Morgunblaðið - 20.06.2000, Qupperneq 20
' »20 C ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000
Suðurlandsskjálftar
MORGUNBLAÐIÐ
Húsið á Freyvangi 12 er gjörónýtt
Morgunblaðið/RAX
Heiðrún svaf í tjaldi við heimili tengdaforeldra sinna á Rauðalæk ásamt
börnum sínum, Jóni Frey þriggja ára og Hlyni Erni fimm ára. Heimilisfaðirinn,
Sveinbjörn Jónsson, var í Freyvangi 12 að taka til.
Botnplata
hússins hrundi
Horfðu á húsið sitt sveiflast til í skjálftanum
Geng óhræddur til hvílu
fyrst húsið þoldi þetta
Morgunblaðið/RAX
Krakkarnir, sem búa við Freyvang á Hellu, ætluðu að sofa úti í tjaldi, en
nokkur hús við götuna voru mikið skemmd og alls staðar varð tjón á innbúi.
„ÞAÐ er hræðilegt að koma að hús-
inu sínu svona. Líf manns er allt í
"^hinu í rúst,“ sagði Heiðrún Ólafsdótt-
ir íbúi á Freyvangi 12 á Hellu, en
húsið hennar er ónýtt eftir skjálft-
ann. Ingvar Baldursson nágranni
hennar horfði á hvemig skjálftinn
fór með húsið og hann lýsir því þann-
ig að húsið hafi klofnað. Botnplata
hússins hrundi niður um 10-15 senti-
metra en jafnframt brotnuðu milli-
veggir. Platan er ekki járnabundin
við útveggina og svo virðist sem eitt-
hvert holrúm hafí verið undir plöt-
unni þannig að skjálftinn náði að
. iyrjóta hana niður.
Heiðrún og eiginmaður hennar,
Sveinbjöm Jónsson glerskeri, hafa
búið að Freyvangi 12 í níu ár. Þau
hafa unnið að endurbótum á heimili
sínu á undanförnum árum og lagt í
það mikla vinnu og peninga. „Ætli
maður sé ekki hættur endurbótum
núna,“ sagði Sveinbjörn þegar
Morgunblaðið hitti hann i rústunum
á sunnudaginn. Hann var þá ásamt
Jóni Ögmundssyni, föður sínum, að
byrja að taka saman heillega hluti í
húsinu og flytja þá burt.
Foreldrar leituðu í
örvæntingu að börnum sínum
„Við vomm stödd niðri í íþrótta-
húsi og stóðum í anddyrinu þegar
skjálftinn reið yfir. Þegar kippurinn
kom kastaðist ég út á gólf. Fyrstu
viðbrögðin voru að reyna að hlaupa
út, en maður stóð varla á löppunum.
Við sáum hvernig jörðin bókstaflega
færðist frá húsinu.
Flestir voru úti við sundlaug en
þar var sundkeppni að hefjast. Það
varð mikið uppnám þegar foreldrar
leituðu í örvæntingu að börnum sín-
um og böm leituðu að foreldrum sín-
um. Fólk var miður sín og sumir
vora grátandi," sagði Heiðrún.
Heiðrún og Sveinbjörn flýttu sér
heim ásamt börnunum Jóni Frey og
Hlyni Erni, fímm og þriggja ára.
„Þegar við komum í innkeyrsluna
sáum við að tröppurnar höfðu hran-
ið. Maður hugsaði með sér að það
skipti nú ekki máli; þær hefðu hvort
eð er verið ónýtar. Svo labbaði ég að
húsinu og þá sá ég að gólfið í for-
stofunni var hrunið og það var hægt
að sjá inn í húsið utan frá með því að
horfa undir útidyrahurðina. Þá
ákvað ég að fara ekki lengra. Síðan
áttaði ég mig á að allt gólfíð í húsinu
var hrunið,“ sagði Heiðrún.
Innbú er stórskemmt enda virðist
flest hafa látið undan í látunum.
Neðri skápar í eldhúsi, sem eru
skrúfaðir fastir við vegginn, féllu á
hliðina. Bókaskápar liggja á gólfinu
innan um styttur, raftæki og annað
dót.
Sveinbjörn og Heiðrún hafa gist
hjá foreldrum Jóns á Rauðalæk frá
því að þau misstu húsið sitt.
„VIÐ voram þannig staðsett að við
gátum horft á hvílíkir ógnarkraftar
tóku húsið okkar og djöfluðu því til.
Þegar maður er búinn að horfa á
slíkt þá segi ég að ég fer hér inn að
sofa alveg óhræddur. Það sér tiltölu-
lega lítið á húsinu þannig að það þarf
eitthvað veralega mikið meira að
ganga á til að vinna á því,“ sagði
Ingvar Baldursson hitaveitustjóri
sem býr í Freyvangi 14 á Hellu.
„Við voram að koma frá golfvellin-
um og ætluðum að fara að horfa á
fótbolta. Ég var inni í bflskúr að
ganga frá þegar þetta dundi yfir. Ég
flýtti mér út en þegar lætin voru sem
mest stóð ég ekki í lappirnar. Konan
mín var í garðinum og hún féll við.
