Morgunblaðið - 22.08.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.08.2000, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ H Vrkingaskipið fslendingur fær mikla athygli og hátíðarmóttökur í höfnum Nýfundnalands Um 100 þús- und manns tóku á móti Islendingi Ljósmynd/Mel Boyce/The Telegram Fjöldi báta fylgdi fslendingi þegar víkingaskipið sigldi seglum þöndum inn í höfnina í Port de Grave. Skips- flautur voru þeyttar og mannfjöldinn veifaði áhöfn skipsins. KOMA víkingaskipsins íslendings til viðkomustaða þess á Nýfundnalandi hefur vakið mikla athygli og hefur mannfjöldi safnast saman til að fagna komu skipsins og taka þátt í hátíðar- höldum í öllum höfnum þar sem skip- ið hefur haft viðdvöl. Ráðherrar á Nýfundnalandi og aðrir ráðamenn hafa verið viðstaddir komu skipsins og flutt ávörp. 30-40 þúsund manns tóku á móti skipinu í St. Johns „Þessari miklu hrifningu og stemmningu verður ekki lýst öðruvísi en með samanburði við stórhátíðir,“ sagði Einar Benediktsson, sendi- herra og formaður íslensku landa- fundanefndarinnar, í gær. Einar hef- ur verið viðstaddur komu skipsins til hafna á Nýfundnalandi á undanföm- um vikum og verið meðal þeirra sem flutt hafa ávörp við komu skipsins og hátíðarhöld sem haldin hafa verið af þessu tilefni. Einar áætlar að á milli 30 og 40 þúsund manns hafi tekið á móti ís- lendingi þegar skipið sigldi inn í höfn- ina í St. John’s síðastliðið þriðjudags- kvöld. Á þeim þremur vikum sem liðnar eru síðan skipið kom fyrst til L’Anse aux Meadows á Nýfundnalandi, 28. júlí sl., hefur það komið við í alls tíu höfnum á siglingu sinni suður með strönd Nýfundnalands. Að sögn Ein- ars Benediktssonar má ætla að sam- tals haíi verið nálægt 100 þúsund manns samankomnir í höfnum Ný- fundnalands til að fagna komu vík- ingaskipsins. Hann sagði að á öllum viðkomustöðum hefði ríkt mikil hátíð- arstemmning og fögnuður fólks vegna komu skipsins og Gimnar Mar- el Eggertsson skipstjóri og áhöfn hans verið hyllt sérstaklega af mann- fjöldanum. Birtist með áhrifaríkum hætti í höfninni í St. John’s Víkingaskipið kom til St. John’s, höfuðborgar Nýfundnalands, seint á þriðjudagskvöld í seinustu viku. Mik- ið fjölmenni tók á móti skipinu þegar skipinu var róið inn í höfnina. Þoku- slæðingur lá yfir höfninni og var mjög tilkomumikil og áhrifarík sjón þegar íslendingur birtist út úr þokunni, skv. frásögn fjölmiðla á Nýfundnalandi. „Það sem hefur komið okkiu- öllum á óvart er hversu feikilega góðar við- tökrn- skipið hefur fengið. Við höfnina í St. John’s, sem er afskaplega falleg- ur staður, voni á milli 30 og 40 þúsund manns saman komin þegar skipið kom þar að á þriðjudagskvöldið klukkan 10. Borgin er svipuð Reykja- vík, en ég hef ekki séð slíkan mann- fjölda saman kominn í Reykjavík, nema kannski 17. júní,“ sagði Einar. „Það var tunglbjart en þokuslæð- ingur yfir og sást skipið ekki fyrr en það kom alveg að hafnarbakkanum þar sem það lagðist að. Því var róið af ræðurum úr róðraklúbbinum í St. John’s og seglið var uppi. Skipið birt- ist út úr þokunni eins og það væri að koma út úr fomsögunum og fortíð- inni,“ sagði hann. Flugeldar lýstu upp næturhimin- inn þegar Islendingur lagðist að bryggju. Meðal þeirra sem tóku á móti skipinu voru Marie White, að- stoðarborgarstjóri St. John’s, Lloyd Matthews fjármálaráðherra, Joan Cook öldungadeildarþingmaður og Einar Benediktsson. Flutt voru ávörp og tónlist var leikin. „Mjög stórt svið hefur verið flutt á milli viðkomustaða skipsins og sett HUBERT Védrine, utanríkisráð- herra Frakklands, kom í vinnuheim- sókn til Islands á sunnudag og átti viðræður við hinn íslenzka starfs- bróður sinn, Halldór Ásgrímsson. Lýstu báðir ráðherramir að lokn- um viðræðum þeirra í hefur verið upp voldugt hátalarakerfi fyrir ræðuhöld og tónlistarflutning. Sú stemmning sem skapaðist við höfnina virkaði alveg sérstaklega á okkur Islendingana. Nú er sviðsljósið á skipinu og á Gunnari skipstjóra. Áhöfnin kemur sérstaklega vel fyrir. Það hefur verið mikill sómi að Gunn- ari og hans áhöfn, sem fulltrúum ís- lands og þetta hefur vakið mikla hrifningu," sagði Einar. Fagnaðarfundir Dagblaðið The Telegram sem gefið er út í St John’s hefur fjallað ítarlega um siglingu skipsins og þær móttökur sem áhöfn þess hefur fengið. í blaðinu er m.a. sagt frá því að Þóra Guðný Sigurðardóttir, eiginkona Gunnars Marels, skipstjóra íslendings, hafi verið í hópi þeirra sem tóku á móti