Morgunblaðið - 27.05.2000, Síða 8

Morgunblaðið - 27.05.2000, Síða 8
OODt'HF. • F7008 8 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Aukin campylobactermengun í ferskum kjuklmgum: Yfirdýralæknir brást algjörlega Svona, sóðaðu þeim bara í þig, strákur, þú ættir bara að finna hvað þeir eru góðir og sval- andi svona ískaldir. Laugardag og sunnudag kr.299 Áður kr.íM Blákorn 5kg. UPPLYSINGASIMI: 5800 500 Ráðstefna í Skaftafelli Tindur nefndur eftir Ragnari Stefánssyni Ragnar Frank RÁÐSTEFNA um Ragnar Stefáns- son í Skaftafelli verður haldin á morgun í Skaftafellsstofu og hefst hún klukkan 13 og lýkur klukkan 16, allir eru vel- komnir. Ragnar Stefáns- son var bóndi í Skaftafelli og varð íyrsti þjóðgarðs- vörður þar, hann lést 1994. Ragnar Frank er þjóð- garðsvörður í Skaftafelli núna, hann er ráðstefnu- stjóri. „Við ákváðum að halda þessa ráðstefnu til heiðurs náttúruvemdar- manninum Ragnari Stef- ánssyni. Hann fæddist 1914 og var uppalinn í SkaftafeOi og dó í Freys- nesi 1994. Ragnar var fyrst giftur Önnu Pálsdótt- ur og síðar Laufeyju Lárusdóttur og lifir hún mann sinn. Hug Ragn- ars til náttúruvemdar er mjög vel lýst í bók um hann sem gefin var út 1994 og Helga Einarsdóttir skráði. Þar er eftirfarandi haft eftir Ragnari um Skaftafell: „Við kaup á jörðinni var samið við mig um að hún yrði friðlýst og ekki valdið neinu óþarfa jarðraski og gætt allrar varúðar hvað fram- kvæmdir snerti." Einnig er vitnað til spumingar Ragnars til Hjör- leifs Guttormssonar sem þá var í Skaftafellsnefnd: „Getur þú sagt mér Hjörleifur hvað er náttúm- vemd?“ - Var langur aðdragandi að stofnun þjóðgarðs í Skaftafelli? „Já, Hákon Bjamason skóg- ræktarstjóri hafði mikinn áhuga á að kaupa Skaftafellsjörðina og koma þar upp nytjaskógi með greni og fmu. Vom samningar þess efnis langt komnh- en Ragnar og Jón Stefánssynir vom and- snúnir því að breyta Skaftafells- skógi í útlendan skóg. Var því samningum rift. I framhaldi af þessu kom Sigurður Þórarinsson jarðfræðingm- til skjalanna. Hann hafði heyrt skoðanir Skaftafells- bræðra og Náttúruvemdarráð var einnig mjög hlynnt þeim hug- myndum að vernda Skaftafells- skóg. Þeir sem vilja kynnast betur aðdragandanum að því hvemig Skaftafell varð þjóðgarður geta fengið allar upplýsingar um það atriði á ráðstefnunni á morgun.“ -Hverjir haida fyrirlestra á ráðstefnunni? „Snævarr Guðmundsson mun sýna myndir af Skaftafellsfjöllum og segir frá þeim möguleikum sem fjöllin gefa til gönguferða. Hjörleifur Guttorms- son náttúmfræðingur segir frá fyrstu áram þjóðgarðsins og kynn- um sínum af Ragnari Stefánssyni. Jaek Ives prófessor segir frá leiðangri sínum til Is- lands 1953 og 1954 og kynnum sínum af Ragnari Stefánssyni í Skaftafelli. Jack lagði til að ákveð- ið fjall í Skaftafellsfjölium verði nefnt eftir Ragnari, ákveðinn tindur í fjallgarðinum hefur nú fengið nafnið Ragnarstindur og verða sýndar myndir af tindinum á ráðstefnunni. Jack Ives er þekktur fjallafræðingur og á m.a. sæti í nefnd UNESCO sem starf- ar að undirbúningi fyrir ár fjall- anna 2002. Jacks mun bera saman Skaftafellsþjóðgarð og aðra „fjallaþjóðgarða", þess má geta að Jack Ives skírði son sinn eftir Ragnari í Skaftafelli og heitir hann Antoni Ragnar og verður á ► Ragnar Frank fæddist 1962 í Reykjavík en ólst upp í Hafnar- fírði. Hann tók stúdentspróf frá Flensborgarskóla 1982 og varð landslagsarkitekt frá landbúnað- arháskólanum í Kaupmannahöfn 1990. Hann hefur unnið við nátt- úruvernd frá 1991. Þjóðgarðs- vörður varð Ragnar í Skaftafelli 1999. Hann er kvæntur Úllu Rolf Pedersen landslagsarktitekt og eigaþau þrjár dætur. ráðstefnunni ásamt systur sinni. Helgi Bjömsson jöklafræðingur mun fjalla um Skeiðarárjökul og breytingar á jöklinum. Einnig mun hann fjalla um jöklana um- hverfis Skaftafellsfjöll. Árni Bragason, forstjóri Náttúrvernd- ar ríkisins, fjallar um fyrirhugað- an Vatnajökulsþjóðgarð - um stöðu mála og framtíðarsýn. Að loknum fyrirlestram verða um- ræður sem þjóðgarðsvörður í Skaftafelli stjómar." - Hvenær var þjóðgarður sett- ur á stofn í Skaftafelli? „Það var árið 1968 og varð Ragnar Stefánsson þjóðgarðs- vörður fljótlega upp úr því. Eftir að hann hætti því starfi 1988 tók Stefán Benediktsson við, bróður- sonur Ragnars." - Hvernig standa málefni Skaftafells núna? „Þau standa ágætlega en upp- bygging þarf að haldast í hendur við þann fjölda fólks sem sækir þjóðgarðinn heim, sem er um 100 þúsund manns á ári hverju, það vantar mikið á að svo sé. Á síðustu fimm ámm hefur gestum fjölgað um helming. íslendingar ferðast meira en nokkum sinni áður og gera þeir sívaxandi kröfur um að- búnað í þjóðgörðum. Erlendir gestir heim- sækja okkur nú meira en þekkst hefur og ger- ir eldra fólk kröfur um betra aðgengi." - Hverjir heimsækja ykkurhelst? „Mín tilfinnig er að eldra fólk og skólaböm séu fjölmennur hópur meðal gesta og verðum við að byggja upp aðstöðuna í samræmi við þeirra þarfir.“ - Hefur aðstaðan ekki breyst mikið síðan Ragnar Stefánsson var þjóðgarðsvörður? >A tímum Ragnars var mest gert og allar helstu ákvarðanir teknar um hvemig ætti að byggja þjóðgarðinn upp. Eftir 1974 liðu um 25 ár þar til vemlega dró til tíðinda á ný. Með opnun gesta- stofu í Skaftafelli sl. sumar var stigið stórt skref í rétta átt hvað snertir að sinna fræðsluhlutverki þjóðgarðsins. Um 100.000 manns i Skaftafelli áári
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.