Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 84
ijtr- Netþjónar og tölvur COMPAd Hefur þitt fyrirtæki efni á aö eyða tíma starfsfólksins í bið? Það er dýrt að láta starfsfólkið bíða! Tölvukerfi sem virkar 563 3000 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA5691122, NETFANG: RITSTJIgMBL.IS, AKUREYRI: KAUFVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 VERÐ í LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK. Oánægja með lokun tollskoðunarstöðva fyrir sjávarafla Skapar óhagræði og skekkir samkeppnisstöðu Morgunblaðið/Kristján Nótaskipið Harpa VE hélt til sfldveiða í gær en áður en lagt var úr höfn var nót- in tekin um borð við Slippkantinn á Akureyri. Sildin ljónstygg SELEY SU landaði í gær fyrstu síldinni úr norsk-ís- lenska síldarstofninum á ver- tíðinni, alls 350 tonnum, á Pórshöfn. Um 20 skip eru að veiðum austast í lögsögu Jan Mayen. Veiði hefur verið dræm en þó fékk Oddeyrin EA um 400 tonna kast í fyrra- kvöld. Ólafur Einarsson, skipstjóri á Faxa RE, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að veiði væri mjög dræm. „Það er lítið að sjá af síld á þessu svæði, hún er dreifð, í smáum torfum og ljónstygg. Sfldin sem við fáum er hinsvegar falleg, stór og feit en það er alltof lítið af henni. Við höfum fengið fréttir af betri veiði í nót hjá fær- eyskum skipum norðaustast í Smugunni, austur undir norsku landhelgislínunni, og landa Færeyingarnir í norsk verksmiðjuskip á miðunum. Ég á von á að íslensku skipin sigli þangað ef ekki fer að rætast úr veiði á þessu svæði.“ ■ Fækkað í/10 Morgunblaðið/Kristinn Konungshjónin ræddu við íslensk börn á Bessastöðum, sem veifuðu fánum Jórdaníu og íslands. Konungshjón Jórdaníu í opinberri heimsókn KONUNGUR Jórdaníu, Abdullah II, sagðist í gær binda miklar vonir við samstarf íslenskra og jórdanskra fyrii-tækja á sviði hátækni. Hans hátign, sem er í opinberri heimsókn á Islandi ásamt Raníu drottningu, kynnti sér í gær starfsemi f slenskr- ar erfðagreiningar og nokkurra ís- lenskra hugbúnaðarfyrirtækja. Konungshjóniu lentu á Keflavík- urflugvelli um kl. 11 í gær og snæddu hádegisverð á Bessastöðum í boði forseta Islands. Konungur ræddi stuttlega við fréttamenn á Bessastöðum og þakkaði þar meðal annars stuðning Islendinga við frið- arferlið i Miðausturlöndum. Hann sagði einnig að Islendingar og Jórd- aníumenn ættu það sameiginlegt að standa framarlega í ýmsum há- tæknigreinum og hvatti fyrirtæki í löndunum tveimur til að koma á tengslum og samvinnu sín á milli. Ranía drottning heimsótti m.a. ís- lensk börn á leikskólanum Jörfa við Hæðargarð og naut hún fylgdar Dorrit Moussaieff, heitkonu forseta Islands. í gærkvöld þáðu konungshjónin kvöldverðarboð forseta Islands á Bessastöðum. ■ Konungur lýsti/26 Samkvæmt reglum Evrópusam- bandsins verður sjávarafli sem kem- ur inn til landsins frá svokölluðum „þriðju ríkjum" inn á Evrópska efna- hagssvæðið að fara um sérstakar landamærastöðvar. Þetta á m.a. við um tollskoðun á Rússafiski og rækju af Flæmingjagrunni sem flutt er til vinnslu hérlendis. Sex slíkar stöðvar hafa verið settar upp á innflutnings- höfnum hér á landi; í Reykjavík, Hafnarfirði, á Keflavíkurflugvellþ ísafirði, Akureyri og Eskifirði. I tengslum við landamærastöðvarnar hafa einnig verið reknar skoðunar- stöðvar í Bolungarvík, á Skagaströnd, Siglufirði, Húsavík, Þórshöfn, Rauf- arhöfn og Vopnafirði. Lokað vegna ágreinings innan ESB Skoðunarstöðvunum hefur nú ver- ið lokað og verður því allur sjávarafli að fara um innflutningshafnir þar sem eru landamærastöðvar. Að sögn Þórðar Asgeirssonar fiskistofustjóra er ágreiningur innan Evrópusam- bandsins um hvemig eigi að túlka reglur um slíkar skoðunarstöðvar, sem og milli ESB og Eftirlitsstofnun- ar EFTA. Sjávarútvegsráðherra hef- ur því tekið ákvörðun um að loka um- ræddum skoðunarstöðvum tímabundið meðan verið er að greiða úr ágreiningnum. Þórður vonast þó tfl að skoðunarstöðvarnar verði opnaðar fljótlega, enda Ijóst að lokanirnar koma sér illa fyrir þá staði sem byggja á vinnslu Rússafisks og rækju af Flæmingjagrunni. Hækkar hráefnis- kostnað um allt að 5% A síðasta ári var heimilt að skoða t.d. rækju af Flæmingjagrunni, sem flutt er til vinnslu hérlendis, um borð í flutningaskipum í fyrstu innflutnings- höfn, oftast Bolungarvík