Morgunblaðið - 22.08.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.08.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐ JUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 4 V Nú er enginn Guðni og við stönd- um eftir og veltum því fyrir okkur hvernig hlutirnir eigi nú að ganga fyrir sig í kirkjunni okkar. Nú er enginn Guðni til að drífa verkefnin í gang og kýla þau í gegn með ótrú- legri seiglu. Hversu oft höfðum við ekki heyrt hann segjast hafa farið á fætur klukkan fimm til að útsetja eitthvað eða æfa eitthvað og hann var enn á fullu þegar við kvöddum hann að loknum kóræfingum seint á kvöldin. Hversu oft hafði hann ekki hringt til okkar snemma morguns eða seint um kvöld af því að það þurfti svo margt að gerast og það þurfti að gerast á morgun, ekki hinn daginn eða eftir viku, það þurfti að gerast strax á morgun. Við kórfélagarnir höfum oft rætt það í gegnum árin hversu gaman sé að vinna með Guðna af því að við vissum í raun aldrei við hverju var að búast. Hann var vís með að skipta um lag í miðri athöfn, endurtaka eitthvað lag jafnvel þótt aðeins hafi átt að syngja það einu sinni, syngja bara eitt erindi en ekki tvö eins og búið var að æfa, syngja eitthvað nýtt lag eftir tíu mínútur og við urðum bara að gera svo vel. Þetta var eitt af því sem gerði vinnuna með Guðna svo skemmtilega. Það var spenna, það var alltaf gleði og það var alltaf vandað til verka. Guðni var metnað- arfullur maður og hann gerði miklar kröfur til okkar eins og sjálfs sín og hann ætlaðist til þess að lagið sem við höfðum bara séð í tíu mínútur yrði eins vel flutt og lögin sem við höfðum sungið í ótal sinnum. Þótt Guðni hafi verið mikill ljúfl- ingur var engin lognmolla í kringum hann. Líka þess vegna var gaman að umgangast hann og vinna með hon- um. Við brostum stundum að eld- móðinum og áhuganum en alltaf tókst honum að smita okkur af hon- um og telja okkur trú um að allt væri hægt undir sólinni, bara ef við tækjum höndum saman. Strákarnir í kórnum brostu líka stundum út í annað þegar Guðni kallaði þá ástina sína ekkert síður en stelpurnar. Fyrst þótti það skrítið en síðan notalegt og hlýlegt. Þetta gerði eng- inn nema Guðni og lýsir honum kannski betur en margt annað. Hann var allra, honum þótti vænt um samferðarfólk sitt og hann fékk væntumþykjuna endurgoldna. Þessi fáu orð segja ekki einu sinni brot af því sem við vildum. Saman höfum við fylgt mörgu góðu fólki til hinstu hvílu og við munum syngja með þér í hinsta sinn í dag, a.m.k. í bili. Stundum er erfitt að sætta sig við gang lífsins en þér erum við þakklát fyrir það sem þú gafst okk- ur. Hvert og eitt okkar mun geyma minningu um góðan vin í hjarta sér. Farðu í friði, elsku Guðni. Um leið og við vottum Ellu, Óla Magga og Halldóri Erni okkar dýpstu samúð biðjum við góðan Guð að blessa þau og styrkja. Bústaðakórinn. Sunnudagsmorgunn, síminn hringir snemma. í símanum er sr. Pálmi, hann færir mér þær sorgar- fregnir að Guðni organisti sé látinn. Þessi hressi og skemmtilegi drengur látinn. Það er erfitt að trúa því að ég eigi ekki eftir að heyra oft- ar í Guðna. Undanfarin ár höfum við talað saman í síma nánast á hverjum virkum degi og stundum oft á dag. Þessi símtöl voru oftast í upphafi hvers vinnudags, laust fyrir kl. 8 á morgnana. Guðni var vanur að taka daginn snemma og þurftum við ósjaldan að fara yfir verkefni