Morgunblaðið - 20.05.2000, Síða 74

Morgunblaðið - 20.05.2000, Síða 74
74 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Morgunblaðið/Kristinn Safnadarstarf Tónlistar- guðsþjón- usta í Bessa- staðakirkju í TILEFNI þessa hátíðarárs kristn- innar verður efnt til tónlistarguðs- þjónustu í Bessastaðakirkju sunnu- daginn 21. maí kl. 14:00. Eins og yíirskrift guðsþjónustunn- ar ber með sér verður sérstök áhersla lögð á glæsiiegan tónlistar- flutning, enda fólk í hátíðarskapi. Þama munu koma fram Álftanes- kórinn, ásamt einsöngvurum, auk hljómsveitar og orgelleiks. Flutt verður m.a. Trumpet Vol- untary eftir Pureell, Laudate Domin- um eftir W.A. Mozart og Gloria eftir Vivaldi Flytjendur eru: Marta Guð- rún Halldórsdóttir, sópran, Hallveig Rúnarsdóttir, sópran, Anna Sigríður Helgadóttir, alt, Eiríkur Örn Páls- son, trompet, Daði Kolbeinsson, óbó, strengjasveit og Alftaneskórinn. Stjómandi tónlistar: Jóhann Baldv- insson. Sóknarböm Bessastaðasókn- ar hafa aðra ástæðu til að gleðjast í kirkjunni sinni, auk hátíðarársins. Heimild fékkst fyrir kaupum á nýju orgeli til kirkjunnar síðastliðið haust og var það Björgvin Tómasson or- gelsmiður sem sá um smíði þess. Þykir smíðin hafa tekist afar vel og falla vel að innviðum Bessa- staðakirkju. Við skulum því fjölmenna í Bessa- staðakirkju næstkomandi sunnudag og hlýða á ijölbreytta glæsilega tón- list og lofa Drottin í tali og tónum. Allirvelkomnir. Hans Markús Hafsteinsson, sðknarprestur Garðaprestakalls. Barna- og unglingakór Akureyrar- kirkju í Grafar- vogskirkju Á MORGUN, sunnudag, mun Bama- og unglingakór Akureyrar- kirkju syngja við fjölskylduguð- sþjónustu í Grafarvogskirkju kl. 11. Stjómandi er Jón Halldór Finnsson. Organisti Akureyrarkirkju, Bjöm Steinar Sólbergsson, mun leika á orgel. Einn af prestum Akureyrar, séra Jóna Lísa Þorsteinsdóttir, mun prédika og þjóna fyrir altari. Að lok- inni guðsþjónustu verður haldinn að- alsafnaðarfundur Grafarvogskirkju. Auk aðalfundastarfa verður fjallað um vígslu Grafarvogskirkju og kirkjusel. Léttar veitingar eru í há- deginu. Sóknamefnd og prestar. Messur liðinna alda í Kópa- vogskirkju SUNNUDAGINN 21. maí, kl. 14:00, verður í Kópavogskirkju 19. aldar leirgerðarmessa. í tilefni af 1000 ára kristnitökuaf- mæli Islendinga, var ákveðið að á dagskrá Reykjavíkurprófastsdæma yrðu sérstakar messur er fjölluðu um gamla messusiði og sýndu okkur lítil- lega inn í þjóðlíf fyrri alda. Messur liðinna alda eiga að vekja fólk til umhugsunar um andblæ liðins tíma, bæði þjóðfélagslega og guð- rækilega, þannig er notað tiltækt efni frá ákveðnum tfmum fyrri alda til að vinna úr. Þá er einnig reynt að varpa ljósi á hvernig kristin messa þróaðist í gegnum aldimar, með því að velja hverri messu stað á mismun- andi tímabili. I messunni er sungið tón og sálm- ar þess tíma sem messan er tileink- uð, í predikun eru tíðarandanum gerð skil og aðrir hlutar messunnar framkvæmdir eins og talið er að þeir hafi verið iðkaðir á því tímabili sem er til um- fjöllunar í hvert sinn, þó með hliðsjón af okkar tímum. Þessar messur eru almennar