Morgunblaðið - 22.08.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.08.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 33 LISTIR AUGUST Strindberg er einn allra kunnustu rithöfunda Svía. Það er einkum fyrir leikrit, og mega ís- lendingar hrósa happi yfir að hafa fengið myndarlegt tveggja binda safn þeirra í þýðingu Einars Braga. Auk þess eru nokkrar skáldsögur hans kunnar, en því hef- ur verið haldið fram, að hann nái hæst í bréfum sínum. Rökin eru þau, að þar sé hann alfrjáls með tilliti til ritskoðunar, og vissulega bera bréfin þess oft vitni að hann hafi skrifað þau af mikilli ánægju, sleppt sér laus- um, eftir langan vinnudag - við skriftir! Hann er og talinn með allra stórvirk- ustu bréfriturum, talið er að hann hafi skrifað um fimmtán þúsund bréf, en varðveitt eru tíu þúsund, og fylla þau tuttugu bindi í ritsafni hans. Ævisaga Strindbergs eftir Olof August Strindberg Lagercrantz byggist mjög mikið á heildar- safninu. En augljóslega verða fáir til að lesa öll þau ósköp, og er því þakkarvert að fá úr- val þeirra. Og á síðasta ári birtust tvö úrvöl bréfa Strindbergs auk kvers, 150 bls. í litlu broti, sem valið er úr eftirlátnum drögum Strindbergs. Það eru allskonar athuga- semdir og hugmyndir, sem hann hefur krot- að hjá sér á ferðalögum, eða annarsstaðar, þegar hann fékk hugmyndir, sem hann hafði ekki aðstöðu til að vinna úr þá þegar. Munu flestir þeir sem skrifa kannast við slíkt í eig- in fórum, og satt að segja finnst mér fátt markvert í þessu, nema þá helst hugmyndir um sviðsetningu leikrita. Bréf Bréfaúrvölin eru gerð út frá mjög mismun- andi sjónarmiðum. Víkjum fyrst að því skrítnara, sem heitir „Vinsamlega, Ágúst Strindberg". Þar eru 365 bréf, eitt fyrir hvern dag ársins, en frá mismunandi árum, spanna alla þá hálfu öld sem hann skrifaði. Eitt fyrsta bréfið skrifaði hann 1858, tíu ára gam- all, til að segja eldri bróður sínum, stöddum í París, frá andláti móður þeirra. Og hann Bréf Strindbergs Því hefur verið haldið fram að August Strindberg nái — ___ hæst í bréfum sínum. Orn Olafsson tekur undir þau rök að þar sé hann alfrjáls með tilliti til ritskoðunar, bréfín beri því vitni að hann hafí skrifað þau af mikilli ánægju. skrifaði alveg fram undir andlát sitt, vorið 1912. Þetta úrval er þannig til komið, að þessi bréf voru flutt daglega í útvarpi. Hverju bréfi fylgir því formáh, og er nokkuð um endur- tekningar milli þeirra, enda þess ekki að vænta að hlustendur muni allar slíkar upp- lýsingar, eða heyri hverju sinni. Kosturinn við þetta bréfaúrval er þá sá, að hvert bréf verður að vera svo bitastætt, að það standi undir sér. En tímaramminn virðist hafa verið nokkuð fastur, og því er miklu sleppt úr sum- um bréfum. Og röðin er alveg fráleit, engin leið að fá innsýn í líf mannsins eða aðstæður bréfanna, þegar sífellt er stokkið fram og aft- ur í tíma. Hitt bréfaúrvalið heitir „Minn eldur er mestur", og er það fræg tilvitnun í bréf hans til verðandi fyrstu konu sinnar, þegar hann var að fá hana frá þáverandi eiginmanni hennar. Þetta eru mun færri bréf, 272 alls. En hér er hvert bréf birt í heild, og þau standa í tímaröð. Þeim fylgja ágætar skýr- ingar, en í heild verður þetta þó of tætings- legt til að samhengi náist. Það er þá frekar að hafa í fyrrnefndri ævisögu, en hér eru mörg prýðisbréf. En stundum koma svo ómerkileg og stutt bréf, að það verður ekki skýrt með öðru en viðleitni til að gefa heild- armynd af bréfasafninu, fremur en að halda sig við hið merkasta. En þar bera af leið- beiningar hans síðustu árin, til leikara um framsögn. Bréfaúrvöl þessi skarast nokkuð, og getur ekki tilviljun ráðið, heldur hitt, að sum bréf- in eru löngu orðin fræg. Mér virðist þó frá- leitt að setja þau ofar skáldritunum, og ekki síður fráleitt að hér birtist höfundurinn ódulbúinn. Hann leikur margskonar hlut- verk hér, ekki síður en í sjálfsævisögulegum skáldritum sínum. Hugðarefni