Morgunblaðið - 17.09.2000, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 17.09.2000, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000 13 s r því þar þóttist hún örugg. Bretar á miðjum aldri muna einnig að sprengjugígar í borginni voru eðlileg viðmiðun þegar þeir voru að byrja að rata um borgina. Borgarbúum voru einnig gefin ýmis góð ráð til að lifa með óttanum. I bæklingnum „Nerves versus Nazis“ var lesendum ráðlagt að telja hægt, ef þeir heyrðu sprengju falla. Ef menn næðu að telja upp að sextíu og væru enn að telja gætu þeir verið vissir um að lifa af. I lok september mátti sjá að borgarbúar voru farnir að venjast óttanum. I desember fullvissaði Hitler flokksleiðtoga sína aftur á móti um að stríðið við Breta væri svo gott sem unnið. „Bretland er einangrað." Sigur hinnar nafnlausu og ónefnda yfirmannsins Yfirlýsingar Hitlers voru þó ósk- hyggjan ein. Bretar höfðu ekki tap- að, en þó heldur tæplega unnið og hræðslan við mátt Þjóðverja var enn ríkjandi meðal breskra ráðamanna. Það var ekki fyrr en Sovétríkin og Bandaríkin drógust inn í stríðið að dró úr innrásarótta Breta. Almenningur gerði sér heldur ekki grein fyrir þessum sigri. Eins og Orwell benti á virðast atburðir sjaldnast mikilvægir einmitt þegar þeir gerast, enda var þetta fyrir daga sviðsettra stjómmálaleiðtoga. Orrustan um Bretland átti sér ekki áþreifanlegan endi fremur en upphaf, en nokkurs konar sigur unnu Bretar þó. Ástæður hans eru Þegar loftárásirnar hófust fyrir alvöru leituðu tugþúsundir Lundúna- búa, aðallega konur og böm, skjóls í neðanjarðarlestarstöðvum. herinn þrjár árásarhrinur, 27. sept- ember, 30. september og 5. október, og missti 205 flugvélar. Þegar hér var komið sögu virðast yfirmenn þýska hersins hafa áttað sig á því að loftárásirnar hefðu ekki borið tilætlaðan árangur. Þjóðverj- ar misstu svo margar flugvélar að það hlýtur einnig að hafa dregið úr baráttuhug þýsku flugmannanna. Þjóðverjar hættu þó ekki alveg hernaðinum gegn breska flughem- um og tóku upp nýja baráttuaðferð. Þeir hættu nánast alveg að senda sprengjuflugvélar yfir Bretland og beittu nánast eingöngu orrustuvél- um og ormstu-sprengjuvélum. Við þetta minnkaði tjón þýska flughers- ins en sprengjufarmar fiugvélanna vom svo litlir að þær gátu ekki valdið verulegu tjóni. Þýsku flug- mennimir tóku einnig að forðast loftbardaga, vörpuðu sprengjunum niður og forðuðu sér þegar breskar flugvélar nálguðust þá. Þessum árásum var haldið áfram til loka októbermánaðar og þær hjöðnuðu smám saman. Talið er að í orrustunni um Bret- land hafi Bretar grandað um það bil 1.700 þýskum flugvélum og misst 900.375 flugmenn RAF biðu bana og 358 særðust. Hætt við innrás Þjóðverjar gerðu sér loks grein fyrir því að þeim var um megn að ná algerum yfirráðum í lofti yfir Bret- landi og horfið var frá því að gera innrás í landið. Eftir sigur Breta í þessari afdrifa- ríku flugormstu lauk Winston Churchill, þáverandi forsætis- ráðherra, lofsorði á bresku flughetj- urnar og sagði að aldrei áður í sögn stríðsátaka hefðu, jafnmargir stað- ið í jafnmikilli þakkarskuld við svo fáa“. Byggt á bókinni „The War in Pictures". Rústir íbúðarhúsa og verslana við þekkta götu í Lundúnum, Old Kent Road, eftir eina af loftárásum Þjóðveija í október 1940. margvíslegar. Bretar höfðu betri upplýsingar um Þjóðverja, sem voru illa að sér um Breta og breskar að- stæður. Þjóðverjar sátu meðal ann- ars og lásu sér til í rómverskum heimildum um eðli breskrar her- mennsku og lágu yfir frásögnum af Vilhjálmi sigursæla. Bretar ofmátu styrk Þjóðverja og hergagnaframleiðslumátt þeirra. Þjóðverjar vanmátu hins vegar Breta og styrk þeirra. Þessi sál- fræðilegi munur hafði vafalaust tölu- verð áhrif að mati Overys og varð Bretum á endanum í hag. En þrátt fyrir vantrú á eigin styrk höfðu Bretar hernaðarlega yfir- burði. Hvað hernaðarstyrkinn varð- aði höfðu Bretar einfaldlega fleiri flugvélar, þeir misstu aðeins 900 flugvélar en skutu niður 1.700 og síð- ast en ekki síst voru þeir færir um að