Morgunblaðið - 22.08.2000, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐ JUDAGUR 22. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Menningarnótt í miðbæ Reykjavfkur
Umferðartafír að
lokinni flugeldasýningu
MIKLAR umferðartafir urðu í
Reykjavík eftir að skipulagðri dag-
skrá menningarnætur lauk um mið-
nætti aðfaranótt sunnudags. Þegar
flugeldasýningunni, sem var loka-
atriði menningamæturinnar, lauk
tóku við umferðartafir sem ekki
tókst að greiða úr fyrr en um kl.
2.30.
Lögreglan telur að um 50 þúsund
manns hafi safnast fyrir í miðborg-
inni til að fylgjast með flugeldasýn-
ingunni sem var lokaatriði menning-
arnæturinnar. Karl Steinar Valsson
aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að
aðgerðir lögreglunnar hafi tekið mið
af menningarnóttinni í fyrra og 17.
júní hátíðarhöldum.
Karl Steinar segir lögregluna, líkt
og skipuleggjendur hátíðarhaldanna
hafa gert ráð fyrir svipuðum mann-
fjölda og í fyrra. Þátttakendur hafi
hins vegar verið mun fleiri að þessu
sinni.
Lokaatriði menningarnæturinnar,
glæsileg flugeldasýning, dró að sér
mikinn fjölda áhorfenda. Að henni
lokinni hugðust margir aka heim.
„Gatnakerfið þolir ekki þennan
bílafjölda," segir Karl Steinar. Hann
bendir á að möguleikar lögreglunn-
ar til umferðarstjórnunar séu á
margan hátt takmarkaðir af gatna-
kerfínu. Hún hafi helst einbeitt sér
að umferðarstjómun á Sæbrautinni
þar sem umferð á greiðari leið um
en t.d. á Hringbrautinni.
Heldur fleiri lögreglumenn vom á
vakt aðfaranótt sunnudags en venju-
lega. „Eftir á að hyggja hefði ég vilj-
að vera með fleiri lögreglumenn á
mótorhjólum. Það er sá lærdómur
sem við munum draga af þessu,“
segir Karl Steinar.
Hann segir þá sem hafi lagt bíln-
um sínum utan miðborgarinnar hafi
átt auðveldara með að komast til
síns heima en aðrir.
Sjö lögreglumenn þreyttuViðeyjarsund í gær
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Sundkapparnir þreyttir en sælir að loknuViðeyjarsundi.
Stakk karlana af
INGIBJÖRG Sigurðardóttir lög-
reglumaður kom fyrst að landi er
hún ásamt sex öðrum þreytti Við-
eyjarsund í gærmorgun. Sex aðrir
Iögreglumenn úr Sjósundfélagi lög-
reglumanna - allt karlmenn -
þreyttu sundið en þetta mun vera í
fyrsta sinn, sem kona úr þeirra röð-
um tekur þátt í því. Ingibjörg var
um 35 mínútur að ná landi en sá fé-
lagi hennar sem lengst var í sjónum
var um 45 mínútur.
„Hún var svo hraðsynt, hún Ingi-
björg, að hún stakk okkur alveg
af,“ sagði Jón Otti Gíslason lög-
reglumaður, einn sundmanna, þar
sem þau sátu að snæðingi á kjúkl-
ingastað, þreytt en sæl eftir volkið.
Að hans sögn voru aðstæður til
sunds nokkuð góðar, sléttur sjór en
kaldur á kafla. Sagði hann að um
miðbik sundsins hefðu þau lent í
köldum streng sem legið hefði inn
Viðeyjarsund. Hefði það verið veru-
lega óþægilegt en sjórinn hefði
hlýnað aftur þegar þau nálguðust
Sundahöfn.
Höfðu fylgdarsel
Ingibjörg hefur starfað þijá mán-
uði í lögreglunni. Aðspurð sagðist
hún hafa æft sund sem barn og vera
vön sjónum þar sem hún stundaði
seglbrettasiglingar þegar hún var
yngri. Hefur hún æft reglulega með
sjósundfélagi lögreglumanna í
Nauthólsvík.
Ekki var nóg með að sundköpp-
unum væri fylgt af tveimur bátum
heldur synti selur einn þeim til sam-
lætis. „Ég held að Snorri selur hafi
verið fyrstur," sagði Ingibjðrg og
gerði lítið úr afreki sínu. Hún ætlar
svo sannarlega að halda sjósundinu
áfram. „Maður er orðinn alveg háð-
ur þessu, þetta er svo gaman."
Lögreglan á Húsavík
Fjöldi
umferðar-
óhappa
ÓVENJU tíð umferðaróhöpp voru í
umdæmi lögreglunnar á Húsavík um
helgina. Engin alvarleg slys urðu þó
á fólki en fjöldi bifreiða er stór-
skemmdur eftir helgina.
Á föstudagskvöldið valt fólksbif-
reið með fimm ungmenni innanborðs
út af veginum við rætur Hvamma-
brekku. Okumaður virðist hafa misst
stjórn á bíl sínum í lausamöl með
fyrrgreindum afleiðingum. Ekki
urðu slys á fólki en bíllinn er mikið
skemmdur.
Að morgni sunnudags ók 17 ára
ökumaður á ofsahraða um Raufar-
höfn og ók m.a. niður brunahana.
Með honum í bílnum voru þijú ung-
menni. Hann er grunaður um ölvun
við akstur.
