Morgunblaðið - 20.05.2000, Síða 84

Morgunblaðið - 20.05.2000, Síða 84
84 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Morgunblaðið/Golli Auðun og ísbjörninn leggja dansandi upp í ferðalag. Dansað Á LITLA sviðinu í Borgarleikhúsinu hanga bæði Noregskonungur og Danakonungur niður úr loftinu, al- gjörlega hreyfingarlausir. En í dag mun Katrín Ingvadóttir hjá íslenska dansflokknum glæða þá lífi er dans- verkið Auðun og ísbjörninn eftir Nönnu Ólafdóttur verður frumflutt á leiklistarhátíð barnanna sem fellur undir hatt Listahátíðar í Reykjavík sem nú stendur yfir. Litla sviðið er baðað bláleitum ævintýraljóma og skyggnum af handriti Áuðunarþátt- ar ísfirska sem dansinn er byggður á er varpað á sviðið. Það er Elín Edda Árnadóttir sem sá um leikmynd og búninga og segir Nanna þær hafa unnið í náinni samvinnu að verkinu. Draumur um ísbjörn „Auðunarþáttur er ein af perlum Islendingasagnanna," segir Nanna brosandi. „Ég var að leita að sögu- efni og var bent á hana en ég hafði ekki lesið hana áður.“ Öll verkin á leiklistarhátíð barn- anna eiga það sameiginlegt að sækja yrkisefni sitt í fornan, íslenskan sagnasjóð en þetta mun vera í fyrsta í ævintýraheimi Auðun og ísbjörninn slá á létta strengi. sinn sem sérstök leiklistarhátíð er haldin hér á landi fyrir börn. „Dans- verkið er vissulega ekki alveg eins og sagan, við búum til sögu sem gagnast okkur, túlkum söguna ekki bókstaf- lega, förum aðrar leiðir því við þurf- um að skila hugsunum okkar og frá- sögninni í dansi,“ útskýrir Nanna. Auðunarþáttur vestfirska fjallar um mann sem á sér þann draum að gefa Danakonungi ísbjörn. Hann er fátækur maður en selur aleigu sína og freistar þess að láta drauminn rætast. Hann hittir fyrst Noregs- konung sem ásælist bjöminn en Auðun gefur sig ekki og fær að lok- dansverkið sem Nanna gerh’ sér- staklega fyrir börn en hún hefur samið mörg verk síðustu árin fyrir Islenska danflokkinn. „Ég hugsaði sem svo að ég skyldi búa til barna- ballett fyrir fullorðna,“ segir Nanna og hlær. „Það er erfitt að útskýra hvernig maður býr til barnaballett. Fyrst bjó ég til söguna en hún er for- sendan fyrir því að hægt sé að búa til dans. Mig langaði að búa til ballett fyrir börn á öllum aldri. Þetta er æv- intýralegt og aðgengilegt verk svo að börn ættu að heillast af þessu,“ bætir hún við brosandi. um leyfi til að halda ferð sinni áfram til Danmerkur. Hann færir konungi bjöminn sem í staðinn gefur Auðuni gæfuna. Sverrir Guðjónsson aðstoðaði Nönnu við að finna tónlist fyrir verk- ið. „Hann sér um tónlistarhugsunina í verkinu," útskýrir Nanna „Ég bað hann um að hjálpa mér að leita í forn- ri tónlist og svo ákváðum við að sækja einnig efnivið í nútímann og ná þannig fram ákveðinni tengingu." Áuðun og ísbjörninn er íyrsta Dansverkið Auðun og ísbjörninn í Borgarleikhúsinu Ringulreið 2000 í kvöld Frumkvöðlar úr Tónlistarhátíðin „Ringulreið 2000“ verður haldin í dag. Elsta hljómsveitin sem spilar þar, Forgarður helvítis, fæddist á dauðarokkstímabilinu sáluga og hefur því lifað tímana tvenna. Sigurður Harðarson söngvari og Birgir Örn Steinarsson blaðamaður rifjuðu upp feril sveitarinnar. SAGAN síendurtekur sig. Það er lifandi staðreynd sem eina eftir- lifandi hljómsveit dauðar- okkstímabilsins á íslandi (1990- ' 1993) og ein helsta hljómsveit harðkjarnarokksins í dag gerir sér fyllilega grein fyrir. Hljómsveitin Forgarður helvítis var stofnuð á sveitabænum Holti í Stokkseyrar- hreppi árið 1991 en vakti fyrst á sér athygli í Músíktilraunum Tóna- bæjar árinu seinna. „Við komumst í gang þegar dauðarokkið komst í tísku,“ út- skýrir Sigurður Harðarson söngv- ari, sem útskrifast sem hjúkrunar- fræðingur í næsta mánuði. „Við vildum vera öðruvísi svo við urðum að „grindeore“-hIjómveit.