Morgunblaðið - 22.08.2000, Side 20

Morgunblaðið - 22.08.2000, Side 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Kaupþing í Stokkhólmi og Reykjavik Grandi hf. með 176 milljónir króna í hagnað eftir fyrstu 6 mánuði ársins 2000 Nýr norrænn hlutabréfasj óð- ur stofnaður Gengistap félagsins 140 milljónir í júní Q GR> Úr millii \ND jppgjö >l hf. ri 2000 | Rekstraneikningur jan.-júni 2000 1999 Breyling Rekstrartekjur Milljónir króna 2.103 2.021 +4% Rekstrargjöld -1.863 -1.735 +7% Hlutdeildarfélög 53 40 +33% Hreinn fiármaqnskostnaður -99 39 Hagnaður fyrir skatta 193 366 -47% Skattar -17 -5 +240% Hagnaður tímabilsins 176 361 -51% Efnahagsreikningur 30.06.OO 31.12.99 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 10.830 9.944 +9% Eigið fé 4.163 4.069 +2% Skuldir 6.667 5.875 +13% Skuldir og eigið fé samtals 10.830 9.944 +9% Kennitölur og sjóðstreymi 2000 1999 Breyting Arðsemi eigin fjár jan.-júni 8,7% 20,0% Eiginfjárhlutfali 38% 41% Veltufjárhlutfall 1,25 0,77 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 402 462 -13% KAUPÞING hefur ákveðið að stofna norrænan hlutabréfasjóð, Nordic Growth Fund, sem fjárfesta mun í norrænum fyrirtækjum á sviði þráð- lausra fjarskipta, hátækni-, líftækni- og lyfjaiðnaði, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá félaginu. Þar segir ennfremur að með þátttöku Verðbréfaþings íslands í NOREX sé stigið fyrsta skrefið í átt til þess að gera Norðurlöndin að einum sameig- inlegum verðbréfamarkaði. Með NOREX, sem sé sameiginlegt við- skiptakerfi og reglur íyrir verð- bréfaviðskipti á Norðurlöndum sem áætlað sé að taki gildi í október næstkomandi, muni „heimamarkað- ur“ íslendinga margfaldast. Stýrt frá íslandi og Stokkhdlmi Sjóðnum verður stýrt frá Islandi og Stokkhólmi og mun hann fjár- festa í norrænum hlutafélögum, sænskum, finnskum, dönskum, norskum og íslenskum, sem skráð eru á markaði. Lögð verður áhersla á að kaupa í fyrirtækjum sem talin eru eiga góða vaxtarmöguleika og verður miðað við að fjárfestingar sjóðsins í fyrirtækjum frá hverju Norðurlandanna fyrir sig, verði sem næst hlutfallslegri stærð landanna á hinum norræna fjármagnsmarkaði. Sjóðurinn verður lögskráður í Lúxemborg og mun starfa sam- kvæmt lögum þar í landi og heyra undir dótturfélag Kaupþings hf., Kaupthing Management Company S.A. Kaupþing segir norræna hluta- bréfamarkaðinn hafa marga kosti fyrir íslenska fjárfesta. Hlutabréfa- markaðurinn á Norðurlöndum hafi skilað mjög góðri ávöxtun síðustu 10 ár og Kaupþing telji að þessi þróun muni halda áfram, sérstaklega í ljósi yfirburða Norðurlanda á sviði fjarskipta. Á Norðurlöndum sé að ftnna al- þjóðlega leiðandi og ört vaxandi fyr- irtæki í lyfjaiðnaði og hátækni, til dæmis í þráðlausum fjarskiptum, og á Norðurlöndum séu mun fleiri fyrir- tæki leiðandi eða sterk á alþjóðleg- um mörkuðum en íbúafjöldi land- anna gefi tilefni til að ætla. Fj'ölbreytt ijármálaumhverfi Kaupþing segir að öfugt við ýmis fyrirtæki sem séu öflug á alþjóða- mörkuðum hafi norræn fyrirtæki smáa heimamarkaði og þetta hafi gert þau vel samkeppnishæf. Þá seg- ir Kaupþing að fyrirtæki á Norður- löndum séu þekkt fyrir skilvirka upplýsingagjöf og góð samskipti við fjárfesta og að vel skipulagður og skilvirkur verðbréfamarkaður á Norðurlöndum hafi laðað að fjár- festa utan þeirra. Loks telur Kaupþing að stjómvöld á Norðurlöndum séu víðast hvar langt komin í einkavæðingu, og bjóði það upp á fjölbreyttara og heilbrigð- ara fjármálaumhverfi. Jóhann G. Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Kaupþings í Stokk- hólmi, sagði í samtali við Morgun- blaðið að Nordic Growth Fund yrði opinn sjóður og að hann mundi að- eins kaupa í skráðum félögum. Hann væri því ólíkur Alpha 1 sjóðnum sem jafnframt er stýrt frá Stokkhólmi, en sá sjóður er lokaður og kaupir í óskráðum félögum snemma á þroskaferli þeirra. Sölutímabil Nordic Growth Fund verður 14. til 28. september. Obreytt gengi skilar sér í hærri útflutn- ingstekjum síðar á árinu HAGNAÐUR Granda hf. og dóttur- fyrirtækis þess, Faxamjöls hf., á fyrri helmingi þessa árs nam 176 milljónum króna eftir reiknaða skatta en var 361 milljónar króna hagnaður á sama tímabili árið 1999. Rekstrartekjur samstæðunnar námu 2.103 milljónum í ár en voru 2.021 milljón í fýrra. Rekstrarhagn- aður af eigin starfsemi var 240 millj- ónir en 286 milljónir á síðasta ár. Veltufé frá rekstri nam 402 milljón- um sem er 19% af