Morgunblaðið - 20.06.2000, Síða 5

Morgunblaðið - 20.06.2000, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ Suðurlandsskjálftar ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 C 5 Viðar Magnússon, loðdýrabóndi á Hraunbúi, varð fyrir verulegu tjóni Minkar sluppu úr búrum þegar þau féllu á gólfíð Morgunblaðið/RAX Nágrannar og vinir Vidars Magnússonar hjálpuðu honum að eltast víð minkana sem léku lausum hala um allt húsið. Á efri myndinni er Viðar með dauðan mink, en mörg dýr drápust í skjálftanum. VIÐAR Magnússon, loðdýrabóndi á Hraunbúi í Gnúverjahreppi, varð fyrir miklu tjóni í skjálftanum, en minkabúr féllu niður í loðdýrahúsum hans og við það opnuðust mörg búr og minkar sluppu út. Hann sagði að verst væri að áralöng vinna við rækt- un væri ónýt. Tjónið skipti milljón- um. „Þetta var ekki eitthvað sem við þurftum á að halda,“ sagði Viðar, sem hefur eins og fleiri loðdýra- bændur þurft að heyja langa og erf- iða baráttu við að byggja upp loð- dýrabú sitt og finna því fjárhagslegan grundvöll. „Það er nógu erfitt að berjast við verðfall og ei’fið rekstrarskilyrði þó að maður þurfi ekki að berjast við náttúruöflin líka.“ Meiddist á öxl Viðar var eins og fleiri íbúar í Gnúpverjahrepp í Arnesi á 17. júní skemmtun þegar jarðskjálftinn reið yfir. Hann sagði að í þeirri skelfingu sem varð þegar fólk fann fyrir skjálftanum hefði hann fyrst hugsað um að bjarga 10 ára dóttur sinni, Sóleyju Hrund. „Eg greip hana og skultaðist með hana undir borð. Ég datt illa og ótt- aðist um tíma að ég væri farinn úr æxlarlið, en ég held að það hafi sloppið," sagði Viðar sem flýtti sér heim frá Árnesi til að kanna ástand- ið. Þar hafði mikið dottið úr hillum, en þó hafði húsið sloppið betur en víða annars staðar. Afallið kom hins vegar þegar Viðar fór niður í minka- bú. Þar höfðu heilu lengjumar af búrum fallið niður á gólfið eða rétt héngu uppi. Mjög mörg búr höfðu opnast og minkar voru um allt húsið. „Það versta við þetta er að öll ræktun er ónýt vegna þess að ég veit ekki úr hvaða búrum dýrin sem sluppu komu. Öll búr eru merkt og skráð í tölvu. Frjósemiseinkunn læðnanna er reiknuð í tölvu á grund- velli upplýsinga sem ég mata tölvuna á. A þessu byggi ég síðan allan ásetn- ing á haustin, en nú verð ég að farga öllum dýrum sem hafa sloppið út. Sum af þessum dýrum keypti ég í fyrrahaust en þau fara núna beint í skinnaframleiðslu. Það er ekki mjög mikið sem hefur drepist, kannski nokkrir tugir, en varðandi ræktun er þetta milljóna- tjón. Ég verð 3-4 ár að vinna þetta upp aftur.“ Viðar er með um 1.700 minkalæð- ur og stefndi að því að setja á um 2.000 læður í haust. Hann er að stækka búið og er langt kominn við byggingu nýs skála. Hann sagði að ef hann gæti ekki fyllt nýja skálann yrði fjárfestingin vannýtt sem væri að sjálfsögðu afar slæmt fyrir rekst- urinn. Þegar Morgunblaðið hitti Viðar var hann ásamt nágrönnum, ættingj- um og björgunarsveitarmönnum að eltast við minka um allt hús. Mink- amir kúrðu sig undir búrunum og í skúmaskotum og þurfti að hafa tals- vert mikið fyrir því að ná þeim. Búið var að klófesta nokkur hundruð minka, en samt mátti enn sjá minka skjótast um í húsinu. Nokkrir tugir minka höfðu drepist þegar þeir klemmdust í búrunum eða urðu fyrir því að vatn sprautaðist yfir þá, en vatnsleiðslur í búrunum slitnuðu í skjálftanum. Minkar eru viðkvæm dýr og þola illa óvænta röskun. Viðar sagðist vonast eftir að yrðlingar sem væru enn á spena myndu þola þetta áfall. Hann sagði lán í óláni að skjálftinn kom ekki mánuði fyrr, en þá stóð gotið sem hæst. Ef hann hefði komið þá má búast við að fleiri hundruð minka hefðu drepist. Skinnaverð á uppleið þegar þetta tjón verður Viðar sagði að hann og sonur hans, sem býr með honum, hefðu ætlað að vinna af krafti að því í sumar að ljúka smíði innréttinga í nýja skálanum. Nú þyrfti hann að fara að laga skemmdir af völdum jarðskjálftans. „Það er búið að ganga mjög vel í ár. Afföll hafa verið lítil, fóðrið hefur verið gott og verð á skinnum er á uppleið. Svo kemur þetta.