Morgunblaðið - 20.05.2000, Page 80
SO LAUGARDAGUR 2p. MAÍ 2000
FRÉTTIR
I DAG
MORGUNBLAÐIÐ
Lionsklúbburinn Freyr
Morgunblaðio/Golli
Gefur tæki til
bjargar mannslífum
LIONSKLÚBBURINN Freyr hefur
gefið björgunarsveitinni Ársæli
hlustunartæki. Tækið er af gerð-
inni DELSAR og er ætlað til að
leita í rústum eftir náttúruhamfar-
ir. Tækið er svipað því og notað var
af bandarískri björgunarsveit við
leit í húsarústum í Tyrklandi eftir
jarðskjálftann mikla á siðasta ári.
Eins og kunnugt er tóku íslending-
ar þátt í björguninni. Nýja DELS-
AR-tækið er af nýrri kynslóð og
mun fullkomnara en þau af eldri
gerðinni.
Gjöfin rennir styrkum stoðum
undir alþjóðlega björgunarsveit,
sem stendur til að stofna hér á
landi.
Lionsklúbburinn Freyr var stofn-
aður 1968 og hefur síðan þá veitt úr
líknarsjóði um það bil 80 milljónir
króna. Því má með sanni segja að
jóladagatölin frá Lions komi að
góðum notum.
Morgunblaðið/Kristinn
Fulltrúar Lionsklúbbanna Fjörgyn og Fold afhenda fulltrúa augndeild-
ar Landspítalans sjónhimnurita.
Gáfu augndeild Land-
spítalans sjónhimnurita
LIONSKLÚBBURINN Fjörgyn
og Fold afhentu á 10 ára afmæli
sínu augndeild Landspítalans full-
kominn tækjabúnað til sjónhimnu-
ritunar. Samskonar tæki eru notuð
á virtum sjúkrahúsum erlendis,
m.a. við rannsóknasjúkrahús há-
skólanna í Harvard og Stanford í
Bandaríkjunum, segir í fréttatil-
kynningu frá augndeild Landspít-
alans. Kaupverð er 1,7 milljónir
króna.
Einnig segir: „Sjónhimnurit er
aðferð sem notuð er til að meta
ástand taugafrumna í auga sem
skynja ljós, svokallaðra Ijósnema.
Sérhver einstaklingur hefur sitt
sérstaka sjónhimnurit og saman-
burður á endurteknum mælingum,
t.d. með nokkurra ára millibili, leið-
ir í ljós hvort breytingar hafa orðið í
starfsemi ljósnemanna. Ritann er
hægt að nota til þess að ákvarða
breytingar eða truflanir í starfsemi
ljósnema af völdum sjúkdóma, áður
en önnur einkenni þeirra koma
fram. Tækið nýtist vel til þess að
greina ýmsa augnsjúkdóma á
frumstigi þeirra, t.d. „retinitis pig-
mentosa“og meðfædda náttblindu. “
Norðurland
Almennir stjórnmálafund-
ir Frjálslynda flokksins
FRJÁLSLYNDI flokkurinn
boðaði til almennra stjórnmála-
funda á Bolungarvík og ísafirði
í aprfl en gengst fyrir almenn-
um stjómmálafundum á Norð-
urlandi á næstunni.
Fundirnir verða sem hér seg-
ir: Sunnudag 21. maí, Kaffi
Króki á Sauðárkróki kl. 16,
mánudag 22. maí, Bakka í Hrís-
ey kl. 16, mánudag 22. maí,
Sandhóli á Ólafsfirði kl. 20:30 og
þriðjudag 23. maí á Hótel Húsa-
vík kl. 20:30.
Stuttar framsögur flytja:
Guðjón A. Kristjánsson, Sverrir
Hermannsson og Gunnar Ingi
Gunnarsson.
Að því loknu verða umræður.
Allir velkomnir.
VELVAKAMDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Fjárskortur
sjúkra-
húsanna
MIG langaði til að vekja
athygli á frétt sem birtist í
Morgunblaðinu 16. apríl sl.
um biðlista á sjúkrahúsun-
um. Þar er sagt að 7229
manns séu á biðlista sam-
kvæmt Landlæknisem-
bættinu. Sem dæmi um þá
sem bíða eru 977 á biðlista
eftir bæklunaraðgerð, 930
á biðlista eftir háls-, nef-
og eyrnaaðgerð. Það eru
um 900 manns sem bíða
eftir endurhæfingu, 655
eftir plássi á kvensjúk-
dómadeild og 252 eftir
hjartaaðgerð. Það kom
fram síðar í fréttum að
þessir biðlistar væru til-
komnir vegna fjárskorts.
