Morgunblaðið - 27.05.2000, Page 12
12 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Listræn
veisla
Morgunblaðið/Þorkell
„Þessi sýning San Francisco-ballettsins er stórviðburður. Ekki aðeins er
þetta frábær flokkur heldur er hann eins og hann er í dag einskonar
sköpun landa okkar, Helga Tómassonar," segir í dómnum.
LISTDANS
BfligarleikhúsiA
SAN FRANCISCO-
BALLETTINN/
SVANAVATNIÐ
Danshöfundur: Helgi Tómasson.
Svarti svanurinn pas de Deux og II
þáttur eftir Marius Petipa og Lev
Ivanov. Sviðsmynd og búningar eft-
ir Jens-Jacob Worsaae. Lýsing eftir
David K.H. Elliott. Aðstoðarmaður
Helga Tómassonar: Irina Jacobson.
Hlutverk Odette-Odile: Yuan Yuan
Tan. Prins Siegfried: Vadim Solom-
akha. Von Rothbart: Jorge Esqui-
vel. Drottningin: Anita Paciotti.
Wolfgang, kennarinn: Ashley
Wheater. Föstudagur 26. maí.
SAN Fransisco-ballettinn frum-
sýndi ballettinn Svanavatnið í Borg-
arleikhúsinu í gærkvöld við gífurleg-
an fögnuð áhorfenda. Danshöfundur
er Helgi Tómasson, tónlistin eftir
Tchaikovsky.
San Francisco-ballettinn var
stofnaður árið 1933 og er elsti listd-
ansflokkur Bandaríkjanna. I áranna
rás hefur hann átt misjöfnu gengi að
fagna, stundum unnið listræna sigra
en hann hefur líka þurft að glíma við
alvarleg fjárhagsvandamál og list-
rænan stjómunarvanda. Segja má
að mikil umskipti hafi orðið við ráðn-
ingu Helga Tómassonar sem list-
ræns stjómanda flokksins árið 1985.
Síðan hefur orðspor San Francisco-
ballettsins farið sívaxandi og nú er
svo komið að hann er álitinn einn af
bestu listdansflokkum Bandaríkj-
anna og þar með í hópi helstu list-
dansflokka í heiminum í dag. Dans-
arai- flokksins bera öll merki
óskeikullar listrænnar sýnar stjórn-
anda síns. Sá tæri klassíski hrein-
leiki sem einkenndi dansarann
Helga Tómasson er nú aðalsmerki
San Francisco-ballettsins. Sama list-
ræna fágunin einkennir danssköpun
Helga. Gaman hefði verið að sjá
meira frá San Francisco-ballettinum
þar sem fjölhæfni dansaranna kæmi
enn betur fram en þó getum við verið
afar þakklát fyrir að sjá Svanavatn-
ið, þetta sígilda verk sem alltaf er
góður mælikvarði á getu, kunnáttu
og listfengi dansflokka. Að auki fá-
um við að sjá verkið að miklu leyti í
danssköpun Helga Tómassonar.
Hann býr til falleg, margslungin
hópatriði sem alltaf ganga vel upp,
skemmtilega þjóðlega dansa og leik-
ræn atriði. Ennfremur glæsilega
sólódansa þar sem dansararnir fá
tækifæri til að sýna það besta sem
þeir eiga til og glíma við tæknilega
erfiðleika en einmitt þannig þroskast
þeir og fágast. Hvergi er veikur
hlekkur, hvorki í danssköpun né
dansi. Ollu er síðan haldið saman í
þeim glæsilega ramma sem hann
hefur búið sýningunni og úr verður
listræn veisla.
San Francisco-ballettinn
Verkefnaskrá San Francisco-ball-
ettsins er mjög fjölbreytt. Þar er að
finna gömlu klassísku ballettana,
Hnotubrjótinn, Þyrnirós, Giselle og
Svanavatnið, einnig Rómeó ogJúlíu,
allt í sviðsetningu og endumýjaðri
danssköpun Helga Tómassonar.
