Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Sýning á vinnu nemenda í mynd- og hand-
mennt í tilefni 125 ára afmælis Mýrarhúsaskóla
Morgunblaðið/Golli
Helgi Guðjónsson, Rúrík Karl Björnsson og Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir, nemendur í
sjöunda bekk, og Kristrún Gunnarsdóttir, nemandi í sjötta bekk, eru hér í smíðastofunni,
innan um þá fjölmörgu smíðisgripi sem nemendur skólans hafa búið til.
Mikið lagt upp úr
skapandi starfi
Meðal þess sem verður til sýnis í anddyri skólans eru sjálfs-
myndir af öllum nemendum og kennurum skólans.
í gær var lögð lokahönd á undirbúning sýningarinnar á
vinnu nemenda í mynd- og handmennt.
Seltjarnarnes
MÝRARHÚ S ASKÓLI er 125
í ár og af því tilefni er í dag
haldin sýning í skólanura á
vinnu nemenda í hand- og
myndmennt.
„Þetta er upphafið að há-
tíðarhöldum vegna afmælis-
ins skólans. Afmælið sjálft er
30. september, en þann dag
var skólinn settur í fyrsta
sinn árið 1875,“ segir Fríða
Regína Höskuldsdóttir, skól-
astjóri Mýrarhúsaskóla. „Við
vildum nota vorið til að sýna
vinnu nemenda meðan hún
er hér í húsi, en svo fara þau
með gripina heim.“
Gíeirþrúður Ása Guðjóns-
dóttir, Rúrik Karl Björnsson
og Helgi Guðjónsson, nem-
endur í sjöunda bekk, og
Kristrún Gunnarsdóttir,
nemandi í sjötta bekk, voru í
skólanum í gær þar sem ver-
ið var að leggja lokahönd á
undirbúning vegna hátíðar-
innar. Þeim fínnst afar
skemmtilegt í tímum í
myndlist, handavinnu og
smiðum og segja þau gaman
hvað þau fái að búa til marga
og fjölbreytta muni. Þau hafi
til dæmis smíðað lampa og
hillur, saumað púða, svuntur,
geisladiskahulstur og verk-
færatöskur og búið til alls
konar myndir, meðal annars
myndir af englum úr þæfðri
uli. Þau segjast ýmist eiga
hlutina sjálf eða gefa þakk-
látum fjölskyldumeðlimum
þá.
Meðal þess sem verið var
að hengja upp í anddyri skól-
ans í gær voru sjálfsmyndir
af öllum nemendum og kenn-
urum skólans. Krakkarnir
segja að það hafí verið mikið
hlegið þegar sjálfsmyndirn-
ar voru teiknaðar og einnig
verði fyndið að fá að skoða
sjálfsmyndir kennaranna.
Beita frumlegri og
skapandi hugsun
Fríða Regfna segir að mik-
il áhersla sé lögð á góða
kennslu í listgreinum í skól-
anum. Allir nemendur fái
kennslu í handavinnu, smfð-
um, myndlist, tónlist og
dansi og segir hún þessar
greinar ekki si'ður búa börn-
in undir framtíðina en hefð-
bundnar bóknámsgreinar.
„Við leggjum mikið upp úr
skapandi starfí hérna.
Seinna meir munu þau fást
við verkefni sem við vitum
ekkert hver eru, en þau eru
vel undirbúin undir framtíð-
ina ef þau hafa lært að beita
frumlegri og skapandi hugs-
un.“
Hún segir að svo virðist
sem nemendur haldi mikið
upp á kennslustundirnar í
listgreinunum og þeir kvarti
sáran þegar það kemur fyrir
að þær falli niður.
„Oft hleypum við þeim
fyrr inn í stofurnar og þau
vilja gjarnan sitja lengur."
Hún segist telja að viðhorf
gagnvart kennslu í listgrein-
um sé að breytast. Að fólk sé
í auknum mæli að átta sig á
þvi' að með henni skapist
ekki einungis handverk held-
ur gefi hún nemendum einn-
ig tækifæri til að fást við
sköpun og tjáningu.
„Ég held að það sé aukinn
skilningur á þvf að kennsla f
listgreinum hafí tilgang og
sé börnunum til góðs, en ekki
bara eitthvert föndur til að
fylla upp í tímann."
Á hand- og myndmenn-
tarsýningunni í dag munu
nemendur einnig sýna Qöl-
breytt skemmtiatriði og
verður þar meðal annars
kórsöngur hljóðfærarleikur
og dans. Foreldrar, vinir og
aðrir velunnarar skólans eru
boðnir velkomnir í heimsókn
í dag til að fá að sjá allt sem
nemendumir hafa verið að
vinna að í vetur.
