Morgunblaðið - 17.09.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.09.2000, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ 1 Sigur hinna fáu og nafn- lausu í þágu hinna mörgu Um þessar mundir eru sextíu ár liðin frá orrustunni um Bretland. Goðsögnin um hana lifír góðu lífí, en hún er líka gott dæmi um það að nýir tímar bera með sér nýjan söguskilning, segir Sigrún Davíðsdóttir. Hurricane-orrustuflugvél búin undir loftbardaga við þýskar flugvélar. Mörg sjúkrahús Lundúna stórskemmdust í loftárásum Þjóðveija. Þó biðu ótrúlega fáir sjúklingar bana í árásunum. „ALDREI hafa svo margir staðið í þakkarskuld við jafn fáa á sviði mannlegra átaka.“ Þessa setningu heyrðist Winston Churchill, forsæt- isráðherra Breta, tauta fyrir munni sér eftir heimsókn í aðalstöðvar breska flughersins. Nokkrum dög- um seinna, 20. ágúst 1940, endurtók hann þetta í ræðu í þinginu. Þessi setning kemur upp í huga ílestra Breta, þegar orrustuna um Bretland ber á góma: Atökin sem stóðu milli Breta og Þjóðverja frá því í júní það ár fram í október og einkenndust af loftárásum Þjóðverja, fyrst á flug- velli, en síðan á London og aðrar breskar borgir. Hugtakið „orrustan um Bretland" leiðir hugann að einni afmarkaðri orrustu, en því var í raun á annan veg farið. Umdeilt er hvenær hún byrjaði, hvenær henni lauk og hver var tilgangur Adolfs Hitlers með henni. Og það var ekki fyrr en með bæklingi breska flugmálaráðuneyt- isins er kom út 1941, sem hét þessu nafni, að farið var að kalla átökin 1940 orrustuna um Bretland. Bæklingurinn, sem seldist í millj- ón eintökum, mótaði goðsögnina um orrustuna um Bretland og mótar enn skilning Breta á þessum atburð- um og gildi þeirra, nú þegar þeir halda upp á það þessa vikuna að sextíu ár eru liðin frá þeim, meðal annars með hátíðarguðsþjónustu í Westminster Abbey sem Eh'sabet Bretadrottning og Karl Bretaprins sækja. En samtímasagnfræðingar hafa tekið ýmsa þætti orrustunnar til endurskoðunar, ekki síst Richard Overy, prófessor við King’s College í London, í bókum eins og „Why the Allies Won“ frá 1995 og í nýju kveri, „The Battle" eða Orrustan. Orrusta gegn einræði í Evrópu Orrustan um Trafalgar gegndi sama hlutverki í Napóleonsstríðun- um og orrustan um Bretland í ann- arri heimsstyrjöldinni, sagði breski rithöfundurinn Georg Orwell í út- varpsþætti 1942. Hann var áhrifa- mikill útvarpsmaður og bar þarna saman þessar tvær orrustur, sem hann sagði að báðar hefðu gegnt svipuðu hlutverki. í báðum tilfellum hefði ósigur Breta þýtt að Evrópa hefði fallið í hendur einræðisherra. Orwell benti á að eftir orrustuna um Trafalgar hefði dregið úr innrás- aráhættu „og þótt það tæki önnur tíu ár að vinna stríðið var að minnsta kosti öruggt að Bretland yrði ekki sigrað í einu höggi,“ sagði Orwell. Það tók Breta og bandamenn þeirra reyndar ekki tíu ár að sigra heri Þjóðveija, en orrustan um Bretland stappaði stálinu í Breta, sem á þess- um tíma ofmátu hernaðarmátt Þjóð- veija. Allt frá því á fjórða áratugnum þegar Þjóðveijar tóku að hervæðast í gríð og erg óttuðust breskir ráða- menn stöðugt að Þjóðverjar gætu lagt Bretland undir sig með víðtæk- um loftárásum í einu höggi. Allar út- tektir stjórnmálamanna og hemað- aryfirvalda gengu út frá þessu sem vísu. Þegar Neville Chamberlain, for- sætisráðherra Breta 1937-1940, flaug yfir London um það leyti sem Þjóðverjar stefndu á innlimum Sú- deta-héraðanna 1938 sá hann fyrir sér hvemig sprengjum gæti rignt yf- ir höfuðborgina á saklausa borgara. Öll