Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ
AFNEMUM GJAFAKVÓTANN
- KVÓTAKERFIÐ HEFUR SANNAÐ SIG
Jónas Þórólfur
Ehasson Matthiasson
ÞAÐ er almennt viðurkennt að ís-
lenska kvótakerfíð hefur sannað sig
sem árangursríkt fiskveiðistjómun-
artæki. Þetta finnst mörgum ein-
kennilegt, eins óvinsælt og þetta
blessaða kerfi er og margir sem vilja
kasta því fyrir borð. Þessi óánægja
orsakast minnst af kerfinu sjálfu
heldur hvernig það er framkvæmt.
Þegar nánar er grafist fyrir um ræt-
ur óánægjunnar kemur í Ijós að það
er ekki takmörkunin á sókn og afla
sem henni veldur heldur aðrir þættir
í framkvæmdinni.
Framkvæmd kvótakerfisins er á
þá lund að allir sem voru að fiska
1983-1985 fengu afhentan gjafa-
kvóta til frjálsrar ráðstöfunar og
hafa hann að öllu óbreyttu ennþá. I
krafti ráðstöfunarréttarins hafa
menn svo verið að færa kvóta á milli
skipa og leigja hann til annarra skipa
til eins eða fleiri ára í senn. Þessar
heimildir hafa svo skapað sægreif-
ana sem fyrir 1983 áttu ekkert nema
skip sem var undir hamrinum einu
sinni á ári en eru nú orðnir milljarða-
mæringar sem búa á Kanarí eða
Flórida stóran hlut ársins en eiga
svo sölubúðir og íbúðarblokkir í
Reykjavík til að hafa framfæri sitt
af. Eða þeir eiga kvótann áfram og
leigja hann sjómönnum til eins árs í
senn á uppsprengdu verði.
Gjafakvótinn er óréttlátur
Það er þó ekki hátt verð á kvótan-
um og möguleikinn til að verða ríkur
af því sem er mesta óréttlæti kerfis-
ins. Einokunin sem fylgir kerfinu er
verri.
Einungis erfðaprinsar kerfisins fá
úthlutað kvóta; réttur hins venjulega
manns til að róa til fiskjar er frá hon-
um tekinn, jafnvel þó hann eigi skip
og allt sem til þarf. Hann þarf fyrst
að ná sér í kvóta og hann er ekki fal-
ur hverjum sem er og ef hann fæst,
þá er það á slíku ofurverði að útgerð-
in borgar sig ekki, varanlegur kvóti
kostar 500-1000 kr/kg. Öll nýliðun í
stéttinni er þessvegna ómöguleg
nema gegnum erfðir og giftingar
rétt eins og í lénskerfum til forna. ís-
lendingar eru yfirleitt duglegt og
vinnusamt fólk, en öruggasta leiðin
fyrir unga menn sem nenna ekki að
vinna en ætla að verða ríkir í dag, er
að ná sér í kvótaprinsessu, rétt eins
og breski lágaðallinn náði sér í doll-
araprinsessur hér á árum áður.
Alvöru sægreifar kaupa ekki tonn
og tonn á kvótamarkaði. Þeir kaupa
útgerðarfyrirtæki í hálfu eða heilu
lagi. Við höfum bent á, m.a. hér í
Mbl. að kvótaverð sem lagt er til
grundvallar í slíkum viðskiptum er
mun lægra en þegar verslað er með
kvóta í „smásölu“. Ef til vill er þetta
stærsta óréttlætið í kvótakerfinu;
peningamennirnir sem versla sín á
milli borga hver öðrum lægra verð
en karlarnir sem fara út til að veiða
fiskinn eru látnir borga. Sjómenn-
imir sem kaupa kvóta á þessu verði
eru yfirleitt vertíðarsjómenn og
gjafakvótakerfið er því einskonar
arðránskerfi fyrir þessa stétt
manna. Fyrir þessu finna neytendur
svo þegar verðið á ýsuflökum fer
uppí 800 kr/kg í fiskbúðunum. Hver
hefði trúað þessu 1983??
Sóknarstýring með
skattlagningu
Kvótinn er til að stýra sókninni og
vemda fiskistofnana, en í raun og
vera er það óþarfi að stýra sókninni
með því að úthluta
kvóta aðeins til hóps
valinna manna sem sí-
fellt þrengist og
hleypir ekki öðram
að. Margir hafa bent
á að sókninni má
stýra með skattlagn-
ingu, veiðigjaldi,
kvótagjaldi eða álíka
gjaldtöku. Þetta er
önnur aðferð en
kvótakerfi, virkar
seinna _ en virkar
samt. Á slíkar leiðir
hafa menn bent eins
og Bjarni Bragi Jóns-
son hagfræðingur.