Það virðist þurfa að endur-
skipuleggja allt fjármagn
hjá sjúkrahúsunum. Það
vantar algerlega allt pen-
ingainnstreymi inn á
sjúkrahúsin. Félagasamtök
og einstaklingar eru að
safna og færa sjúkrahús-
unum alls konar tæki til
styrktar og er það hið
besta mál. Fjármálafyrir-
tæki og vel stæðir einstakl-
ingar hér á landi eru farnir
að kaupa banka erlendis og
fjárfesta í hinum ýmsu fyr-
irtækjum. Það virðist vera
til nægt fjármagn. Því ekki
að leyfa þeim sem eru vel
stæðir og hafa efni á að
greiða fyrir aðgerðir að
hafa forgang? Þá kæmi að
minnsta kosti eitthvert
fjármagn inn á sjúkrahús-
in. Þetta er hið viðkvæm-
asta mál, en það vantar
samt sem áður algerlega
umræður um þessi mál.
Það er hræðilegt til þess að
hugsa að fólk bíði sárlasið í
eitt til tvö ár eftir aðgerð-
um vegna þess að sjúkra-
húsin hafa ekki fjármagn
til þess að framkvæma að-
gerðir.
G.S.
Ráðstöfun fjármagns í
kosningabaráttunni
MER finnst það vítavert
að Ástþór Magnússon og
Sverrir Stormsker kosti
þjóðina um það bil 50 millj-
ónir í vonlausri kosninga-
baráttu. Mig langar til að
vekja fólk til umhugsunar
um þessi mál. Einnig vil ég
varpa fram þeirri spurn-
ingu hvort þetta sé ekki
vítavert. Ég vil kalla þá til
ábyrgðar. Það væri nær að
þessir peningar væru látn-
ir ganga til ellilífeyrisþega
og öryrkja. Þar væri þess-
um peningum vel varið.
Skúli Einarsson.
Undirskriftalistar
vegna Friðar 2000
FYRIR stuttu bönkuðu
upp á hjá mér tvær ungar
stúlkur og buðu mér að
taka þátt í undirskrift fyi’ir
Frið 2000. Mér fannst það
alveg sjálfsagt mál, en vildi
fá betri upplýsingar um
hvað málið snérist. Þá
sögðu þær mér að þetta
væru undisrkriftalistar
fyrir framboð vegna for-
setakosninganna. Mér
finnst það óheiðarlegt þeg-
ar fólk gengur í hús og seg-
ir fólki að þetta sé vegna
Friðar 2000, en reynist svo
ekki vera. Þetta eru óheið-
arleg vinnubrögð. Ég sá að
margir höfðu þegar ritað
nöfnin sín á hstana og er
ég viss um að fólk hefur
haldið að það væri að
styðja Frið 2000.
Pálína Magnúsdóttir,
Asparfelli 12.
Tapað/fundid
Lyklakippa fannst
LYKLAKIPPA fannst í
Safamýri miðvikudaginn
17. maí sl. Upplýsingar í
síma 557-2726.
Telpuþríhjól
hvarf við Rauðalæk
RAUTT og hvitt telpuþrí-
hjól hvarf af róluvellinum
við Laugalæk fyrir nokkru.
Hjóhð er merkt „María
Egilsdóttir Rauðalæk 18
sími 568-9628“. Vinsamleg-
ast skilið hjólinu á Rauða-
læk 18 eða hringið í síma
568-9628 eða 892-8590.
Dýrahald
Síarasköttur óskast
ÉG óska eftir að fá árs-
gamalt, ógelt síamsfress
gefins. Upplýsingar í síma
696-0814 eða 692-4049.
Morgunblaðið/Ásdís
Víkverji skrifar...
