Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 55 ----------------------t MINNINGAR EYRUNJONA GUÐMUNDSDÓTTIR + Eyrún Jóna Guð- mundsdóttir fæddist í Flatey á Breiðafirði 11. des- ember 1953. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogfi 7. maí síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Há- teigskirkju 17. maí. Stundum þarf maður að setjast niður og hugsa um réttlæti og ranglæti almættisins. Oftast fær maður engin svör en þá er bara að hugsa til baka og njóta þeirra góðu endurminninga sem maður á. Líklega var ég sjö ára og í heim- sókn í Kvígindisdal. Þar var stelpa með þykkai- og fallegar fléttur sem fór með mig og sýndi mér skepnurn- ar og búið sitt. Þetta eru fyrstu kynni sem ég man eftir af Eyrúnu frænku minni en kynnin áttu eftir að verða lengri, nánari og meiri. Alla tíð síðan höfum við verið í góðum vinskap. Lyndiseinkunn Eyrúnar gerði hana að góðum félaga og vini. Hún var trú og traust en jafnframt grall- ari með skemmtilegan húmor. Oft sátum við og spjölluðum um ætt- ingja, bæði lífs og liðna og sögðum sögur sem okkur höfðu verið sagðar af okkar forfeðrum. Gjaman barst talið að þeim sem voru öðruvísi, sum- ir segja skrítnir. Okkur fannst ansi margir í ættinni vera svoleiðis og biðum spennt eftir að verða svolítið skrítin. Eyrún var mjög fróð um sitt fólk og sína sveit og var umhugað um æskustöðvarnar. Við vorum bæði í flokki Ingvars og Jónu. Þau söfnuðu saman fjölda af ungu fólki, ættingjum og vinum og fóru með það á þorrablót og Barð- strendingaböll. Þar hófust kynni okkar af Barðstrendingafélaginu og áttum við eftir að starfa saman þar talsvert. Allt það sem hún gerði var gert af samviskusemi og fram á síð- ustu daga, þrátt fyrir ei-fið veikindi, var hugurinn við félagið. Aðalfundur er nýafstaðinn og er vandfyllt skarð Eyrúnar í stjórn fé- lagsins. Fyrir mína hönd og allra annarra í Barð- strendingafélaginu sendi ég Ingvari og öðrum ættingjum mín- ar innilegustu samúð- arkveðjur. Daníel Hansen. Kveðja frá frænd- systkinum Eiiunitt þegar vorið er að vakna og vindar þýðir stijúka fólan vanga, kæra frænka - þá er sárt að sakna. Við sendum okkar kveðju, kæra vina, og kyrrlát til þín hugsum daga langa. Við flytjum þakkir fyrir samfylgdina. Okkur hinum barstu bros og gleði í bemskuleiki, skólaárin góðu, kringum þig var öllum glatt í geði. Hugur okkar leitar þangað löngum í látum dagsins, ofar tímans móðu, þá var hlegið - fagnað eftir fóngum. Fjör og gleði frískum, hressum krökkum fylgdi þessa liðnu bemskudaga, kæra Eyrún - fyrir þá við þökkum. En frændsystkin sem fyrrum iðulega fylktu liði vítt um strönd og haga, hnípin standa - hjörtun full af trega. Víst er sárt að sjá af kærum vini, sjálfúr Drottinn styrk og huggun veiti foreldmm og systkinum og syni. Þegar sorti sólargeisla hylur og sorgin felur vorsins kennileiti, þá er einn, sem alla hluti skilur. Góða ferð í friðarveröld nýja, frænka kær, á ókunnugum brautum í heimi björtum, handan sorgarskýja. Brosið ljúfa, bjartsýni og kraftur og barátta í erfiðustu þrautum, lýsir veginn, unz við fmnumst aftur. (Guðbjartur Össurarson.) Mig langar með örfáum orðum að kveðja yndislega konu sem nú er fall- in frá svo alltof snemma. Eyrún frænka mín var sterk og mikil pers- óna sem engan lét ósnortinn sem henni kynntist. Hún var sterkur hlekkur í okkar stóra frændsystkina- hópi. Hún var ein af þeiih persónum sem ekki var hægt annað en að líta upp til og virða og dást að. Til hennar var svo auðvelt og gott að leita og ræða við. Ég kveð þig, frænka mín, með orðum Spámannsins. „Lát ekki öldur hafsins skilja okk- ur að, og árin, sem þú varst hjá okk- ur, verða að minningu. Þú hefur gengið um meðal okkar. Heitt höfum við unnað þér.