dagsins. Þegar því var lokið var spjallað á léttu nótun- um og hann kvaddi gjarnan með orðunum, blessaður vinur! Eg hef nú síðustu daga velt þvi fyrir mér hversu mikla þýðingu þessi orð hafa, blessaður vinur. Þessi kveðja lýsti Guðna vini mínum vel. Síðustu símtölin voru á laugar- dagsmorguninn, mikið að gera hjá mínum manni í kirkjunni og vorum við að reyna að Ijúka við verkefni sem við unnum saman að. Ég þurfti að koma við í Bústaðakirkju og nálg- ast þar bréf sem Guðni skildi þar eftir. Síðan ætluðum við að tala sam- an snemma á mánudagsmorguninn. Falleg kveðja sem fylgdi bréfinu var á dönsku og hljóðaði „Med venlig hilsen". Þetta voru síðustu orð Guðna til mín að sinni. Fyrir tæpum fjórum árum tók ég við formennsku í sóknarnefnd Bú- staðakirkju. Með okkur Guðna tókst strax gott samstarf og mörg voru málin sem þurfti að leysa. Guðni var góður drengur, ljúfur og hvers manns hugljúfi. Hann vann mikið, stai'f hans sem organisti í Bústaða- kirkju var fjölbreytt, auk þess sem hann stjórnaði kirkjukórnum. Hann kom á fót bjöllusveit sem honum þótti mjög vænt um. Bjöllusveitin spilaði við ýmis tækifæri og nú síð- ast í Kaupmannahöfn í júní. Þar var leikið á aðalsviði Tívolísins og einnig voru tónleikar á Strikinu. Guðni starfaði einnig sem stundakennari við Tónlistarskólann í Hafnarfirði. Síðastliðið vor var ætlunin að Kirkjukór Bústaðakirkju færi í tón- leikaferð til Vestmannaeyja. Því miður tókst okkur ekki að hrinda þeirri ferð í framkvæmd. Fyrir fáeinum dögum ræddum við Guðni fyrirhugaða heimsókn kirkju- kórsins til Vestmannaeyja á haust- dögum og var Guðni mjög spenntur fyrir ferðinni heim á æskuslóðirnar. Ætlunin var að halda þar tónleika og var Guðni tilbúinn með fínt prógramm eins og hann orðaði það. Sóknarnefnd og starfsfólk Bú- staðakirkju þakkar Guðna frábært starf og góða viðkynningu í þau tæpu 25 ár sem hann hefur starfað við kirkjuna. Nú er komið að kveðjustund, góð- ur vinur og samstarfsmaður kvadd- ur. Hann skilur eftir stórt skai'ð sem erfitt verður að fylla. En orð hans og athafnir hafa verið með þeim hætti að þær lifa áfram með okkur. Hlý orð og kveðjur, hvatning og snjallar lausnii' ólíkra málefna.Við söknum öll Guðna og erum hrygg og hnípinn. En um leið munum við jákvæð hvatningarorð hans, þessa hressa og skemmtilega drengs sem átti grund- völl í trúnni, sem gefur okkur hina eilífu von. Megi algóður Guð blessa Ellu og drengina þeirra Olaf Magnús og Halldór Örn. Ögmundur Kristinsson, formaður sóknarnefndar Bústaðakirkju. Við kveðjum nú góðan vin; vin sem við eigum eftir að sakna ótæpi- lega. Hann treysti okkur eins og börn- unum sínum, leit á okkur sem jafn- ingja og virti okkur sem samstarfs- menn. Hann var alltaf í góðu skapi; hress, fyndinn og frá því að við hitt- umst í fyrsta sinn fundum við að Guðni var sérstaklega hlýr og þægi- legur maður. Velferð okkar skipti hann ávallt mestu máli og þegar við fórum í ferðir, hvort sem það var innanlands eða utan, sá hann alltaf til þess að okkur skorti ekki neitt. Þegar við fórum í æfingabúðir í Strandakii'kju í annað skiptið keypti hann fyrir okkur fullan innkaupapoka af sæl- gæti. Hann skildi pokann eftir á nýbónuðu mótorhjólinu meðan hann brá sér í búð að kaupa efni í „grýtu“. Svo sá hann, sér til mikillar furðu, þegar hann kom aftur út, að sælgæt- ispokinn var horfinn. Hann kippti sér þó ekki upp við það og