Helgi hefur líka samið fjölda styttri
balletta fyrir flokkinn. Verk eftir
Bournonville, Balanchine og fjöl-
marga þekktustu danshöfunda dans-
sögunnar eru á verkefnaskránni auk
þess sem margir helstu danshöfund-
ar heims semja reglulega fyrir flokk-
inn.
Svona fjölbreytt efnisskrá gerir
óneitanlega gífurlegar kröfur til
dansara flokksins, sem þurfa að vera
jafnvígir á mismunandi stefnur og
stílbrigði. Sá hópur sem við sáum í
gærkvöld stóðst svo sannarlega allra
ströngustu kröfur á mælikvarða
klassísks listdans. Sagt er að San
Francisco-ballettinn sé flokkur án
stjarna, en auðvitað verða til stjörn-
ur kvöldsins, eða sýningarinnar
hverju sinni. Það er raunar óhjá-
kvæmilegt í gömlu klassísku ballett-
unum eins og Svanavatninu sem er
samið með stjörnur í huga. A þessum
5 sýningum í Borgarleikhúsinu teflir
Helgi fram þremur pöram í aðalhlut-
verkunum sem sýnir vel hve sterkur
flokkurinn er.
Um Helga Tómasson er óþarfi að
fara mörgum orðum, svo vel höfum
við getað fylgst með glæstum ferli
hans. Frægðarförinni frá því að vera
ungur efnilegur dansari til þess að
öðlast sess meðal allra fremstu dans-
ara heims. Og síðar sem stjóraandi
San Francisco-ballettins, aðaldans-
höfundur og kennari hefur hann leitt
þann flokk á óslitinni sigurgöngu.
Helgi hefur hlotið margar eftirsóttar
viðurkenningar á ferli sínum, m.a.
fyrir dansgerð Svanavatnsins. Nú
fyrir skömmu var frumsýnt verkið
Prism sem Helgi samdi fyril• gamla
flokkinn sinn, New York City Ballet,
við frábærar undirtektir.
Ballettinn Svanavatnið
Svanavatnið er í huga margra
einskonar samnefnari fyrir klassísk-
an listdans í heild. Ballettinn var
frumsýndur í þeirri mynd sem við nú
þekkjum hann árið 1895 í St. Péturs-
borg. Tónlistin er eftir Pjotr I.
Tchaikovsky og danshöfundur var
Marius Petipa, sem þá var ballett-
meistari keisaralega leikhússins í St.
Pétursborg en vegna veikinda hans
var það aðstoðarmaður hans, Lev Iv-
anov sem samdi II. og IV. þátt
verksins. Það er II. þátturinn, verk
Ivanovs, sem er perla verksins. Þar
fléttast tónlist og dans saman í órofa
heild sem engum hefur tekist að end-
urbæta enda hefur hann haldist
óbreyttur að mestu frá fyrstu tíð.
Hinir þættirnir hafa verið aðlagaðir
og endursamdir ótal sinnum með
mismunandi árangri. Helgi Tómas-
son hefur endursamið allt nema II.
þáttinn og auk þess heldur hann at-
riði frá III. þætti, pas de deux svarta
svansins. Þá má geta þess að nokkr-
ar nýlegar „öðruvísi“ útgáfur eru til
af Svanavatninu, þar sem söguþráð-
ur og tónlist fá að halda sér í stórum
dráttum en annað er á allt öðrum
nótum. Má þar nefna verk Mads Eks
fyrir Cullberg-ballettinn og útfærslu
breska dansflokksins Adventure in
Motion Picture.
Stórkostleg sýning
Sýning San Francisco-ballettsins í
gærkvöld var stórkostleg. Öll um-
gjörð sýningarinnar er afar falleg,
sviðsmynd og búningar eru eftir
Jens-Jacob Worsaae og lýsing eftir
David K.H. Elliott. Tónlist er flutt
(af diski) af hljómsveit undir stjóm
Emil de Cou og greinilegt að áhersl-
ur hljómsveitarstjóra og danshöf-
undar féllu saman.
