Morgunblaðið - 17.09.2000, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000 11
stæður sínar saman við að-
stæður svipaðra hópa í öðr-
um löndum. Hver veit
nema næsta kynslóð láti
sér ekki nægja að skrifa
undir undirskriftalista
heldur fylgi sannfæringu
sinni eftir með öflugum
fjöldagöngum og farar-
tálmum á fjölförnum þjóð-
vegum! Önnur leið væri
auðvitað að taka stökkið
yfir lækinn í grösugri haga.
Hvað iiramtíðin ber í
skauti sér er auðvitað erfitt
að spá nokkru fyrir um.
Jafn snúið getur verið að
velta því fyrir sér hvemig
standi á sinnuleysi ís-
lenskra neytenda hingað
til. Hugsanlega tækist ekki
að tæma umræðuna í
þykkum doðranti. Engu að
síður er ekki ástæða til að
leggja upp laupana enda
alltaf jafnáhugavert að
gera tilraun til að kryfja
þjóðarsálina.
I
aðinum eigi þátt í
því að halda okkur í
hlekkjum einokun-
arhugsunarháttar.
Ég get heldur ekki
ímyndað mér að
þessi fákeppni sé
þjóðhagslega hag-
kvæm þar sem hún
brýtur grundvallar-
lögmál markaðs-
hyggju um frjálsa
samkeppni sem er
lífæðheilbrigðs
markaðskerfis.
Hvemig stendur á
því að stjómvöld
sem prédika mark-
aðshyggju leyfa fá-
keppni?“ spyr Sigríður. „Mér sýnist
of lítið hafa breyst frá því að maður
mátti láta sér nægja krumpuðu
kartöflumar frá Sölufélagi garð-
yrkjumanna. Aila mína æsku vom
þessar kartöflur eitt algengasta um-
ræðuefnið yfir borðum landsmanna.
Það var t.d. rætt um hvort þessi
litlu finnsku gullaugu sem vora til
sölu þessa vikuna væru betri en
þessar dönsku, linu bintjekartöflur
frá fyrri viku. Ætli það sé ekki ál-
íka munur á Sölufélagi garðyrkju-
manna þess tíma og Baugs-
matvöraverslunarkeðjunni núna?
Það er enginn eðlismunur á einok-
un og fákeppni og líkast til á þetta
fyrirkomulag þátt í því að halda
borguram landsins kýttum i stað
þess að hjálpa þeim að vera keikir.
Ekki einu sinni sem neytandi - sem
er þó manngildishugsjón markað-
shyggjunnar - fær
fslendingurinn að
njóta sín. Sú stað-
reynd að hækkanir
á matvöraverði
skuli hljóta þögult
samþykki borgar-
anna benda einmitt
til þess að við
séum ekki nógu
„virkir borgarar“.“
Dýrt að vera
Islendingur
„Á tímum
frönsku byltingar-
innar gerðu heim-
spekingamir Rous-
seau og Diderot
greinarmun á óvirkum borguram
(„bourgeoise") og virkum borguram
sem þeir kölluðu „citoyen". Þeir
sögðu samfélagið vera fullt af
„bourgeoise" en allt of lítið væri um
„citoyen“. „Citoyen" merkti hina
frjálsu og jafnréttháu þegna samfé-
lagsins sem með yfirlýsingu sinni
um mannréttindi og borgaraleg
réttindi lögðu af einræði og lögðu
grandvöll að nútímalýðræði," út-
skýrir Sigríður. „Þrátt fyrir að okk-
ur sem borguram í lýðræðisríki hafi
verið tryggð borgaraleg réttindi er
hugmyndin um hina virku borgara
enn þann dag í dag hugsjón stjórn-
spekinga. Borgaraleg réttindi verða
ekki sjálfkrafa til þess að við verð-
um að virkum borgurum sem not>
færam okkur tjáningar- og skoð-
anafrelsi okkar og virkjum
lýðræðið. Haftahugarfar kemur að
mínu mati í veg fyrir að til verði
virkir neytendur sem er einn liður í
því að vera virkur borgari."
Sigríður segir að það kunni að
vera fleiri hugarfarslegar ástæður
sem búa að baki sinnuleysi ís-
lenskra neytenda. „Alveg eins og
markaðshyggjan er eina hugmynda-
fræðin sem lifði af kalda stríðið má
segja að efnishyggjan sé nokkuð
allsráðandi hugmyndafræði í ís-
lenskri samtímamenningu. Hún er
hið lífseiga viðhorf síðasta áratugar
sem hófst á efnahagslegu
„svartnætti" og „bölmóði" og endaði
í „góðæri“. Efnishyggjan er því
ekki nauðsynlega mælikvarði á
efnalega velferð, hvað þá skiptingu
efnislegra gæða í samfélaginu. Is-
lenska efnishyggjan hefur oft ein-
kennst meira af peningaaustri og
neyslusukki en aðhaldi í fjármálum.