“ Stefán Guðmundsson, formaður Loðdýraræktarfélags Suðurlands, sem rekur loðdýrabú um fimm kíló- metra frá Hraunbúi, var ásamt fleir- um að aðstoða Viðar um helgina. Engar skemmdir urðu á hans búi. Hann sagði þetta mikið áfall fyrir ræktunarstarfið, sérstaklega í ljósi þess að þarna hefðu átt sér stað miklar framfarir enda stæðu loð- dýrabændur á Suðurlandi mjög framarlega. Það væri núna bjartara yfir loðdýraræktinni en oft áður og hugur í mönnum að sækja fram. Þetta væri því verulegt áfall. A Ibúðarhúsið á Brekkum ónýtt eftir skjálftann Einn útveggur hrundi að hluta Morgunblaðið/RAX Gamla fjósið á Brekkum er krosssprungið. Ágúst Ómar segir að það sé ónýtt líkt og íbúðarhúsið. ÍBÚÐARHÚSIÐ á Brekkum, sem stendur skammt frá þjóðveginum við Rauðalæk, er ónýtt eftir jarðskjálftann. Húsið er mikið sprungið og gengið til á sökklinum. Útveggur er hruninn að hluta svo að það sér inn í kjallara hússins. Innbú er stórskemmt. Fjölskyldan hefur gist hjá ættingjum á Rauðalæk frá því að skjálftinn reið yfir, en hún var inni í húsinu þegar skjálftinn kom. „Við voru inni í stofu og vorum að horfa á sjónvarpið þegar ósköpin dundu yfir. Þetta byrjaði ekki með neinum svaka látum en magnaðist svo upp þannig að allt ætlaði um koll að keyra. Við hlupum strax út. Barnabarn- ið, sem er á öðru ári, stóð í útidyrunum og við gripum það á leiðinni út,“ sagði Ágúst Omar Eyvindsson, húsasmiður og bóndi á Brekkum. Ágúst og Ragnheiður Jónasdóttir, eiginkona hans, skoðuðu húsið með Morgunblaðinu nokkrum klukkutímum eftir skjálftann. „Það er ömurlegt að horfa upp á heimilið sitt sem nú er rústir einar. Mér finnst þetta eitthvað svo óraunverulegt. Það er eins og maður sé í miðri bíómynd," sagði Ragnheiður. Hún sagði að óneitalega væri uggur í fólki. Sérstaklega væri Hafdís, dóttir hennar, hrædd, en hún var að heimann þegar skjálftinn reið yfir og hafði eðlilega áhyggjur af Daníel Frey Steinarssyni, syni sínum, sem er á öðru ári, en hann var heima hjá ömmu og afa á Brekkum. Eyvindur, bróðir Hafdísar, var á salerninu þegar jarðskjálftinn reið yfir. Hann reyndi eins og aðrir að flýta sér út en átti í hálfgerðu basli við að losa krók sem læsir hurðinni og að ná tökum á hurðarhúninum. Hann sagði að þetta hefði verið ónotarleg lífsreynsla en sem betur fer hefði hann komist fljótt út, ómeiddur. I ráðleggingum Almannavarna er fólk hvatt til að skrúfa stórar hillur í veggi til að varna því að þær falli á fólk í jarðskjálftum. Þetta ráð dugði ekki á Brekkum því að stór og þung hillusamstæða í stofunni, sem skrúfuð hafði verið í vegginn, féll fram fyrir sig og á gólfið skammt frá þeim stað þar sem íbúarnir voru. Húsið, sem er forskalað timburhús, byggt árið 1904, er gjörónýtt. Veggir eru mikið sprungnir og útveggur sunnanmegin í húsinu brotnaði þannig að það sér inn í kjallara hússins. Engin rúða er hins vegar brotin í húsinu. Mikil eyði- legging blasir við í eldhúsinu þar sem leirtau og eldhúsáhöld eru brotin og liggja í einum graut á gólfinu. Ný eldavél brotnaði og ör- bylgjuofn féll tvo metra niður á gólf. Ragn- heiður sagðist þakka guði fyrir að Daníel Freyr var ekki að leika sér í eldhúsinu þegar jarðskjálftinn reið yfir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.