Tvær bflveltur urðu á sunnudag-
inn á hringveginum við Másvatn. í
fyrra skiptið valt bíll íslenskrar
konu. Hún gaf þær skýringar á slys-
inu að ær hefði gert sig líklega til að
hlaupa yfir veginn. Konan slapp óm-
eidd, en bfllinn er talinn ónýtur. Um
fjórum klukkustundum síðar hafnaði
fólksbifreið með tveimur þýskum
konum utan vegar á sama stað. Öku-
maðurinn var að mæta bfl og brems-
aði til að hægja ferðina. Við það
missti hún vald á bifreiðinni sem valt
a.m.k. tvær veltur. Konurnar sluppu
báðar með skrámur. Lögreglan á
Húsavík telur bílinn vera ónýtan.
Sama dag fékk lögreglan tilkynn-
ingu um að bifreið hefði verið ekið út
af þjóðvegi 85 skammt frá Ásbyrgi.
Þar voru á ferð tvær bandarískar
konur. Ökumaður virðist af einhveij-
um ástæðum hafa misst stjóm á bíln-
um og lent utan vegar. Bíllinn er
mikið skemmdur en konumar em
báðar ómeiddar.
Þjónusta númer eitt!
Til sölu VW Vento GL 1600
nýskráður31. 1. 1997
4ra dyra, 5 gíra, ekinn
48.000. Ásett verð 1090 þ.
Nánari uppl. hjá Bflaþingi
Heklu, sími 569 5500.
Opnunartfmi: Mánud. - föstud. kl. 9-I8
laugardagar kl. 12-16 .
BÍLAÞINGflEKLU
Nvmc-r ciff í nofvPvryi bíhinl
Laugavegi 174,105 Reykjavfk, sími 569*5500
www.bUathiiig.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is
Morgunblaðið/Jim Smart
Þátttakendur í Reykjavíkur-
maraþoni voru um 2.800 talsins
og vom þeir ræstir á hádegi á
laugardag.
Reykjavík-
urmaraþon
í blíðskap-
arveðri
UM 2.800 manns á öllum aldri tóku
þátt f Reykjavíkurmaraþoni á laug-
ardag í blíðskaparveðri.
Þátttaka var heldur meiri en í
fyrra og segir Ágúst Þorsteinsson,
starfsmaður Reykjavíkur-
maraþons, það líklega vegna þess
að hlaupið var haldið á laugardegi f
stað sunnudags og einnig vegna
tengsla þess við menningarnótt.
Um 200 manns kepptu í sjálfu
maraþonhlaupinu, sem er 42 kíló-
metrar og var sigurvegari þess
Bandaríkjamaðurinn Charles
Fólk á öllum aldri tók þátt í
Reykjavíkurmaraþoni.
Hubbard, en tími hans var 2:34:12.
Fyrstur íslendinga var Lárus Thor-
lacius, en tími hans var 2:48:33.
Þá var einnig keppt í hálfmara-
þoni, tfu kflómetra hlaupi og tfu
kflómetra Ifnuskautahlaupi, og um
helmingur þátttakenda hljóp
þriggja eða sjö kílómetra skemmti-
skokk.
■ Líf/B13
Andlát
SOFFIA
IN G Y ARSDÓTTIR
LÁTIN er í Reykjavík
frú Soffía Ingvarsdótt-
ir, fyrrum borgarfull-
trúi, 97 ára að aldri.
Fullu nafni hét hún
Oddný Soffía Ingvars-
dóttir. Hún fæddist að
Gaulverjabæ í Flóa,
dóttir sr. Ingvars G.
Nikulássonar, prests í
Gaulveijabæ og síðar á
Skeggjastöðum við
Bakkafjörð, og konu
hans Júlíu Guðmunds-
dóttur, hreppstjóra að
Keldum. Soffía ólst upp
á Skeggjastöðum,
stundaði nám við Gagnfræðaskólann
á Akureyri 1916-1917 og braut-
skráðist úr Kvennaskólanum í
Reykjavík 1921.
Soffía var húsfreyja í Reykjavík
en lét þjóðfélagsmál sig miklu varða.
Hún var borgarfulltrúi í Reykjavík
fyrir Alþýðuflokkinn 1938-1953 og
sat um hríð á Alþingi. Soffía var rit-
ari Kvenfélags Alþýðuflokksins í
Reykjavík frá stofnun 1937 og for-
maður þess 1943-1967
og var kjörin heiðursféj
lagi þess. Soffía áttí
sæti í miðstjórn Al-
þýðuflokksins 1938-
1967 og gegndi ýmsum
trúnaðarstörfum fyrii*
flokkinn. Hún sat S
stjórn Sjúkrasamlag|
Reykjavíkur 1954+
1974, í stjórn Kvenréttí
indafélags íslandf
1948-1956 og í stjórí
Bandalags kvenna í
Reykjavík 1962-1976.
Hún ritstýrði kvenna-
síðu AlþýðublaðsinS
um skeið og samdi nokkrar smásögf
ur sem birst hafa í tímaritum.
Soffía giftist Sveinbirni Sigurjóns-
syni magister er lengi var skólastjóri
Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Hann
andaðist 26. mars 1990. Þau eignuð;
ust tvær dætur, Júlíu, leiðsögumanr^
er lést 21. október 1984, gift Baldvifl
Tryggvasyni sparisjóðsstjóra Qg
Guðrúnu, viðskiptafræðing, gift dr.
Amþóri Garðarssyni, prófessor.