Auk þess að vera eitt kunnasta skáld Svía er Strindberg nú mikils metinn sem ljós- myndari og myndlistarmaður. En á síðasta áratug 19. aldar leit hann á sig sem vísinda- mann fyrst og fremst, og setur það mikinn svip á allar þessar þrjár bækur. Hann þóttist hafa fundið aðferð til að gera gull úr járni, sannað að golfstraumurinn væri ekki til, og að tunglið væri skynvilla. Þá lét hann málvís- indin til sín taka, taldi basknesku felumál fyr- ir frönsku, og vildi rekja öll orð allra tungna til hebresku, að hætti 17. aldar manna, sömu- leiðis afhjúpaði hann þá bábilju að til væru tóntegundir. Og ekki vantaði þjóðfélagsvís- indin, löngu fyrr komst hann að þeirri niður- stöðu að iðnverkamenn væru arðræningjar. Auðvelt er að hlæja að öllu þessu rugli, en gæti það ekki hafa haft þýðingu fyrir skáld- þroska Strindbergs, að hann taldi sér trú um að hann hefði yfirsýn um heiminn í heild sinni? Strindberg var víst fyrsti atvinnurithöf- undur Svía, og fram á síðustu ár barðist hann við ógurleg fjárhagsvandræði, en seg- ist raunar hafa farið gáleysislega með fé þegar hann fékk eitthvað. Annar rauður þráður í bréfaskriftunum er að hann vingast við rithöfunda, einkum unga og byrjandi. En oftast verða svo vinslit með miklum hvelli, fjTÍr koma þó sættir á ný um stund. Knut Hamsun efndi til fjársöfnunar handa Strind- berg, þegar hann átti í miklum erfiðleikum. En Strindberg fannst tónninn í boðsbréfinu gera sig að betlara, og skrifaði Hamsun vinslitabréf með miklum þjósti. Skiljanlegra er að hann reiddist Björnstjerne Björnson, þegar hann sá atriði úr einkabréfi sínu til hans í blaðagrein sem sakaði Strindberg um hugleysi, fyrir að fara ekki heim til Svíþjóð- ar til að mæta fyrir rétti, sakaður um guð- last: Strindberg skrifar Björnson: „Það ert þá þú, huglausi úlfur, sem af öfund lastar mig gegnum ritstjóra Verslunarblaðsins, sem þú fyrirlítur." Strindberg rekur svo að hann hafi þrátt fyrir margar viðvaranir farið til Svíþjóðar, en „hvernig var það með þig, mikilmennið, þegar þú varst ásakaður í vor? Þú varðst kyrr í París, skrifaðir yfirlýsingar og þáðir náðun konungs!" Strindberg fer hér oft á kostum, einkum á árunum 1880-90. Það er voðalegur munn- söfnuður á honum þegar hann ber sig saman við fjandmann sinn, Ibsen, eða talar um fyrrverandi vini sína, eiginkonur og ástkon- ur, og hvernig þetta lið ofsækir hann, leynt og ljóst. Ég er hræddur um að það þætti ekki prenthæft í Mbl. Oft hefur verið talað um ofsóknaróra Strindbergs, og hann tók undir það tal sjálfur, og skýrði í bréfi (13. 4. 1898) til geðveikrar systur sinnar: „Hvað varðar hugmyndir þínar um að þú sért of- sótt, þá líkjast þær mínum þegar ég var veikur, og þær eru alveg tilhæfulausar, nema hvað maður ofsækir sig sjálfur. Ef þú lest bók mína, Inferno, geturðu séð ástæð- urnar fyrir ofsóknarórum mínum, það voru einkum sjálfsásakanir. Og þú sérð þá líka leiðina sem ég leitaði til að sætta mig við að- stæður.“ VSnligen August Strindberg. Ett ár-ett liv i brev. Prisma 1999, 342 bls. Min eld ár den största. Brev 1858-1912. Ord- front 1999, 298 bls. Köra och vánda. Strindbergs efterlámnade papper i urval. A. Bonniers förlag. 1999, 149 bls. uo > £ £ TOivunnm 2000 Þ e k k i n g í þ í rt a þ á g u Kerfi/frœdi Kerfisfræði TV er tveggja anna diplómnám sem stendur frá septemberbyijim til loka maí. Námið er sniðið að þörfum þeirra sem vilja sjá um rekstur og viðhald upplýsingakerfa, þjónustu við notendur og kerfisgreiningu og -gerð hjá litlum eða meðalstórum fyrirtækjum. Að loknu námskeiði eiga þátttakendur að geta séð um rekstur lítillar tölvudeildar, séð um innkaup og rekstur tölvukerfa, leyst algeng forritunar- og greiningarverkefiíi og mótað tölvustcfhu. Helstu námsgreinar: • Stýrikerfi. Umsjón og rekstur algengra stýrikerfa. • Gagnagrunnar og forritun. Kerfisgreining, hönnun, Access gagnagrunnar, VBA og Visual Basic forritun. • Netfræði. Uppsetning og