keypti bara annan poka. Svo var farið í æf- ingabúðirnar þar sem við spiluðum á bjöllurnar, borðuðum nammi og skemmtum okkur. Hápunktur ferð- arinnar var svo kvöldmaturinn; „grýtan" hans Guðna. Hann var jafngóður við okkur í öllum ferðunum, hvort sem þær voru farnar til Vestmannaeyja, Stykkishólms, ísafjarðar, Grímseyj- ar eða nú síðast til Danmerkur. Elsku Guðni, við þökkum þér fyr- ir allt það sem þú kenndir okkur um tónlist og flutning hennar og fyrir það traust sem þú barst til okkar. Þú vissir hvað við gátum og þótt að- eins væri hálftími í messu hikaðirðu ekki við að láta okkur hafa nýútsett- an sálm sem þér datt í hug að gæti hentað vel tilefni messunnar. Alltaf gátum við spilað sálminn undir styrkri stjórn þinni. Megi góður Guð styrkja ykkur, Ella og fjölskylda, á þessum erfiðu tímamótum. Við kveðjum þig með söknuði elsku Guðni. Guð blessi þig. Bjöllukórinn þinn í Bústaðakirkju. Ævintýrablær og stemmning bjó ríkulega í Guðna í Landlyst en sér- kennileg hlédrægni þessa snillings faldi í hversdagsbaráttunni sumt sem þó voru aðeins hlunnindi fyrir samferðamenn hans. Guðni í Land- lyst í Vestmannaeyjum, Guðni Guð- mundsson organisti í Bústaðakirkju í Reykjavík, einn og sami maðurinn, en svið bylgjulengdanna annað. Guðni hafði slíka geislun að það var hátíð að hitta hann. Þessi Ijóð- ræna persóna, glæsilegi maður, yfir- máta kurteis og svolítið annars hug- ar þannig að hann tengdi saman hulduveröldina og heimsins ys og læti. Systkinin í Landlyst hafa öll notið tónlistargáfunnar og ótaldir eru þeir sem hafa notið túlkunar þeirra í tónlistinni. Guðni var þó sjálft ævintýrið, svo næmur að ekk- ert kom honum á óvart en grun hef ég um að hann hafi í raun verið allt of tillitssamur í að túlka hinar ólíku óskir sem að honum beindust í starfi hans sem organisti, starfi sem var endalaust og krefjandi eins og dag- ur dettur af degi. Vandvirkni og samviskusemi Guðna var slík að mikil aðsókn í hæfileika hans hlaut að verða mikið álag. í heimabyggð okkar Guðna hafa löngum farið sögur af Oddgeiri Kristjánssyni tónskáldi, Sigurbirni Sveinssyni rithöfundi og tónlistar- manni og fleiri listamönnum sem gerðu garðinn frægan. Guðni pass- aði svo vel inn í þennan hóp, hann var svo gefandi og það var svo gott að eiga hann að, forréttindi að hitta hann, frábært að fá að hlusta á hann. Upp á síðkastið fór ekkert á milli mála að rætur Guðna toguðu stíft í hann, Eyjamar vilja samband við sína menn. Við spiluðum saman á goslokahátíð í Skvísusundi í byijun júlí, þrumulotu fram á nótt þar sem hann þandi nikkuna í einni af gömlu beitukrónnum. Allir tóku honum svo vel, fögnuðu honum og það var gam- an að sjá vinarþel gamalla vina og félaga, skólafélaga og annarra. Það leyndi sér ekki að Guðni var á heimavelli. En það var varla stund milli stríða, tímaplönin hans voru þéttari en allt sem þétt er, brúð- kaup, jarðarfarir, skírn og fleira og fleira og það var stíll hans að leggja sál sína alla í hvert viðfangsefni. Við spiluðum aftur saman á Þjóð- hátíðinni í Herjólfsdal fyrir um 10 þúsund þjóðhátíðargesti í Brekk- unni og honum var svo vel fagnað. Það var svo margt í farvatninu en nú sitjum við eftii' með sárt ennið, búin að missa Guðna okkar. Sárast eiga þó eftirlifandi ástvinir og ættingjar. Þegar það bálfrystir á miðju sumri fer svo margt úr skorðum og við sem vissum hvað Guðni átti mikið ógert