“ Minningin um þig mun lifa í hjarta okkar allra sem hlutum þau forrétt- indi að kynnst þér, kæra frænka mín. Elsku Ingvar minn, Lilla, Valur og frændsystkin mín, þið hafið misst mikið og hugur minn er hjá ykkur. Megi góður guð styrkja ykkur og varðveita í gegnum sorgina. Guðrún Hildur Ingvarsdóttir. Hjartans frænka! Mig langar að þakka þér fyrir samveruna, hún var dýrmætur tími sem ég geymi í huga mér, þangað til við hittumst aftur getum við í sam- einingu rifjað upp gamlar minningar. Þú stóðst þig eins og hetja, alltaf hlý og góð, hugsaðir fyrst og fremst um þá sem í kringum þig voru. Þú varst svo falleg og virðuleg. Ef allir væru eins og þú þá væri heimurinn betri. Sólargeislinn þinn, hann Ingvar litli, sem reyndar er ekíri lítill lengur, hef- ur sem betur fer erft svo margt gott frá þér til að hafa sem veganesti út í þennan harða heim að hann á eftir að standa sig vel í lífinu. Ég trúi því að þú sért nú búin að hitta marga sem voru famir frá okk- ur á undan þér. Þú varst elstu dóttur minni eins og mamma og bömunum hennar eins og amma. Ég veit að þú lítur eftir honum syni mínum, ég skal hugsa vel um hann Ingvar þinn. Kærar kveðj- ur frá bömunum mínum, eiginmanni og tengdasyni og litlu stelpunum hennar Höddu, sérstaklega Betunni. Takk fyrir allt og Guð geymi þig. Elsku Ingvar minn, foreldrar og systkini, Guð styrki ykkur og gæti ykkar. Með innilegu þakklæti fyrir sam- fylgdina, það var mín gæfa að fá að þekkjaþig. Kveðja frá vinkonu þinni og frænku. Rut. ELSA HAIDY ALFREÐSDÓTTIR v + Elsa Haidy Al- freðsdóttir fædd- ist 3. júní 1938. Hún lést á Landspitalan- um í Fossvogi 16. maí sfðastliðinn og fdr útför hennar fram frá Kdpavogs- kirlgu 25. maí. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt Þó svíði sorg mitt hjarta, þásælter að vitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þetta ljóð lýsir því best sem fer um huga mér þegar ég kveð elsku frænku mína hana Elsu sem var mér svo kær. Ég leit alltaf á Elsu sem stóru systur mína enda hefur hún ávallt reynst mér sem slík. Hún var alltaf til staðar í mínu lífi, jafnt í gleði sem sorg. Þegar ég var ein með minn elsta son, Marjón Pétur, fóstraði hún hann sem sinn eigin son. Erlingur tók fullan þátt í því og kallaði Marjón hann alltaf afa. Þetta verður seint fullþakkað. Við Elsa áttum margar góðar stundir saman og heimili Elsu og Erlings stóð alltaf opið fyrir mig og mína. Þar ríkti mikil hlýja og þau hjónin voru ein- staklega samhent í því að láta öðrum líða vel. Elsa var hljóðlát og prúð kona, samviskur . söm og heiðarleg, sem lifði fyrir heimili sitt og það að hlúa að sínu fólki. Ég var svo lánsöm að fá að vera ein af hennar fólki og taka þátt í ýmsu með henni og hennar fjöl- skyldu s.s. að taka slátur, búa til sultur og hinni rómuðu laufa- brauðsgerð þar sem öll fjölskyldan safnaðist saman undir hennar leið- sögn. Börn löðuðust sérstaklega að henni Elsu og alltaf átti hún eitt- hvað til að rétta að þeim úr skápn- um sínum. Þessi skápur var líka þekktur í barnahópnum hennar og biðu þau ávallt með eftirvæntingu eftir því hvað þar væri að finna. Henni lét svo vel að láta hvert og^ eitt þeirra finnast það vera ein- " stakt. Elsku Erlingur, Alfreð, Búi, Hanna og aðrir ættingjar og