Morgunblaðið - 17.09.2000, Side 4

Morgunblaðið - 17.09.2000, Side 4
4 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 10/9-16/9 ► NÆR 150 fleiri erlendir gestir komu að mcðaltali til landsins á hverjum degi fyrstu átta mánuði ársins en á sama tíma í fyrra. Alls komu á þessu tímabili 233.939 erlendir gestir, og hefur fjölgað um 18%. Tekjur af ferðamönnum hafa sömuleiðis aukist um 12,7%. ► STÆRSTI lax sumarsins veiddist sl. sunnudag í Sandá í Þistilfirði, þegar Heiðar Ingi Ágústsson dró á land tæplega 28 punda hæng, sem tdk tommulanga svarta Snældu og var Heið- ar 45 mínútur að ná laxin- um. ► HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur úr- skurðað tæplega sjötiu ára konu í gæsluvarðhald, en konan er grunuð um stór- felld fjársvik gagnvart nokkrum einstaklingum. Eru þessi fjársvik talin nema tugum milljóna króna. ► NÝR Goðafoss kom til heimahafnar sl. þriðjudags- kvöld, cn skipið er annað af tveimur nýjum systur- skipum Eimskipafclagsins. Hitt systurskipið, Dettifoss, er væntanlegt til landsins í lok október, en þetta eru stærstu og fullkomnustu skip sem Eimskip hefur verið með í rekstri. ► HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úrskurð Héraðs- dóms Reykjavikur um að hafna kröfum réttargæslu- manns ungrar stúlku um að teknar yrðu skýrslur af henni í Barnahúsi en ekki í dómshúsi héraðsdóms. Alvarlegnm umferðar- slysum hefur fjölgað STEFÁN Yngvason, yfirlæknir á Grensásdeild Landspítalans, segir að mjög alvarlegum slysum hafi farið fjölgandi frá árinu 1998 og ljóst sé að ökuhraði, aukinn umferðarþungi og tilhneiging ungs fólks til að nota ekki bílbelti skipti þar miklu máli því fólk sem ekki er í bílbeltum slasast verr. Einnig skiptir hraðinn þar miklu máli. Um fjórðungur legudaga á endurhæf- ingardeild á Grensási er vegna fólks sem slasast hefur í umferðarslysum. Salmonellufaraldur á höfuðborgarsvæðinu FIMMTÍU manns hafa veikst af salmonellusýkingu og líklegt er talið að tugir eða hundruð einstaklinga séu einnig smitaðu-. Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir að um faraldur sé að ræða og nauðsynlegt að komast að uppruna sýkingarinnar. Sýking- arnar eru að mestu bundnar við höf- uðborgarsvæðið og eru flestir þeirra sem hafa sýkst á aldrinum 20 til 30 ára. Margir hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús og sumir hafa legið þar í nokkra daga. Til að áætla fjölda smit- aðra má að minnsta kosti tífalda tölu þeirra sem greinast, að sögn Haralds. Nýtt landssamband ófaglærðra VINNUHÓPUR, sem skipaður er fulltrúum Verkamannasambandsins, Landssambands iðnverkafólks og Þjónustusambandsins, hefur lokið gerð tillagna um sameiningu þessara sambanda í eitt landssamband ófag- lærðra. Ákveðið hefur verið að stofn- fundur verði haldinn dagana 12.-13. október. Með þeirri stofnun verður til stærsta landssamband innan ASI, með alls rúmlega 38.000 félagsmenn. Eldsneytisdeilurnar í rénun MÓTMÆLI gegn háu verði og sköttum á eldsneyti virtust vera í rénun í Bret- landi og Belgíu á fimmtudag, en virtust hins vegar magnast á sama tíma í ýms- um öðrum Evrópuríkjum og kom á fimmtudag til aðgerða í Hollandi, Þýskalandi, Spáni, Irlandi, Póllandi og Tékklandi. Ríkisstjórnir Bretlands, Frakklands, Belgíu og Þýskalands hafa þegar úti- lokað að skattar á eldsneyti verði lækk- aðir, en stjóm Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands, hefur þó sagst munu leita leiða til að draga úr áhrifum háa verðsins á þá sem minnst mega sín. Dreifing eldsneytis hófst að nýju á fimmtudagsmorgun í Bretlandi eftir að mótmælaaðgerðir höfðu valdið gífur- legum truflunum á umferð þar í landi fyrr í vikunni og hafði tekist að opna flestar birgða- og hreinsistöðvar á fimmtudagskvöldið. Vörubílstjórar í Svíþjóð hugðust, ásamt þarlendum bændum, hindra að- gang að helstu höfnum og feijum í Sví- þjóð í gær. Aðgerðum gegn Austurrfki