AÐ þóttu tíðindi meðal knatt-
spyrnuáhugamanna þegar það
spurðist út síðla vetrar að KR-ingar
ætluðu að breyta um keppnisbún-
ing. Víkverji varð eins og margir
aðrir hissa á þeirri ákvörðun, ekki
síst þegar hulunni var svipt af nýja
búningnum. Svart-hvíti röndótti
búningurinn, sem KR-ingar hafa
notast við lítið breyttan í hundrað
ár, var sennilega orðinn eitt þekkt-
asta vörumerki á Islandi en nú hefur
honum verið breytt svo mikið að
hann er nánast óþekkjanlegur. Vík-
verji hefur enn ekki hitt þann KR-
ing sem telur breytinguna til bóta
þótt flestir reyni að bera sig manna-
lega. Víkverja fannst athyglisvert
þegar hann heyrði fróðan mann líkja
búningaævintýni KR-inga við það
þegar Coea Cola ætlaði sér að
breyta uppskriftinni að kóki, þess-
um útbreiddasta drykk á jörðinni
(fyrir utan vatn), og setja á markað-
inn „nýtt kók“. Þá leið ekki á löngu
áður en viðbrögð markaðarins komu
viti fyrir stjórnendurna og þeir
héldu áfram að selja fólki gamla
„góða drykkinn“. Sennilega er búið
að brenna uppskriftina að „nýja
kókinu". Almennt er þessi tilraun
fyrirtækisins talin eitt mesta mark-
aðssetningarklúður í sögunni. Lær-
dómurinn sem menn hafa dregið af
hrakfallasögunni um „nýja kókið“ er
sígildur: „If it works, don’t fix it“,
þ.e. ekki reyna að laga það sem er í
lagi.
Hafi Víkverji verið hallur undir
þessa kenningu félaga síns áður en
Islandsmótið hófst runnu á hann
tvær grímur þegar hann sá KR-inga
hlaupa út á Laugardalsvöllinn til
fyrsta leiks sumarsins. Liðið var
nefnilega ekki klætt í nýja og
breytta búninginn, sem þó var boð-
inn stuðningsmönnum sérstaklega
til sölu með auglýsingum á leikdag-
inn, heldur voru leikmenn í nýjum
varabúningi félagsins. Getur verið
að KR-ingar sjálfir séu svo van-
trúaðir á breytingarnar að þeir þori
ekki að sýna nýja vörumerkið ann-
ars staðar en í Frostaskjóli? Eða
ætla þeir kannski að verða fyrstir ís-
lenskra liða til þess að spila í einum
keppnisbúningi á heimavelli og öðr-
um á útivelli hvort sem búningur
heimaliðsins kallar á slíkar tilfær-
ingar eða ekki? Það væru nokkur
tíðindi og kannski er sú skýring ekki
ólíkleg þegar litið er til þess að fé-
lagið er nú hlutafélag sem er rekið í
hagnaðarskyni. Því fleiri búninga
sem liðið notar því fleiri búninga má
selja hverjum stuðningsmanni. Lið-
ið á þegar svo marga stuðnings-
menn að það getur tæpast aukið
tekjur sínar af búningasölu að marki
með aukinni velgengni á vellinum.
Tekjumöguleikarnir liggja í því að
skipta nógu oft um búning og hafa
nógu marga búninga í takinu hverju
sinni. Þetta hafa þeir í Frostaskjóli
kannski lært af Manchester United
sem skiptir árlega um útfærslu af
aðalbúning, varabúning og gott ef
ekki líka vara-varabúning.
xxx
EN talandi um Manchester Unit-
ed. Víkverja fannst sérstaklega
athyglisvert að fá að sjá þennan
gráa varabúning KR-inga á fimmtu-
dagskvöldið. Kona Víkverja, sem
hefur auga fyrir fatahönnun, sagði
að hann væri „flottur“ og vel heppn-
aður. En Víkverji sá strax að þarna
voru loksins komnir í leitirnar
gömlu, gráu varabúningarnir sem
Manchester United notaði einu sinni
og aðeins einu sinni í leik á móti
Southamton og frægt varð. Leikið
var í þoku og gráklæddir Manchest-
er-mennirnir sáu ekki hver annan
og töpuðu stórt. Strax eftir leikinn
voru þessir búningar látnir hverfa
og það reyndist rétt ákvörðun því
síðan hefur heimamönnum á Old
Trafford gengið allt í haginn eins og
kunnugt er. Víkverji hélt alltaf að
Manchester-menn hefðu brennt
gráu búningana en á fimmtudags-
kvöldið komst hann að því að svo var
ekki. Þeir seldu þá í Frostaskjólið.
Fyrr eða síðar mun KR eiga útileik í
þoku.
Víkverji bíður spenntur.