt
svo ég verð að svara
þessu. Nú skulum við
taka þetta lið fyrir lið.
_ Tímavíddin
í tímasprengjunni
Víðir skrifar: „Snús
er mikið rannsakað."
Svar: Þessar rann-
sóknir eru hlægilega
fáar miðað við rann-
sóknir á skaðsemi
reykinga. Þeir far-
aldsfræðingar sem hafa
haft það hlutverk að gagnrýna þær,
t.d. dr. Steineck á Karolinska í
Stokkhólmi (sem ég talaði við í gær)
eru sammála um að það sé ekki
hægt að draga ályktanir, enn sem
komið er, um langtíma afleiðingar
snúsnotkunar á krabbamein. „Með-
göngutími" krabbameina er u.þ.b.
•táO ár og það er tiltölulega stutt síð-
an snúsnotkun varð aftur verulega
útbreidd í Svíþjóð þó það hafí verið
notað lengi. Engar marktækar
rannsóknir eru til um áhrif snúsn-
otkunar fyrri tíma þegar menn dóu
úr „innanmeinum". Flestir snúsar-
ar, sem hafa notað tóbak 20 ár eða
lengur í dag, eru fyrverandi reyk-
ingamenn og því útilokaðir frá tölf-
ræðilegum útreikningum. Fyrstu
marktæku niðurstöðurnar munu
liggja fyrir um og eftir 2010.
■4- Ekki
sambærilegt
Víðir ber saman nitrosaminer í
matvælum og snúsi. Svar: Það er
stór munur á því að borða af og til
grillaðan mat og að snúsa daglega.
Eins er nitrosaminer í margfalt
meira mæli í snúsi en matvælum
(u.þ.b. 1000 sinnum).
Þar að auki inniheldur
snúsið geislavirkt efni
(polonium). Hvoru
tveggja er karbba-
meinsvaldandi. Að
ekki sé talað um fjöld-
an allan af öðrum
þekktum eiturefnum.
Móðgnn við
vísindamann
Víðir skrifar: „Einn
harðasti krossfari
gegn munntóbaks-
notkun í Svíþjóð, dr.
Ásgeir R. Gunilla Bolinder....“
Helgason Svar: Þetta er argasta
móðgun við dr. Bolin-
der. Ég var viðstaddur doktorsvörn
hennar. Hún er læknir og vísinda-
maður en enginn krossfari. Ritgerð-
in hennar var gagnrýnd, m.a. fyrir
það að ekki voru nægjanlega margir
hreinræktaðir snúsarar með í úrtak-
inu (sem höfðu snúsað nægjanlega
lengi). Hún átti því í erfiðleikum
með að draga ályktanir um afleið-
ingar snúsnotkunar. Þrátt fyrir
þessa aðferðafræðilegu annmarka
sýndi hún fram á að snúsarar voru
40% líklegri til að deyja úr hjarta-
sjúkdómum en þeir sem aldrei
höfðu notað tóbak.
Kaffí
hvað?
Að líkja áhrifum nikótíns á hjart-
að og taugakerfið hjá snúsara og
reykingamanni við kaffi hjá meðal-
kaffineytenda (eins og Víðir gerir)
er dálítið sérkennilegt. Meðalsnús-
ari fær í sig álíka nikótínmagn og sá
sem reykir 20-30 sterkar sígarettur
á dag. Það hefur verið mælt að slík
neysla hefur í för með sér að hjartað
þarf að slá u.þ.b. milljón aukaslög á
ári.
Um leið dregur nikótínið saman
UTSKRIFTARGJOF
Fallegt úr hentar við öll tækifæri
wUMcih \
m0num jf
s s
Ursmiðafélas Islanðs
Gotf úr er gjöf sem endist!
æðamar svo blóðið þarf að fara
gegnum þrengri æðar sem leiðir til
aukins blóðþrýstings.
Að fara offari
í ályktunum
Víði verður tíðrætt um dr. Fritz
Huhtasaari. Svar: Niðurstöður dr.
Huhtasaari um snús eru afar var-
hugaverðar. Víðir getur e.t.v. frætt
mig um eftirfarandi: 1) Þegar búið
er að útiloka þá sem hafa reykt,
hvað verða þá margir snúsarar eft-
ir? 2) í hvað mörg ár höfðu þeir not-
að snús? 3) Hvaða áhrif hefur þetta
á marktækniútreikninga? 4) Snúsar-
ar hjá Huhtasaari voru 50% líklegri
til að deyja úr hjartaáfalli. Þetta var
þó ekki marktækt.