ást- vinir. Ég sendi ykkur mínar inni- legustu samúðarkveðjur vegna frá- falls einstakrar manneskju. Guð styrki ykkur í sorg ykkar. Ingibjörg Benediktsddttir. Formáli minningargreina ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi að- eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálf- um. -3 ADAUG L V S 1 1 M G A YMISLEGT Til krakka á aldrinum 11-14 ára! Hefur þú áhuga á að kynnast ★ Fornleifaskoðun ★ Listsköpun ★ Gömlum vinnubrögðum ★ Ratleikjum ★ Listaverkum ★ Stríðsminjum ★ Leikjum ★ Útivist ★ Lækn- ingajurtum ★ Skemmtilegum krökkum ★ Fuglaskoðun ★ Fjöruvappi og mörgu öðru skrýtnu og forvitnilegu? Á sumarnámskeiðinu „Sagan í landslaginu" erfjallað um Reykjavíkfrá upphafi til dagsins í dag á lifandi og fjölbreyttan hátt. Hvert nám- skeið stendur í 5 daga og er haldið í Nesstofu, Árbæjarsafni, Kvosinni, Laugarnesi og Viðey. Verð kr. 5.500. Námskeiðið er á dagskrá hjá Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000. Nánari upplýsingar og skráning í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í síma 553 2906. REYKJAVÍK Amim xooo www.reykjavik2000.is PJÓNUSTA Byggingameistarar/ verktakar Eigum fyrirliggjandi á lager flestar stærðir af tengijárnabökkum. Básfeil ehf., sími 567 3560. TIL SOLU Ódýrt — ódýrt Lagerútsala Leikföng, gjafavörur og sportskór. Opið frá kl. 13.00 — 18.00 föstudaginn 26.5. og frá kl. 11.00—16.00 laugardaginn 27.5. Skútuvogi 13 (við hliðina á Bónus). KENNSLA Viltu læra á píanó? Sumamámskeið fyrir unga sem aldna, bæði byrjendur og lengra komna. Uppl. í símum 588 6993 og 897 6193. Jónas Sen, MA í tónlist, netfang: sen@ismennt.is. HÚSNÆÐI ÓSKAST Sendiráð — einbýlishús Bandaríska sendiráðið óskar að taka á leigu einbýlishús eða raðhús án húsgagna. Stærð 4—5 svefnherbergi og tvö baðherbergi með sturtu eða baðkari. Leigutími erað minnsta kosti 3 ár, frá 15. júlí eða 1. ágúst. Húsnæðið þarf að vera í mjög góðu ásigkomulagi. Tilboð óskast á skrifstofutíma í síma 562 9100 *286 og fax 562 9123. Einb.- eða raðhús óskast Óskum eftir að taka á leigu einbýlis- eða rað- hús með 5 svefnherbergjum á stór-Reykjavík- ursvæðinu. Kjalarnes og Hveragerði koma einnig til greina. Reyklaust reglufólk með góða fjárstöðu. Upplýsingar í símum 897 7768 og 694 9808. SMAAUGLYSINGAR FÉLAGSLÍF Hnllvcigarstig 1 • sirai 5fi1 4330 Sunnudagurinn 28. maí kl. 9 Á slóðum borgfirskra skálda. Hvítársiða — Húsafell. Gengið með Hvítá. Hraunfossar og Barnafoss skoðaðir. Slóðir Snorra á Húsafelli og Guðmund- ar Böðvarssonar. Fararstjóri: Steinar Frímannsson. Verð 2.500 kr. f. félaga og 2.900 kr. f. aðra. Brottför frá BSÍ. Farmiðar i miða- sölu. Hítarvatn — Hítardalur 3.-4. júní. Göngu- og veiðiferð jeppadeild- ar. Fólksbilafært. Jónsmessunæturganga yfir Fimmvörðuháls 23.-25. júní. Bókið strax í þessa geysivinsælu helgarferð. Enn er hægt að bóka sig í spennandi sumarleyfis- og helgarferðir, þó margar ferðir séu fullbókaðar. Fimmvörðuháls, Básar og Skaftafell um hvítasunnuna. Upplýsingar á skrifst. og á heimasíðu: utivist.is FERÐAFÉLAG ÍSIANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 28. maí kl.10.30 Jarðfræðiferð í Húshólma við Krýsuvík með Sigmundi Ein-< arssyni jarðfræðingi. 1.400 kr fyrir fullorðna. Allir velkomnir. Ath. Nokkur sæti laus í auka- ferð um Vestfirði með Ólafi Sigurgeirssyni. Hvannadalshnúkur 9.-12. júní. Snæfjallaströnd — Drangajök- ull 10.-13. júní. www.fi.is og textavarp RUV bls. 619.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.