framleiða mun fleiri vélar en Þjóð- veijar. Þrátt fyrir missinn höfðu þeir fleiri flugvélar til umráða haust- ið 1940 en þeir höfðu haft um sum- arið. Orrustan um Bretland var í raun unnin af fáum, eins og Churchill tók eftir. Þessir fáu unnu þrekvirki við erfiðar aðstæður, taugaspennu og alltof mikið vinnuálag. Flugmenn- irnir voru nafnlausir, því að flugher- inn vildi ekki halda á lofti hlut ein- stakra flugmanna. Og i bæklingi flugmálaráðuneytisins var Dowding, yfirmaður flugflotans, ekki nefndur á nafn. Það voru því hinir fáu og nafnlausu sem unnu orrustuna og efldu þar með sigurtrú Breta og sjálfstraust að mati Overys. Ferðafélaginn frá Samsonite toppurinn í töskum Fyrsta Samsonite verslunin á Islandi hefur opnað í Skeifunni 7 undir sama þaki og Metró. Bjóðum allar gerðir af Samsonite töskum, harðar og mjúkar, stuttar og langar, stórar og smáar. M METRO TÖSKU - OG SKÖVIÐGERÐIR Skeifan 7 • Sími 525 0800 hermenn og vopnabúnað yfir sundið, en slíkt verið ógerlegt nema að sigra flugherinn fyrst. Það hafi því verið upphaflega markmiðið með orrust- unni um Bretland. Átök ólíkra manna Mat Breta og Þjóðverja hver á öðrum var mjög ólíkt og þeir ráð- herrar, sem stýrðu átökunum, voru líka mjög ólíkir. Það var hinn spillti, fáfengilegi og ósvífni Hermann Gör- ing, ráðherra flugflotans og fyrrver- andi flugmaður, sem fór fyrir orrust- unni gegn Bretum. Hinn breski andstæðingur hans var Sir Archi- bald Sinclair, dæmigerður breskur aðalsmaður, sem lét yfirmanni flug- flotans, Sir Hugh Dowding, skipu- lagninguna eftir. Dowding var hetja úr fyrri heimsstyrjöldinni. Hann var í þann mund að fara á eftirlaun þeg- ar orrustan um Bretland var að hefj- ast en var beðinn um að vera lengur. Þjóðveijar hófu loftárásir á Bret- land í júní, en það var of snemmt að sjá að um allsherjar orrustu væri að ræða. Þjóðverjar miðuðu hins vegar við að hefja leiftursókn 10. ágúst, sem þeir kölluðu ,Ai'nardaginn“. Fátt gekk þó þeim í hag. Veðrið var óhagstætt þessa daga og árásinni því frestað, svo ekki varð úr neinu fyrr en síðdegis hinn 14. ágúst. Þá var veðrið þó enn ekki gott, en ekki tókst betur til en svo að ekki bárust boð nema til hluta flugflotans um að ákveðið hefði verið að hætta við árásina. Það var því aðeins hluti flughersins, sem lagði af stað, og þetta fálmkennda upphaf varð til þess að Bretar áttuðu sig ekki á því fyrr en nokkrum dögum seinna að stórárás væri hafin. Að telja upp að sextíu og lifa af Árásirnar beindust að flugvöllum, radarstöðvum og öðrum hemaðar- mannvirkjum fyrstu dagana. Ratsjá var ný tækni á þessum tíma og allt bendir til að Þjóðverjar hafi ekki átt- að sig á möguleikum hennar, því þeir einbeittu sér ekki sérstaklega að ratsjárstöðvum Breta og ollu ekki miklum skemmdum á þeim. í ræðu 4. september fyrirskipaði Hitler að í stað þess að einbeita sér að hernaðarmannvirkjum yrðu borgir og bæir nú skotmörkin og þá einkum London. Þetta kom sér vís- ast vel fyrir breska flugherinn. Um miðjan september átti „Sæ- ]jónið“, en svo hét næsta hernaðar- áætlun Þjóðverja, að hefjast og markmið hennar var innrás í Bret- land. En þegar þar að kom hætti Hitler við Sæljónið. Ljóst var að þýski flugherinn hafði stórlega of- metið árangurinn í baráttunni gegn breska flughernum. Bretar voru alls ekki eins aumir og Þjóðverjar höfðu haldið og vonað. Overy er þó ekki viss um að slæ- legur árangur Þjóðverja í Bretlandi hafi verið eina ástæðan fyrir því að horfið var fráSæljóninu. Athygli þeirra beindist einnig í auknum mæli að öðrum vígstöðvum. En hann er jafn viss um að við réttar kring- umstæður hefði Hitler örugglega freistað innrásar í Bretland. Þótt horfið væri frá Sæljóns-að- gerðinni hættu árásir Þjóðverja þó ekki. Allt haustið stóðu yfir loftárás- ir á Bretland, einkum á London. Flestir Lundúnabúar, hvort sem þeir voru fæddir á þessum tíma eða ekki, kunna stríðssögur, til dæmis af ömmunni, sem svaf alltaf undir stóru og miklu eikarborði með dóttur sína,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.