messur, en ekki leiksýningar, þannig koma almennir kirkjugestir til kirkju eins og venju- lega og taka þátt í messunni. Bækl- ingur sem útskýrir messumar svo og hvar og hvenær þær eru haldnar og um hvaða tíma þær fjalla, hefur verið dreift í allar kirkjur í prófastsdæm- unum og er fólk hvatt til að ná sér í eintak. Messan í Kópavogskirkju er sjöunda og um leið síðasta messan af sjö messum undir heitinu „Messur liðinna alda“. Þessi messa er tileink- uð Leirgerði og er tímabilið 19. öldin. Messan sem verður sungin er í sam- ræmi við messuformið frá 1801 eins og það er að finna í Sálmabókinni sem kennd var við Leirá í Borgar- firði þar sem hún var prentuð, og kölluð Leirgerður. Ekki er laust við að í því heiti felist nokkur áfellisdóm- ur um sálmakveðskapinn. Athygli er vakin á sýningu í and- dyri kirkjunnar á bókum og munum sem tengjast þessum tíma. Kirkju- kaffi verður að lokinni messu. Ray McGraw í Kefas í DAG, laugardaginn 20. maí, verður Ray McGraw gestaprédikari í Kefas, kristnu samfélagi, Dalvegi 24, Kópa- vogi. Ray McGraw er trúboði, for- stöðumaður og kennari frá Kanada og hefur verið hér á landi síðustu daga með námskeið um það hvemig hægt er að ijúfa ættarbölvanir, reka út illa anda og lækna sjúka. Sam- koman hefst kl. 14 og eru allir hjart- anlega velkomnir. Endurbótum fagnað í Dómkirkjunni SUNNUDAGINN 21. maí er því fagnað að lokið er umfangsmiklum endurbótum á Dómkirkjunni í Reykjavík. Þær hafa lánast einkar vel. Kirkjan er hin fegursta utan sem innan, fyrirkomulag hefur verið bætt og hljómburður er orðinn góður. Af því tilefni er haldin hátíð og gestum hefur verið boðið. Söfnuðurinn er hvattur til að fylla kirkjuna og láta ánægju sína og þakk- læti í ljós. Um morguninn kl. 11 verður fjölskyldu- guðsþjónusta, upp- skeruhátíð árangurs- ríks bamastarfs. Sr. Jóna Hrönn Bolla- dóttir fræðari í Dómkirkjusókn sér um þá guðsþjónustu. Kór Vestur- bæjarskóla syngur undir stjóm Svövu Þórðardóttur. Hátíðarmessa verður kl. 14 þar sem prestar kirkjunnar þjóna fyrir altari ásamt herra Karli Sigur- bjömssyni biskupi sem flytur stól- ræðuna. Dómkórinn syngur. Marteinn H. Friðriksson dómorg- anisti leikur svo á sembal kirkjunnar frá kl. 17. Aðgangur ókeypis. Uppskeruhátíð barnastarfs Dómkirkjunnar SUNNUDAGINN 21. maí kl. 11:00 verður fjölskylduguðsþjónusta í Dómkirkjunni. Kór Vesturbæjar- skóla laðar fram ljúfa tóna en það er Svava Þórðardóttir sem stýrir kóm- um, einnig verður talað til bamanna í gegnum brúðuleikhús og margt fleira verður til að kæta hugann. Strax að lokinni guðsþjónustunni kl. 11:45 verður farið í rútu upp að Reynisvatni. Áætlað er að koma þangað kl. 12:05. Þar verður byijað á því að grilla pylsur. Þegar búið er að næra líkamann hefst veiði í vatninu. Þeir sem vilja ekki veiða geta farið á hestbak eða í leiki. Áætlaður heim- ferðartími er kl. 14:30. Öll fjölskyld- an er velkomin í þessa ferð og líka ömmur og afar. Eina sem fólk þarf að taka með sér em veiðistangir og góða skapið. