Morgunblaðið - 20.05.2000, Qupperneq 83

Morgunblaðið - 20.05.2000, Qupperneq 83
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000 83 FÓLK í FRÉTTUM Tveir heimar STUNDUM er eins og æðri mátt- arvöld setji saman dagskrár sjón- varpa hjá okkur, svo sérkennilegar eru tilviljanir innan hennar. Sé dæmi tekið af ríkiskassanum sl. sunnudag má sjá þar í einni lest al- þýðuskvaldur Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva og litlu seinna sama kvöld kvikmynd um Ludwig van Beethoven (Immortal Beloved), þar sem tónsmíðar hans komu nokkuð við sögu og stungu undar- lega í stúf við apaspilið í söngva- keppni unglinganna og ættingja þeirra. Segja má að svona óvæntur samanburður hafi verið einskonar menningarslys, vegna þess að í dag er öllum tíma, a.m.k. útvarps- og sjónvarpsstöðva, eytt í sveitaballa- músík unglinganna, en tónlist Beethovens er farið með eins og mannsmorð á sama tíma. Hún er leikin í leynum eins og yfirleitt öll góð tónlist nú til dags. Annars má segja um sveitaballa- músíkina í Evrópusamkeppninni, að hún vakti hina venjulegu sigur- vissu á íslandi. Alþýðan, þrautpínd af skuldum, erfiði daglegs lífs og launaleysi birgði sig upp með kók og popp og kom sér fyrir í sófum og stólum, sem höfðu verið fengin með afborgunum og hristist þar af hug- aræsingi út af gengi eða gengis- leysi íslands. Þegar íslenska lagið lenti aftur fyrir tíunda lag var poppið og kókið á þrotum og gleðin úti. Söngkonan íslenska gat aftur farið að greiða sér eftir að höfuðhár hennar höfðu verið Euro-keppnin verður byrjar fólk aftur að spá íslandi mikilli fram- göngu og fer í sjoppu til að kaupa kók og popp, enda virðist þetta ár- lega Euro-æði halda þjóðinni á lífi. Beethoven liggur aftur á móti kyrrlátur í gröf sinni í Wehringer- kirkjugarði í Vín, þar sem gjörvall- ir Vínarbúar fylgdu honum til graf- ar. Samt hafði honum förlast á seinni árum í flestu nema tónlist- inni. Hann samdi hana ótrauður þótt hann heyrði ekki mælt mál. Hann hafði þessa miklu innri heyrn mikilmenna og hún brást honum ekki. Beethoven andaðist fimmtíu og sjö ára og hafði þá skilað risa- vöxnu ævistarfi. Hann varð heldur stríðlyndur á efri árum eins og menn mega geta nærri; að þurfa að búa við þá einangrun sem heyrnar- leysið skóp honum. Mörg stórbrot- in klassísk verk voru samin á þess- um tímum undir vemdarvæng fursta og smákónga. Þeir vora verndarar lista og bjuggju margir hverjir við þroskaða tónÚstargáfu. SJONVARP A LAUGARDEGI hantérað þannig af sérfræðingi að hún líktist helst illa rúinni kind. Svo þegar næsta Beethoven var einn þeirra allra stærstu. í þetta sinn komst hann í bland við sveitaballamúsík á því hugumstóra íslandi og hafa fáir farið í fötin hans í því efni, nema ef vera skyldi Pavarotti, sem er af róturam sínum látinn syngja með poppuram til að hressa upp á ,;ímyndina“. Seinni þátturinn um Island og kalda stríðið var sýndur á mánudaginn. Hann kom að engu leyti á óvart og var að mestu endur- tekin tugga, sem allir hafa lært ut- an að um þessar mundir og nokkur sjálfslýsing á því hvernig kalda stríðið kom við landann persónu- lega. Þeir einu sem græddu á heild- arímynd þessara tveggja þátta voru vinstri menn, sem enn era látnir komast upp með að bölsótast út í venjulegt fólk fyrir að hafa ekki gefið Sovét opið færi á óvörðu Is- landi og fyrir að hafa ekki staðið með kommúnistum í Víetnam. Að vísu geta vinstri menn á íslandi ekki lengur klagað samlanda sína fyrir herranum í Moskvu af því þeir eru dauðir. Þeir eiga líka af- skaplega lítið erindi í opinbera um- ræðu lengur af því allt sem jók þeim kokhreysti er löngu dautt. Líka er löngu fallið út ákvæði í stjórnmálayfirlýsingum þeirra um að taka beri ísland með byltingu - hvað sem það nú þýddi. Indriði G. Þorsteinsson \' " gí 4-- /Éámmmmmm Kiinghmni, s; 568 9017 Laugavegi, s: 511 1718 fftnlanrl* '< ■ . ■ hörpunm Tiamarbíó 24. maí kl. 18:00 25. maí kl. 18:00 Miðaverð: 1.200 kr Bubbi og ' Bellman Stefnumót vinsælustu söngvaskálda íslendinga og Svía íslenska óperan 22. maí kl. 20:30 örfá sæti laus Miðaverð: 2.000 kr. íslensk tónlist á 20. öld Hvert örstutt spor... Tonlist og söngvar úr leikhúsinu Þjóðleikhúsið 20. maí kl. 13:30 uppselt 23. maí kl. 20:30 Miðaverð: 1.800 kr. Svanavatnið - uppselt Cesaria Evora - uppselt Miðasala Listahátíðar Bankastræti 2 Sími: 552 8588 Opið alla daga: 8:30- 19:00 Sérstakur samstarfsaðili \ Amtm »••• LutaUtíi í Rs f K 20. mai - 8. Juni www.artfest.is íþróttir á Netinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.