Morgunblaðið - 05.09.2000, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 B 13 ,
KNATTSPYRNA
Breiðablik fslandsmeistari í 13. sinn
Glæsimark
Rakelar
BREIÐABLIK tryggði sér íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu
kvenna í 13. sinn á sunnudaginn þegar liðið sigraði Stjörnuna, 1:0, í
lokaumferð deildarinnar. Fyrir lokaumferðina áttu Breiðablik og KR
bæði möguleika á að hampa titlinum. Möguleiki KR-inga í að verða
meistari fjórða árið í röð fólst í því að vinna leikinn gegn Val og stóla
á að Stjörnunni tækist að leggja Breiðablik að velli. Þetta gekk ekki
eftir hjá vesturbæjarliðinu því eins og áður sagði lögðu Blikakonur
lið Stjörnunnar á útivelli en á sama tíma gerði KR jafntefli gegn Val
að Hlíðarenda, 4:4.
Það má segja að vindurinn hafi
verið í aðalhlutverki í þessari
lokaumferð deildarinnar. Sterkur
vindur sem blés nán-
■■■■■■■ ast úr öllum áttum á
Guðmundur Stjörnuvelli gerði
Hilmarsson leikmönnum lífið
leitt en engu að síð-
ur náðu konurnar upp ágætum sam-
leik sín á milli.
Mark Rakelar Ögmundsdóttur
strax á 3. mínútu leiksins skildi liðin
að og það mark var hreint glæsilegt
hjá þessari snjöllu knattspyrnu-
konu. Rakel tók skemmtilega niður
sendingu Ernu B. Sigurðardóttur
rétt utan vítateigs, sneri á varnar-
mann Stjömunnar og skoraði með
hnitmiðuðu skoti frá vítateigslínu
upp í bláhornið. Markið létti mikilli
pressu af leikmönnum Kópavogs-
liðsins sem réðu gangi leiksins allt
til loka. Úrslitin 1:0, gefa ekki rétta
mynd af leiknum því Blikakonur
höfðu tögl og hagldir og ef ekki
hefði komið til frábær markvarsla
Maríu B. Ágústsdóttur í marki
Stjörnunnar allan leikinn er hætt
við að Stjarnan hefði tapað leiknum
stórt. María var sá þröskuldur sem
leikmenn Blika gátu ekki stigið yfir
nema einu sinni og það var mark
Rakelar sem María átti enga mögu-
leika á að verja. Þá bjargaði mark-
sláin liði Stjörnunnar undir lok fyrri
hálfleiks er fallegt skot Hrefnu Jó-
hannesdóttur small í slánni.
Hið unga og mjög svo efnilega lið
Stjömunnar á hrós skilið fyrir góða
baráttu í þessum leik. Stjörnukonur
vora staðráðnar í að bæta fyrir
skellinn gegn KR á dögunum og þó
svo að þær hefðu aldrei ógnað marki
Blika að neinu ráði þá veittu þær
íslandsmeisturanum verðuga
keppni. María B. Ágústsóttir sýndi
og sannaði að hún er einn allra besti
markvörður landsins í kvennabolt-
anum og ætti skilið að fá tækifæri á
milli stanganna í landsliðinu. Lovísa
Lind Sigurjónsdóttir sýndi góða
takta í fremstu víglínu og þjálfarinn
Auður Skúladóttir var öflug í vöm-
inni. Stjarnan veitti Breiðablik og
KR mjög harða keppni á toppnum á
íslandsmótinu í ár og ljóst er að
Garðabæjariiðið hefur alla burði til
gera það áfram og jafnvel komast
alla leið.
Lið Breiðabliks er vel að titlinum
komið. Kópavogsliðið sýndi jafna og
góða leiki í allt sumar og tókst á
endanum að hrifsa titilinn úr hönd-
um KR-inga eftir þriggja ára bið.
