Morgunblaðið - 17.09.2000, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.09.2000, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000 21 Veitt úr verðlauna- sjóði í fyrsta skipti HINN 25. ágúst voru í fyrsta skipti veitt verðlaun til nemenda úr Háskóla íslands úr Verðlauna- sjóði Guðmundar P. Bjarnasonar, Akranesi. Verð- launin eru ætluð efnilegum út- skriftarnemum í eðlis- og efna- fræði við Há- skóla íslands. Verðlaunin í eðlisfræði komu í hlut Kristjáns Rúnars Kristjánssonar, sem nú í vor útskrifaðist með eina allra hæstu einkunn sem gefin hefur verið í raunvísindadeild Háskóla íslands og lauk hann BS-prófi bæði í eðlisfræði og stærðfræði með þessum sömu ágætum. Verðlaunin í efnafræðinni skipt- ust á milli þriggja kandídata, And- ra Arnaldssonar í efnafræði, og þeirra Kristínar Ingvarsdóttur og Snævars Sigurðssonar í lífefna- fræði. Öll stóðu þau sig með mik- illli prýði og hlutu einkunnir um eða yfir ágætismörkum. „Það vakti óneitanlega mikla og verðskuldaða athygli snemma á þessu ári þegar kunngert var að Guðmundur P. Bjarnason, sem kenndur er við bæinn Sýrupart á Akranesi, hefði gefið um 30 millj- ónir króna til stofnunar sjóðs, sem nota á til að verðlauna efnilega út- skriftarnemendur í eðlis- og efna- fræði við Háskóla íslands. Fjöldi styrkja og upphæðir hvers árs taka mið af ávöxtun sjóðsins og mati stjórnar sjóðsins á þeim sem útskrifast hvert ár. Ljóst er að verðlaunastyrkirnir eru með þeim veglegri sem veittir eru hér á landi eða um 500 þús. krónur og er reiknað með að tveimur slíkum styrkjum verði að öllu jöfnu úthlutað árlega. Þá við- miðun þurfti þó að brjóta nú þegar við fyrstu úthlutun. Ekki reyndist vandasamt að finna kandídatinn í eðlisfræðinni, hann fær óskiptan hlut, 500 þús. krónur. Stjórnin sá sér hins vegar ekki fært að greina á milli þriggja kandídata í efna- fræði og var því ákveðið að hver þeirra fengi 200 þús. krónur í sinn hlut,“ segir í frétt frá sjóðsstjórn- inni. Sjóðurinn er í vörslu Háskóla íslands en ávöxtun sjóðsins er í höndum Kaupþings. Núverandi stjórn sjóðsins skipa tveir fulltrúar HÍ, Guðmundur G. Haraldsson, prófessor í efnafræði, og Hafliði P. Gíslason, prófessor í eðlisfræði, auk eins fulltrúa Kaupþings, dr. Steingríms P. Kárasonar. Gefandinn, Guðmundur P. Bjarnason, fæddist á Sýruparti á Akranesi 23. febrúar 1909. Hann átti lengst af heima á Sýruparti og starfaði sem netagerðarmaður og fiskmatsmaður á Akranesi auk þess sem hann gerði út bátinn Bjarna Jóhannesson í félagi við bróður sinn. Guðmundur gaf Byggðasafninu í Görðum Neðri Sýrupartinn 1989 og hefur verið búsettur á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi síðan. Hann hefur einnig gefið stofnfé í sjóði til styrktar efnilegum nemendum frá Brekku- bæjarskóla, Grundaskóla og Fjöl- brautaskóla Vesturlands. Guðmundur dvelst á dvalar- heimilinu Höfða á Akranesi og er við góða heilsu. Guðmundur P. Bjarnason Enski boltinn á Netinu v^mbl.is _ALLTAf= eiTTHVAÐ NÝTT Á myndinni eru frá vinstri Páll Skúlason, Kristján Rúnar Kristjánsson, Kristín Ingvarsddttir, Andri Arnaldsson, Snævar Sigurðsson og Guðmundur G. Haraldsson. Námskeiðið Konur og veigengni verður haldið í Reykjavík helgina 23.-24. september og á Akureyri helgina 30. september-1. október. / Hverjir eru draumar okkar? / Hvernig förum við að því að láta þá rætast? / Hvers vegna eru konur síður í leiðtogastöðum en karlar? / Hvað er það sem konur hræðast og/eða hvað er það sem stöðvar þær í að ná markmiðum sínum? Nánari upplýsingar og skráning í símum 567 9447 og 895 9447. Leiðbeinandi: Hildur Jónsdóttir, ráðgjafi. Kæliskápur með frysti • Rúmmál kælis 195L • Rúmmál frystis 105L • Sjálfvirk afþíðing í kæli • HxBxD: 179x59.5x60 • 3 ára ábyrgð á kælivél Kæliskápur með frysti • Rúmmál kælis 220L • Rúmmál frystis 60L • Sjálfvirk afþíðing í kæli • HxBxD: 165x55x60 • 3 ára ábyrgð á kælivél Verð áður kr. 69.90« Gamli skápurinn uppí -17.00« Verð áður kr. 57.900 Gamli skápurinn uppí -16.000 Hljóðlát uppþvottavél • Tekur 12 manna stell • 4 þvottakerfi • Mjög hljóðlát • HxBxD: 85 x 59,5 x 60 • 3 ára ábyrgð Þvottavél 1000 sn. • Stiiianlegur vinduhraði • Hitastillir • íslenskur leiðarvísir •14 þvottakerfi • 3 ára ábyrgð Verð áður kr. Gamla vélin uppí Þurrkari sem veltir í báðar áttir • Viðvörunarkerfi • Val um 2 hitastig • HxBxD: 85 x 60 x 60 • 3 ára ábyrgð Eldavél með blástursofni • Undir- og yfirhiti • Fjölvirkur blástursofn • Grill og grillteinn • HxBxD: 85 x 59,5 x 60 Verð áður kr. Gamla vélin uppí Suðurlandsbraut 16 • 108 Rvk • Sími 5880500 Þú greiðir stgr. kr. Þú greiðir stgr. kr. Þú greiðir stgr. kr. Þú greiðir stgr. kr. Verð áður kr. 34.400 Gamla tækið uppí -7.000 Þú greiðir stgr. kr. 27.900 Verð áður kr. 58.900 Gamla vélin uppí -14.000 Þú greiðir stgr. kr. 44.900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.