Önnur aðferð til stýr-
ingar er að bjóða upp kvótann; menn
kaupa þá á því verði sem þeir sjálfir
telja sig geta borgað en era ekki
skattlagðir umfram greiðslugetu.
Menn spyrja hinsvegar þeirrar sjálf-
sögðu spurningar: Ur því sægreifar
geta selt sinn gjafakvóta á svona háu
verði eins og raun ber vitni, af hverju
era þeir að fá hann gefins frá ríkinu
einu sinni á ári? Og af hverju bara
þeir?
Uppboðskerfið er sáttaleiðin
Áhugahópur um auðlindir í al-
mannaþágu hefur lagt fram drög að
framvarpi sem sýnir hvernig má
hugsa sér uppboðsleið. Þar er gert
ráð fyrir að fimmti hluti kvótans sé
boðinn upp einu sinni á ári. Þetta
skapar aðkomu fyrir nýliða en gefur
samt mönnum tækifæri til að skipu-
leggja útgerðina til fimm ára í senn.
Þetta kerfi mundi markaðsvæða út-
gerðina og færa hana upp að hliðinni
á öðram atvinnuvegum á samkeppn-
ismarkaði. Hún yrði ekki lengur lok-
uð inni í þröngum hópi sægreifa sem
innan þjóðfélagsins mynda volduga
einokunarklíku til varnar sameigin-
legum hagsmunum sínum rétt eins
og stórir landeigendur gerðu á fyrri
öldum.
Ekki skattlagning
- ný efnahagsstjórn
Margir óttast að sú skattlagning á
útgerðinni sem í því felst að kaupa
kvótann til baka á fimm ára fresti sé
of mikið efnahagslegt álag á útgerð-
ina.
Þetta er auðvitað firra. Sé upp-
boðsleiðin farin munu fyrirtækin
sjálf ekki bjóða hærra verð fyrir af-
notaréttinn af auðlindinni en þau
treysta sér sjálf til að borga. Hvað
nú ef mikilvægir markaðir hrynja?
Sitja þá sjávarútvegsfyrirtækin ekki
uppi með „dýra“ leigusamninga á
kvóta til langs tíma? Munu fyrirtæk-
in ekki fara á hausinn? Hvernig mun
ríkissjóður bregðast við? Hann
myndi væntanlega bregðast við svip-
að og leigusali verslunarhúsnæðis
þegar kreppa skellur á í verslun:
Hann tekur Ijúflega í óskir leiguka-
upenda um endurskoðun leiguupp-
hæðar og leiguskilmála. Þannig gæti
ríkisstjórnin ógilt alla leigusamninga
um kvóta og endurboðið allan kvóta.
Utgerðarfyrirtækin gætu þannig
endurskoðað áætlanir sínar og end-
urmetið greiðslugetu sína. Uppboðs-
leiðin er þannig nýtt efnahagsstjórn-
tæki sem getur dregið úr
gengisfellingarþörf og auðveldað ís-
lendingum að ganga inn í gjaldeyris-
samstarf með öðram þjóðum.
Efnahagssljórn í góðæri
Það merkilega við hefðbundna ís-
lenska efnahagsstjórn er að hún
virkar ekki í góðæri. Vegna aukins
innflutnings hleðst viðskiptahalli
upp, gengisþróunin verður iðnaði og
þjónustugreinum óhagstæð, einkum
ferðamannaþjónustu. Með uppboðs-
leiðinni verður gengisþróunin iðnaði
og þjónustu mun hagstæðari vegna
betri samkeppnisstöðu. En þetta
mundi kosta hækkun á innfluttum
nauðsynjavöram sem er auðvitað al-
menningi óhagstætt. En nú má grípa
til þess að ríkið situr uppi með meiri
tekjur en áður, peningana sem fást
fyrir kótann. Það má auðvitað ekki
henda að ríkið noti uppboðsleiðina til
að auka sinn hlut af þjóðartekjunum
svo minnka verður skatttekjur ríkis-
sjóðs á móti kvótapeningunum.
Þetta gerist best með því að lækka
virðisaukaskattinn; íslendingar
verða þá ekki lengur með hæsta virð-
isaukaskatt sem um getur og er það
vel.