“ Meðlimir hljómsveitarinnar deila fleiru en dvöl í Forgarði helvítis. „Við erum eiginlega allir af sama r sveitabænum og þannig náskyldir fyrir utan bassaleikarann. Þekkj- umst allir frá blautu barnsbeini." Skyldleikinn er þannig að tveir meðlima eiga sama afann og er sá hinn sami afi einnig langafi tvegrgja annarra meðlima. Val hljómsveitarnafnsins Það er eins með nafnið og að sjá allsbert gamalmenni í miðbænum, það er óhjákvæmilegt að taka eftir því. „Þegar dauðarokkið stóð sem hæst var svo mikið af kristnu fólki að fullyrða að dauðarokkið væri tónlist djöfulsins. Þetta fannst okk- ur rosalega fyndið.“ Kaldhæðnin kristallast best í huga þeirra tónlistaráhugamanna sem vita að það eru til þónokkrar dauðarokkssveitir sem eru að breiða út boðskap frelsarans í gegnum textasmfðar sínar. Það er yarla hægt að finna bitastæðara efni í dauðarokkstexta en einmitt f Ljósmynd/Guðný Sigurður Harðarson, söngvari Forgarðs helvítis, syngur ljúfa dægurflugu. Biblfunni. Piltarnir rákust á orðið Limbo, sem er staður úr bókinni „Guðdómlegi gleðileikurinn" eftir endurreisnarskáldið Dante þar sem sálir sem hvorki höfðu unnið sér sess í himnaríki né helju biðu í óvissu eftir örlögum sfnum. Þegar þeir flettu hins vegar orðinu upp í orðabók var það þýtt sem „For- garður helvítis". „Okkur fannst þýðingin kannski ekki alveg vera rétt en við vissum að þetta yrði skemmtilegt hljóm- sveitarnafn, sérstaklega vegna þessarar umræðu um dauðarokkið. Það muna líka allir eftir þessu nafni.“ Fjósaharðkjarnarokk Sigurður viðurkennir þó að sum- ir hljómsveitarmenn hafi ekki þor- að að segja fjölskyldu sinni nafn sveitarinnar í fyrstu. „Við erum hreinræktuð neðan- fjósinu jarðarsveit því við æfum í fjós- kjallaranum á Holti,“ segir Sigurð- ur. „Við erum búnir að koma okkur upp upptökuaðstöðu þar.“ Eftir tæp tíu ár hljóta þeir að eiga heilan lielling af lögum á lag- er. „Það hafa nokkur lög týnst á leiðinni. Við eigum eitthvað um 30 lög upptekin. Við höfum aldrei gef- ið neitt út á Islandi en höfum yerið á safnplötum um allan heim. í Jap- an, Svíþjóð, Portúgal og erum með lag á nýjum safndiskum í Brasilfu og Bandarfkjunum. Við stefnum að því að safna þessum lögum saman á einii disk og selja hann hér heima á um 500-kall stykkið." Ringulreið 2000 I kvöld ætlar hljómsveitin að spila á tónleikum í leikhúsi götu- leikhússins á Ægisgötu 7 ásamt 15 öðrum hljómsveitum sem spila harðkjarnarokk. Tónleikarnir hefjast kl. 15:00 og standa yfir í átta klukkustundir og (þótt það hljómi ótrúlega) er frítt inn. Meðal hljómsveita sem spila ásamt For- garði helvítis má nefna Elixír (3. sæti á Músíktilraunum), Snafu (2. sætið), Klink, Vígspá (sem er ásamt Mfnus sprottin upp úr leifum Spit- sign) og Sólstafi (sem eru að leggja lokahönd á breiðskffu sem kemur út hjá IRS-Metal-útgáfunni í Þýskalandi). Það sem blaðamanni finnst hvað merkilegast við þessa senu er hve algengt það er að tónleikagestir jafnt sem margar hljómsveitanna virðast stunda heilsusamlegt líf- erni. Skyldi það vera að orkan sem fylgir slíku tónleikahaldi sé næg víma fyrir tónleikagesti og flytj- endur? „Þetta eru áhrif frá banda- ríska harðkjarnarokkinu," út- skýrir Sigurður. „Þar eru hópar sem fylgja tónlistarstefnunni, svokallaðir „straight-edge“-hópar sem vilja vera hreinir á líkama og sál í andstöðu við hið fasta norm.