Aðhald krefst sjálfsaga. Ein ástæð-
an íyrir því að mjólkurlítri hefur
ekki hækkað í verði í Þýskalandi í
mörg ár er sú að neytendur kreij-
ast meira aðhalds af sjálfum sér en
Islendingar og þess vegna ætlast
þeir til þess að framleiðendur og
seljendur matvöra geri það líka.
Þess vegna eiga seijendur matvöra
ekki að geta grætt að ástæðulausu
eins og manni finnst íslenskir ein-
okunarkaupmenn vera að gera. Eða
hvers vegna í ósköpunum á maður
að borga tíu sinnum hærra verð
fyrir gulrótapoka í Nýkaupi í
Reykjavík en í Aldi í Berlín? Ef það
er svona dýrt að vera íslendingur
myndi ég að minnsta kosti vilja
græða svolítið meira á því sjálf.“
Islendinga
skortir sjálfs-
virðingu
„SAGA íslendinga
er gjörólík sögu
Frakka og ýmissa
annarra Evrópu-
þjóða. Islendingar
vöndust því að lifa
við sult og seyra í
um hálft árþúsund.
Valdboðið að ofan
var sterkt. Eina
leiðin til að lifa af
gat verið sú að
kyssa svipuna.
Enn eimir eftir af
því hugarfari í ís-
lensku nútímasam-
félagi. Stórt átak
þarf til þess að al-
menningur berji í borðið og hrópi:
„Nú er nóg komið.“ Eftir reynsl-
una af þvi að búa í Frakklandi sló
það mig hvað íslendinga virðist
skorta sjálfsvirðingu, “ segir Magn-
ús Sigurður Magnússon, for-
stöðumaður Rannsóknastofu um
mannlegt atferli við Háskóla Is-
lands og fyrrverandi aðstoðarfor-
stöðumaður Mannfræðistofnunar
Náttúrasögusafnsins í París.
„Frakkar hafa eins og fleiri
Evrópuríki sára reynslu af ósigr-
um. Engu að síður hafa Frakkar
fulla ástæðu til að vera stoltir af
sögu sinni. Af nægu er að taka og
ástæða til að vekja sérstaka athygli
á hlut Karlamagnúsar enda hefur
hann ekki að ástæðulausu stundum
verið kallaður „faðir Evrópu“.
Frakkar mótuðu aftur djúp spor í
framþróun Evrópu með frönsku
byltingunni árið 1789. Almenningur
þusti út á göturnar og krafðist með
tilfinningahita réttlætis fyrir sig og
sína. Endurtekið hafa Frakkar séð
ástæðu til að leika sama leik enda
ljóst að mótmælin hafa skilað ótrú-
legum árangri," segir Magnús og
rifjar upp að hann hafi oft orðið
vitni að háværam fjöldamótmælum
á götum úti á meðan hann bjó í
Frakklandi á tuttugu ára tímabili.
Minni árangur í Bretlandi
„Bretar hafa ekki sömu hefð fyr-
ir tilfinningaþrangnum mótmælum
og Frakkarnir hinum megin við
Ermarsundið," segir Magnús þegar
minnt er á mótmæli Breta gegn
hækkandi bensínverði. „Bretar eru
sér enn meðvitandi um að þeir eru
þegnar konungsfjölskyldunnar.
Ónnur hamla á Breta er hversu
stéttskipt þjóðin er. Fyrst og
fremst er hægt að rekja mótmæli
Breta til áhrifa frá Evrópu. Bretar
mótmæla heldur ekki með jafn ein-
dregnum hætti og Frakkar. Hugs-
anlega felst hluti skýringarinnar í
því að Bretar hafa ekki jafn góða
reynslu af því að mótmælin skili
árangri. íslendingar era enn lengra
á eftir Frökkum og tæplega farnir
að upplifa algjört sjálfstæði.
Hvernig í ósköpunum stendur ann-
ars á því að íslenskum börnum er
þröngvað til að læra dönsku í 6 til
7 ár? Mun nær væri að Islendingar
fetuðu í fótspor annarra Evrópu-
þjóða og kenndu börnum tungumál
á borð við frönsku, þýsku og
spænsku. Eins og ég hef margoft
sannreynt í kennslu minni við há-
skólann er tungumálakunnátta í
þessum útbreiddustu tungumálum
okkar eigin heimsálfu og raunar
heimsins alls í algjöram molum.
