Morgunblaðið - 17.09.2000, Side 8
8 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000
FRETTIR
MORGUNBLADIÐ
Umboösmaður Alþingis:
Við gefum bara skít í þetta, þetta er allt eintómt íhaldspakk.
Tvær orSabækur
í einni
Súrefiiisvörur
Karin Herzog
Silhouettc
MYNDASÖGUBLAÐIÐ ZETA
www.nordiccomic. com
Pitsukassar
meira vanda-
mál en rusl-
pósturinn
ÖGMUNDUR Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Sorpu, segist telja
að stór hluti af öllum „ruslpósti“
sem dreift er í hús á höfuðborgar-
svæðinu endi óflokkaður í rusla-
tunnum sveitarfélaganna. Hann
segir að umtalsverður kostnaður
fylgi þessum pósti, en hins vegar
sé kostnaður við förgun umbúða
utan af heimsendum pitsum enn
meiri.
Eins og kom fram í Morgunblað-
inu hefur Hreggviður Jónsson
framkvæmdastjóri sent borgarráði
bréf þar sem hann vekur athygli á
að mikið af ruslpósti berist óum-
beðið í bréfalúgur höfuðborgarbúa.
Á einu ári fékk hann 17,5 kíló af
bæklingum og öðrum auglýsinga-
pósti og dregur hann þá ályktun
að árlega sé 1.110 tonnum af slík-
um pósti dreift á höfuðborgar-
svæðinu.
„Við tökum árlega á móti 4.000-
5.000 tonnum af dagblöðum í
blaðagámum okkar. Ef það er rétt
hjá Hreggviði að þessi ruslpóstur
sé um 1.100 tonn þá ætti hann að
vera fjórðungur af því. Það er
hann ekki.
Ég tel því að stærstur hluti af
þessum ruslpósti fari í sorptunn-
urnar en ekki í blaðagámana,“
sagði Ögmundur.
Kostnaður Sorpu við að taka á
móti dagblaðapappír er um 6 krón-
ur á kíló. Kostnaður Sorpu við að
farga 1.110 tonnum af ruslpósti er
því 6-7 milljónir. Ögmundur sagði
að við þessa upphæð bættist
kostnaður sveitarfélaganna við að
flytja þennan úrgang til Sorpu.
Hann sagði að sá kostnaður væri
örugglega ekki lægri en móttöku-
kostnaður Sorpu.
„Ég hugsa að þessi kostnaður sé
samt miklu lægri en kostnaðurinn
við eyðingu pitsukassanna. Þess
ber þó að geta að umbúðir af pits-
um eru ekki sendar heim til þín
óumbeðið. Þú ert hins vegar að
búa sveitarfélaginu til ansi mikinn
kostnað.
Pitsukassar eru þar að auki
þyngri og fyrirferðarmeiri en
ruslpósturinn," sagði Ögmundur.
í fyrsta sinn á íslandi er komin út
ensk-íslensk/íslensk-ensk veltiorðabók.
Bókin er tvískipt í kilju og er henni velt vi& til að skoða
hvorn hluta fyrir sig þannig a& hún er afar handhæg
í notkun. Hún er einnig með hra&virku uppflettikerfi
og inniheldur 72.000 uppflettiorð þannig að auðvelt
er að finna það sem leitað er að.
Kynningarverb: 5800 kr.
O
ORÐABÓKAÚTGÁFAN
Skiptinemanámskeið AFS
Verið að
mennta al-
heimsborgara
Elín Rögnvaldsdóttir
DAGANA 22. til 24.
september nk.
verður á Úlfljóts-
vatni námskeið fyrir ung-
menni, annars vegar fyrir
sjálfboðaliða AFS á ís-
landi, en þeir eru nýkomnir
heim úr dvöl eriendis á
vegum samtakanna, og
hins vegar fyrir erlenda
skiptinema sem komu
hingað til lands í lok ágúst
á vegum sömu samtaka.
Elín Rögnvaldsdóttir er
hýsingarfulltrúi hjá AFS á
Islandi, hún var spurð hve
margir myndu sækja þessi
námskeið.
„Það verða um áttatíu
manns. Þeir sem fara á
vegum AFS á íslandi til
dvalar erlendis eiga völ á
mjög fjölbreyttu og
skemmtilegu félagsstarfi eftir að
þeir koma heim til íslands aftur.
Sumir koma strax og starfa með
okkur eftir að þeir koma heim, en
aðrir koma ekki fyrr en seinna,
jafnvel ekki fyrr en mörgum árum
eftir að dvöl þeirra lauk erlendis,
þannig að með okkur starfar fólk á
öllum aldri, og við bjóðum því fólki
alls konar námskeið, bæði hér
heima og ytra. AFS eru ein
stærstu sjálfboðaliðasamtök í
heimi og með okkur starfar ekki
bara fólk sem hefur dvalið á veg-
um samtakanna erlendis heldur
líka fósturfjölskyldur og foreldrar
skiptinema sem hafa farið á okkar
vegum út. Einnig verða 40 erlend-
ir skiptinemar á námskeiði þessa
daga, við erum að hjálpa þeim að
skilgreina sig sem einstaklinga og
skoða hvemig þeirra eigin menn-
ing mótar þau og einnig hvemig
menning yfirhöfuð mótar fólk. Síð-
ast en ekki síst emm við á þessu
námskeiði að hjálpa þeim að skilja
og aðlagast íslenskri menningu.“
- Hvernig fara námskeiðin
fram?