Breytingar á stjórnkerfi borgarinnar
Fjórar nefndir
sameinaðar í tvær
Reykjavík
STJÓRNKERFISNEFND
Reykjavíkurborgar hefur lagt
fram tillögur um að skipulags-
og umferðarnefnd og bygg-
inganefnd annars vegar og fé-
lagsmálaráð og húsnæðis-
nefnd hins vegar verði
sameinaðar. Drög að nýjum
samþykktum fyrir sameinað-
ar nefndir eru nú til umsagn-
ar í borgarkerfmu.
Helgi Hjörvar, formaður
stjómkerfisnefndar, sagði að
ástæða þess að lagt væri til að
byggingamefnd og skipulag-
snefnd yrðu sameinaðar væri
sú að nefndimar fáist við ná-
skyld mál og fjölmörg mál
hafi þurft umfjöllun í þeim
báðum og málsmeðferðin hafi
stundum verið tímafrek og til
óhagræðis fyrir almenning.
„Það er verið að leitast við að
einfalda stjómkerfið og auka
skilvirknina í því. í mörgum
þeirra mála sem snúa að
skipulags- og byggingaryfir-
völdum er um að tefla gríðar-
lega fjárfestingu og jafnvel al-
eigu einstaklinga. Það er þess
vegna sérstaklega mikilvægt
að allar afgreiðslur mála þar
séu skilvirkar og þau tefjist
ekki í meðfömm lengur en
nauðsyn ber til,“ sagði Helgi.
Fleiri fundir og
skjótari afgreiðsla
Hann sagði ráðgert að sam-
einaða nefndin fundaði oftar
en hinar tvær, sem ætti að
tryggja skjótari afgreiðslu
mála. „Við væntum þess að í
sameinaðri nefnd nái menn
meiri yfirsýn með því að fjalla
um skipulags- og byggingar-
málin á einum stað.“
Hann sagði þetta fyrir-
komulag eiga sér fyrirmyndir
víða að, t.d hafi ekki starfað
sérstakar bygginganefndir í
Danmörku síðan á áttunda
áratugnum.
Helgi sagði meginmarkmið
þeirrar heildarendurskoðun-
ar á stjómsýslu borgarinnar
sem nú stendur yfir að ein-
falda og auka skilvirkni í
stjómsýslunni. Drög að sam-
þykktum fyrir nýja nefnd
virðast fela í sér fjölgun af-
greiðsluverkefna byggingar-
fulltrúa en Helgi sagði ekki
gert ráð fyrir auknum af-
greiðsluheimildum embættis-
manna á þessu kjörtímabili.
Hann sagði að hins vegar
hefði sérstaklega skilgreind-
um málum í vaxandi mæli ver-
ið vísað til byggingafulltrúa
og væri það í anda þeirrar
þróunarí stjómkerfi borgar-
innar að kjörnir fulltrúar
sinni fyrst og fremst stefnu-
mótun en afgreiðsla einstakra
mála og málefna einstaklinga
sé í höndum einmbættis-
manna.
Hvað varðar sameiningu fé-
lagsmálaráðs og húsnæðis-
nefndar sagði hann einnig
stefnt að því að fjallað verði á
einum stað um málefni þeirra
sem þurfi félagslegar lausnir í
húsnæðismálum en félags-
málaráð hefur fjallað um fé-
lagslegt leiguhúsnæði en hús-
næðisnefnd um félagslegar
eignaríbúðir.
Helgi kvaðst gera ráð fyrir
að umfjöllun um tillögur um
sameiningu nefndanna Ijúki í
júní og breytingar gætu tekið
gildi síðar á árinu eða um ára-
mót.
Sameiginleg sýn á
nefndaskipan
Formaður bygginganefnd-
ar borgarinnar er Óskar
Bergsson, varaborgarfulltrúi,
sem kemur úr Framsóknar-
flokki, og formaður húsnæðis-
nefndar Guðrún Erla Geirs-
dóttir, varaborgarfulltrúi úr
Kvennalista. Um það hvemig
breytt forysta og nefndaskip-
an hefði verið afgreidd innan
Reykjavíkurlistans sagði
Helgi, að allt kjörtímabilið
hefðu ýmsar breytingar verið
gerðar í nefndakerfi borgar-
innar, t.d. hefðu atvinnumála-
nefnd og ferðamálanefnd ver-
ið sameinaðar og síðan lagðar
niður og skipulagsnefnd og
umferðamefnd hefðu verið
sameinaðar og við slíkar
breytingar væri rætt innan
Reykjavíkm-listans hverjir
tækju að sér þau verkefni sem
þarf að vinna. „Það hefur ver-
ið leyst farsællega og ég held
að það megi segja að það sé
sameiginlegur skilningur á
því hvernig nefndimar verði
skipaðar, ef af verður."
Um hvort auknum verkefn-
um nýrra nefnda fylgdu hærri
launagreiðslur til fulltrúa og
formanna þeirra sagði Helgi
að engar tillögur lægju fyrir
um launakjör í tengslum við
þessar breytingar enda væm
launakjörin ekki á verksviði
stjómkerfisnefndar.
Má þá gera ráð fyrir að það
dragi úr kostnaði borgarinnar
við nefndahald með samein-
ingu fjögurra nefnda í tvær?