Ég upplifði þetta sem skelfilegar
sekúndur. Jarðskjálfti er óhugnan-
legur atburður og allt sem maður er
búinn að upplifa í gegn um nokkuð
langa ævi af jarðskjálftakippum er
hjóm eitt miðað við þetta. Það var
ógn að horfa á húsið leika á reiðis-
kjálfi þannig að maður bjóst við því
að það myndi þá og þegar falla. Ég
horfði á húsið við hliðina á mínu húsi
nánast gliðna í sundur. Það hús er
gjörónýtt. Ég get varla hugsað þá
hugsun til enda hefðu börn ná-
granna míns verið að leik inni í hús-
inu þegar skjálftinn reið yfir,“ sagði
Ingvar. Ingvar sagðist að sjálfsögðu
hafa séð stóra jarðskjálfta í sjón-
varpi og í bíómyndum, en það væri
skelfilegt að upplifa þetta. „Ég tel þó
að úr því þetta þurfti að koma hafi
verið mikið lán í þessu óláni að hann
varð á þessum tíma árs og að það var
þessi dagur. Flestir íbúar voru úti
við eða inni í íþróttahúsi á þjóðhátíð-
arskemmtun. Það vora fáir heima og
það er mín trú að það hafi forðað
stóram slysum. Skjálftinn hefði auð-
vitað getað komið að vetri til í vondu
veðri. Staðan hefði einnig verið önn-
ur ef hann hefði komið meðan fólk
var í fastasvefni og hefði þurft að
koma sér út fáklætt. Þá hefði það
m.a. þurft að ganga yfir glerbrot og
annað. Það er því mikið lán að aðeins
einn maður slasaðist lítillega í
skjálftanum hér á Hellu. Það er það
sem skiptir máli.“
Rekstur glerverksmiðjunnar Samverks í lamasessi vegna jarðskjálftans
Tjónið hátt
í hundrað
milljónir króna
TUGMILLJÓNA tjón varð í gler-
verksmiðjunni Samverki á Hellu í
jarðskjálftanum á laugardag þegar
gríðarlegt magn af gleri eyðilagðist
algerlega. Gera má ráð fyrir að það
taki a.m.k. viku að koma rekstri
verksmiðjunnar í gang að nýju, að
sögn Páls G. Björnssonar, stjórnar-
formanns Samverks, en í gær var
verið að hreinsa út úr verksmiðj-
unni og gerði Páll ráð fyrir að
hreinsunarstarfinu lyki í dag.
^ Tryggingamenn vora í heimsókn
í gær að meta tjónið en Páll sagði
það öragglega slaga hátt í hundrað
milljónir. „Stóra spurningin snýr
að vélunum," sagði hann. „Það er
alltaf hægt að panta sér nýtt gler
og það tekur ekki nema um tíu
daga. En það er annað og verra ef
velarnar hafa skaðast.“
Að sögn Páls verður það hins
vegar ekki ljóst fyrr en búið verður
að hreinsa út úr verksmiðjunni, og
byrjað að prufukeyra vélarnar,
hvort þær hafa orðið fyrir
skemmdum. Aðspurður sagði Páll
að Samverk ætti gler í gámum og á
hafnarbakka hér heima og erlendis
en engu að síður væri Ijóst að fyrir-
tækið myndi ekki geta sinnt pönt-
unum á gleri fyrr en eftir 7-10
daga.
Guðs mildi að ekki var vinnu-
dagur í verksmiðjunni
Inni í verksmiðjunni var lager af
unnu gleri og óunnu fyrir tugi
milljóna króna, að sögn Páls, og
vegur það tugi tonna ef ekki um
Morgunblaðið/Þorkell
Davíð Oddsson forsætisráðherra skoðaði verksummerki í glerverksmiðjunni.
100 tonn. Allt er þetta ónýtt.
„Það er guðsmildi að ekki var
vinnudagur í verksmiðjunni og
ótrúlegt að sjá aðkomuna. Þetta
var eins og eftir loftárás. Tugir
tonna af gleri hafa hranið niður af
rekkum og mölbrotnað og 50 tonna
vélasamstæða færst úr stað,“ sagði
Páll.
Hann sagði að rúður hefðu sveifl-
ast til beggja handa af rekkum sem
hallast 15-20 gráður. „Ég var hér
heima þegar skjálftinn reið yfir.
Hann var gríðarlegur og ég varð að
halda mér í dyrastafinn til að detta
ekki um koll. Fyrsta hugsunin var
að rjúka út í verksmiðju því ég
vissi að þar var einn maður að
vinna og þegar ég kom þangað var
þykkur mökkur yfir öllu. Mér
sýndist ekki vera nein óbrotin
rúða,“ sagði Páll.
Fólk treysti
sér ekki til að
sofa heima á
Rauðalæk
FÓLK í nokkrum húsum á Rauða-
læk treysti sér ekki til að sofa
heima um helgina, en mikið (jón
varð þar á innbúi. Hús eru þó ekki
ónýt þar. Meðal þeirra sem sváfu í
tjaldi og úti í bíl voru íbúar á Lækj-
arbraut 14.
Þórunn Ragnarsdóttir og Sigríð-
ur Sæmundsdóttir voru úti á túni að
girða þegar þær urðu varar við
jarðskjálftann. Þórunn sagði að
hann hefði verið harður, en þeim
hefði þó ekki dottið í hug að svo
mikið tjón hefði orðið á húsum og
raun hefði orðið á. Þau hefðu þó
nokkrum mínútum eftir að skjálft-
inn reið yfír hringt í nágranna sinn
og hann hefði sagt þeim að koma
strax heim því að skemmdir hefðu
orðið í húsinu og m.a. hefði vatn
fossað úr leiðslum sem hefðu opn-
ast í skjálftanum. Aðkoman hefði
því ekki verið glæsileg.
Þórunn sagðist ekki hafa getað
hugsað sér að sofa í húsinu m.a.
vegna þess að á heimilinu væru tvö
lítil börn, annað á fyrsta ári.