„Hópvinna fer fram á báðum
námskeiðunum. Unnið er að ýmis-
konar verkefnum, bæði verkefn-
um sem við höfum þróað hérlendis
og líka verkefnum sem við höfum
fengið frá alþjóðasamtökum AFS.
Það er unnin gífurleg hugmynda-
vinna innan samtakanna víða um
heim og þau búa yfir mikilli þekk-
ingu og reynslu á sviði nemenda-
skipta, alþjóðasamtaka og sam-
vinnu. Þótt námskeiðin séu
aðskilin tengist fólkið, því það býr
allt í blönduðum hópum saman í
húsum og það verða sameiginlegar
kvöldvökur."
- Hvað er það sem gerir AFS-
starfíð merkilegt?
„Það er að við erum mennta-
stofnun. Við bjóðum upp á alþjóð-
lega menntun sem verður sífellt
mikilvægari í minnkandi heimi.
Skólakerfi í hverju landi býr sína
nemendur undir lífið út frá menn-
ingarlegum forsendum þess lands,
en AFS býr fólk hins vegar undir
lifið út frá fjölbreyttum
menningarlegum for-
sendum. Við gefum
okkar skiptinemum
kost á því að verða
víðsýnni og færum
þeim verkfæri til þess
að starfa með og skilja fólk frá öðr-
um menningarheimum.11
- Eru margir sem sækja um að
komast út á ykkar vegum núna?
„Já, það er alltaf fjöldi sem sæk-
ir um. Við erum að taka á móti um-
sóknum núna. Það er mikilvægt að
sækja um með góðum fyrirvara
því töluverður undirbúningur þarf
að fara fram áður en farið er til
► Elín Rögnvaldsdóttir fæddist í
Reykjavík 1950. Hún lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum á
Akureyri 1970 og tók cand.
mag.-próf frá Kennaraháskólan-
um f Þrándheimi f Noregi. Hún
hefur starfað frá 1992 hjá skipti-
ncmasamtökunum AFS á Islandi.
Elín er gift Björgvini Guðmunds-
syni rafmagnsverkfræðingi sem
starfar hjá Flögu. Þau eiga þrjú
börn og eitt barnabam.
dvalar í öðru landi. Það fara nemar
frá Islandi tvisvar á ári, annars
vegar eftir áramót og hins vegar á
tímabilinu júlí til september."
- / hvaða löndum eru ílestir Is-
lendingar á vegum AFS?
„Flestir í einu landi eru í Banda-
ríkjunum, en ef tekið er eitt svæði
þá fara flestir til Suður- og Mið-
Ameríku."
- Er kostnaður við svona náms-
dvölmikill?
„Hann er töluverður, en ekki þó
mikill miðað við ávinninginn. Fyrir
þessa peninga fær fólk tungumála-
kunnáttu og aukið víðsýni, pers-
ónulegan þroska og tæki tilað
starfa og lifa í alþjóðlegu sam-
hengi. Við segjum oft að við séum
að mennta alheimsborgara."
- Hefur þú dvalið erlendis sem
skiptinemi?
„Nei ekki sjálf, en ég hef tekið á
móti fólki að utan, fjölskylda mín
verið fósturfjölskylda. Mér finnst
ég hafa haft af því mikinn ávinn-
ing, bæði persónulegan og í tengsl-
um við starf mitt hjá AFS. Þetta er
gríðarlega skemmtilegt og gjöfult
starf fyrir alla sem að því koma;
starfsfólk, skiptinema, fósturfjöl-
skyldur og alla aðra sem því
sinna.“
-Koma aldrei upp vandræði í
þessu sambandi?
„Jú, vissulega, en vandamál eru
til þess að leysa þau og læra af
þeim. Sú vinna er eitt af þeim
tækjum sem fólk lærir að beita í
lífsbaráttunni og nýtist því allt líf-
ið. Alls staðar þarf að leysa vanda-
mál. Ég segi stundum
að AFS sé eina stofnun-
in sem býr fólk undir
hjónaband, hjálpar því
að læra að gefa og taka
og líka að sætta sig við
að annað fólk hafi aðrar
skoðanir og þurfi svigrúm."
-Hvernig hefur gengið að fá
fósturfjölskyldur núná!
„Það gengur seint en gengur þó.
Það eru jafnvel sömu fjölskyldum-
ar sem taka skiptinema aftur og
aftur. Það sýnir að fólk telur það
þess virði að taka að sér ungmenni
frá öðru landi. Við þau myndast oft
sterk tengsl sem endast ævilangt."
Myndast oft
sterk tengsl
sem endast
ævilangt