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir. Kvöldmessa í Grensáskirkju KVÖLDMESSA verður í Grensás- kirkju annað kvöld, 21. maí, kl. 20:00. Að þessu sinni verður sérstaklega beðið fyrir æsku þjóðarinnar. Mikilvægt er að komast gegnum unglingsárin án þess að festast í neti fíkniefna og annars óþverra sem leggur líf margra í rúst. Framundan er sumarið með tilheyrandi fríum og ferðalögum. Þá gefst kærkomið tækifæri til að eiga ánægjustundir í birtu og yl en því miður liggur freistarinn oft í leyni þegar á að njóta lífsins. I kvöldmessunum er mikið lagt upp úr því að hafa einfalt form og hlýlegt yfirbragð. Mikið er sungið og minna talað en almennt í messum. Að sjálfsögðu em allir hjartanlega velkomnir í Grensáskirkju í þessa kvöldmessu, eins og endranær. Námskeið í gerð altarisbrauðs I DAG, 20. maí, verður námskeið í gerð altarisbrauðs í Langholtskirkju kl. 10-12. Námskeiðið er á vegum Reykjavíkurprófastsdæmis vestra og er haldið að beiðni biskups Is- lands til að undirbúa kristnihátíðina á Þingvöllum 1.-2. júlí nk. Hvatning biskups er á þá leið að í hverju prófastsdæmi verði námskeið um gerð altarisbrauðs og úr hverju prófastsdæmi komi hluti af því brauði sem notað verður við altaris- gönguna í hátíðarmessu á Þingvöll- um. Á námskeiðinu verða kynntar uppskriftir til að baka altarisbrauð, þá verður fræðsla um altarisgöng- una, helgihald og kærleiksmáltíðar neytt. Eg hef beðið um að fulltrúar komi úr öllum sóknum prófastsdæmisins, en ailir em velkomnir. Jón D. Hróbjartsson prófastur. KEFAS, Dalvegi 24. Laugardagur 20. maí: Samkoma kl. 14. Gesta- prédikari: Ray McGraw. Söngur, lof- gjörð og fyrirbæn. Þriðjudagur 23. maí: Bænastund kl. 20:30. Miðviku- dagur 24. maí: Samverastund unga fólksins kl. 20:30. Föstudagur 26. maí: Bænastund unga fólksins kl. 19:30. Allir hjartanlega velkomnir. Boðunarkirkjan, Hlíðasmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11. Allir hjartanlega velkomnir. Á morg- un er Ragnheiður Ólafsdóttir Lauf- dal með prédikun og Steinþór Þórð- arson með biblíuíræðslu. Barna- og unglingadeildir á laugardögum. Súpa og brauð eftir samkomuna. Þorlákskirkja. Aðalfundur safn- aðarins fimmtudaginn 25. maí kl. 20. Sóknarprestur. Víkurprestakall i Mýrdal. Kirkju- skólinn í Mýrdal er með samveru á laugardagsmorgnum kl. 11:15 í Vík- urskóla. Sjöunda dags aðventistar á ís- landi: Aðventistar frá öllum kirkjum munu hittast í Hlíðardalsskóla, Ölf- usi. Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11:15. Ræðumaður: Björgvin Snorrason. Hádegismatur kl. 12:30. Eftir hádegi em tónleikar Unglinga- kórs Selfosskirkju ásamt öðmm upp- ákomum. Heillaóskaskeyti Símans er sí^ild kvedja á fermin^arda^inn Móttaka símskeyta er í sima 146. Við bendum fólki sérstaklega á þá þægilegu leið að panta sendíngu fermingar- skeyta á Internetinu eða panta bið- skeyti fram í tímann. Skeytin verða borin út á fermingardaginn. 