I. þáttur varð, í dansgerð Helga,
afar skemmtilegur. Það er verið að
halda upp á afmæli prinsins og hirð
og almenningur taka þátt í því með
fallegum hópdönsum. Bömin úr
Listdansskóla Islands stóðu sig
mjög vel og áttu þátt í því að gera
andrúmsloft þessarar afmælisveislu
létt og eðlilegt. Pas de trois var mjög
vel dansað af þeim Lorenu Feijoo,
Vanessu Zahorian og Guennadi
Nedviguine, en þó vakti karldans-
arinn mesta hrifningu enda var
færni hans næsta ótrúleg. Stór-
skemmtilegur marzurka, með mátu-
legum sveitabrag, kom á óvart.
Drottningin, móðir prinsins, hefur
ákveðið að hann skuli velja sér brúði
næsta dag. Það er honum ekki að
skapi að fara að tilmælum móður
sinnar og undir lok þáttarins dansaði
prinsinn, Vadim Solomakha, hægan,
en glæsilegan sóló.
II. þáttur, svanaþátturinn, er
hefðbundin Ivanov danssköpun.
Gaman var að sjá að Helgi hefur
haldið öllu látbragðinu sem svo oft er
sleppt á seinni tímum, ekki bara í
þessum þætti heldur í gegnum alla
sýninguna. Seiðkarlinn, Von Roth-
bart, í meðferð Jorge Esquivel var
aðsópsmikill og ógnvekjandi. Dans
Yuan Yuan Tan í hlutverki svana-
prinsessunnar Odette var upplifun.
Langir grannir handleggir, fótleggir
og þetta sterka, liðuga bak virðist
ekki eiga neitt sameiginlegt með
venjulegum mannlegum líkama.
Yndisleg og sannfærandi var túlkun
hennar á ástfóngnu svanaprinsess-
unni sem virtist vera örlítið feimin
við prinsinn. Auk þess gáfu örlítil
augnatillit og ofurfínar aukahreyf-
ingar túlkun hennar mjög persónu-
legan blæ. Pas de deux þessa þáttar
er hápunktur sýningarinnar og þau
Yuan Yuan Tan og Vadim Solom-
ankha dönsuðu það þannig að grun-
ur leikur á að sumir í áhorfenda-
hópnum hafi tárast af hrifningu.
Svanahópurinn var glæsilegur en
kannske mátti greina að sviðið var
nokkuð þröngt fyrir þennan 24 svana
hóp. Dansar litlu og stóru svananna
voru óaðfinnanlegir.
Glæsilegur III. þáttur
III. þáttur fer fram í hallarsalnum
þar sem prinsinn á að velja sér konu
úr hópi sex prinsessa. Dans prins-
essanna var mjög fallegur og lifandi
túlkun dansaranna gerði hann eftir-
minnilegan. Þjóðdansarnir voru
hver öðrum skemmtilegri. Þar má
e.t.v. nefna sérstaklega napólítanska
dansinn sem var dansaður af einu
pari með miklum tilþrifum. Há-
punktur III. þáttar er pas de deux
svarta svansins þegar Odile, dóttir
Von Rothbarts í gervi Odette, heillar
prinsinn sem heldur að þar sé Odette
sjálf kominn. Odile, í túlkun Yuan
Yuan Tan, virtist skemmta sér hið
besta við að draga prinsinn á tálar.
Þetta er glæsilegt atriði sem ávallt
hrífur áhorfendur ef vel er dansað og
það er það svo sannarlega hér. Yuan
Yuan Tan sigldi með glans í gengum
hina frægu 32 fouette hringi og Vad-
im Solomakha sýndi hversu frábær
dansari hann er. IV. þáttur hefur
stundum verið svolítið langdreginn
og vandræðalegur. Því er hugmynd
Helga um að láta III. og IV. þátt
renna saman til mikilla bóta. Hann
nær að gera þetta atriði sterkt án
þess að yfirhlaða það með hópdansi.
Órvænting Odette vegna eiðrofs
prinsins og sorg hans og sjálfsásök-
un koma vel fram. En ást þeirra er
öllu öðru yfirsterkari.
Þessi sýning San Francisco-ball-
ettsins er stórviðburður. Ekki aðeins
er þetta frábær flokkur heldur er
hann, eins og hann er í dag, einskon-
ar sköpun landa okkar, Helga Tóm-
assonar, og því finnst okkur við öll
eiga svolítið í því, ekki bara Helga,
heldur líka flokknum. Af því getum
við verið ákaflega stolt. Bestu þakkir
til allra sem gerðu þessa heimsókn
mögulega.