Hvers vegna?
Skoðanabræður?
Ef Víðir hefði lesið milli línanna
hefðir hann e.t.v. áttað sig betur á
líkingunni. Fljótlega eftir að tóbakið
barst til Evrópu með mönnum Kól-
umbusar fóru sumir að vara við því.
Þó var yfirgnæfandi meirihluti á
þeirri skoðun að reykingar væru
hættulausar, jafnvel hollar. Lengi
vel var ekki hægt að sýna framá
ályktanir um áhrif
snús á krabbamein.
tengsl þeirra við krabbamein. Það
var ekki fyrr en upp úr 1950 að fyrir
lágu langtímarannsóknir. Rann-
sóknimar vom þó um margt gallað-
ar. Tóbaksiðnaðurinn, söluaðilar og
forfallnir neytendur ríghéldu lengi
vel í þetta. A svipaðan hátt ríghalda
nú snúsframleiðendur, söluaðilar og
forfallnir neytendur í niðurstöður
faraldsfræðilegra rannsókna sem
ekki hafa enn sýnt fram á skaðsemi
snúsins vegna aðferðafræðilegra
takmarkana.
Rangfærslur
Víðir skrifar: ,Ásgeir segir engar
rannsóknir hafa verið gerðar á snúsi
og krabbameinshættu í meltingar-
vegi. Þetta er rangt....“ Svar: Ég
sagði „maga, nýmm, þvagfæmm og
brisi“ og að engin rannsókn hafi
verið gerð sem stæðist ströngustu
kröfur rannsókna á faraldsfræði
krabbameina. Mér er vel kunnugt
um þessar rannsóknir sem Víðir
vitnar í og þekki ágætlega aðila inn-
an Karolinska sem hafa metið for-
Víðir skrifar: „... ég fagna öllum
nýjum upplýsingum sem frá vísinda-
samfélaginu koma. Það ætti Ásgeir
líka að gera.“ Svar: Að sjálfsögðu
geri ég það enda vísindamaður að
atvinnu. En ég geri þær kröfur að
vísindarannsóknir standist aðferða-
fræðOegar lágmarkskröfur. En
fyrst Víðir er svona áhugasamur um
nýjar rannsóknarniðurstöður er
Vert að upplýsa hann um að nýlega
var gerð í Stokkhólmi stór rannsókn
á 10.000 einstaklingum á vegum
Karolinska Institutet. Þar kom m.a.
í ljós að snúsarar era næstum því
þrisvar sinnum líklegri til að þróa
sykursýki en þeir sem aldrei hafa
snúsað. Þessar niðurstöður em það
nýjar að þær eru ennþá óbirtar.
Þær komu mönnum nokkuð í opna
skjöldu og em e.t.v. bara toppurinn
á ísjakanum. Því miður. Tíma-
sprengjan tifar. Ég óska þess inni-
lega að Víðir hafi á réttu að standa
en því miður er ég hræddur um að
hann lifi í heimi sjálfsblekkingar.
Höfundur er doktor f læknavfsindum
og starfar á samfélagslækningadeild
í Stokkhólmi.
Bilið milli eftirlaunafólks
og launþega gliðnar II
BILIÐ milli eftirlaunaþega og
launþega hefur gliðnað á undan-
förnum áratugum. Fyrir tæpum 30
ámm var m.a. fyrir tilstilli verka-
lýðshreyfingarinnar gert ráð fyrir
að gmnnlífeyrir, tekjutrygging og
aðrar greiðslur tryggðu eftirlauna-
fólki um 90% af meðallaunum
verkamanna í Reykjavík og ná-
grenni. Þetta hefur ekki gengið
eftir eins og skýrt er í fyrri grein
er birtist í Mbl. 16.5.00.
Baráttumál
eldri borgara
1. Leiðrétting grannlífeyris og
tekjutryggingagreiðslna í takt við
launaþróun.
2. Leiðrétting á skattleysis- og
frítekjumörkum.
3. Leiðrétting á sköttum (sbr.
grein 16.05.00. í Morgunblaðinu).
4. Eftirmannagreiðslur.
FEB hefur birt bréf til félags-
manna, þar sem spurt er um „eft-
irmannagreiðslur" og óskað eftir
upplýsingum frá félögunum. En
t.d. í lögum LSR eru skýr ákvæði
um að „sá er hættir störfum skal
taka laun í samræmi við er eftir-
maður fær“. Á þriðja hundmð
bréfa hefur borist. FEB mun
rannsaka þessi mál og væntir sam-
vinnu við LSR. Þetta er mjög flók-
ið mál. Fleiri mál mætti nefna sem
FEB mun taka til athugunar, t.d.
hafa orðið athygliverðar breyting-
ar á högum eldri borgara í Banda-
ríkjunum sem eru eftirtektarverð-
ar.