„Já, ég geri ráð fyrir þvi að
eitthvað dragi úr kostnaði við
fækkun nefnda og samein-
ingu,“ sagði Helgi. „En á móti
kemur að við hyggjumst efla
hverfatengt starf til að
tryggja betri tengsl við ein-
stök hverfi og við almenning.
Af þeim fyrirætlunum getur
hlotist kostnaður." Helgi
kvaðst þar vísa til áforma um
að starfrækja fleiri nefndir á
borð við hverfisnefnd Grafar-
vogs og samstarfsnefnd Kjal-
arness, sem þegar hafa ákveð-
in hverfamálefni á sínum
snæmm.
Engin aldursmörk 1
félagsstarfí aldraðra
Reykjavík
BORGARRÁÐ hefur sam-
þykkt tillögu félagsmálaráðs
Reykjavíkur um að aldurs-
mörk í starfsemi félags- og
þjónustumiðstöðva aldraðra
og sex félagsmiðstöðva verði
felld niður en til þessa hafa
miðstöðvamar aðeins verið
opnar notendum 67 ára og
eldri.
Lára Bjömsdóttir félags-
málastjóri sagði í samtali við
Morgunblaðið að félagsþjón-
ustan vildi nýta félags- og
þjónustumiðstöðvarnar fyrir
alla þá sem á þurfa að halda.
Almennt væri verið að fella
niður aldursmörk í félags-
þjónustunni sem væri ekki
lengur skipt í öldmnardeild
og fjölskyldudeild heldur í
ráðgjafasvið og þjónustusvið.
Markmiðið væri að rjúfa fé-
lagslega einangmn frá upp-
hafi en ekki aðeins á elliárum.
„Það hefur lengi verið Ijóst
að það em miklu fleiri sem
þurfa á þessari þjónustu að
halda en aldraðir, sem margir
em vel tengdir við sitt um-
hverfi og félagslega sam-
hengi,“ sagði Lára. „Ýmsir úr
yngri aldurshópum búa hins
vegar við mikla einangmn."
Þá sagði hún að aldraðir
hefðu ekki getað boðið börn-
um sínum með sér í mat á
miðstöðvamar, jafnvel þótt
þeir héldu með þeim heimili,
og einnig hefði fólk, sem getur
keypt íbúðir tengdar þjón-
ustumiðstöðvunum við sex-
tugsaldur ekki getað nýtt sér
þjónustuna sem þar er að
finna.
Ráðgert er að aldursmörk-
in verði felld niður 1. septem-
ber nk. en Lára sagðist ekki
telja að þjónustan mundi taka
miklum breytingum á einum
degi heldur yrði hægfara þró-
un í átt að betri félagslegri
þjónustu um leið og félags- og
þjónustumiðstöðvaraar þró-
uðust í átt að menningar- og
félagsmiðstöðvum hverfanna í
borginni. Um það hvaða hóp-
ar hún teldi að mundu leita í
félags- og þjónustumiðstöðv-
arnar eftir að aldurslágmark-
ið verður afnumið nefndi hún
öryrkja og fólk sem ekki er
virkt á vinnumarkaði vegna
atvinnuleysis, tímabundinna
veikinda eða fæðingarorlofs.
„Fólk sem þarf að hitta fólk
og gæti auðgað starfsemina
og haft ýmislegt til málanna
að leggja," sagði Lára.
Eftirspurn eykst
ekki mikið
Hún nefndi að fyrir nokkr-
um ámm hefði aldurslágmark
verið afnumið í félagsstarfi
aldraðra í Gerðubergi og það
fellt undir menningarmiðstöð-
ina. Þetta hefði gefist vel.
Yngri einstaklingum hefði
smám saman fjölgað í tóm-
stundastarfinu þar og auðgað
það en þó sýndi þessi reynsla
að líklega ykist eftirspum eft-
ir þjónustunni ekki mikið við
það að aldurslágmarkið væri
fellt niður. í félags- og þjón-
ustumiðstöðvunum hafa aldr-
aðir getað keypt niðurgreidd-
an mat fyrir 380 kr. en Lára
sagði að yngri þátttakendur
mundu ekki njóta niður-
greiðslu heldur greiða kostn-
aðarverð.
Hún sagði að jafnframt því
sem hópurinn væri breikkað-
ur á þennan hátt þyrfti að
auka fjölbreytni í þjónustu-
framboði til þess að höfða til
yngra fólks en það væri talið
mikils virði að kynslóðimar
mættust í starfi af þessu tagi;
t.d. hefðu sumir hinna eldri
ekki viljað taka þátt í starfinu
vegna þess að þeir litu ekki á
sig sem aldraða og vildu ekki
eingöngu umgangast aldrað
fólk.
Lára sagði að í næstu viku
yrðu haldnir kynningarfundir
með öldruðum þar sem þeim
yrði kynnt þetta nýja fyrir-
komulag.