stefna Chamberlains miðaðist að því að verjast og hindra slíkar árásir. Það var þó ekki hinn varkári Chamberlain, sem átti eftir að leiða Breta í gegnum stríðið, heldur hinn vígreifi og vopnglaði Winston Churchill. Það nánast örlaði á til- hlökkun hjá honum þegar hann lýsti því yfir í þinginu 18. júní 1940 að orr- ustunni um Frakkland væri lokið: „Ég býst við að orrustan um Bret- land sé um það bil að hefjast." En Churchill átti ekki við átökin, sem vom þá að hefjast, heldur orrustu í víðtækari skilningi. Breskir ráðamenn óttuðust innrás og sigur einræðisaflanna. En Overy bendir á að einnig í Bretlandi hafl Þjóðveijar átt sér ýmsa stuðnings- menn. Leyniþjónustan hafði fregnir af því að á kránum heyrðust verka- menn tala um að hagur þeirra myndi vænkast undir stjórn Hitlers og hún ályktaði sem svo að ýmsir auðmenn væm einnig hallir undir Hitler. Leyniþjónustan hafði sömuleiðis áhyggjur af því að Þjóðverjar og sjálfstæðisöfl á írlandi, í Skotlandi og Wales næðu á einhvem hátt sam- an. Overy bendir á að þótt þessar áhyggjur kunni að þykja undarlegar nú megi ekki gleyma því að Bretar hafi löngum skipst í hópa eftir stétt- um og landfræðilegum mörkum. Og hann er heldur ekki í vafa um að rétt eins og gerðist í öðmm herteknum löndum hefðu Þjóðverjar átt greiðan aðgang að stuðningi víða ef þeim hefði í raun tekist að leggja Bretland undir sig. Stormur reiði og stáls En hugleiddu Þjóðverjar í raun að ráðast inn í Bretland og hvað ætluðu þeir sér með síendurteknum loft- árásum þar 1940? Richard Overy segir að þótt Bretar hafi verið sann- færðir um að svo hafi verið séu þýsk- ar heimildir óskýrari. Líklega hafði Hitler sterka löngun til innrásar, en hann gerði sér fulla grein fyrir þeim erfiðleikum sem því myndu fylgja. Undir réttum kringumstæðum álít- ur Overy að Hitler hefði tvímæla- laust lagt í innrás. Heimildir frá nánum samstarfs- mönnum Hitlers sýna að þeir álitu hann hallan undir að leita stjórn- málalegra og diplómatískra leiða til að ná einhverju samkomulagi við Breta. En Hitler var óstöðugur í rás- inni á köflum og sumarið 1940 sagði hann við Galeazzo Ciano, utanríkis- ráðherra ítala, að hann hefði í huga „að leysa úr læðingi storm reiði og stáls yfir Breta“. Innrás væri hætt- uspil, en aðstaða Breta væri vonlaus, því auðvitað ynnu Þjóðverjar stríðið. Af góðum og gildum ástæðum var annar möguleiki ekki til í huga þýsku leiðtoganna á þessum tíma sem voru nýbúnir að ná Frakklandi undir sig. Þótt Hitler hefði samn- ingaumleitanir í huga ætlaðist Joachim von Rippentrop, utanríkis- ráðherra Þýskalands, annað fyrir. Hann hataði allt sem breskt var. Sumarið 1940 var stefna hans sú að undirbúa tortímingu Bretlands. En þótt Þjóðverjar hafi hugleitt innrás í Bretland höfðu þeir stærri áform í huga og þegar árið 1940 voru þeir að undirbúa víðtæka innrás í Sovétríkin, sem höfðu sætt færis er athygli Þjóðverja beindist í vestur og lagt undir sig Eystrasaltsríkin og hluta Rúmeníu. Því hefur verið haldið fram að að- gerðir Þjóðverja 1940 hafi átt að draga úr aðgát Sovétmanna. Þá hug- mynd álítur Overy ekki standast nánari skoðun. Hitler hafi einfald- lega verið óviss um hvernig taka ætti á Bretum, en viljað halda öllum möguleikum opnum. Orrustan um Bretland hafi verið miklu víðtækari en svo að henni hafi aðeins verið ætl- að að slá ryki í augu Sovétmanna. Innrás í Bretland hafi í raun staðið til. Ætlunin hafi verið að sigla með m 60 ár frá orrust- unni um Bretland Þess er nú minnst að 60 ár eru