Morgunblaðið - 17.09.2000, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000 23
JON G. STEFANSSON YFIRLÆKNIR
„RANNSÓKNIN
MIKILSVERT FRAMLAG
OG NIÐURSTÖÐURNAR
SLÁANDI"
JÓN G. Stefánsson, yf-
irlæknir á geðdeild
Landspítalans við
Hringbraut, var einn leið-
beinenda Tinnu við rann-
sóknina. Auk hans voru
leiðbeinendur þeir Ást-
ráður B. Hreiðarsson,
dósent við læknadeild Há-
skólans, Þorgeir Þor-
geirsson, vísindamaður
hjá íslenskri erfðagreiningu, og
Axel Hall, sérfræðingur við Hag-
fræðistofnun Háskóla íslands.
„Rannsókn þessi er mikilsvert
framlag til heilbrigðismála hér á
landi,“ segir Jón þegar hann er
beðinn um að segja álit sitt á
rannsókninni. „Umræða um þessi
mál hefur verið talsverð og vax-
andi hér á landi, ekki síst þar sem
fram hafa komið ný geðlyf sem
notið hafa töluverðra vinsælda.
Sumir hafa talið notkun þessara
lyfja úr hófi og þess vegna er afar
mikils virði að vita og þekkja tíðni
þunglyndis meðal íslendinga,
ekki síst þeirra sem yngri eru.
Sá aldurshópur hefur verið
mjög undir smásjánni í þessum
efnum og ýmsar rannsóknir hafa
bent til þess að þunglyndi fólks í
honum fari vaxandi. Aðrir hafa
haft efasemdir um að svo geti ver-
ið, en mikilsvert er að hafa þessar
tölulegu niðurstöður til að styðj-
ast við.“
Þungtyndi í raun
algengt fyrirbæri
Jón bendir á að um póstkönnun
hafi verið að ræða, en Ijóst sé að
þær hafi sínar takmarkanir. Hins
vegar hafi mjög verið vandað til
verka og því sé ljóst að rannsókn
hins unga vísindamanns sé með
þeim helstu sem gerð hafi verið
hér á landi á þessu sviði.
„Mér þótti athyglisvert hve
þunglyndi er í raun algengt fyrir-
bæri, ekki síst meðal ungs fólks og
hve lítill hluti þeirra sem sjúkir
eru fær meðhöndlun við sitt hæfi í
heilbrigðiskerfinu. Þá
hlýtur að vekja athygli
hve mjög þunglyndið
tengist notkun áfengis.
Það sem mér þótti þó mest
sláandi var hve stór hluti
aðspurðra hefur leitt hug-
ann að því að taka eigið
líf,“ segir Jón ennfremur.
Hann segir engum vafa
undirorpið að þeir sem í
alvöru leiði hugann að sjálfsmorði
séu lasnir. „Það er eitthvað að því
fólki og það þarf aðstoð. Meðan
ekkert greinist, geta vandræðin
auðvitað ágerst og jafnvel leitt til
mjög alvarlegrar niðurstöðu."
Miklu dýrara að
gera ekki neitt
Um könnun Tinnu Traustadótt-
ur á kostnaði heilbrigðiskerfisins
af þunglyndi ungs fólks, segir Jón.
„Niðurstöðumar eru auðvitað
býsna athyglisverðar. Það er
nefnilega stundum sagt að kostn-
aður við meðferð þunglyndra eða
geðveikra sé mikill. En hann er
aðeins brot af því sem hann verður
sé ekkert að gert og viðkomandi
fær ekki rétta greiningu og með-
ferð í tíma. Viðmiðunartölur
benda til þess að allt að 70% ár-
angur geti náðst með ákveðnum
aðgerðum gegn þunglyndi og þótt
slík meðferð geti verið dýr, þá er
miklu dýrara að gera ekki neitt.
í heilbrigðisvísindum, rétt eins
og öðrum vísindum, er geysilega
mikilvægt að sífellt sé í gangi end-
urskoðun á ríkjandi aðferðum og
viðhorfum. Nýjar rannsóknir eiga
að leysa hinar eldri af hólmi séu
þær betri og leitast við að bæta sí-
fellt við þekkinguna. Þessi rann-
sókn er prýðilegt innlegg í þá bar-
áttu að bæta heilbrigðiskerfi
okkar og gera það skilvirkara. Eg
hlýt því að óska vísindamanninum
til hamingju með árangursríkt og
gott verk. Það er alltaf gaman að
sjá hve ungt fólk er duglegt og
framsýnt."
Jón G.
Stefánsson
legan kostnað samfélagsins vegna
þessa þáttar og um leið að benda á
mikilvægi þess að grípa fljótt inn hjá
þeim sem finna lyrir einhverjum
einkennum, svo unnt sé að lækna þá í
tíma.
„Rétt meðhöndlun og greining
skiptir öllu máli. Sé þunglyndi ekki
greint hafa köstin tilhneigingu til að
verða dýpri og dýpri og einkennin
þéttari og þéttari. Þá má ekki gleyma
því að batahorfur eru meiri, því fyrr
sem sjúklingur kemst undir læknis-
hendur," útskýrir hún.
Aðferðin, sem beitt var, fólst í að
leggja mat á óbeinan kostnað sem
hlýst af fjarvistum frá vinnu, minnk-
aðri framleiðni og sjálfsvígum vegna
alvarlegs þunglyndis, óyndis og
geðhvarfasýki. Svonefndri tilfallaað-
ferð var beitt, en í henni felst að leit-
ast er við að greina allan kostnað sem
samfélagið ber á tilteknu ári vegna
ákveðins sjúkdóms. Byggðist rann-
sóknin að stórum hluta á tölum frá
Hagstofu íslands og heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu.