rekstrartekjum. Þá námu fjármagnsgjöld 99 milljón- um króna. Eigið fé Granda hf. var 4.163 mil- Ijónir króna hinn 30. júní síðastliðinn og hafði það aukist um 94 milljónir frá áramótum. Eiginfjárhlutfall er 38% en var 41% í ársbyrjun, veltu- fjárhlutfall 1,25 en var 0,77 á ára- mótum og arðsemi eigin fjár 8,7% en hún var 20,0% á áramótum. Félagið greiddi 11% arð til hlut- hafa að fjárhæð 162 milljónir króna á tímabilinu. Óvissa um framhaldið í tilkynningu frá Granda hf. segir að minnkun rekstrarhagnaðar skýr- ist aðallega af því að verð á mjöli og lýsi hafi verið lágt en olíuverð hafi hins vegar hækkað gríðarlega. Þá segir að um helmingur afurða félags- ins sé seldur til meginlands Evrópu og veik staða evrunnar hafi rýrt út- flutningsverðmætið. Lækkun á gengi íslensku krónunnar í júní hafi leitt til gengistaps að fjárhæð 140 milljónir króna en þessi gengislækk- un muni hins vegar skila sér í hærri útflutningstekjum síðar. Brynjólfur Bjamason, fram- kvæmdastjóri Granda hf., segir að ef gengið helst óbreytt frá því sem það er nú eigi hann von á því að rekstur- inn geti gengið sæmilega það sem eftir er ársins. Þó beri að hafa í huga að óvissa sé uppi um olíuverð, um þróun verðs á mjöli og lýsi og um kjarasamninga sjómanna, sem era lausir. Hann segir að þessir óvissu- þættir geti allir haft veigamikil áhrif á framhaldið. Afkoman i takt við spá Edda Rós Karlsdóttir hjá rann- sóknum og greiningu Búnaðarbank- ans Verðbréfum segir að uppgjör Granda hf. sé mjög í takt við afkomu- spá Búnaðarbankans Verðbréfa og komi því ekki á óvart. Ytri skilyrði hafi verið óhagstæð fyrir sjávarút- veginn og útflutningsfyrirtæki al- mennt. Gengi krónunnar hafi verið mjög hátt á tímabilinu og að það setji svip sinn á tekjuhliðina. „Lækkun gengisins rétt fyrir lok uppgjör- stímabilsins þýðir hins vegar að er- lendar skuldir eru gerðar upp á allt öðru og lægra gengi en tekjurnar endurspegla. Félagið skuldar and- virði 5,3 milljarða króna í erlendum myntum og er því að gjaldfæra veru- legt gengistap. Til lengri tíma litið mun lægra gengi þýða hærri tekjur fyrir félagið." Edda Rós segir uppgjörið gott dæmi um þær sveiflur sem búast megi við í rekstri og afkomu sjávar- útvegsfyrirtækja. Grandi sé traust félag og einn af betri fjárfestingar- kostum í greininni. Hins vegar sé Ijóst að frekari sameiningar þurfi til ef ná eigi fram meiri hagræðingu og framlegð út úr rekstrareiningunum. AUGLÝSINGADEILD Simi: 569 1111, Bréfsími: 569 1110 Netfang: augl@mbl.is vg> mbl.is \LLTAf= Ö77HVÍAÐ NÝTT~ Traust íslensk múrefni síSan 1972 URKLÆÐIMIIMG Kynntu þér ELGO múrklæðningu áður en þú ákveður annað ELGO múrklæðningin er létt og sterk, sem fegrar, ver og einangrar §Á verði við allra hæfi tar á nýtt og eldra húsn Varist eftirlýkingar Leitið tilboða! Ráðhús Ölfuss, Þorlákshöfn !l steinprýði Stangarhyl 7 — Pósthólf 10058 — 130 Reykjavík Sími 567 2777 — Fax 567 2718 V______________________ ELGO MÚRKLÆÐNINGIIM hefur uerið undir eftirliti RB síðastliðin 9 ár og hefur farið í gegnum ýmsar prófanir, svo sem NORDEST NT Build 6S, og staðist þær allar. ELGO MURKLÆÐNINGIN var tekin út af Birni Marteinssyni, verkfræðingi hjá RB, ÁN ATHUGASEMDA. Flest ELGO efnin hafa verið prófuð hjá RB ----------------- Almenni hlutabréfa- sjóðurinn hf. Hagnaður 33 milljónir króna HAGNAÐUR Almenna hlutabréfa- sjóðsins hf. eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins 2000 nam 33,1 millj- ón króna. Hagnaðurinn á fyrstu sex mánuðum síðasta árs var 12,3 milljón- ir. Rekstrarkostnaður var 5,2 milljón- ir en 4,3 milljónir í fyrra. Óinnleystur gengishagnaður nam 17,7 milljónum en var 43,8 milljónir á síðasta ári. Eignir sjóðsins voru 846,4 milljónir í lok tímabilsins og eigið fé 756,6 millj- ónir. Hlutafé félagsins var 365 millj- ónir hinn 30. júní síðastliðinn en var 424,9 miiljónir á áramótum. Verð- mæti innlendra hlutabréfa í eigu fé- lagsins nam 452 milljónum króna hinn 30. júm, eða 53,5% af heildar- eignum, en verðmæti skuldabréfa og hlutdeildarskírteina nam 392 millj- ónum, eða 46,5%. Sjóðurinn á hluta- bréf í 31 félagi, þar af 24 skráðum á Verðbréfaþingi Islands. Enginn starfsmaður starfaði hjá félaginu á tímabilinu en Rekstrarfé- lagið Frjálsi fjárfestingarbankinn ehf. sá um daglegan rekstur þess. Árshlutareikningur félagsins verður tilbúinn til dreifingar 1. september næstkomandi. I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.