Morgunblaðið - 22.08.2000, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 22.08.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 57 HESTAR Töltið var ekki alveg- á lausu hjá Föxu frá Gaverstad þegar Freyja Gísladóttir fékk hana í Egill Þórarinsson fór mikinn í töltinu á Glaumi frá Vallanesi en sá rauði var nokkuð þungur hendur en allt kom þetta og fór hún vel í töltúrslitum unglinga. til að byrja með en var allur að koma til í mjúkum höndum Egils. Það var létt yfir íslenska liðinu í lokin í hinum fagra Qallasal Seljord en fremst í fylkingunni standa frá vinstri Freyja A. Gísladóttir, Rosemarie Þorleifsdóttir, Vignir Jónasson, Olil Amble ogt Sigfús Brynjar Sigfússon. hún tæki þátt í þeirri grein og fór hún á 22,7 og 22,8 sek. Hvort þessi tvö pör verða valin í íslenska lands- liðið eftir tæpt ár ræðst að sjálf- sögðu ekki einvörðungu af frammi- stöðu á þessu móti. Til þess að hljóta náð fyrir augum landsliðseinvalds þurfa þau að vera í góðu formi á næsta keppnistímabili og vinna góða sigra fram yfir úrtökuna. Góður andi yfír vötnum Góðir hestar og snjallir knapar ei’u það sem þarf til að góður árang- ur eigi að nást á alþjóðlegum mót- um. En það þarf meira til því liðs- andi og stemmning í kringum íslenska liðið getur ráðið úrslitum um hvernig til tekst. Eins og oft vill verða getur myndast mikil spenna innan liðs því menn lifa saman í þröngu samfélagi í viku til hálfan mánuð og það sem meira er er að þótt um lið sé að ræða er þetta fyrst og fremst einstaklingskeppni. Liðs- menn eru því hvorttveggja í senn, samherjar og keppinautar. Dæmi eru um að liðsandi hjá íslenskum lið- um sem keppt hafa á Norðurlanda- og heimsineistaramótum hafi orðið þrúgandi. Óhófleg áfengisneysla og skemmtanafíkn einstakra liðsmanna átti þar oft ríkan hlut að máli en á síðustu fimm árum hefur orðið alger breyting þar á. Nú þykir það sjálf- sagt mál að frá því að liðsmenn mæta á mótsstað og þar til móti hef- ur verið slitið sé áfengi, hverju nafni sem það nefnist, sett til hliðar og menn einbeiti sér að því einu að ná árangri á vellinum. Bindindi ís- lensku liðanna þessi síðustu ár hefur vakið athygli meðal keppinautanna því íslenskir hestamenn á erlendri grund hafa gert garðinn frægari fyr- ir margt annað en bindindi. Liðsand- inn hjá íslenska liðinu nú var sérlega góður. Andrúmsloftið afslappað og þægilegt enda vel ljóst til hvers menn voru komnir til Seljord. Það má reyndar fljóta með að hóf- semi í áfengisneyslu á mjög vel við í héraðinu Þelamörk því íbúar þar eru mjög íhaldssamir í áfengismálum og jaðrar við að neysla áfengra drykkja sé litin hornauga. Þegar heims- meistaramótið var haldið þarna fyrir þremur árum var mjög hörð um- ræða í staðarblöðum um það hvort leyfa ætti sölu áfengra drykkja á mótssvæðinu. í fyrirsögn á forsíðu eins blaðs mátti til að mynda lesa: „íslandshestamenn geta ekki haldið HM edrú“. Ekki er hægt að skilja svo við Norðurlandamótið í Seljord að ekki sé getið um frábæra veislu sem Norðmenn héldu á laugardagskvöld- ið fyrir úrslitadaginn. Eins og alltaf á þessum mótum er haldin veisla þetta kvöld með mat, drykk og dansi. Ósjaldan hafa þessar veislur verið hálfmisheppnaðar og maturinn lítt girnilegur. Að þessu sinni var breyting orðin á. Sérlega góð skemmtiatriði voru þar sem þátt- tökuþjóðimar lögðu sinn skerf til málanna og Danir voru að sjálfsögðu bestir. Maturinn var frábær, elgs- kjöt í brúnni sósu með tilheyrandi meðlæti. Stóðu frændur vorir Norð- menn afar vel að þessu sem og öllu mótinu og eiga skilið mikið lof fyrir að lyfta Norðurlandamótum á hærra plan en þau hafa verið á til þessa. Sannir höfðingjar heim að sækja. AFSLATTUR Flymo L47 Létt lottpúðavél. Atvinnutæki fyrir brekkur, stórar lóðir og erfiðar aðstæður. 4 hp tvígengismótor. MTD GE45 3,75 hp B&S bensínmótor. : Sláttubreidd 45 sm. 80 lítra safnkassi. AFSLÁTTUR Husqvarna 245R vélorf Atvinnutæki sem slær kanta, grasbrúska og illgresi. 2.7 hp benstnmótor, 8.6 kg. Flymo E330 Turbo Light Létt loftpúðavél fyrir litlar lóðir. 1150 W rafmótor. MTD bensínvél 3.5 hp bensínmótor. Sláttubreidd 51 sm. Stál sláttudekk. AFSLATTUR Verð áðurkr. 17.900, ©Husqvarna G 5 AFSLÁTTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.