Morgunblaðið - 22.08.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 27
Sonur Blair í
Atök fylkinga sambandssinna á Norður-Irlandi
fjölmiðlum á ný
Loiulon. AP, AFP.
EUAN Blair, sonur Tony Blair for-
sætisráðherra Breta, vakti athygli
breskra fjölmiöla á ný umhelgina
eftir að ítalskir
(jölmiölar sögðu
hann hafa verið
með hávaða og
iæti á göngum
hótels þar sem
hann dvaldi
ásamt vinafjöl-
skyldu í sumar-
leyfi á Italíu.
Að sögn ítalska
dagblaðsins II Messager setti hótel-
stjóri Bellavista ofan í við strákinn,
sem er 16 ára gamall, er hann og
vinir hans hlupu hrópandi um
ganga hótelsins seint um kvöld.
anr m
Euan Blair
Euan og vinir hans vorunýkomnir
heim af skemmtistað og héldu þeir
skemmtun sinni áfram á göngum
hótelsins. „Hann og hinir strákarn-
ir voru bara að skemmta sér en
sumir gesta hótelsins gátu ekki sof-
ið og því var skorist í leikinn," hafði
dagblaðið Daily Telegraph eftir
talsmanni hótelsins.
Talsmaður forsætisráðherra-
embættisins hefur þegar sagt frá-
sagnir fjölmiðla uppspuna en sum-
arleyfi Blair-fjölskyldunnar á Italíu
og Frakklandi virðist nú óðum vera
að snúast upp í deilur Blairs og
breskra fjölmiðla um rétt barna
hans á einkalífi. Ekki er langt síðan
Euan vakti athygli fjölmiðla er lög-
regla handtók hann vegna ölvunar.
Reuters
David Shayler, fyrrverandi njósnari MI5, að lokinni yfírheyrslu í Charing Cross-lögreglustöðinni í London í
gær. Shayler á yfir höfði sér allt að fjögurra ára fangelsisdóm.
Tveir menn
Njósnari fangelsaður
eftir pólitíska útlegð
London. AP, AFP.
BRESKI njósnarinn David Shayler,
sem fyrir þremur árum seldi bresku
dagblaði sögur af starfsemi bresku
leyniþjónustunnar, MI5 og MI6, og
flúði að því loknu til Frakklands, var
handtekinn við komu sína til Bret-
lands í gær.
Shayler, sem áður starfaði á vegum
MI5, sagðist staðráðinn að mæta fyr-
ir rétt í Bretlandi en hann er ákærður
fyrir að hafa brotið gegn lögum um
bresku leyniþjónustuna. Sérsveit lög-
reglumanna beið komu Shaylers í
Dover í gær er hann kom til landsins í
fylgd fjölmiðla. Var Shayler færður til
yfirheyrslu í Charing Cross lögreglu-
stöðinni í London og var hann síðan
látinn laus síðdegis gegn tryggingu.
Það sem hvað mestu fjaðrafoki olli
á sínum tíma var sú frásögn Shaylers
að MI6 hafi haft uppi áform um að
myrða Muammar Gaddafi Lýbíuleið-
toga. Sagði Shayler slík áform rétt-
læta að hann hafi greint frá starfsemi
leyniþjónustunnar. „Ég er ekki svik-
ari. Mér var kunnugt um að MI6 fjár-
magnaði ráðagerð um að Gaddafi yrði
myrtur og ég gat ekki leitað neitt með
þær upplýsingar," sagði Shayler í við-
tali við fréttastofu BBC.
Telur ákærurnar
verða felldar niður
Undanfarin þrjú ár hefur Shayler
dvalið í pólitískri útlegð í París. Hann
var handtekinn þar árið 1998 og
dvaldi fjóra mánuði í fangelsi en var
látinn laus er franskur dómstóll synj-
aði framsalsbeiðni Breta. Shayler á
nú yfir höfði sér allt að fjögurra ára
fangelsisdóm verði hann dæmdur
sekur. Sjálfur telur hann hins vegar
góðar líkur á að hann sleppi nú við
fangavist og segir nýja mannréttinda-
löggjöf evrópska mannréttindasátt-
málans, sem felld verður að breskum
lögum 2. október nk., styðja mál sitt.
„Ég held ekki að ríkisstjómin vilji
raunverulega sjá mig í réttarsalnum.