Ingibjörg Björnsdóttir
Þýska leiguflugfélagið LTU hefur hug á beinu flugi til Egilsstaða
Heimamenn selja flugloforð
til að tryggja grundvöllinn
Morgunblaðið/Helgi Bjamason
Ilannibal Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Austur-
lands, er vongdður um að LTU taki upp beint leiguflug til Egilsstaða.
UNNIÐ er að samningum við þýska
flugfélagið LTU um beint leiguflug
milli Þýskalands og Egilsstaða. For-
sendan fyrir því að af því geti orðið
er að hægt verði að selja fyrirfram
hér á landi 50 sæti í hverri ferð og
lítur út fyrir að það ætli að takast.
Ferðaskrifstofan Terra Nova,
Þróunarstofa Austurlands og Ferða-
skrifstofa Austurlands vinna að þró-
unarverkefni um beint leigufiug til
Egilsstaða. Að sögn Hannibals Guð-
mundssonar, framkvæmdastjóra
Ferðaskrifstofu Austurlands, hafa
athuganir á beinu flugi frá Evrópu
til Austurlands staðið yfir frá árinu
1998, þegar unnið var að stækkun
flugvallarins á Egilsstöðum. Hafa
menn bundið vonir við aukinn ferða-
mannastraum um Austurland í
tengslum við beint flug. Síðastliðinn
vetur hófu Þróunarstofa Austur-
lands, ferðaskrifstofan Terra Nova
og Ferðaskrifstofa Austurlands
vinnu að sérstöku þróunarverkefni í
ferðaþjónustu sem miðar að því að
koma á beinu flugi. Terra Nova er
umboðsaðili þýska leiguflugfélags-
ins LTU sem flýgur til Keflavíkur
sex sinnum í viku á sumrin.
Flogið frá Diisseldorf
Hannibal segir að LTU hafi
áhuga á að fljúga til Egilsstaða.
Hugmyndir séu uppi um 6 til 9 ferð-
ir á sumri til að byrja með og vænt-
anlega fleiri síðar. Reiknar hann
með því að félagið komi einu sinni í
viku á næsta sumri í átta vikur og
telur líklegast að flogið verði frá
Dusseldorf. Þýska flugfélagið telur
nauðsynlegt að hafa baktryggingu
til að vega upp aðstöðumuninn sem
er á því að fljúga til Egilsstaða í stað
Keflavíkur. Hefur orðið að sam-
komulagi að það verði í því formi að
safnað verði loforðum fyrir kaupum
íslendinga á 50 farseðlum í hverri
ferð. Notaðar verða Boeing 757 þot-
ur í flugið en þær taka um 200 far-
þega. Flugfélagið hyggst selja 150
sæti í Þýskalandi.
Að sögn Hannibals hefur gengið
vel að selja flugloforð. Ætlunin er að
selja 400 til 450 loforð og þegar er
búið að selja 350. Fyrirtæki og ein-
staklingar á Austurlandi hafa skrif-
að sig fyrir flugfarseðlum en Hanni-
bal segir að enn hafi ekki margar
sveitarstjórnir tekið þátt. Yfirmaður
LTU kemur í heimsókn til landsins í
sumar og í haust ákveður þýska fé-
lagið hvort flugið verður hafið næsta
sumar. Ef til kemur verður verkefn-
ið tilraunaverkefni til eins árs.
Um leið og ákvörðun liggur fyrir
verður hafist handa við markaðs-
setningu á þessum ferðum, bæði hér
á landi og ekki síður í Þýskalandi.
Hannibal telur að ef ákvörðun verð-
ur tekin í haust um að hefja flug
næsta vor gefist nægur tími til að
kynna og selja þann hluta sætanna
sem ætlaður er íslendingum. „Mér
finnst líklegt að okkur takist að selja
þessi 400 sæti sem okkur eru ætluð
og að ekki komi til þess að grípa
þurfi til flugloforðanna," segir hann.