Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Stærsti plastbáturinn sem smíðaður er hérlendis Morgunblaðið/Þorkell Hafsteinn Ingólfsson og Guðrún Krisljánsdóttir, eigendur Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar, við nýja bátinn. Samtak smíðar bát til skemmtisiglinga í GÆR var sjósettur í Hafnarfirði nýr Víkingur 1340 plastbátur, Guð- rún Rristjánsdóttir en hann er sá fyrsti sinnar tegundar. Báturinn er stærsti plastbátur sem smíðaður hef- ur verið hériendis en hann er hann- aður og smíðaður af Bátagerðinni Samtak í Hafnarfirði. Eigandi bátsins er Sjpferðir Haf- steins og Kiddýjar á ísafirði sem reknar eru af hjónunum Hafsteini Ingólfssyni og Guðrúnu Kristjáns- dóttur. Þau reka fyrir bátinn Blika og mun hann ásamt nýja bátnum sigla frá í safirði í Vigur, Jökulfirði og Homstrandir auk þess að sigla með ferðamenn í sumar. Guðrún segir að fyrirtækið hafi siglt með rúmlega 3.000 manns, bæði í áætlunarferðum og skemmtisiglingum, á síðasta ári og talsvert af pöntunum sé komið fyrir nýja bátinn. Fleiri sigla í kjölfarið Haukur Sveinbjarnarson, eigandi Bátagerðarinnar Samtak, segir að smíði bátsins hafi byrjað í desember- byrjun og hafi verið mikið kapp lagt á að klára hann sem fyrst. Báturinn er 13,4 metrar á lengd og vegur 14 tonn. Samtak hefur gert samning upp á smíði tveggja eins báta en hver bátur kostar um 35 milljónir króna. Þeir bátar verða þó smíðaðir með annarri yfirbyggingu þar sem þeir eru ætlað- ir til veiða. Báturinn gekk 28 mflur í reynslusiglingu en hann er drifinn áfram með tveimur Cumming-vélum sem saman gefa um 860 hestöfl. Haukur segir að öryggisþættir báts- ins séu mjög góðir en þetta er einn af fýrstu bátunum sem eru smíðaðir með tilliti til nýrra siglingalaga þar sem öryggiskröfur hafa verið hertar til muna. Vantar grunn fyrir verðmynd- un á skuldabréfamarkaði FULLTRÚAR fjármálaráðuneyt- isins, Lánasýslu ríkisins og íbúða- lánasjóðs funduðu í gær með full- trúum þeirra fjármálastofnana sem gerðu formlegar athugasemdir við upplýsingagjöf og fleira í tengslum við ríkisskuldabréfamarkaðinn. Af hálfu fjármálastofnana sátu fund- inn fulltrúar frá Búnaðarbanka, ís- landsbanka-FBA, Landsbanka, Kaupþingi og SPRON. Það var samdóma álit þeirra, sem Morgunblaðið hafði samband við eftir fundinn, að hann hefði tekist vel, en að nokkuð væri í land með að lausn væri komin á því vandamáli sem varð til þess að fjármálastofn- anir sögðu upp viðskiptavakt með ríkisskuldabréf fyrir rúmri viku. Ómar Tryggvason hjá íslands- banka-FBA hf. sagði að áætlanir um birtingu upplýsinga sem fjámálaráðuneytið, Lánasýslan og Ibúðalánasjóður hefðu kynnt á fundinum væru framfaraskref. Meginvandinn væri hins vegar sá að ekki væri ljóst hvaða stefnumót- un yrði tekin varðandi ríkisskuldir til lengri tíma. Hann sagði það neikvætt að stjórnvöld ætluðu áfram að greiða niður spariskír- teini. Það væri óeðlilegt því þau mynduðu grunninn sem þyrfti til að verðmyndun á skuldabréfamarkaði væri til staðar. Stærsta vandamálið sem við væri að glíma í þessum efn- um væri að grunninn vantaði, því án grunns væri verðmyndun á markaði ótrygg. Húsbréf og hús- næðisbréf gætu aldrei verið sá grunnur sem spariskírteinin væru, vegna þess eðlismunar sem væri á þessum bréfum. Þá sagði Ómar að raunveruleg upplýsingagjöf væri ekki byrjuð þó að áætlanir um það væru nú komnar fram, sem út af fyrir sig væri til bóta. Þórður Jónsson hjá Lánasýslu ríkisins og Sigurður Geirsson hjá Ibúðalánasjóði sögðu báðir greini- legt að