“ Þessir hópar reykja ekki og neita sér um alla vímugjafa. Sumir neita sér meira að segja um allt óhóflegt kynlíf. Einnig eru til aðrir öfga- hópar sem ráðast á og misþyrma fólki sem lifír ekki eftir þeirra lög- um.“ Sigurður segir að hljómsveitin njóti mikillar virðingar hjá yngri kynslóðinni en að gömlu dauðar- okkararnir verði hissa þegar þeir frétti að hljómsveitin sé enn sprikl- andi. „Þetta var bara tískufyrir- brigði fyrir þeim,“ segir hann að lokum. Morgunblaðið/Ásdís Oddur Carl Thorarensen, Ólafur Schram, Jón Örn Arnarson, Grétar Þór Gunnarsson, Brynjólfur Snorrason og Einar Sigurmundsson skipa hljómsveitina Trompet. Trompet heldur útgáfutónleika í kvöld Þægileg stemmning EINU sinni var hljómsveitin Tromp- et að spila á Blönduósi en á sama tíma var haldið lúðrasveitamót í bænum. Vegna misskilnings var Trompet því auglýst sem lúðrasveit en þeir Oddur Carl Thorarensen, Ólafur Schram, Jón Öm Arnarson, Grétar Þór Gunn- arsson, Brynjólfur Snorrason og Ein- ar Sigurmundsson snerta yfirleitt ekki blásturshljóðfæri enda leikur hljómsveitin Trompet rokk- og popptónlist. Samið í sameiningu í kvöld heldur Trompet, sem hefur verið starfandi í núverandi í mynd í tvö ár, útgáfutónleika á Grandhóteli í Reykjavík og verður húsið opnað kl. 20:30. Á tónleikunum verður fagnað útgáfu fyrsta hljómdisks sveitarinnar sem ber sama nafn og hún. Inniheld- ur hann eingöngu frumsamið efni og segir Oddur söngvari sveitarinnar þá semja tónlistina og texta í samein- ingu. „Oft er það þannig að einhver er með grunn eða hugmynd að lagi sem síðan þróast með tímanum," segir Oddur. En um hvað er sungið? „Við semjum um það sem skiptir okkur mestu máli í lffinu,“segir Ólaf- ur sem spilar á rhodes og hammond. En textarnir þarfnast engra sér- stakra útskýringa að mati þeirra fé- laga: „Þeir segja sig sjálfir, við viljum líka að fólk finni það út sjálft þegar það hlustar um hvað þeir eru,“ segir Ólafur. Tveir útlendingar í sveitinni Einar og Brynjólfur eru „útlend- ingamir" í hópnum, búsettir í Vest- mannaeyjum og koma reglulega til æfinga í höfúðborginni. Strákarnir segja það fyrirkomulag ekki hafa valdið sérstökum vandræðum hingað til. „Við reynum að sníða okkur stakk eftir vexti og þjöppum saman æfing- um á stuttan tíma,“ svarar Ólafur að- spurður hvemig æfingum sé háttað. „Við reynum því að hafa tvær langar æftngar aðra hverja helgi.“ Trompet hefur verið í hljóðveri síð- an í janúar með hléum þó. Upptökur vora unnar 1 skorpum en á plötunni er bæði nýtt og gamalt efni og tvö lag- anna imðu að hluta til í hljóðverinu. Hvaðan kemur nafnið á hljómsveit- inni? Strákamir sitja hugsi um stund og líta hver á annan svo greinilegt er að engin ein ákveðin hugmynd liggur að baki nafninu. „Okkur fannst þetta nafn flott og öðravísi, sérstaklega af því við erum ekki með trompetleikara í hljómsveitinni,“ svarar Oddur. Trompet hefur ekki spilað mikið á opinberum vettvangi til þessa. Það er því mikil spenna í loftinu fyrir útgáfu- tónleikana í kvöld. „Við ætlum að skapa þægilegt andrúmsloft á tón- leikunum,11 segir Ólafur. „Kósí stemmning mun ráða ríkjum.“ Meðlimir Trompet eru með ýmis járn í eldinum hvað varðar framtíðina en segja ekkert endanlega ákveðið í þeim efnum, tíminn leiði það í ljós.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.