rekstur Windows NT, Windows 2000 og Intemetþjóna. • Internetið og vefsíðugerð. Gerð, viðhald og rekstur vefja ásamt notkun vafra og tölvupósts. HTML forritun. • Notendaforrit. Word, Excel og PowerPoint. • Oflunarferli. Val á búnaði og innkaup. • Lokaverkefni. Metið til lokaeinkunnar. Prófað er í öllum greinum. Forkröfur: Almenn þekking á tölvum og góð enskukunnátta. Lengd: 400 kennslustundir eða 267 klukkustundir. Tímar: Tvisvar í viku kl. 16:15-19:15 og einu sinni í hveijum mánuði á laugardegi. Staðgreiðsluverð: 349.900,- llelum/jófl| nútímorclt/lri Þetta geysivinsæla námskeið er sniðið að þörfum þeirra sem vilja sjá um netrekstur í fyrirtækjum eða skapa sér ný tækifæri á vinnumarkaði. Námskeiðið er sérsniðið fyrir þá sem vilja verða góðir netstjórar með mikla þekkingu á eðli neta og stjómun þeirra en einnig fyrir þá sem vilja vita meira um tölvur og tölvutækni og notkun neta sem em í nær öllum fyrirtækjum og stofnunum landsins. Helstu námsgreinar: • Netfræði og búnaður. Ethemet, kapalkerfi, beinar, netþjónar, notendatölvur, netbúnaður og hönnun neta. • Windows 98. Netvinnsla með Win98, uppsetning útstöðva og lykilatriði stýrikerfisins. • Netstýrikerfi. ítarleg kennsla á netstýrikerfin Windows 2000 og Windows NT. • Internet- og Intranctþjónar. Uppsetning og rekstur Intemetþjónustu og innranets fyrirtækja. Innifalið í námskeiðinu er eitt Microsoft Certified Professional (MCP) próf. Forkröfur: Almenn þekking á tölvum og ensku. Lengd: 120 kennslustundir eða 81 klukkustund. Tfmar: Tvisvar í viku ffá kl. 16:15-19:15, alls 27 skipti. Staðgreiðsluverð: 139.900,- IIICIE Ulindoui/ 2000 Tölvuum/jón [ núlímnreMri Microsoft Certified Systems Engineer (MCSE) er ávísun á vel launaða og spennandi vinnu á sviði netumsjónar og -rekstrar. Gráðan er viðurkennd alls staðar í heiminum og fæst að loknum ströngum Microsoft prófúm sem aðeins er hægt að taka hjá viðurkenndum pófúnarmiðstöðvum eins og Tölvu- og verkffæðiþjónustunni. I samvinnu við Pygmalion Group, sem er Microsoft Certified Technical Education Centre (CTEC), bjóðum við nú Windows 2000 MCSE nám. Námið fer þannig ffam að nemendur sækja 6námskeið sem samanlagt eru fimm vikur að lengd ’* og nýta tímann á milli þeirra til sjálfsnáms og æfinga. Öll kennsla fer fram á ensku og allir kennarar hafa MCP eða MCSE og MCT (Microsoft Certified Trainer) gráður. Innifalin í námskeiðinu eru Microsoft kennslu-bækur og geisladiskar með forritum. Hægt er að taka MCP/MCSE próf hjá okkur. Forkröfur: Góð þekking á tölvum og ensku. Lengd: 262 kennslustundir eða 175 klukkustundir. Tímar: Ein vika í mánuði ffá kl. 8:30-16:15, alls 6 vikur á sex mánaða timabili. Staðgreiðsluverð: 649.900,- Þetta námskeið er vinsælasta námskeið okkar ffá upphafi. Það er sniðið að þörfúm þeirra sem sjá um tölvur í fyrirtækjum, umsjónarmanna tölvuvera eða þeirra sem vilja bara vita meira um tölvur. Þátttakendur verða kröftugir notendur með mikla þekkingu og yfirsýn yfir möguleika einkatölvunnar í rekstri fyrirtækja og hagnýtingu nýjustu tækni. Helstu námsgreinar: • Stýrikerfi. Windows 98 og vélbúnaður. • Notendaforrit Word, Excel, Access, PowerPoint og Outlook. • Vefsíðugerð. FrontPage og Intemetið. • Netstýrikerfi. Umsjón Windows NT tölvuneta og Windows 98. Námið er mjög ítarlegt og fjöldi íslenskra handbóka fylgir. Forkröfur: Grunnþekking á tölvum. Lengd: 145 kennslustundir eða 99 klukkustundir. Tímar: Tvisvar í viku ffá kl. 19:15-22:30, alls 33 skipti, eða á tímanum kl. 13:00- 16:00, tvisvar í viku. Staðgreiðsluverð: 119.900,- * (Hægt er að kaupa einstök námskeið) Mikið úrval styttri og lengri námskeiðal Nánari uppiýsingar á http://vstww.tv.is Gronsásvegi 16 108 Reykjavik Sfml: 520 9000 Fax: 520 9009 Nettang : tv @t v.ls p ö n t u n a r s í m i Pj55Tí rr i Raðgrciðslulán til allt að 36 mánaða. Lfc»J Hagstæð námslán hjá Sparísjóði Hafnarfjarðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.