Niðurstöður úttektarinnar voru
heldur en ekki athyglisverðar. A ári
hverju virðast tapast um 300 þúsund
vinnudagar vegna þunglyndissjúk-
dóma hér á landi. Um 70% vegna
fjarvista karla frá vinnu og um 30%
vegna fjarvista kvenna. Töpuð fram-
leiðsla vegna alvarlegs þunglyndis er
um 1,3 milljarðar kr. á ári. Mögulega
töpuð framleiðsla vegna óyndis nem-
ur rúmum milljarði króna og vegna
alvarlegs þunglyndis og geðhvarfa
nemur sambærileg tala um 350 millj-
ónum kr. Þá vegur kostnaður samfé-
lagsins af völdum sjálfsvíga um 750
milljónum kr. árlega og nemur
óbeinn kostnaður af þessum völdum
því alls hálfum fjórða milljarði króna.
Kostnaður sam-
félagsins um sex
milljarðar
„Kostnaður samfélagsins, beinn
og óbeinn, vegna þunglyndissjúk-
dóma nemur hið minnsta sex mil-
ljörðum króna árlega,“ segir Tinna.
Hún telur meira að segja að forsend-
ur útreikninganna séu í varfærnara
lagi. Auk þess reyndist ekki unnt að
taka tillit til mikilvægra þátta á borð
við notkunar yfir meðallagi á heil-
brigðiskerfinu meðal þeirra sem búa
við andlega vanheilsu almennt og
kostnaði sem af því hlýst. Þá hafi
ekki verið tekið tillit til skertra lífs-
gæða og þeirrar þjáningar sem sjúk-
dómurinn veldur.
„Framtíðarspár Alþjóða heilbrigð-
ismálastofnunarinnar gera ráð fyrir
mestri aukningu í geð- og taugasjúk-
dómum fram til ársins 2020. Þess
vegna er mikilvægt að menn taki
höndum saman um að snúa við þeirri
óheillaþróun sem virðist í uppsigl-
ingu.“
Hin unga vísindakona segist að
lokum vilja þakka þeim fjölmörgu
sem lagt hafi sér lið í rannsókninni,
t.d. leiðbeinendum sínum, Sigurði
Guðmundssyni landlækni og fjöl-
mörgum fyrirtækjum sem styrkt hafi
rannsóknina, en alls hafi hún kostað
hátt í tvær milljónir króna. Aukin-
heldur hafi Haukur Freyr Gylfason,
meistaranemi í sálfræði, aðstoðað sig
mikið og fyrir það vilji hún þakka.
„Það er enn fjölmargt órannsakað í
þessum málaflokki og þessu verkefni
hefur ekki verið lokað, t.d. myndi ég
gjarnan vilja skýra brottfallið betur,“
segir Tinna Traustadóttir lyfjafræð-
ingur. Eftir það hyggur hún á frekara
nám á erlendri grundu.
Um 204 þúsund
farsímanotendur
UM 204 þúsund farsímar eru í
notkun hér á landi að sögn
Magnúsar Salberg verkefnis-
stjóra hjá Símanum-GSM og
má því áætla að um 73% lands-
manna séu virkir farsíma-
notendur.
fslendingar eru því enn sú
þjóð sem á hlutfallslega flesta
farsíma. Þeir náðu Finnum í
farsímaeign fyrr á þessu ári en
þeir eru í öðru sæti þjóða með
nær 71% virka farsímanotend-
ur. Af þeim 207 þúsund íslend-
ingum sem eiga farsfma eru
125 þúsund með gsm-síma hjá
Simanum-GSM, 29 þúsund með
NMT síma hjá Landssímanum
og fimmtíu þúsund með gsm-
síma hjá Tali hf.
Til samanburðar voru um
168 þúsund farsímanotendur
hér á landi í byrjun ársins eða
um 60,9% þjóðarinnar.
Siemens er minnsti WAP-súni
í heimi að sögn framleiðenda.
•i
Ert þú með smá appelsínuhúð
eða kannski bara mikla?
Er húð þín sIöpp eftir mearun
eða meðqönqu?
Ef eitthvað af þessu á
við þig þá er
SILHOUETTE
ALLTAF LAUSNIN!
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Switzerland
...ferskir vindar í umhirðu húðar
Verð miðað við að tveir gisti saman í stúdíói á Sol Doiro.
Auk þess eru þrír aðrir gististaðir í boði.
Innifalið: Flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli erlendis og allir flugvallarskattar.
Skelltu þér, þú átt það skilið........................
® m
Urnboósmern Rlúsferöa urn allt lard
Höfn • S: 4781000 Vestmannaeyjar • S: 481 1450
Blðnduós* S: 452 4168 Da/w'jr • S: 4661405 Sauðárkrókur • S: 453 6262/896 8477 Egilsstaðir • S: 471 2000 KefíevfleS: 421 1353
Borgames • S: 437 1040 /W/ördufS: 456 5111 Akureyri* S: 462 5000 Selfoss* S: 4821666 Grim/aWJfS: 426 8060
Söluskrifstofur Plúsferða: Faxafeni 5 • 108 Reykjavík og Hlíðasntára 15 • 200 Kópavogur ma C E D JT\ I D
Sími 535 2100 • Fax 535 2110 *Netfang plusf@plusferdir.is • Veffang www.plusferdir.is I t Kt) I K