Morgunblaðið - 22.08.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 29
allt sem í boði var. Þegar upp var
staðið eyddi hann fyrrihluta dags í
Kvosinni og Grófinni en um kvöldið
barst hann með straumnum frá
Hlemmi niður að höfn.
Talið er að um 50.000 manns hafi
komið til að verða vitni að mannlífi
og menningarviðburðum í bænum og
allsstaðar var þétt setinn bekkurinn.
Menningarnótt og maraþon
Menningarnótt er líklega einn af
fáum viðburðum sem kenndir eru við
nótt en hefjast á hádegi. Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir borgarstjóri setti
hátíðina klukkan 12 á Lækjargötu og
ræsti jafnframt fyrstu keppendurna
í Reykjavíkurmaraþoninu. Um það
leyti fóru á stjá furðufuglar sem voru
risastórir strútar í allskonar litum.
Þeir gengu milli gesta og vöktu
ámóta kátínu hjá bömum og full-
orðnum. Á tjörninni svifu vatna-
meyjar í fallegum kjólum sem einnig
áttu eftir að koma við sögu síðar á
menningarnóttinni.
Um þær mundir sem keppendur í
maraþonhlaupinu fóru að tínast í
mark hófst lúðrablástur frá Bern-
höftstorfunni en það er brekkubrún-
in fyrir ofan Lækjargötu. Hornflokk-
ur Lúðrasveitar Reykjavíkur var þar
kominn í sínum elstu búningum og
spilaði íslensk ættjarðarlög í tilefni
af Torfudegi Torfusamtakanna. í lok
hvers lags klöppuðu viðstaddir
lúðrasveitinni lof í lófa, en hún spilaði
einnig undir samfleyttu klappi þeirra
sem fögnuðu hlaupurunum. Það var
engin tilviljun að Torfusamtökin ák-
váðu að efna til dagskrár á Bernhöft-
storfunni því á árum áður beittu
samtökin sér fyrir verndun húsanna
á brekkubrúninni sem nú geyma
m.a. Humarhúsið og Lækjarbrekku.
í ræðu sinni minntist Páll Bjamason,
formaður samtakanna, þess þegar
Torfusamtökin máluðu húsin á Bern-
höftstorfunni laugardaginn 19. maí
árið 1973 og kvað hann það hafa auk-
ið enn á fylgi fólks við varðveislu hús-
anna á Bernhöftstorfunni sem
stjómvöld vildu rífa. Listverksmið-
jan, hópur áhugaleikara, rifjaði einn-
ig upp þennan atburð með því að
„mála“ gömlu húsin. Leikararnir
vom klæddir málningargöllum og
þeim var heitt í hamsi þar sem þeir
munduðu málningarrúllur og fötur.
Kvosin iðaði af lífi
„Þetta er orðinn hinn dagurinn
sem fólk hópast niður í bæ,“ sagði
einn vegfarandi og átti þá við menn-
ingamótt og 17. júní. Það er vissu-
lega rétt að sjaldan era svo margir
samankomnir í miðborg Reykjavík-
ur og raunin var á laugardag. Yfir
bænum ríkti mikil þjóðhátíðar-
stemmning og hún átti eftir að áger-
ast með kvöldinu eftir því sem fólki
fjölgaði.
Tónlist ómaði frá ýmsum stöðum
þegar blaðamaður rölti frá
Bemhöftstorfunni að Grófinni.