Ríkisstjómin hefur lengi blekkt al-
menning og logið að honum hvað mál
mitt varðar og ég mun fara þess á leit
að gögn sem sanni það verði gerð op-
inber fari málið fyrir rétt. Við þær að-
stæður tel ég að ríkisstjómin vilji
frekar fella ákærumar niður,“ sagði
Shayler. „Það er algjör vitleysa að
enn í dag séu í gildi lög í Bretlandi
sem geri það að glæp að upplýsa
glæp.“
Shayler starfaði fyrir MI5 á áran-
na
um 1994-1997. Auk frásagnarinnar af
ráðagerðinni um morðið á Gaddafi
greindi hann einnig frá því að leyni-
þjónustan ætti í sínum fóram skrár
um fjölda stjórnmálamanna, m.a.
Jack Straw, núverandi mnanríkisráð-
herra, og Peter Mandelson, Norð-
ur-írlandsmálaráðherra.
Robin Cook, utanríkisráðherra
Breta, hefur sagt sögur Shaylers hafa
lítið sannleiksgildi.
Allir í klElnu
...hringina- nýbaka&a, beint úr bakaríinu okkar!
íssoS
Olíufélagiðhf
NESTI Gagnvegi, Stórahjalla og Ártúnshöfba
SK4.S
ág% f| £
|! ffm
■
NVONCOOSEfíl
TÁ]ilL
Verð áður kr. 22.000,-
alvöru fjallahjúl
r ZZEQæjMm
alvöru tjallahjól
Verð áður kr. 37.632,-
FISLÉTT ÁLSTELL
GAP
líkamsrœkt og fjallahjól
G. A. PETURSS0N ehf. - FAXAFENI 7 - SIMI 5200 200
myrtir í Belfast
Ifast. AFP.
TVEIR menn vora myrtir og einn
særðist í Belfast í gær í nýjustu hrinu
ofbeldisverka á Norður-írlandi.
Árásirnar í gær era raktar til vaxandi
átaka milli fylkinga sambandssinna
innbyrðis en mikil spenna var í borg-
inni í gær. Að sögn fréttavefjar BBC
vora hermenn með viðbúnað á götum
Belfast í gær, nokkrir menn vora
handteknir og gerð vora upptæk
vopn í húsi við Brookmount Street.
Peter Mandelson, ráðherra N-ír-
landsmála í bresku stjóminni, sagði í
gær að ofbeldið síðustu daga væri
ekki þáttur í pólitískum deilum í
héraðinu heldur dæmi um „morðæði
glæpaflokka11. Hann sagði stjómvöld
ekki sætta sig við að samkeppni milli
hópa sambandssinna eyðilegði þann
árangur sem náðst hefði í friðarum-
leitununum. Fyrr í gærdag átti
Mandelson fund með embættismönn-
um er annast öryggismál. Var þar
ákveðið að efla eftirlit og senda her-
menn út í sum hverfi Belfast, einnig
yrði viðbúnaður lögreglu aukinn.
Fyrir tveim áram var hætt að láta
herinn stunda reglubundið eftirlit á
götum Belfast í kjölfar vopnahlés í
deilum sambandssinna og kaþólikka.
Um helgina særðust sjö manns í
skotárás í miðborg Belfast er gerð
var í kjölfar götuhátíðar á vegum
sambandssinna úr röðum UDA,
Ulster Defence Association. í gær
létu vígamenn til skarar skríða nærri
Shankill-götu í vesturhluta borgar-
innar og skutu á tvo menn sem sátu
þar í bifreið. Annar mannanna lést
samstundis en hinn nokkra síðar á
sjúkrahúsi. Era hinir látnu taldir
hafa tengst UDA, einum öflugusta
vígahópi sambandssinna. UDA hefur
á sl. vikur átt í harðrí baráttu við
UVF, Ulster Volunteer Force, en
liðsmenn þess hóps era mótfallnir
sameiningu N-írlands og írlands.
Skömmu eftir að morðin vora
framin í gær var ráðist á skrifstofur
stjómmálaarms UDA, Lýðræðis-
flokks Ulster, og særðist einn maður
lítillega. Eftir árásina er talið að
UDA hafi komið fram hefndum er
æstur múgur réðist að höfuðstöðvum
stjómmálaarms UVF nærri Shank-
ill-götu. Kveikt var í byggingunni og
nærliggjandi bílum.