Vinnufrelsi
Fyrir allmörgum áram gengu
dómar í Minnesotafylki, Kanada
og síðan í Bandaríkjum, sem
tryggja eftirlaunafólki vinnufrelsi í
samræmi við stjórnarskrá. Ekki er
lögum samkvæmt hægt að ýta 67
eða 70 ára opinberum stafsmönn-
um af vinnumarkaði. Að vísu held-
ur fólk ekki yfirmannsstöðunni ör-
ugglega en þeir eiga rétt á að
halda vinnu hjá hinu opinbera allt
til 74 ára aldurs. Einkastofnanir
fara oft þessa leið.
Landlæknir lagði
fram tillögur um
sveigjanlegan eftir-
launaaldur 1989 og 10
ámm síðar lögðu 10
stj órnarþingmenn
fram þessa tillögu,
1999.
Tekjutenging
Öldungadeildin í
Bandaríkjunum sam-
þykkti nýlega með öll-
um greiddum atkvæð-
um að ellilífeyrisþegar
sem halda áfram starfi
65-69 ára geta nú unn-
ið áfram án þess að
tapa krónu af lífeyri ef tekjur
þeirra fara ekki yfir 17000 dollara
á ári, þ.e. 1,2 millj. ísl. (USA today
23/3 2000).
Þessi lög vom samþykkt með
öllum greiddum atkvæðum í
bandaríska þinginu. Clinton forseti
Aldradir
Fyrir allmörgum árum
gengu dómar 1 Minne-
sotafylki, Kanada og
síðan í Bandaríkjum,
segir Olafur Olafsson,
sem tryggja eftirlauna-
fólki vinnufrelsi í sam-
ræmi við stjórnarskrá.
hefur upplýst að hann samþykki
lögin. Samkvæmt lögum sem nú
falla úr gildi missti fólk 1 dollar af
hverjum 3, er það vann sér inn. Þá
hafa menn rutt úr vegi lögum er
sett voru á krepputímum, þegar
mikið var um atvinnuleysi. Reikn-
að er með að ef þessi lög hefðu
ekki verið samþykkt
hefðu 800.000 manns
tapað að meðaltali
600.000 kr. á ári. En
vissulega greiðir
þetta fólk hærri
skatta. Þeir sem náð
hafa 70 ára aldri fá
uppbætur. Lögin eru
afturvirk frá 1. jan-
úar 2000. Þessi lög
taka mið af að eldra
fólk er að öllu jöfnu
heilsuhraustara and-
lega og líkamlega en
jafnaldrar þeirra fyr-
ir 20-25 árum. En
meginrökin eru að
stjórnvöld í Banda-
ríkjum virðast skilja að með því að
stuðla að sem mestri virkni meðal
eftirlaunaþega sparast fé og heilsa
græðist. Óvirkir ellilífeyrisþegar
draga sig fyrr í hlé, af því hlýst oft
óyndi, lélegra heilsufar og ótíma-
bær vistun á öldmnarstofnun.
Samráðsfundir
Frá því að fyrri grein, í Morgun-
blaðinu þann 16.5.00, var rituð hef-
ur verið haldinn 3ji samráðsfundur
með ráðherrum um málefni eldri
borgara. Fulltrúar eldri borgara
lögðu fram útreikninga er sýndu
að stöðugt gliðnar bilið milli eftir-
launafólks og launafólks. Þessum
útreikningum var ekki mótmælt og
lofað var að taka þá til skoðunar.
Forsætisráðherra sagði að bilið
milli eftirlaunamanna og launþega
skyldi ekki gliðna framvegis. Fleiri
mál voru rædd, s.s. staða öryrkja
(veikra aldraðra) og einkarekstur
hjúkrunarheimila. Óneitanlega
vöktu orð forsætisráðherra og
undirtektir nokkrar væntingar og
búist er við fundi innan skamms.
Verður nánar skýrt frá þeim við-
ræðum eftir næsta fund.
Höfundur er fyrrverandi landlæknir.
Ólafur
Ólafsson
H ■ pn.U-•' >'^l:
t rrDrmíi ■> • nTi.'
vti/Tm ;,.yTns
ú- • :1! ISP.iWfilPRSIWHI
ristarefni-þrep-pallar
> SINDRI
Borgartúni 31 • s. 575 0000 • www.sindri.is