í kjölfar kvótadóms
Hæstiréttur hefur nú nánast kú-
vent í afstöðu sinni til úthlutunar
Úr því sægreifar
geta selt sinn gjafa-
kvóta á eins háu verði
og raun ber vitni, spyrja
Jónas Elíasson og
Þórólfur Matthfasson,
af hverju eru þeir að fá
hann gefíns frá ríkinu
einu sinni á ári ?
veiðikvóta. Frá því að draga í efa
hvort úthlutun í þröngum hópi sam-
rýmist stjómarskrá, þá leggur hann
sig fram við hið gagnstæða. Úthlut-
un veiðikvóta verður því um ókomin
ár bundin við hinn þrönga hóp sæ-
greifa. Ljóst er að hæstiréttur var
undir gífurlegum þrýstingi frá öflum
sem spáðu efnahagslegu hrani innan
skamms tíma ef rétturinn brygðist
öðravísi við. Látum skammtíma-
áhrifin af gagnstæðum dómi liggja
milli hluta en hugum örlítið að lang-
tímaáhrifúm dómsins. Kvóti verður
áfram á svo háu verði að ómögulegt
verður að kaupa hann og reglur
lénskerfisins verða meira og meira
áberandi.
Hvað þá ? Svarið er erfitt, en eitt
er auðvelt að sjá; eftir því sem kvóta-
eigendur hverfa frá útgerð þarf út-
gerðin að eyða æ stærri upphæðum í
að kaupa til baka jwóta þeirra
manna sem hætta. Útgerðarfyrir-
tæki geta ekki fjármagnað þessi
kaup af þeim litla hagnaði sem út-
gerðin skilar; hann er nánast engin.
Því mun útgerðin safna skuldum,
sem sífellt verða meiri og meiri uns
útgerðin einfaldlega leggst á hliðina
sem atvinnugrein, verður eigin fjár-
magnskostnaði að bráð. Útgerð get-
ur ekki burðast með fjármagns-
kostnaðinn af kvótanum á því verði
sem einokunarkerfið heldur honum
í. Þetta er svipað og henti Samband
íslenskra Samvinnufélaga, það safn-
aði skuldum í eigin einokunarkerfi
uns það gat ekki meira, lagðist á hlið-
ina og dó drottni sínum. Ekki þarf að
fjölyrða hvað gerist þegar stór út-
gerðarfélög fara þessa leið.
Jónas er prdfessor í verkfræði við
Háskdla íslands og Þórólfur er dós-
entf hagfræði við Háskóla íslands.
GOLFBUDIN.IS
www.golfbudin.is - Email: golfbudin@golfbudin.is
%Sk fasteigmamiðstöðin m-
Ll™ SKIPHOLTI 50B - SÍMI 552 6000 • FAX 552 6005 LfSS
Magnús Leópoldsson lögg. fasteignasali
Opið virka daga frá kl. 8-12 og 13-17
BUJARÐIR
Á söluskrá FM eru núna yfir 40 sumarhús og 90
jarðir af ýmsum stærðum. Póstsendum sölu-
skrár um land allt.
HAFNARSTRÆTI
Til sölu þessi glæsilega húseign við Hafnarstræti.
Húsið hefur allt verið endurnýjað að utan og að
hluta að innan. Stærð 745 fm. Hús sem gefur mikla
notkunannöguleika. Teikningar og nánari uppl. á
skrifstofu. 9343
GRIMSNESHR. - HRAUNKOT
landi Hraunkots í Grímsneshr. við Stokkasund 9.
Um er að ræða nýtt nær fullbúið sumarhús. Húsið er
54 fm. Rafmagn. Kalt vatn. Hitakútur. Myndir og
teikn. á skrifstofu. Ásett verð 5,2 m. Upplýsingar hjá
Gylfa í símum 552 4803 og 899 7772. 13456
LAUGARVATN - SNORRASTAÐIR
Mjög glæsilegt 78 fm sumarhús á glæsilegum út-
sýnisstað. 6.000 fm eignarlóð. Við húsið er stór
verönd og vatnspottur. Allt mjög vandað. Til sýnis
um helgina. Upplýsingar í síma 895 5761. 13378
SUÐURLANDSBRAUT
Til sölu öll þriðja hæðin í þessu glæsilega húsi á Suðurlandsbraut 30. Um er að ræða 543 fm skrifstofuhúsnæði
þar sem lífeyrissjóðurinn Framsýn er með starfsemi sína í dag. Einnig fylgir 77,8 fm geymslurými í kjallara auk
hlutdeildar í sameign, þ.m.t. hlutdeild í bilskýlum og bílastæðum. Glæsileg aðkoma. Frábært útsýni, áhugaverð
eign. Nánari uppl. gefur Magnús á skrifstofu. Farsími utan skrifstofutíma 892 6000. 9397