Trúarleg tónlist var í tjaldinu á
Lækjartorgi þar sem aðventistar og
fleiri söfnuðir kynntu starfsemi sína
en frá Jómfrúartorginu bárust aftur
á móti djasstónar frá tríói Óskars
Guðjónssonar saxófónleikara. Líkt
og víða í bænum vora búðir í Grófinni
opnar fram eftir kvöldi. Inngangur-
inn að Kaffileikhúsinu var blómum
stráður, en þar fór fram kaffiboðs-
og skemmtidagskrá alla menningar-
nóttina. Helga Thorberg rakti þar
sögu Hlaðvarpans en þegar blaða-
mann bar að garði las Helga Bach-
mann af innlifun upp ljóð eftir Ástu
Sigurðardóttur. „Eg rek upp hljóð í
heimsins dýpstu þögn,“ las Helga og
í sama mund gall við hringing í
tveimur GSM-símum. Þegar h'ða tók
á daginn kom í ljós að GSM-símar
vora að mati blaðamanns aigeng
traflun á menningarviðburðunum. I
Hlaðvarpanum kom einnig fram
blásaralwartett Lilju Valdi-
marsdóttur og þar tróðu upp þær
Anna Sigríður Helgadóttir og Edda
Björgvinsdóttir. Jóna Einarsdóttir
harmonikkuleikari fór inn og út og
allt í kringum litlu fyrirtækin í Gróf-
inni og spilaði frönsk og ítölsk lög.
Sjá mátti vegfarendur dilla sér þegar
hún spilaði „Undir Parísarhimni"
með tilþrifum.
Vörubíll keyrði inn
í Hafnarhúsið
í framhaldi af hinni rómantísku
Morgunblaðið/Ómar
Flugeldasýningin var ákaflega glæsileg. Framkvæmd sýningarinnar var í höndum Hjálparsveitar skáta og stóð
undirbúningur yfir í tvö ár. Til sýningarinnar var keypt rafeindastýrt skotborð frá Bretlandi.
óða önn að búa til álkúlu úr 1.500
metram af álpappir, við undirleik
Rafmagnssveitarinnar. Það vora
ekki margir viðstaddir þennan
verknað en þeir sem vora á staðnum
vora áhugasamir um framgang mála
og sumir réttu listamanninum hjálp-
arhönd. Verk Ivars er hluti af sýn-
ingu sem stendur yfir á Hlemmi og
nefnist „Besti Hlemmur í heimi“.
Viðstöddum var boðin leiðsögn um
myndlistarsýninguna en á henni eiga
níu listamenn verk.
Eitt verkanna á sýningunni er eft-
ir Þórodd Bjarnason, hann notar
skæralyftu á plani Búnaðarbankans
til að lyfta gestum upp í 11 metra
hæð og vill meina að fólk verði ekki
samt á eftir. Blaðamaður ákvað að
reyna lyftuna og sjá menningarborg-
ina frá nýju sjónarhorni. Það var
merkileg reynsla að sjá umhverfið úr
þessari hæð en þegar fólksfjöldinn á
Laugaveginum blasti við var Ijóst að
mikið var eftir ókannað á menning-
arnótt.
I bókakaffi Súfistans var fjöl-
breytt dagskrá. Þú eina hjartans
yndið mitt eftir Sigvalda Kaldalóns í
flutningi Huldu Bjarkar Garðars-
dóttur sópransöngkonu og Steinunn-
ar Bimu Ragnarsdóttur píanóleik-
ara heyrðist óma út á götu. Þær
stöllur fluttu fleiri lög sem þær
kváðu vera uppáhaldslögin sín og
gestirnir sem vora á öllum aldri vora
ákaflega hrifnir og klöppuðu þær
upp. I kjölfar þess las Auður Jóns-
dóttir upp úr óútkominni bók sem
enn hefur ekki hlotið nafn en fjallar
um Guðmund Jónsson og tælenska
eiginkonu hans. Á Súfistanum stóð
skemmtidagskráin langt fram á nótt
og þar kom fram fjöldinn allur af rit-
höfimdum og tónlistarmönnum.
Á Súfistanum vora m.a. Hreinn
Haraldsson og Magnús Pétursson
sem nýkomnir vora frá Gallerí Fold.
Þeir sögðust ætla að dvelja um stund
á Súfistanum og bentu á að dagskrá-
in á menningarnótt væri svo viða
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Dagskrá menningarnætur var sniðin að allra þörfum. Börnin fóru ekki
varhluta af því sem í boði var og fengu að láta sköpunargáfuna njóta sín.
stemmningu í Grófinni lá leiðin í
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús.