vilji væri hjá öllum aðilum til að ná saman um lausn þessa máls, en stærsta hindrunin í vegi fyrir því sneri að stjórnvöldum. Tilkynnt um neyðar- blys yfir Skerjafírði LÖGREGLUNNI í Kópavogi var tilkynnt klukkan sjö í gærkvöld að sést hefði neyðarblys á lofti yfir Skerjafirði. Einnig töldu menn sig hafa séð appelsínugulan fleka á floti þar skammt frá. Lögreglumenn fóru á báti frá Kópavogi út á fjörðinn ásamt björg- unarbáti frá Reykjavík og þá var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út til að leita á svæðinu. Um klukkan átta var leit hætt þar sem fullvíst var talið að einhverjir hefðu gert sér leik að því að skjóta blysinu upp frá landi og fékk lögreglan í Reykjavík málið til rannsóknar. Eldur í húsi Krossins ELDUR kom upp í þurrkara í hús- næði Krossins í Hlíðasmára í Kópa- vogi í gær. Húsið fylltist af reyk og var allt tiltækt slökkvilið kallað út. Sendir voru reykkafarar inn í húsið til að bjarga þremur mönnum, sem höfðu lokast inni vegna reyksins, og náðust þeir allfr út. Samkvæmt upp- lýsingum frá slökkviliðinu gekk ágætlega að slökkva eldinn. Eldurinn kviknaði í svampsessu sem verið var að þurrka í þurrkara í kjallara hússins og varð af því mikill reykur. Við hlið þvottahússins eru herbergi sem leigð eru út og voru þrír inni í herbergjunum en þeim var bjargað út eins og áður sagði. Var einn þeirra fluttur á sjúkrahús til ör- yggis, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu. Askell Harðarson stærðfræðingur hlýtur viðurkenningu nýs félags Anægður með verðlaunin ÁSKELL Harðarson stærðfræðing- ur hlaut í gær sérstaka viðurkenn- ingu Hagsmunafélags um eflingu verk- og tæknimenntunar á háskólastigi fyrir árangursríka kennslu í stærðfræði á fram- haldsskólastigi. Áskell segist vera ánægður með að hafa hlotið verð- launin. „Eg er líka ánægður með að komið skuli félag sem sinnir stærð- fræðikennslu í framhaldsskólum,“ segir hann. Hann segist ekki hafa átt von á að hljóta viðurkenninguna. Björn Bjarnason afhenti Áskeli viðurkenninguna; sérstakt skjal og 150.000 kr., við athöfn í hátíðarsal Menntaskólans í Reykjavík. Kröfuharður kennari í máli sínu vitnaði ráðherra í um- sagnir um störf Áskels. Þar kemur fram að Áskell sé kröfuharður, leggi mikið á sig til að nemendur fái sem besta kennslu og hafi mikinn metnað fyrir hönd nemenda sinna. Hagsmunafélag um eflingu verk- og tæknimenntunar á háskólastigi veitti viðurkenninguna. Að félag- inu, sem stofnað var 23. mars í ár, standa Háskóli íslands, Háskólinn á Akureyri, Tækniskóli Islands, Verkfræðingafélag fslands, Tækni- fræðingafélag íslands og Samtök iðnaðarins. Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, formaður félagsins, segir að viður- kenningin sé liður í að velqa ungt fólk til umhugsunar um mikilvægi stærðfræðikunnáttu. „Stjórn Hags- munafélagsins er á þeirri skoðun að ein forsendan fyrir því að takist að laða fleira ungt fólk til verk- og tæknináms í háskólum okkar sé góð almenn undirbúningsmenntun á framhaldsskólastigi," segir hún. Ragnheiður segist telja að þar skipti stærðfræðinám einna mestu máli. „Þess vegna ákvað Hags- munafélagið að beina kastljósinu að þessu sinni að einstaklingi sem vinn- ur gott verk á sviði stærðfræði á framhaldsskólastigi," segir hún. Sérblöð í dag IJjoDlm Á LAUGARDi iJiai Med Morgunblaðinu i dag er dreift blaðl frá Termu, „Lancome- Bonjour Lancome“ Rúnar komst áfram á EM í fimleikum/B2 íslenska mótaröðin í golfi hefst í dag/B3 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.