til hamingjuauka fyrir samferða- mennina erum svo döpur yfir þessum óvænta lokahljóm í lífsins melódí. En minningin um góðan dreng, ljúfan og heilsteyptan, persónu sem geislaði sólstöfum, er veganestið okkar á þessum ótímabæru tíma- mótum. Megi góður Guð greiða götu hans í eyjum eilífðarinnar, gæta eft- irlifandi og gera þeim gott. Megi okkur auðnast að halda minningu hans á lofti, ævintýra- blænum. Árni Johnsen. Tónlistargáfa er náðargáfa. Tón- listarmaðurinn getur með aðstoð hugans, hljóðfæra og söngraddar tjáð tilfinningar sínar sjálfur eða með aðstoð annarra. Að stjórna hljómsveit eða kór í flutningi tónlist- ar hlýtur að vera einhver mesta lífs- fylling sem til er. Stjórnandinn hef- ur aðdáunarvert vald á umhverfi sínu til sköpunar og getur þannig leiðbeint og stutt þá sem þátt taka í verkinu en jafnframt glatt hjörtu og sefað huga þeirra sem á heyra. Stjómandinn hefur þannig í þessu erfiða verki óskorað vald á aðstæð- unum og tekur ábyrgð á árangrin- um. Að stjórna lífi sínu þannig að SJÁNÆSTUSÍÐU t Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, GUÐNI Þ. GUÐMUNDSSON organisti frá Landlist, Rauðagerði 60, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag, þriðjudaginn 22. ágúst, kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Minningarsjóð Bústaðakirkju. Elín Heiðberg Lýðsdóttir, Ólafur Magnús Guðnason, Halldór Örn Guðnason. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, tengdasonur, bróðir og mágur, SIGMUNDUR JÓHANNESSON húsasmíðameistari, sem lést sunnudaginn 13. ágúst, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 22. ágúst kl. 13.30. Rannveig Grétarsdóttir, Björg Sigmundsdóttir, Sara Sigmundsdóttir, Jóhannes Steinþórsson, Grétar Sveinsson, Kolbrún Jóhannesdóttir, Dagný Jóna Jóhannesdóttir, Þórunn Grétarsdóttir, Sveinn Ómar Grétarsson, Guðrún Sigmundsdóttir, Guðbjörg Kristjánsdóttir, Axel Gíslason, Theodoros Kagiannalíus, Sveinn Andri Sveinsson, Linda Reimarsdóttir. KH^Bn Ástkær eiginmaður, faðir, stjúpfaðir, tengda- faðir, afi og langafi, BJARNIINGIMAR JÚLÍUSSON forstjóri, Hagamel 30, Reykjavik, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni fimmtu- daginn 24. ágúst kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Grensásdeild Landspítalans. Áslaug Stefánsdóttir, Guðrún Hallfríður Bjarnadóttir, Hildur Sveinsdóttir, Júlíus Bjarnason, Stefán Ingimar Bjarnason, Rannveig Júníana Bjamadóttir, Bjarni Þórður Bjarnason, Edward Kiernan, Helgi Viborg, Auður Rafnsdóttir, Steinunn Ásmundsdóttir, Lárus Valbergsson, Vala Ingimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. 1 + Ástkær eiginkona mín, JÓNÍNA KRISTJÁNSDÓTTIR, Klængshóli í Skíðadal, sem andaðist þriðjudaginn 15. ágúst sl., verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju miðviku- daginn 23. ágúst kl. 13.30. Jarðsett verður i Vallakirkjugarði. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Hermann Aðalsteinsson. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, stuðning og vináttu við andlát og útför elskulegrar dóttur okkar og systur, GUÐRÚNAR BJARKAR GÍSLADÓTTUR, Grundarhúsum 28, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 10. ágúst síðastliðinn. Gísli G. Guðjónsson, Guðrún Alexandersdóttir, Guðlaug Gísladóttir, Aldís Bára Gísladóttir, Jóna Rún Gísladóttir, Anna Dögg Gfsladóttir,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.