Helga Ósk Hannesdóttir og Sigrún
Óttarsdóttir fóru fyrir vörninni í
þessum lokaleik á íslandsmótinu,
Margrét Ólafsdóttir og Laufey Ól-
afsdóttir vora sterkar á miðsvæð-
inu, Erna B. Sigurðardóttir átti
góða spretti á hægri vængnum og í
fremstu víglínu unnu þær vel sam-
an, listakonan Rakel Ögmundsdótt-
ir og Hrefna Jóhannesdóttir.
Atta mörk voru skoruð í uppgjöri
Reykjavíkurliðanna Vals og KR að
Hlíðarenda en lokatölurnar, 4:4,
gerðu draum KR-inga á að hampa
Islandsmeistaratitlinum fjórða árið
í röð að engu.
KR-ingar byrjuðu leikinn vel og
komust í 2:0 með mörkum frá Guð-
laugu Jónsdóttur og Guðrúnu Jónu
Kristjánsdóttur en Valskonur neit-
uðu að gefast upp og náðu að jafna
metin fyrir leikhlé með mörkum frá
Ásgerði Ingibergsdóttur og Mar-
gréti L. Hrafnkelsdóttur. KR náði
svo aftur forystunni í upphafi síðari
hálfleiks þegar Guðlaug skoraði
þriðja markið beint úr homspymu
en skömmu síðar var henni vikið af
leikvelli sem þýðir að hún verður í
leikbanni í bikarúrslitaleik KR og
Breiðabliks.Valskonur færðu sér
liðsmuninn í nyt. Kristín Ýr Bjarna-
dóttir jafnaði metin og íris Andrés-
dóttir kom þeim yfir í 4:3 með marki
úr vítaspymu. KR átti svo lokaorðið
þegar Ásthildur Helgadóttir jafnaði
metin úr vítaspyrnu.
FH-ingar féllu í 1. deild
FH féll endanlega úr deildinni
með því að steinliggja fyrir f BV, 0:7,
á heimavelli. Það var ekki til að
bæta úr skák fyrir FH-inga að
markvörður liðsins fékk rautt spjald
strax á 10. mínútu og eftirleikurinn
því auðveldur fyrir Eyjakonur.
Annar sigur Þórs /KA
Á Akureyrivann Þór/KA sinn
annan leik á tímabilinu með 2:1 sigri
gegn ÍA. Þorbjörg Jóhannsdóttir
skoraði bæði mörk Akureyrarliðs-
ins og kom því 2:0 en Sólveig Sig-
urðardóttir náði að laga stöðuna
fyrir ÍA rétt fyrir leikhlé. ÞÓR/KA
á möguleika á að halda sætinu í
deildinni en liðið mætir Þrótti í
aukaleikjum um sæti í efstu deild-
inni. Sæti FH í úrvalsdeildinni tek-
ur lið Grindavíkur.
Enski boltinn
á mbl.is
Nýjar fréttir á hverjum degi. Á íþróttavef
mbl.is finnur þú ítarlega umfjöllun um
enska boltann og tengingar inn á heima-
síður félaganna.
Morgunblaðið/Ásdís
Á íþróttavef mbl.is er einnig að finna
skemmtilegan netleik í samvinnu við
Ferðaskrifstofu Reykjavíkur. Þar getur þú
valið þér þrjá framherja og safnað stigum
samhliða því að þeir skora í deildinni.
Einnig geta þrír þátttakendur myndað lið
og safnað sínum stigum saman. Það er
um að gera að vera með frá byrjun til að
eiga sem besta möguleika á þeim glæsi-
legu vinningum sem í boði eru.
Ferð þú á leik með stjörnunum ?
Glæsilegir ferðavinningar til
Englands á leik í enska boltanum.
Glæsilegir ferðavinningar á leik
í Meistarakeppni Evrópu.
með
Vertu með frá byrjun
ENSKI B0LTINN Á
mbl.is
Kristrún Lílja Daðadóttir og Sigrún Óttarsdóttir með bikarinn.