Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 66
66 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Uppstilling hlutanna í Nönnukoti
og þrjú sýnishom af úrvinnslu
barnanna.
Morgunblaðið/Þorkell
Kaffikannan í N önnukoti
Mistök urðu við vinnslu á myndum í grein um
myndlistarsýningu bama í Nönnukoti í Hafnar-
firði, sem birt var í Daglegu lífi í Morgunblað-
inu ígær, föstudag. Myndirnar birtast hér í
réttum hlutföllum, en þær sýna uppstillinguna
og sýnishom af úrvinnslu þriggja barna, sem
taka þátt í sýningunni. Hlutaðeigendur eru
beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Sýn-
ingin í Nönnukoti stendur til 4.júní nk.
HÁSKÓLABÍÓ
^mbl.is
GI7TH\tA£> NÝ! / "
Menningardag-
ar í Gerðubergi
MENNINGARDAGAR í félags-
starfi Gerðubergs hefjast sunnudag-
inn 28. maí með þátttöku í fjöl-
skylduhátíð í Elliðaárdal. Þann 29.
maí verður opnuð handavinnusýning
í félagsstarfi Gerðubergs. Tölvu-
klúbburinn verður kynntur og gler-
og myndlist verða til sýnis. 31. maí
tekur svo Vinabandið þátt í gospel-
messu Öryrkjabandalags Islands í
Hátúni 10. Á degi aldraðra, fimmtu-
daginn 1. júní, sér Gerðubergskórinn
um söng í Fella- og Hólakirkju og 5.
júm' fer kórinn ásamt danshópi og
hljóðfæraleikurum til Blönduóss og
tekur þátt í dagskrá í félagsheimili
Blönduóss. Fjölbreytt dagskrá verð-
ur alla dagana. Sýningin er opin
mánudag til fimmtudags kl. 9-19 og
föstudag frá kl. 9-18.
LEIÐRÉTT
Ball fyrir starfsmannafélög
Flugskýlisball sem halda á í kvöld
í flugskýli 4 á Reykjavikurflugvelli
er á vegum starfsmannafélaga Flug-
félags Islands og Flugleiða og ætlað
þeim einum og fylgdarliði þeirra.
Joanna Bergman
Mynd af dansara féll niður
Með viðtali við tvo af aðaldönsur-
unum í uppfærslu San Francisco-
ballettsins á Svanavatninu í blaðinu
á fimmtudag féll niður mynd af öðr-
um dansaranum sem talað var við.
Joanna Berman heitir hún og er ein
þeirra þriggja sem skipta með sér
hlutverki Odette/Odile. Með Roman
Rykine á myndinni sem bii-t var með
viðtalinu var Tina LeBlanc, sem
einnig dansar Odette/Odile en i
myndatexta var ranglega hermt að
þar væri Joanna Berman.
Röng mynd
I gær birtist
hér í blaðinu
grein eftir Helgu
Jónsdóttur dós-
ent í hjúkrunar-
fræði við Háskóla
Islands, sem hún
ritaði um „aðstoð
til reykleysis“.
Mistök urðu, er
mynd af alnöfnu
hennar, sem raunar er nemandi í
hjúkrunarfræðum, birtist með
greininni. Hér er mynd af hinni réttu
Helgu og eru lesendur og þær báðar
beðnar velvirðingar á mistökunum.
Helga
Jónsdóttir