Morgunblaðið - 17.09.2000, Page 6
6 VgUNNOnAGIIK T7Í SEPTBMBER 2000! Y<_____________________________________________MQRGUNBLABIB'
ERLENT
Vatnsskortur ógnar framtíð Kínveija
„Eyðimörk
himinsins“
við borgar-
hliðin
Þurrkar vegna sumarhita, vatnsskortur í
norðurhlutanum og framrás Gobi-eyði-
merkurinnar ógna nú Kína. Meira en helm-
ingur landsins er fjöll og eyðimerkur.
Stjórnvöld velta nú fyrir sér að veita vatni
úr fljótinu Jangtze til norðurhéraðanna.
IBÚAR Peking hafa lengi bar-
ist við ryk og mistur frá Gobi-
eyðimörkinni, í apríl var kófið
svo þétt að umferð á götum
borgarinnar gekk löturhægt. En nú
er eyðimörkin farin að verða slík
ógn að grípa verður til einhverra
ráða. Eyðimerkursandur er í aðeins
70 kílómetra fjarlægð frá höfuð-
staðnum, fólk skreppur í helgarferð
til að sjá óvininn í návígi norðvestan
við borgina.
Þurrkar eru að kæfa landbúnað á
stórum svæðum. Dalur í útjaðri
Peking, þar sem keisarafjölskyldan
undi sér við veiðar og veisluhöld
fyrir aðeins um 100 árum, er nú að
breytast í eyðimörk. Þar rísa nú allt
að hundrað metra háar sandöldur,
áin sem rann um dalinn er að mestu
horfin og trén að deyja úr þorsta.
Og eyðimörkin þokast nær borg-
inni, fimm metra á ári, segja sér-
fræðingar. Dalurinn er nú nefndur
Eyðimörk himinsins vegna þess að
sandurinn á staðnum kemur að of-
an, berst með vindinum. Frá Gobi.
Smábóndi á svæðinu hefur það
fyrir atvinnu að selja sleðaferðir
niður sandöldurnar og útreiðartúra
á hestum eða úlföldum.
Sumir hafa rætt um að best væri
að flytja höfuðstaðinn Peking frá
svæðinu, gera aðra borg að miðstöð
valdsins í Miðríkinu gamla, að sögn
tímaritsins Newsweek.
í sumar hafa Kínverjar þurft að
kljást við verstu þurrka í manna
minnum. Vatnsskortur í norðurhér-
uðum landsins, frá Xinjiang í vestri
til Innri-Mongólíu, er að verða
vandamál sem mönnum
óar við og telja að geti
orðið erfiðari viðfangs
en flest annað í efnahag
Kína. Á þessu svæði búa
um 500 milljónir manna
og íbúafjöldi alls lands-
ins er nú kominn í um 1.300 milljón-
ir. Til samanburðar má geta þess að
í Bandaríkjunum, sem eru svipuð að
flatarmáli, búa um 280 milljónir
manna.
Ofbeit og skógarhögg
Orsakir vandans eru sagðar vera
að Kínverjar hafi gengið of hart
fram í að nýta landið, rætur hans
séu ofbeit á graslendi, skógarhögg
án tillits til umhverfisins og einfald-
lega of margt fólk. En ekki má held-
ur gleyma að stjóm kommúnista
hefur lítið viljað hlusta á viðvaranir
sérfræðinga í umhverfismálum,
hvort sem fjallað hefur verið um
stíflugerð í Jangtze-fljóti eða öðrum
stórframkvæmdum.
Uppblásturinn í Gobi-eyðimörk-
inni er einkum vegna skógarhöggs
og ofbeitar, síðustu stráin eru nög-
uð upp og jarðvegurinn missir tök-
in. Vindurinn og þurrkar sjá um
fullkomna verkið.
Rykið sem sístækkandi eyði-
mörkin veldur, berst síðan langar
leiðir, jafnvel hundruð kílómetra og
alla leið til Peking og fleiri stór-
borga. Borgarbúar reyna að verja
sig eftir bestu getu, setja klút fyrir
vitin en stundum er ástandið þannig
að ekkert verður við ráðið.
í apríl voru sandstormarnir í
Peking öflugri en nokkru sinni.
Himinninn tók á sig undarlegan gul-
leitan blæ og stormsveipur olli því
að þrír verkamenn, sem voru að
vinna við enn einn skýjakljúfinn í
miðborginni, fórust er vindurinn
svipti þeim af vinnupöllunum. Þeg-
ar rokinu linnti var borgin þakin
slikju af fíngerðri mold og sandi.
Síðan bættust við skarar af engi-
sprettum en þær kunna vel við sig í
þurrkinum. Þær átu allt sem æti-
legt var á tveim milljónum hektara
af jarðnæði bænda á svæðinu sem
ekki máttu við mikiu. Miklir hitar
höfðu áður valdið því að uppskera á
um 15 milljónum ekra skrælnaði.