aflétt FJÓRTAN aðildarríki Evrópusam- bandsins (ESB) afléttu á þriðjudag pólitískum einangrunaraðgerðum sem gripið var til gegn Austurríki fyrir sjö mánuðum eftir að Frelsisflokkurinn fékk aðlild að stjóm landsins. Stjórnin í Vín fagnaði ákvörðuninni og lýsti henni sem sigri fyrir Austurrík- ismenn. Evrópusambandsríkin sögðust þó engu að síður enn hafa áhyggjur af Frelsisflokknum sem sakaður hefur verið um kynþáttafordóma og útlend- ingahatur. Einangrunaraðgerðimar áttu sér engin fordæmi í sögu Evrópu- sambandsins og þær fólust í því að ríkin hættu öllum tvíhliða samskiptum við ráðamenn Austurríkis til að mótmæla inngöngu Frelsisflokksins í stjómina í Vín í febrúar. ► BRESKIR hermenn frelsuðu á sunnudag sjö gisla úr höndum upp- reisnarmanna í Sierra Leone. Einn breskur her- maður og 25 upp- reisnarmenn biðu bana í árásinni sem var þaul- skipulögð. í framhaldi af árásinni tilkynnti breska stjórnin á mánudag að hún hygðist ekki kalla herlið sitt heim frá Sierra Leone og kvað jafnvel koma til greina að senda liðsauka ef hætta væri á hefndar- árásum af hendi upp- reisnarmanna. ► ÞING Frelsissamtaka Palestínu (PLO) ákvað á sunnudag að fresta því að lýsa yfír stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis í að minnsta kosti tvo mánuði í von um að friðarviðræður við Isr- aela beri árangur. Var ákvörðuninni, sem talin er draga úr líkum á blóðug- um átökum, fagnað bæði af fsraelskum og banda- rískum stjórnvöldum. ► SAMTÓK olíuútflutn- ingsríkja, OPEC, tilkynntu á mánudag að þau hygðust auka hráolfuframleiðslu sfna um 3%. Sú fram- leiðsluaukning nær þó ekki, að mati sérfræðinga, að hafa áhrif á olíuverð- hækkanir sl. áratugar og hélt verð áfram að hækka á mörkuðum á mánudag. OPEC-ríkin lýstu því þá yf- ir á fimmtudag að þau séu reiðubúin að íhuga frekari framleiðsluaukningu. Samtökin hafa þó vísað því á bug að þau beri ábyrgð á háu bensínverði í Evrópu, heldur liggi ábyrgðin hjá ríkisstjórnum landanna. Heimildarmynd um Vestur-fslendinginn Holger Cahill Mikils metinn í forsetatíð Roosevelts í UNDIRBÚNINGI er gerð heimildarmynd- ar um ævi Vestur- fslendingsins Sveins Kristjáns Bjarnarson- ar frá Breiðabólstað á Skógarströnd, en hann var einn af æðstu yfirmönnum menningarmála í Bandaríkjunum í for- setatíð Franklíns D. Roosevelts á fjórða og fimmta áratug al- darinnar. Sveinn var þó óþekktur undir sínu rétta nafni því hann tók upp nafnið Holger Cahill á þrí- tugsaldri og gekk undir þvf nafni eftir það. Haraldur Bessa- son, prófessor segir í bókinni Bréfi til Brands sem út kom í fyrra að bandarískir fjölmiðlar hafi gert sér mjög títt um Holger Cahill en hafi aldrei minnst á Svein Kristján. Hafi enginn maður íslenskrar ætt- ar hlotið jafnmikla virðingu á þeim vettvangi og hann. Var hann til dæmis forsíðuefni í tímaritinu Time haustið 1938 vegna starfa sinna fyrir bandarfsku al- ríkisstjórnina. Hans Kristján Árnason, sem fengið hefur styrk frá menningar- sjóði útvarpsstöðva til að hefja undirbúning að gerð að myndar- innar, segir að Sveinn hafi verið yfirmaður myndlistarmála al- rfkisstjórnarinnar í forsetatíð Roosevelts, en hann hafi einnig verið forstjóri Museum of Modern Art (MOMA) í New York um skeið, einn af fimm stjórnarmönnum bandarfsku sýningarnefndarinnar á Heimssýningunni í New York 1939 og framkvæmdastjóri sýn- ingarstjórnarinnar, auk þess að hafa verið þekktur rithöfundur í Bandaríkjunum. „Hann á sér mjög merka sögu fyrir utan það að hafa átt mjög dramatíska ævi,“ sagði Hans Kristján. Strauk að heiman á unglingsárunum Hann sagði að Sveinn hefði ver- ið fæddur árið 1887 á Breiðaból- stað á Skógarströnd og dáið í TimePix Forsíða Time 5. september 1938, en í tímaritinu er fjallað um starfsemi Federal Art Project. Sveinn Kristján var yfirmaður þess verkefnis. Bandaríkjunum árið 1960. Hann hefði flust til íslendingabyggð- anna í Winnipeg og