Léleg tungumálaþekking er því
miður slæmt veganesti fyrir þjóð-
ina inn í framtíðina,“ segir Magnús.
„Á hinn bóginn verð ég að lýsa
ánægju minni með hvers konar át-
ak er verið að gera í símenntunar-
málum á íslandi. Endurmenntunar-
stofnun hefur gert algjört
kraftaverk á síðustu áram.“
Undir Ijórar danskar kórónur
Hann segir að Frakkar eigi erfitt
með að skilja af hverju enn hangi
kóróna Danaveldis
yfir aðaldyram Al-
þingishússins. Enn
illskiljanlegra finnist
þeim að þremur kór-
ónum til viðbótar
hafi nýlega verið
komið fyrir á tumi
Dómkirkjunnar.
„Við setningu þjóð-
þings lýðveldisins
gengur því allur
þingheimur undir
fjórar danskar kór-
ónur. Tvær þeirra
era yfir saltfis-
kmyndum og ein er
yfir konunglegu
skjaldarmerki Danaveldis. Kyns-
lóðir íslendinga máttu þola það að
eyða kröftum sínum í að losna und-
an því ægivaldi. Islenskri þjóð-
kirkju er ef til vill betur borgið
undir kórónum dönsku konungs-
fjölskyldunnar, konunga af guðs
náð, heldur en þyrnikórónu Jesú
Krists," segir Magnús og heldur
áfram: „Við getum velt því fyrir
okkur hvers vegna það er undar-
legt að þjóð sem ekki hefur skilið
að fullu að hún er sjálfstæð mót-
mæli ekki hækkun bensínverðs!"
Réttleysi íslendings
Eftir dvölina í Frakklandi segist
Magnús hafa kannað möguleikann
á tvöföldum, þ.e. frönskum og ís-
lenskum ríkisborgararétti. „Eg bar
erindið upp við ákaflega velviljaðan
starfsmann lögreglustöðvarinnar
við Hverfisgötu. Hann svaraði því
til og ekki alveg kinnroðalaust að
útlendingar gætu orðið íslenskir
ríkisborgarar án þess að missa
fyrra ríkisfang sitt. Á hinn bóginn
misstu Islendingar íslenskan ríkis-
borgararétt með því að gerast rík-
isborgarar í öðra landi. Ef fyrrver-
andi Islendingur kæmi til baka sem
útlendingur ætti hann skýlausan
rétt á því að verða aftur íslenskur
ríkisborgari og hljóta þar með
tvöfaldan ríkisborgararétt. Allir
höfðu þarna meiri rétt en Islend-
ingurinn sjálfur í eigin landi. Meira
að segja sá sem eitt sinn hafði ver-
ið íslendingur en síðan skipt um
ríkisfang. Þessi hugsunarháttur er
ágætt dæmi um þann skort á sjálf-
svirðingu sem sló mig við komuna
til íslands eftir að hafa búið í tutt-
ugu ár erlendis."
Magnús vekur athygli á því að
sinnuleysi Islendinga eigi sér ekki
aðeins eina heldur margar skýring-
ar. Hann hafi aðeins nefnt nokkra
punkta og bætir einum við: „Is-
lendingar hafa vanist sveiflum
veiðimannasamfélagsins og kippa
sér því sjaldnast upp við breyting-
ar á högum sínum. Enn fjarlægara
er þjóðinni að gera athugasemdir
við breytingar á borð við verð-
hækkanir á meðan á uppsveiflum í
hagkerfinu stendur nema þeim
mun meira sé gert á hlut heildar-
innar. Spumingin er bara hvar
mörkin liggja.“
Nokkuð bjartsýnn
Annars segist Magnús vera
nokkuð bjartsýnn fyrir hönd þjóð-
arinnar. „Satt að segja leist mér
ekki á blikuna þegar ég kom heim
fyrir 10 áram. Núna er ég farinn
að greina breytingu hjá fólki um
þrítugt. Sá aldurshópur hefur haft
tækifæri til að kynnast heiminum
umhverfis sig, t.d. í gegnum sjón-
varp, Netið, ferðalög og önnur al-
þjóðleg samskipti. Ungir Islending-
ar gera sér grein fyrir því hvað
ísland er lítið og heimurinn stór.
Aftur á móti er engin leið að greina
minnimáttarkennd enda engin
ástæða til að láta hugfallast. Við
eigum að hafa sjálfstraust til að
horfa til framtíðar í samvinnu þjóð-
anna.“