1OO0 KRISTIN TRU í ÞÚSUND ÁR ÁRIÐ2000 FRÉTTIR Íslandssími hefur þjón- ustu á Norð- urlandi ÍSLANDSSÍMI hefur hafið rekstur eigin fjarskiptakerfis á Norðurlandi. Það var Valgerður Sverrisdóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, sem hringdi fyrsta símtalið um símstöð Íslandssíma úr húsnæði Svars hf. sem er sölu- og þjónustuaðili Islands- síma á Akureyri. Iðnaðar- og við- skiptaráðherra hringdi í Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóra á Akureyri, sem var staddur á fundi hjá Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga. Með þjónustu Islandssíma á Akur- eyri og fyrsta símtali ráðherra er um leið hafin samkeppni á fastlínukerf- inu á Norðurlandi og reyndar er þetta íyrsta samkeppnin á sviði síma- og fjarskiptamála á landsbyggðinni, ef frá er talinn GSM-farsímarekstur. Þegar hefur á annan tug fyrirtækja, allt frá Blönduósi í vestri til Húsavík- m- í austri, ýmist hafið viðskipti við Islandssíma á einstökum sviðum eða falið honum rekstur fjarskiptakerfa sinna að öllu leyti. Fleiri samningar eru í burðarliðnum. Öll símtöl þessara og annarra við- skiptavina Íslandssíma munu fara um símstöð Islandssíma sem staðsett er í húsakynnum fyrirtækisins í Reykja- vík. í hverjum byggðakjama á Norð- urlandi er hins vegar að finna sam- starfsfyrirtæki Islandssíma sem ýmist hýsa tækjabúnað eða þjónusta viðskiptavini Íslandssíma. Þessi fyr- irtæki era: TölvuMyndir hf. á Akureyri en TölvuMyndir em stærsti vinnustaður tölvunarfræð- inga og kerfisfræðinga utan Reykja- víkur. TölvuMyndir sérhæfa sig með- al annars í almennri rekstrarþjón- ustu við staðamet og víðnet ásamt því að reka öfluga Intemet-veitu. Þekk- ing hf. á Akureyri hýsir ATM hnút Islandssíma. Svar hf. er einnig samstarfsaðili Islandssíma á Akureyri en Svar hf. rekur verslun auk þess að vera með sölu og þjónustu á síma- og tækni- búnaði til fyrirtækja. Þá er EGJ sam- starfsfyrirtæki Íslandssíma á Húsa- vík en EGJ selur tæknibúnað til fyrirtækja og þjónustar hann einnig. Loks er það Element á Sauðár- króki sem er sölu- og þjónustuaðili tölvu- og hugbúnað. ----------------- Skólaskrifstofa Hafnarfj ar ðar fær styrk úr Forvarnarsjóði Meðferðarúr- ræði fyrir börn með hegðunar- erfiðleika HEILBRIGÐIS- og tryggingamála- ráðherra hefur samþykkt tillögu áfengis- og vímuvarnaráðs að úthlut- un úr forvamasjóði, um að úthluta Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar kr. 1.000.000 til verkefnisins „PMT-að- ferðin til að fyrirbyggja hegðunar- erfiðleika hjá bömum. Foreldraráð- gjöf‘. PMT er skammstöfun á Parent Management Training og er aðferðin ætluð foreldmm bama sem eiga í miklum hegðunarerfiðleikum. Meðferðarúrræðið er þróað af bandarískum sérfræðingi, Gerald Patterson, en hann rekur meðferðar- stofnun í Oregon í Bandaríkjunum og stundar rannsóknir á árangri meðferðar samhliða meðferðarvinnu. Rannsóknir sýna að meðferðarúr- ræðið dregur vemlega úr hegðunar- erfiðleikum á heimili og í skóla. Það hefur einnig jákvæð áhrif á systkini og samskipti í fjölskyldu. Mikilvægt er að bamið sé ekld komið á ungl- ingsaldur þegar meðferð hefst og hefur hún mest áhrif ef barnið er á aldrinum 4-8 ára. PMT gerir miklar kröfur til for- eldra og rannsóknir sýna að aðferðin nýtist síst í fjölskyldum sem eiga við félagslega erfiðleika að stríða.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.