liðin frá flugorrustunni um Bretland sem náði hámarki 15. september 1940 þegar 500 þýskar flugvélar voru sendar yfír Erm- arsund til að gera loftárásir á Lundúnir. ÞEGAR flugorrustan um Bretland hófst í ágúst 1940 höfðu Þjóðverjar náð sex löndum á sitt vald í síðari heimsstyijöldinni; Póllandi, Dan- mörku, Noregi, Hollandi, Belgíu og Frakklandi. Þeir gerðu sér því von- ir um að stríðinu lyki fyrir árslok en til að það gæti gengið eftir þurftu þeir að gera innrás í Bretland eða knýja Breta til að semja frið. Til að hægt yrði að hefja innrásina þurftu Þjóðveijar þó fyrst að veikja breska flotann og tryggja að breski flug- herinn, Royal Air Force (RAF), gæti . ekki beitt flugvélum sinum gegn innrásarliðinu. Til að ná þessu markmiði reiddi Hitler sig á flugher sinn, Luftwaffe, sem hóf loftárásir á skipalestir í Ermarsundi 8. ágúst. Fjórum dög- um síðar höfðu Bretar grandað 182 þýskum herflugvélum og Þjóðveij- ar tóku að átta sig á því að þeir höfðu vanmetið styrk breska flug- hersins. Til að yfirbuga hann þyrftu þeir að eyðileggja bresku herflug- vélarnar á jörðu niðri. Þeir hófu því einnig loftárásir á herflugvelli í suð- ur- og suðausturhluta Englands til að gera þá ónothæfa og ná algerum yfirráðum í lofti. Flugmenn RAF stóðust atlöguna og fyrstu tíu daga flugorrustunnar, 8.-18. ágúst, höfðu þeir grandað 697 þýskum flugvélum. Bretar misstu aðeins 153 vélar á sama tíma. Þóttþýski flugherinn væri öflug- ur mátti hann ekki við svo miklu tjóni og Þjóðveijar gerðu fimm daga hlé á árásunum til að hvfla flugmenn sína og endurskipuleggja flugsveitirnar. Luftwaffe hóf loftárásirnar að nýju af enn meiri krafti 24. ágúst og lagði nú áherslu á að varpa sprengj- um á herflugvelli lengra inni í land- inu. Á þessu öðru stigi orrustunnar, sem stóð til 5. september, misstu Þjóðveijar 562 flugvélar í 35 árás- arhrinum. Tjón breska flughersins var mun minna og hann missti 219 vélar á þessum tíma. Loftárásir á Lundúnir Þjóðverjar neyddust þá til að beita annarri aðferð og þriðja stig orrustunnar hófst 7. september þegar þeir hófu miklar loftárásir á Lundúnir og fleiri breskar borgir. Þennan dag flugu alls 350 þýskar flugvélar yfir strönd Bretlands og þrátt fyrir harða mótspyrnu breska hersins tókst mörgum þeirra að fljúga yfir Lundúnir og valda veru- legu (jóni í borginni, aðallega á hafnarmannvirkjum og byggingum n;Uægt höfninni. Loftbardagar fóru fram yfir höfuðborginni og margir Lundúnabúar sáu því flugvélar óvinarins hrapa til jarðar. 103 þýsk- ar flugvélar voru skotnar niður. Þessi dagur var martröð fyrir slökkvilið Lundúna þvi miklir eldar kviknuðu í árásunum sem stóðu fram á nótt. 306 manns biðu bana og 1.337 særðust íþessum fyrstu loft- árásum á höfuðborgina. Þrátt fyrir mikið tjón þýska flug- hersins þennan dag hélt hann loft- árásunum áfram næstu daga. Orrustan um Bretland náði há- marki sunnudaginn 15. september þegar Þjóðverjar hófu hörðustu loftárásirnar á Lundúnir. Alls beittu þeir þá 500 flugvélum. Orrustu- flugvélar Breta börðust við þær yfir Ermarsundi en mörgum þýsku vél- anna tókst þó að varpa sprengjum á höfuðborgina. Margar byggingar skemmdust en tjón Breta var þó lít- ið í samanburði við afhroðið sem Luftwaffe galtþennan dag. 185 þýskar flugvélai’ voru skotnar nið- ur. 1.700 flugvélum grandað Þrátt fyrir þetta mikla mótlæti héldu Þjóðveijar áfram loftárásum á höfuðborgina á daginn til 5. októ- ber. Á þessu túnabili hóf þýski flug-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.