Morgunblaðið - 17.09.2000, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000 21
Veitt úr
verðlauna-
sjóði í fyrsta
skipti
HINN 25. ágúst voru í fyrsta
skipti veitt verðlaun til nemenda
úr Háskóla íslands úr Verðlauna-
sjóði Guðmundar
P. Bjarnasonar,
Akranesi. Verð-
launin eru ætluð
efnilegum út-
skriftarnemum í
eðlis- og efna-
fræði við Há-
skóla íslands.
Verðlaunin í
eðlisfræði komu
í hlut Kristjáns
Rúnars Kristjánssonar, sem nú í
vor útskrifaðist með eina allra
hæstu einkunn sem gefin hefur
verið í raunvísindadeild Háskóla
íslands og lauk hann BS-prófi
bæði í eðlisfræði og stærðfræði
með þessum sömu ágætum.
Verðlaunin í efnafræðinni skipt-
ust á milli þriggja kandídata, And-
ra Arnaldssonar í efnafræði, og
þeirra Kristínar Ingvarsdóttur og
Snævars Sigurðssonar í lífefna-
fræði. Öll stóðu þau sig með mik-
illli prýði og hlutu einkunnir um
eða yfir ágætismörkum.
„Það vakti óneitanlega mikla og
verðskuldaða athygli snemma á
þessu ári þegar kunngert var að
Guðmundur P. Bjarnason, sem
kenndur er við bæinn Sýrupart á
Akranesi, hefði gefið um 30 millj-
ónir króna til stofnunar sjóðs, sem
nota á til að verðlauna efnilega út-
skriftarnemendur í eðlis- og efna-
fræði við Háskóla íslands.
Fjöldi styrkja og upphæðir
hvers árs taka mið af ávöxtun
sjóðsins og mati stjórnar sjóðsins
á þeim sem útskrifast hvert ár.
Ljóst er að verðlaunastyrkirnir
eru með þeim veglegri sem veittir
eru hér á landi eða um 500 þús.
krónur og er reiknað með að
tveimur slíkum styrkjum verði að
öllu jöfnu úthlutað árlega. Þá við-
miðun þurfti þó að brjóta nú þegar
við fyrstu úthlutun. Ekki reyndist
vandasamt að finna kandídatinn í
eðlisfræðinni, hann fær óskiptan
hlut, 500 þús. krónur. Stjórnin sá
sér hins vegar ekki fært að greina
á milli þriggja kandídata í efna-
fræði og var því ákveðið að hver
þeirra fengi 200 þús. krónur í sinn
hlut,“ segir í frétt frá sjóðsstjórn-
inni.
Sjóðurinn er í vörslu Háskóla
íslands en ávöxtun sjóðsins er í
höndum Kaupþings. Núverandi
stjórn sjóðsins skipa tveir fulltrúar
HÍ, Guðmundur G. Haraldsson,
prófessor í efnafræði, og Hafliði P.
Gíslason, prófessor í eðlisfræði,
auk eins fulltrúa Kaupþings, dr.
Steingríms P. Kárasonar.
Gefandinn, Guðmundur P.
Bjarnason, fæddist á Sýruparti á
Akranesi 23. febrúar 1909. Hann
átti lengst af heima á Sýruparti og
starfaði sem netagerðarmaður og
fiskmatsmaður á Akranesi auk
þess sem hann gerði út bátinn
Bjarna Jóhannesson í félagi við
bróður sinn. Guðmundur gaf
Byggðasafninu í Görðum Neðri
Sýrupartinn 1989 og hefur verið
búsettur á dvalarheimilinu Höfða á
Akranesi síðan. Hann hefur einnig
gefið stofnfé í sjóði til styrktar
efnilegum nemendum frá Brekku-
bæjarskóla, Grundaskóla og Fjöl-
brautaskóla Vesturlands.
Guðmundur dvelst á dvalar-
heimilinu Höfða á Akranesi og er
við góða heilsu.
Guðmundur P.
Bjarnason
Enski boltinn á Netinu
v^mbl.is
_ALLTAf= eiTTHVAÐ NÝTT
Á myndinni eru frá vinstri Páll Skúlason, Kristján Rúnar Kristjánsson,
Kristín Ingvarsddttir, Andri Arnaldsson, Snævar Sigurðsson og
Guðmundur G. Haraldsson.
Námskeiðið
Konur og veigengni
verður haldið í Reykjavík helgina 23.-24. september og
á Akureyri helgina 30. september-1. október.
/ Hverjir eru draumar okkar?
/ Hvernig förum við að því að láta þá rætast?
/ Hvers vegna eru konur síður í leiðtogastöðum en karlar?
/ Hvað er það sem konur hræðast og/eða hvað er það sem stöðvar
þær í að ná markmiðum sínum?
Nánari upplýsingar og skráning
í símum 567 9447 og 895 9447.
Leiðbeinandi: Hildur Jónsdóttir, ráðgjafi.
Kæliskápur með frysti
• Rúmmál kælis 195L
• Rúmmál frystis 105L
• Sjálfvirk afþíðing í kæli
• HxBxD: 179x59.5x60
• 3 ára ábyrgð á kælivél
Kæliskápur með frysti
• Rúmmál kælis 220L
• Rúmmál frystis 60L
• Sjálfvirk afþíðing í kæli
• HxBxD: 165x55x60
• 3 ára ábyrgð á kælivél
Verð áður kr. 69.90«
Gamli skápurinn uppí -17.00«
Verð áður kr. 57.900
Gamli skápurinn uppí -16.000
Hljóðlát uppþvottavél
• Tekur 12 manna stell
• 4 þvottakerfi
• Mjög hljóðlát
• HxBxD: 85 x 59,5 x 60
• 3 ára ábyrgð
Þvottavél 1000 sn.
• Stiiianlegur vinduhraði
• Hitastillir
• íslenskur leiðarvísir
•14 þvottakerfi
• 3 ára ábyrgð
Verð áður kr.
Gamla vélin uppí
Þurrkari sem veltir
í báðar áttir
• Viðvörunarkerfi
• Val um 2 hitastig
• HxBxD: 85 x 60 x 60
• 3 ára ábyrgð
Eldavél með blástursofni
• Undir- og yfirhiti
• Fjölvirkur blástursofn
• Grill og grillteinn
• HxBxD: 85 x 59,5 x 60
Verð áður kr.
Gamla vélin uppí
Suðurlandsbraut 16 • 108 Rvk • Sími 5880500
Þú greiðir stgr. kr.
Þú greiðir stgr. kr.
Þú greiðir stgr. kr.
Þú greiðir stgr. kr.
Verð áður kr. 34.400 Gamla tækið uppí -7.000
Þú greiðir stgr. kr. 27.900
Verð áður kr. 58.900
Gamla vélin uppí -14.000
Þú greiðir stgr. kr. 44.900