síðan til Norð- ur-Dakóta með foreldrum sfnum tveggja ára að aldri, en lent. í úti- stöðum við fjölskyldu sína á ungl- ingsárunum og strokið að heiman. Eftir fiakk um heiminn, sem meðal annars hafi leitt hann til Japans og Kína, hafi hann endað í New York þar sem hann hafi brot- ist til mennta af eigin rammleik. Að námi loknu hafi hann gerst blaðamaður og ritstjóri í New York og orðið einn fremsti sér- fræðingur þjóðarinanr í öllu sem laut að bandarfskri alþýðulist. Á þessum tíma hafi hann tekið upp nafnið Holger Cahill, senni- lega eftir einhverju fólki sem ann- aðist hann eftir að hann hafði yfir- gefið æskuheimilið. Hann hafi búið í Greenwich Village í New York og þekkt marga helstu lista- menn þarlenda, auk þess sem hann hafi stofnað samtök listamanna og fjallað mikið um samtfmalist og verið kunningi Vihjálms Stef- ánssonar, heimskautafara, sem þar hafi búið á þessum tfma. Hann hafi síðan verið gerður að yfirmanni Federal Art Project, Sveinn Kristján Bjarnarson öðru nafni Holger Cahill. sem hafi verið stofnun sem sett hafi verið á laggirnar í tengslum við New Deal stefnu Roosevelts til þess að hleypa Iífi í listalífið á kreppuárunum í Bandaríkjunum og bjarga listamönnum frá svelti. Stofnunin hafi verið lögð niður í miðri síðari heimstyrjöldinni, en á þessum tíma hafi orðið vendi- punktur í bandarískri myndlist og þyngdarpunktur myndlistariðkun- ar færst frá París til New York. Missti samband við fjölskylduna Hans Krisfján sagði að Sveinn hefði misst samband við móður sína og fjölskyldu eftir að hann fór að hciman, en móðir hans giftist aftur, fékk annað eftirnafn og fluttist til Kanada. Hann hafi ekki hitt móður sína aftur fyrr en árið 1947 þegar hann var sextugur að að aldri og hún komin yfir nírætt. Hann sagði að Sveinn hefði aldrei komið til Islands eftir að hann fór þaðan barn að aldri. Hall- dór Laxnes hafi boðið honum að koma hingað árið 1960, en þeir liöfðu kynnst í New York árið áð- ur. Hann hafi andast áður en af heimsókninni hafi getað orðið. Hans Kristján sagði að Sveinn væri ekki síður áhugaverður fyrir Bandaríkjamenn en Islendinga, því hann væri að mörgu leyti ör- lagavaldur í mcnningarsögu þeirra. Mikið hefði verið skrifað um hann í tengslum við það og því þyrfti að standa mjög veglega að gerð þessarar myndar, enda væri hún ekki síður áhugaverð fyrir Bandaríkjamenn en okkur Islend- inga. Ef Islendingar gerðu ekki þessa mynd um ævi hans væri hætt við að hún yrði gerð frá banda- rískum sjónarhóli eingöngu og þá væri líklegt að hinn íslenski þáttur í ævi hans yrði fyrir borð borinn. „Næsta skref mitt er að leita að samstarfsaðila hér heima sem sér í þessu gildi fyrir sig og íslenska menningu, auk samninga við bandaríska aðila,“ sagði Hans Kristján ennfremur. I OOtiDirMníEiMOMI livað'íiii^r nemur BÓK30% leikir og athafnir sem henta hveiju aldursskeiði. leiðir til að styrkja tengslin við bömin. raunhæfar lausnir við algengum vandamálum. Mál og menning j malogmenning.isl Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Sfmi 510 2500 Bilvelta við Skeiðavegamót FÓLKSBÍLL með fjórum ung- mennum valt á mótum Skeiðár- og Hrunamannavegar um fjögurleytið aðfaranótt laugardags. Ökumaður og farþegar voru fluttir á Heilbrigðis- stofnun Selfoss, en fengu að fara heim að lokinni skoðun. Að sögn lög- reglunnar á Selfossi er bíllinn tals- vert mikið skemmdur. Bíllinn lenti utan í kantinum í beygju sem þarna er, og virðist sem ökumaðurinn hafi svipt bflnum of snöggt inn á veginn. Bylta á dansleik Sautján ára stúlka slasaðist þegar hún féll á gólfið á dansleik á Flúðum aðfaranótt laugardags. Atvikið átti sér stað á fjórða tímanum um það leyti sem dansleiknum var að ljúka. Stúlkan var flutt með sjúki-abif- reið á slysadeild, en að sögn vakthaf- andi læknis voru meiðsli hennar ekki talin alvarleg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.