Magnús Pálsson fór þar með gjörn-
inginn Þrígaldur þursasvænn með
fulltingi vina sinna og sönghópsins
Hljómeykis. Gjömingurinn hófst
klukkan 17 og var þá löngu orðinn
fullsetinn fjölnotasalurinn í Lista-
safninu. Hópurinn framdi þar ýmis
hljóð og fór með galdraþulur sem
ómuðu um allt Hafnarhúsið og í sum-
um tilvikum út á götu. Lýsing var
þar einnig notuð með sérstæðum
hætti, og greindi hún verkið í kafla.
Endapunktur gjömingsins var þeg-
ar vörubíl var ekið inn í salinn með
tvo á palli, við mikinn fögnuð við-
staddra. Magnús endurtók síðan
leikinn aftur um kvöldið.
Fjöldinn í Landsbankanum í Aust-
urstræti var ekki minni en í Hafnar-
húsinu en þar flutti Flosi Ólafsson
hugleiðingu úr Kvosinni. Af hlátra-
sköllunum að dæma kunnu viðstadd-
ir vel að meta gamansögur leikarans
sem ólst upp á þessum slóðum. Hann
fjallaði um lífið við tjörnina og
kryddaði frásögnina með sögum um
þá sem þar bjuggu. Eftir hugleiðing-
ar Flosa vora gestum kynntar vegg-
myndir í afgreiðslu bankans undir
leiðsögn Aðalsteins Ingólfssonar.
Úr Landsbankanum fór blaða-
maður í Tjarnarbíó en þar sýndi
Dansleikur með ekka verkið „ber“,
fyrst klukkan 18 og aftur klukkan 21.
Það er nútímaverk sem unnið er út
frá ljóði um einelti sem þrettán ára
stúlka orti um eigin reynslu. Það var
mjög áhrifamikið að sjá hópinn túlka
efniviðinn með dansi, orðum og óp-
um. I Tjarnarbíó var fullt í öll sæti og
einnig var setið í tröppunum eða
staðið þar sem því varð við komið.
Besti Hlemmur í heimi
Þegar hér var komið sögu var
klukkan orðin sjö. Sólin hafði lækkað
á lofti og fólk var auðsjáanlega farið
að klæða sig betur fyrir áframhald-
andi þátttöku í menningamóttinni.
Næsti viðkomustaður var skiptistöð-
in á Hlemmi og þaðan var hugmynd-
in að berast með straumnum niður
Laugaveginn eftirjjví sem nóttin liði.
Á Hlemmi var Ivar Valgarðsson í
Málþing
Náttúrulækningafélags
íslands
„ÍSLAND SEM HEILSULIND“
Á þinginu verður fjallað um framtíð heilsutengdrar
ferðaþjónustu á íslandi.
Náttúrulækningafélag íslands efiiir til málþings
í Þingsal 1, Hótel Loftleiðum
miðvikudaginn 23. ágúst 2000 kl 20.00
• Hvaða heilsuþjónustu geta íslendingar boðið?
• Hvemig er staðið að heilsutengdri ferðaþjónustu ?
• Hver er framtíðarsýnin?
• Hvemig vinnum við best saman?
Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra, ávarpar þingið.
Eftirtaldir flytja stutt erindi:
1. Ámi Gunnarsson, ffamkv.stj. Heilsustofnunar NLFÍ.
2. Hrefna Kristmannsdóttir, deildarstj. jarðeíhafræðid.
Orkustofnunar.
3. Anna G. Sverrisdóttir, rekstrarstjóri Bláa Lónsins..
4. Sigmar B. Hauksson, verkefnisstjóri hjá
Reykjavíkurborg.
5. Jónína Benediktsdóttir, Planet Pulse.
6. Ema Hauksdóttir, ífamkv.stj. Samtaka
ferðaþj ónustunnar.
Umræður og íyrirspumir.
Auk frummælenda taka þátt í umræðunum :
Davíð Samúelsson, forstöðumaður Upplýsingamiðstöðvar
Suðurlands og Guðmundur Bjömsson, yfirlæknir HNLFÍ.
Allir velkomnir.
Aðgangseyrir 500 kr.
FRÍTT FYRIR FÉLAGSMENN.