skipinu í St. John’s en þau höfðu þá ekki sést síðan skipið lagði af stað frá Þjóðmenningarhúsinu við Hveríls- götu að fundurinn hefði verið mjög gagnlegur og þeir væm sammála um að eíla þyrfti pólitískt samráð ríkj- anna. Jók það á gildi fundarins að þetta misserið gegna Frakkar formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins (ESB) og íslendingar formennsku í Fríverzlunarsamtökum Evrópu, EFTA. Þau mál sem hæst bar í viðræðum ráðherranna var samstarfið á Evrópska efnahagssvæðinu (EES), áherzlumál franska ESB-for- mennskutímabilsins, öryggis- og varnarmál, sjávarútvegsmál og tví- hliða samskipti ríkjanna. „Mjög evrópskt land“ Um framtíð EES-samstarfsins sagði Védrine aðspurður að augljós- lega uppfylli EES ákveðna þörf. „Það er gagn að því svo lengi sem [EFTA- ríkin] kæra sig ekki um að ganga í ESB. Það er val þessara þjóða og það virðum við. Staðreyndin er sú að Isl- and á mjög náin og víðfeðm tengsl við aðildarríki ESB og sambandið sjálft,“ sagði Védrine. „Jafnvel þótt ísland sé ekki í ESB er það mjög evrópskt land.“ Sér sýndist EES-samningurinn vissulega uppfylla þarfir íslands eins og er en nauðsynlegt sé að efla póli- tískt samráð. „Islenzk stjómvöld hafa eindregið óskað eftir þessu og ég Reykjavík 17. júní sl. Urðu það miklir fagnaðarfundir, skv. frásögn blaðsins. Takmarka þurfri bflaumferð Islendingur hélt frá St. John’s sl. sunnudag til síðasta áfangastaðarins á Nýfundnalandi, sjávarútvegsbæjar- ins Port de Grave. Þúsundir manna voru þar saman komin til að taka á móti skipinu síðdegis á sunnudag, í sólskini og blíðviðri. Skipsflautur voru þeyttar og mannfjöldinn veifaði fánum þegar víkingaskipið sigldi inn í höfnina, skv. frásögn The Telegram. Meðal þeirra sem tóku á móti skipinu voru Brian Tobin, forsætisráðherra Nýfundnalands, og John Efford, sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðherra. Skv. frásögn blaðsins var mann- fjöldinn slíkur að takmarka þurfti bflaumferð og var fjöldi manns fluttur í rútum niður að höfninni til að vera viðstaddir móttökuathöfnina. er sama sinnis," sagði hann. Evrópusambandið vinnur nú að því að byggja upp sameiginlega öryggis- og vamarmálastefnu.Védrine var spurður hvað hann sæi fyrir sér að yrði hlutskipti íslands í því kerfi sem verið er að skapa á svið öryggis- og varnarmála í Evrópu. ísland sem brúarstólpi „Það má segja að ísland sé eins konar brúarstólpi sem styðji undir tengslin yfir Atlantshafið, sé millilið- ur milli Evrópu- og Ameríkustoða bandalagsins." ísland geti að hans mati lagt mjög uppbyggilegan skerf til þessarar þróunar, einkum hvað varðar þær hliðar öryggismálasam- Hafði The Telegram í gær eftir Efford sjávarútvegsráðherra að sú mikla athygli sem koma íslendings fékk kæmi Port de Grave loksins inn á landakort ferðamanna. Minnti hann einnig á að Port de Grave væri fiski- mannabær og ástæða væri til að þakka Islendingum sérstaklega fyrir að hafa breytt viðhorfum íbúa Ný- fundnalands til meðferðar og vinnslu á sjávarafurða. ísland er á hvers manns vörum Einar Benediktsson hefur langa reynslu af störfum í utanrfldsþjónust- unni og kynningarmálum fyrir Is- lands hönd en hann sagði aldrei hafa komið nálægt einstökum viðburði sem hafi fengið jafn gífurlega athygli fólks eins og þessi sigling Islendings til Ameríku. „Island er á hvers manns vörum,“ sagði hann. starfsins sem ekki séu hemaðarlegs eðlis. „Evrópusambandið hefur að undanfomu lagt mikið upp úr því að styrkja möguleikana á að leysa verk- efni á sviði borgaralegrar neyðar- hjálpar. Ég get vel séð fyrir mér að íslendingar leggi þar sitt af mörkum. Ég geri ráð fyrir að samningar um slíkt samstarf komist í kring á næstu tveimur til þremur áram," sagði Védrine. Ráðherrann hélt aftur af landi brott strax á sunnudag en hann hefur komið tvisvar áður til íslands, fyrst í fylgdarliði Francois Mitterrands Frakklandsforseta er hann kom í op- inbera heimsókn hingað í nóvember 1989, síðan sem ferðamaður árið eftir. Skólatöskur i miklu úrvali MÁLOG MENNING tAUGAVEGI 18 • SÍÐUMÚIA 7 maiogmenning.is Utanríkisráðherra Frakklands í fslandsheimsókn EES lifír svo lengi sem það gagnast Morgunblaðið/Sverrir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra útskýrir það sem fyrir augu ber á sýningu á efstu hæð Þjóðmenningarhússins við Hverfisgötu fyrir hin- um franska starfsbróður sinum, Hubert Vódrine (t.v.).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.