„Látum trén
dreifa sér“
Æðstu ráðamenn hafa áhyggjur
af ástandi mála. Zhu Rongji forsæt-
isráðherra kom fram í sjónvarpi í
júlí og sagði að sandbyljirnir í Pek-
ing væru „viðvörun fyrir alla þjóð-
ina“. Hann fór síðar í heimsókn í
Eyðimörk himinsins, þar voru sand-
öldumar miklu bak-
grunnurinn þegar ráð-
herrann gaf þjóðinni
fyrirmæli í skáldlegum
stfl.
„Látum trén dreifa
sér um fjöllin, hættum
að rækta korn á hálendi og látum
húsdýrin halda sig innan girðing-
ar.“
Verulegur hluti vandans er arfur
frá tímum Mao Tse Tungs, leiðtoga
kommúnistaflokksins og alþýðulýð-
veldisins frá stofnun þess 1949 til
dauðadags 1976. Smábændur voru
þá hvattir til að fella tré og runna,
rækta korn alls staðar þar sem það
var gerlegt og væri landið þurrt og
erfitt viðureignar var ráðið að veita
nógu miklu af vatni yfir það.
En sums staðar veldur vatns-
skortur stjórnmálaólgu og fátt er
það sem ráðamenn hræðast meira.
Um 70% Kínverja búa nú í sveitum
þótt hlutfall borga og þéttbýlis auk-
ist hratt. Eitt af því sem stjórnvöld
hafa áhyggjur af er að innflutningur
Segja eyði-
mörk við
Peking víti
til varnaðar
Kona í Peking hylur höfuðið með plastpoka til að verjast moldrykinu frá Gobi-eyðimörkinni í apríl sl. sem var
þá með versta móti, stundum sá vart út úr augum og umferð gekk löturhægt. Að rokinu loknu lá slikja af gul-
leitum, fíngerðum sandi og mold yfir öllu á borgarsvæðinu. Mikið skógarhögg og ofbeit valda því ásamt þurrk-
um að Gobi stækkar stöðugt.
matvæla verði í framtíðinni þungur
baggi á efnahagnum ef vatnsskort-
ur dregur úr matvælaframleiðsl-
unni. Nú þegar eru hundruð millj-
óna atvinnulausra smábænda í
borgunum og oft er bent á þá hættu
sem pólitískum stöðugleika í land-
inu geti stafað af þeim. Ef hagvöxt-
ur stöðvast, lífskjör versna og
möguleikarnir á atvinnu minnka
enn, hvaða örþrifaráða grípa lág-
stéttir samfélagsins til?
Nú þegar er svo komið að annað
mesta fljót landsins, Hoang Ho
(Gulafljót), þomar upp sum árin.
Heimildarmenn benda á að verði
slíkar sviptingar í náttúrunni al-
gengari og fleiri ár hætti að
streyma muni milljónir manna taka
sig upp og fólksflutningarnir gætu
komið af stað miklum átökum.
Vatnsskortur getur orðið kornið
sem fyllir mælinn. Fyrir nokkrum
vikum gerðu þúsundir manna upp-
reisn þegar embættismaður reyndi
að loka fyrir vatn til að ráðrúm
fengist til viðgerða. Lögreglumaður
var myrtur og meira en hundrað
manns slösuðust, að sögn mannrétt-
indasamtaka í Hong Kong. Ef Kín-
verjar ætla sér að búa við sömu kjör
og vestrænar þjóðir er ljóst að þörf-
in fyrir ýmsar náttúruauðlindir, ol-
íu, málma og síðast en ekki síst,
vatn, verður mikil. Jafnvel þótt
neyslustigið verði lægra og þeim
takist að nýta hlutina betur er þeim
vandi á höndum.
Fljét þorna upp
Um 2.500 ferkílómetrar af Kína
breytast nú árlega í eyðimörk en
það er svæði á stærð við hálfan
Reykjanesskaga. Skýrt var frá
vatnsskorti í 400 af 668 stærstu
borgum Kína í sumar sem merkir að
ekki kemur vatn úr krönunum nema
í nokkrar stundir á sólarhring eða
jafnvel alls ekki neitt. Og þess má
geta í leiðinni að um 20 milljónir
Kínverja hafa alls engan aðgang að
rennandi vatni. í Shanxi-héraði
hafa fjölmörg fljót þornað upp og
kolanámumenn fá aðeins eina fötu
af vatni á viku til að þvo sér.
