Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 8
OODt'HF. • F7008
8 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Aukin campylobactermengun í ferskum kjuklmgum:
Yfirdýralæknir brást algjörlega
Svona, sóðaðu þeim bara í þig, strákur, þú ættir bara að finna hvað þeir eru góðir og sval-
andi svona ískaldir.
Laugardag og sunnudag
kr.299
Áður kr.íM
Blákorn
5kg.
UPPLYSINGASIMI: 5800 500
Ráðstefna í Skaftafelli
Tindur nefndur
eftir Ragnari
Stefánssyni
Ragnar Frank
RÁÐSTEFNA um
Ragnar Stefáns-
son í Skaftafelli
verður haldin á morgun í
Skaftafellsstofu og hefst
hún klukkan 13 og lýkur
klukkan 16, allir eru vel-
komnir. Ragnar Stefáns-
son var bóndi í Skaftafelli
og varð íyrsti þjóðgarðs-
vörður þar, hann lést 1994.
Ragnar Frank er þjóð-
garðsvörður í Skaftafelli
núna, hann er ráðstefnu-
stjóri. „Við ákváðum að
halda þessa ráðstefnu til
heiðurs náttúruvemdar-
manninum Ragnari Stef-
ánssyni. Hann fæddist
1914 og var uppalinn í
SkaftafeOi og dó í Freys-
nesi 1994. Ragnar var
fyrst giftur Önnu Pálsdótt-
ur og síðar Laufeyju Lárusdóttur
og lifir hún mann sinn. Hug Ragn-
ars til náttúruvemdar er mjög vel
lýst í bók um hann sem gefin var
út 1994 og Helga Einarsdóttir
skráði. Þar er eftirfarandi haft
eftir Ragnari um Skaftafell: „Við
kaup á jörðinni var samið við mig
um að hún yrði friðlýst og ekki
valdið neinu óþarfa jarðraski og
gætt allrar varúðar hvað fram-
kvæmdir snerti." Einnig er vitnað
til spumingar Ragnars til Hjör-
leifs Guttormssonar sem þá var í
Skaftafellsnefnd: „Getur þú sagt
mér Hjörleifur hvað er náttúm-
vemd?“
- Var langur aðdragandi að
stofnun þjóðgarðs í Skaftafelli?
„Já, Hákon Bjamason skóg-
ræktarstjóri hafði mikinn áhuga á
að kaupa Skaftafellsjörðina og
koma þar upp nytjaskógi með
greni og fmu. Vom samningar
þess efnis langt komnh- en Ragnar
og Jón Stefánssynir vom and-
snúnir því að breyta Skaftafells-
skógi í útlendan skóg. Var því
samningum rift. I framhaldi af
þessu kom Sigurður Þórarinsson
jarðfræðingm- til skjalanna. Hann
hafði heyrt skoðanir Skaftafells-
bræðra og Náttúruvemdarráð
var einnig mjög hlynnt þeim hug-
myndum að vernda Skaftafells-
skóg. Þeir sem vilja kynnast betur
aðdragandanum að því hvemig
Skaftafell varð þjóðgarður geta
fengið allar upplýsingar um það
atriði á ráðstefnunni á morgun.“
-Hverjir haida fyrirlestra á
ráðstefnunni?
„Snævarr Guðmundsson mun
sýna myndir af Skaftafellsfjöllum
og segir frá þeim möguleikum
sem fjöllin gefa til gönguferða.
Hjörleifur Guttorms-
son náttúmfræðingur
segir frá fyrstu áram
þjóðgarðsins og kynn-
um sínum af Ragnari
Stefánssyni. Jaek Ives
prófessor segir frá
leiðangri sínum til Is-
lands 1953 og 1954 og kynnum
sínum af Ragnari Stefánssyni í
Skaftafelli. Jack lagði til að ákveð-
ið fjall í Skaftafellsfjölium verði
nefnt eftir Ragnari, ákveðinn
tindur í fjallgarðinum hefur nú
fengið nafnið Ragnarstindur og
verða sýndar myndir af tindinum
á ráðstefnunni. Jack Ives er
þekktur fjallafræðingur og á m.a.
sæti í nefnd UNESCO sem starf-
ar að undirbúningi fyrir ár fjall-
anna 2002. Jacks mun bera saman
Skaftafellsþjóðgarð og aðra
„fjallaþjóðgarða", þess má geta að
Jack Ives skírði son sinn eftir
Ragnari í Skaftafelli og heitir
hann Antoni Ragnar og verður á
► Ragnar Frank fæddist 1962 í
Reykjavík en ólst upp í Hafnar-
fírði. Hann tók stúdentspróf frá
Flensborgarskóla 1982 og varð
landslagsarkitekt frá landbúnað-
arháskólanum í Kaupmannahöfn
1990. Hann hefur unnið við nátt-
úruvernd frá 1991. Þjóðgarðs-
vörður varð Ragnar í Skaftafelli
1999. Hann er kvæntur Úllu Rolf
Pedersen landslagsarktitekt og
eigaþau þrjár dætur.
ráðstefnunni ásamt systur sinni.
Helgi Bjömsson jöklafræðingur
mun fjalla um Skeiðarárjökul og
breytingar á jöklinum. Einnig
mun hann fjalla um jöklana um-
hverfis Skaftafellsfjöll. Árni
Bragason, forstjóri Náttúrvernd-
ar ríkisins, fjallar um fyrirhugað-
an Vatnajökulsþjóðgarð - um
stöðu mála og framtíðarsýn. Að
loknum fyrirlestram verða um-
ræður sem þjóðgarðsvörður í
Skaftafelli stjómar."
- Hvenær var þjóðgarður sett-
ur á stofn í Skaftafelli?
„Það var árið 1968 og varð
Ragnar Stefánsson þjóðgarðs-
vörður fljótlega upp úr því. Eftir
að hann hætti því starfi 1988 tók
Stefán Benediktsson við, bróður-
sonur Ragnars."
- Hvernig standa málefni
Skaftafells núna?
„Þau standa ágætlega en upp-
bygging þarf að haldast í hendur
við þann fjölda fólks sem sækir
þjóðgarðinn heim, sem er um 100
þúsund manns á ári hverju, það
vantar mikið á að svo sé. Á síðustu
fimm ámm hefur gestum fjölgað
um helming. íslendingar ferðast
meira en nokkum sinni áður og
gera þeir sívaxandi kröfur um að-
búnað í þjóðgörðum.
Erlendir gestir heim-
sækja okkur nú meira
en þekkst hefur og ger-
ir eldra fólk kröfur um
betra aðgengi."
- Hverjir heimsækja
ykkurhelst?
„Mín tilfinnig er að eldra fólk og
skólaböm séu fjölmennur hópur
meðal gesta og verðum við að
byggja upp aðstöðuna í samræmi
við þeirra þarfir.“
- Hefur aðstaðan ekki breyst
mikið síðan Ragnar Stefánsson
var þjóðgarðsvörður?
>A tímum Ragnars var mest
gert og allar helstu ákvarðanir
teknar um hvemig ætti að byggja
þjóðgarðinn upp. Eftir 1974 liðu
um 25 ár þar til vemlega dró til
tíðinda á ný. Með opnun gesta-
stofu í Skaftafelli sl. sumar var
stigið stórt skref í rétta átt hvað
snertir að sinna fræðsluhlutverki
þjóðgarðsins.
Um 100.000
manns i
Skaftafelli
áári