eða ísafirði, en skipa henni ekki upp fyrr en á við- komandi vinnslustað, s.s. á Hólmavík, Skagaströnd og Siglufirði. Nú hefur starfsreglum hinsvegar verið breytt og er flutningaskipunum ekki lengur heimilt að sigla með rækjuna á aðrar hafnir en innflutningshafnimar. Vinnslustöðvamar verða því að sækja rækjuna á viðkomandi landamæra- stöð, með tilheyrandi geymslu- og flutningskostnaði. Ætla má að flutn- ingskostnaður sé um 4 krónur á hvert kfló en geymslukostnaður um 1 króna ákíló. Gunnlaugur Sighvatsson, fram- kvæmdastjóri Hólmadrangs ehf. á Hólmavík, segir að breyting á reglum um innflutning hráefnis og breyttar aðferðir Fiskistofu við úttekt á rækjufarmi af Flæmingjagrunni hækki hráefnisverð um allt að 5%. Hann segir slíkan umframkostnað veikja samkeppnisstöðu þeirra fyrir- tækja sem séu utan innflutningshafn- anna. „I fyrsta lagi er ekki veitt leyfi fyrir skoðunarstöðvum í dag, þannig að alla rækju upprunna utan EÉS þarf að tolla á landamærastöðvum. Þá eru skoðunaraðferðir Fiskistofu með þeim hætti að þess er krafist að allri vörunni sé skipað upp áður en flutningur er leyfður. Þetta kallar á flutning farms- ins í frystigeymslu, með tilheyrandi kostnaði við umsýslu vörunnar, og síð- an flutning landleiðina með enn meiri aukakostnaði. Með þeim liðlegheitum að skoða vöruna um borð í flutninga- skipinu gæti skipið haldið áfram með vöruna til Hólmavíkur og þannig mætti losna við allan þennan auka- kostnað sem felst í flutningi, geymslu og umsýslu með vöruna." Jóel Kristjánsson, framkvæmda- stjóri Skagstrendings hf. á Skaga- strönd, segir lokun skoðunarstöðv- anna skapa óhenyu óhagræði og ekki sé á það bætandi í því ástandi sem rækjuiðnaðurinn búi við í dag. LOKUN tollaeftirlitsstöðva og hertar starfsreglur varðandi skoðun á inn- flutningi sjávarafla til vinnslu hér- lendis hefur í för með sér mikið óhag- ræði og skekkir samkeppnisstöðu fiskvinnslufyrirtækja. Dæmi eru um að hráefniskostnaður vegna flutnings og geymslu rækjufarms hafi hækkað um 5% vegna þessa. Stöðvunum var lokað vegna ágreinings um túlkun starfsreglna innan ESB en gert er ráð fyrir að þær verði opnaðar á ný innan tíðar. A MITSUBISHI - demantar í umferö niðurstöðu verður skipaður gerðar- dómur og skuldbinda báðir aðilar sig til að fara eftir niðurstöðu hans. Tillögurnar gera ráð fyrir að ASI haldi ársfund í stað þinga á fjög- urra ára fresti. Gert er ráð fyrir að ársfundirnir verði fámennari en þingin, en einnig er stefnt að því að fækka í miðstjórn. Afram er gert ráð fyrir að félög verði aðilar að ASI í gegnum landssambönd, en hins vegar verður landsfélögum heimilt að eiga beina aðild að sam- bandinu. Skilyrði er að starfssvæði slíkra félaga sé allt landið. Unnið að stofnun nýs landssambands „ófaglærðra" Verkamannasamband íslands heldur framhaldsþing sitt nk. þriðjudag og verður þar tekin fyrir tillaga um að VMSI, Landssamb- and iðnverkafólks og Þjónustu- samband Islands stofni eitt lands- samband. Hervar Gunnarsson, varaformaður VMSÍ, segir að þetta landssamband, sem verður lang- stærsta landssambandið innan ASI, verði landssamband „ófaglærðra“. Hann segir stefnt að því að stofna þetta nýja landssamband í haust. Hann segir sérstaklega ánægjulegt að verkamannafélögin á höfuðborg- arsvæðinu, sem mynda svokallað Flóabandalag, hafi ákveðið að taka þátt í þessari undirbúningsvinnu. Vinnan sé hins vegar ekki komin það langt að ljóst sé hvernig skipu- lagi nýja sambandsins verði háttað. MITSUBISHI ðRomifftjiufJffiþctnna SAMBANDSSTJÓRNAR- og for- mannafundur Alþýðusambands Is- lands lýsti yfir stuðningi við tillögur í skipulagsmálum sem forsetar ASÍ lögðu fram í gær. Tillögurnar gera ráð fyrir þeirri nýjung að stéttar- félögin, sem aðild eiga að ASÍ, geri með sér samstarfssamning þar sem m.a. verði fjallað um starfssvið. Drög að slíkum samstarfssamn- ingi voru lögð fyrir fundinn og gera þau ráð fyrir að stéttarfélögin skili til forseta ASI skilgreiningu á samningssviði sínu fyrir 1. júlí nk. Verði ágreiningur milli félaga um '*wte,starfssvið er gert ráð fyrir að þau reyni að leysa hann. Takist það ekki eiga félögin að óska eftir aðstoð ASÍ. Leiði sáttatilraunir ekki til Stuðningur við skipulagstillögur ASÍ Félög semji um samstarfssvið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.