Hagvöxtur hefur verið mikill í
Kína undanfarna tvo áratugi og um
leið hefur neysla aukist á vatni,
jafnt á vinnustöðum sem á heimil-
um. Kínverjar eru um 22% af íbúum
jarðar en ráða aðeins yfir um 7% af
ferskvatninu. Það sem meira er,
þrír fjórðu hlutar vatnsins í Kína
eru í suðurhlutanum en afgangur-
inn á norðursvæðunum þar sem
40% allra landsmanna búa og helm-
ingur framleiðslunnar fer fram.
Mikið af vatninu í norðri er einnig
mengað vegna áratuga hirðuleysis
risastórra iðjuvera ríksins um um-
hverfismál, stjórnendur borganna
hafa heldur ekki varið fé í að
hreinsa skolp. Talið er að meira en
helmingur af alls 700
stórfljótum landsins sé
mengaður. Vötn, ár og
lón við borgirnar eru í
slæmu ásigkomulagi,
um 90% þeirra eru of
menguð til að hægt sé
að drekka vatnið úr þeim.
Meirihlutinn af Kína er gróður-
lítil fjöll, hásléttur og eyðimerkur,
Kínverjar hafa lengi búið við skort á
jarðnæði og eru því orðnir snilling-
ar í að gemýta hvem blett. En vax-
andi mannfjöldi, iðnvæðing og
auknar kröfur gera dæmið ekki
auðveldara með tímanum. Vatns-
notkun á hvern íbúa í Peking hefur
fjörutíufaldast frá því á sjötta ára-
tugnum. Grunnvatnsborðið undir
borginni var þá á um fjögurra metra
dýpi en hefur nú lækkað í um 44
metra. Þrátt fyrir að blikur séu á
lofti er ekki til vinsælda fallið að
hvetja fólk til að spara vatn, nota
þvottavélar minna og sturta sjaldn-
ar niður úr klósettinu. Og íbúarnir
era hugfangnir af grasflötum sem
þurfa mikið vatn. Mikið hefur verið
rætt um að takmarka vatnsnotkun-
ina með lögum og reglugerðum en
engir kvótar til að draga úr bruðli
hafa enn verið auglýstir. Vatn er
ódýrt, mikið fer auk þess til spillis
vegna þess að lagnir leka en sagt er
að stjórnvöld þori ekki að hækka
verðið af ótta við mótmæli almenn-
ings.
Róttækar lausnir
á döflnni
Hvemig er hægt að leysa vand-
ann vegna vatnsskortsins í norðri?
Stjómin, sem er komin vel á veg
með að reisa langstærstu stíflu og
vatnsorkuver í heimi, svonefnda
Þriggja gljúfra stíflu í Jangtze,
lengsta fljóti Kína, hikar ekki við að
velta fyrir sér fleiri stórbrotnum
framkvæmdum. Eitt af því sem
mönnum hefir dottið í hug er að
breyta farvegi Jangtze, beina vatns-
flaumnum norður á bóginn 1.200 kí-
lómetra leið yfir fjöll og firnindi í
Gulafljót. Hugmyndin kviknaði
reyndar strax í upphafi sjötta ára-
tugarins og nú segja verkfræðing-
arnir að verði hafist strax handa
muni verða hægt að ljúka verkinu
árið 2010. Vandinn er sá að miklar
deilur hafa orðið vegna áhrifa stífl-
unnar áðurnefndu á náttúrufar og
mannlíf. Óljóst er hver áhrifin af því
að nýta vatnið úr Jangtze með þess-
um hætti muni verða.
Eitt helsta málgagn stjórnvalda,
Kínverska dagblaðið, sagði á for-
síðu sinni í sumar að hleypa yrði
hugmyndinni af stokkunum, svo
brýnn væri vandinn í norðri. Er-
lendir heimildarmenn í Kína segja
að almenningur virðist yfirleitt
styðja hugmyndina og hafi minni
áhyggjur af hugsanlegum
umhverfisáhrifum en
vatnsskortinum.
„Það er svo mikið af
vatni í Jangtze, áin er
alltaf að flæða yfir bakka
sína og það vatn fer til
spillis," sagði ungur háskólanemi,
Zhu Min, að sögn kanadíska blaðs-
ins Globe and Mail. M hverju ekki
að nota það til að vökva Peking?“
f tíð sovétstj órnarinnar voru
ráðamenn í Moskvu með áætlanir
um að veita fljótunum sem renna í
Norður-íshafið suður á bóginn.
Hefðu þær orðið að veraleika gætu
afleiðingarnar hafa orðið óútreikn-
anlegar á veðurfar og annað í nátt-
úrunni. Ýmislegt gæti því komið í
veg fyrir verkfræðileg undur eins
og þau að nýta vatnið úr Jangtze
með áðurnefndum hætti. En flest
bendir til að róttækar lausnir verði
að finna, svo mikill er vandinn sem
Kínverjar standa frammi fyrir
vegna skorts á vatni.
Vilja að vatni
úr Jangtze
verði veitt
til norðurs